Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Qupperneq 13
FTMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 13 DV Innkaup ¥ Menn leika sér að eldinum þegar þeir láta rjúpurnar hanga: f Dragúldna á nokkrum dögum í hlýindunum Eysteinsson. Matur „Menn eiga að setja rjúpuna beint í frystinn þegar þeir koma með hana heim. Það hefur ekkert með gæði kjöts- ins að gera. Það er að leika sér að eldinum að hengja rjúpurnar upp úti, sérstak- lega i hlýindum eins og núna. Menn eru þá kannski að skemma vöruna eftir að hafa haft mikið fyrir því að ná í hana,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á veitingahús- inu Þrír Frakkar hjá Úlfari. Það hefur lengi tíðkast að veiði- menn hengi ijúpurnar upp þegar heim er komið og láti þær hanga úti á svölum fram aö hátíðum. Þetta gengur kannski þegar frost er tryggt allan tímann sem rjúpan hangir en getur verið varhugavert þegar umhleypingar eru ráðandi með löngum hlýindaköflum. Þá get- ur rjúpan dragúldnaö á nokkrum dögum. Getur jólamáltíðin þannig farið fyrir lítið. Úlfar segir þann sið að hengja rjúpuna upp vera leifar frá gamalli tíð, sérstaklega á Norðurlandi, þar sem langir frostakaflar hafa ein- kennt vetrarmánuðina. Ófáir halda að rjúpan taki bragð, brjóti sig, meðan hún hangir. Hún er hins vegar fislétt og nær yfirleitt að brjóta sig í skottinu á leið heim úr veiðitúmum. Úlfar bendir á að gott bragð megi fá með því að nota innan úr fóaminu, kannski úr 2-4 fuglum, þegar eldaðir eru tíu fuglar, bæði út á pönnuna þegar steikt er og eins út í soðið þegar það sýður. Má láta á lyng og annað góð- gæti sem rjúpan hefur gætt sér á í grisju. Að hengja rjúpuna upp eru leif- ar frá gamalli tið sem verða varla skýrðar með öðru en þvi að á vetr- um höföu rnenn- stærsta frysti í heimi úti undir berum himni. Þessar sögulegu leifar minna Úlf- ar á söguna af ungu húsmóður- inni sem var vön fá sunnu- dagslæriö hlutað í tvennt áður en hún steikti það. Maðurinn spurði hverju þetta sætti en fékk ekki önnur svör en þau að mamma hefði alltaf gert þetta svona og svona væri lærið best. Og þegar tengdamóðirin var spurð voru svör hennar á sömu lund: Mamma gerði þetta svona og svona er þetta best. Maðurinn vildi komast til botns í málinu og lá því leiðin á Grund, til ömmunnar. Sú gamla hafði fátt annað til málanna að leggja en að hún hefði orðið að Jólasteik margra Ekki er ráö aö hengja rjúpuna upp úti viö þegar úr veiöitúrnum er komiö nema menn geti veriö öruggir um stööugt frost. Aö öörum kosti getur þessi ágæti matur skemmst. hluta lærið i tvennt vegna þess að ofninn hennar var svo lítill. Lær- ið komst ekki inn í heilu lagi. Þegar rætt er um að kjöt brjóti sig má nefna að nautakjöt er látið hanga í 2-3 vikur og þá við kjörað- stæður allan tímann. Lambakjöt þarf kannski viku og gæsin tvo sól- arhringa. En rjúpan, sem er kannski um 400 grömm, þarf varla annað en ríflega tímann í skottinu á leið heim úr veiði. -hlh Á flugi yfír íslandi Komin er í verslanir endur- bætt útgáfa af geisladiski Land- mælinga íslands, Á flugi yfir Is- landi, sem gefinn var út 2001. Á hon- um er þrívíddar- mynd af íslandi í raunlitum sem hægt er að fljúga yfir og skoða frá mismunandi sjónarhom- um. Notandinn ræður flughæð, hraða og flugstefhu. Hann stjómar ferðinni alfarið í rauntíma með mús, stýripinna eða lyklaborði. Þrívíddar- myndin er sett saman úr staffænu landhæðarlíkani og gervitunglamynd- um. Meðal endurbóta frá fyrstu útgáfú er aö hægt er að birta nöfii 230 staða/svæða á myndinni, ömefiialisti með meira en 1200 nöfiium, sjálfvirkt flug til allra staða í ömefhalista, ferða- kort og sveitarfélagakort í korta- glugga, vegakerfi landsins og loft- myndir af nokkrum þéttbýlis- og ferða- mannastöðum. Þurrkuð epli Möndlur Blandaðir ÞURRKAÐIR ÁVESTIR ... allt sem þarfí baksturinn! Jón og Guðlaug í Bordeaux með árlegan glaðning: Jólavínið 2002 Jólavínið 2002 frá Cháteau de Rions á rætur að rekja til Bordeaux í Frakklandi, úr víngerðarhúsi Jóns Ármannssonar víngerðarmanns og konu hans, Guðlaugar Baldursdótt- ur. Jólavínið er í fallegum flöskum og setur svip á veisluborðið. Rauðvínið er lagað úr Merlot, Cabernet Franc og Cabemet Sauvignon þrúgum. Þroskaðist vín- ið á eikartunnum áðrn- en það var sett á flöskur. Vínið er fuliþroskað og tilbúð til drykkju. Af því er þokkafullur ilmur þar sem finlegur eikarkeimur blandast berjakeim. Bragðið er blæbrigðaríkt, hóflega kryddkennt og með góöri fyllingu. Vínið fellur til dæmis vel að ýmiss konar viflibráð, lambakjöti og nautakjöti. Hvíta jólavínið frá Cháteau de Rions er úr Sauvignon Blanc og Sé- miflon þrúgum. Til að laða fram sem mestan berjakeim og ferskleika var vínið látið gerjast við lágt hita- stig en síðan haft á eikartunnum. Vínið er ilmríkt, slegið ristuðum eikarkeim í bland við þrúgukeim. Bragðið er nokkuð kryddkennt, með góðri fyllingu. Vínið nýtur sín vel eitt og sér en fellur vel að fiskmeti eins og reyktum laxi eða grilluðum humri. Einnig ljósu kjöti og pasta- réttum. Hvítvínið kostar 1.270 krónur en rauðvínið 1.580 krónur. -hlh Siglfirðingar og Skagfirðingar í samvinnu: Tvær opna ungarkonur Aðalbúðina Tvær ungar konur á Siglufirði, þær Guðrún Hauksdóttir og Hrafn- hildur Hreinsdóttir, hafa stækkað við sig og opnað nýja búð undir þekktu nafni, Aðalbúðina, þar sem Bókabúð Siglufjarðar var lengi til húsa. Fyrir nokkrum árum stofn- uðu þær Föndurbúðina og voru með hana til aö byrja með í gömlu bíla- stöðinni. Þaðan fluttu þær sig suður í miðbæinn, í húsnæði Leifsbakarís, og bættu þá við sig gjafavöru. Núna hafa þær stækkað enn frekar við sig, hafa fært sig á homið á móti þar sem bókabúðin var áður. Þær Guðrún og Hrafnhildur hafa Eigendur Aðalbúðarinnar Hrafnhildur Hreinsdóttir og Guðrún Hauksdóttir ásamt samstarfsmann- inum Brynjari Pálssyni í Bókabúð Brynjars. breytt miklu innanstokks. Er nýja búðin bæði rúmgóð og glæsileg en Brynja Baldursdóttir listahönnuður hjálpaöi þeim við að standsetja búð- ina. Þær Guðrún og Hrafnhfldur ætla að bæta við sig nýjum vörateg- undum, t.d. að bjóða Siglfirðingum og nágrönnum upp á bækur og rit- fóng svo þeir þurfi ekki úr bænum að kaupa þær vörur. Þessi deild verslunarinnar er í samvinnu við Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki. Til gamans má geta þess að æði- langt er orðið síðan Siglfirðingar og Skagfiröingar áttu samvinnu með verslun. Líklega má rekja það allt aftur tfl daga kjötbúðarinnar gömlu. Talsvert var af fólki á fyrsta versl- unardegi Aðalbúðarinnar. Aöspurð- ar sögðust þær stöllur vera bjart- sýnar á framhaldið og að fólki litist vel á nýju verslunina. -ÞÁ Immunnan Skrifstofa flugstöðvar Léifs Eiríkssonar Keflavík Fréttastofa sjónvarpsins ^jfjlqusverk auglýsingastofa (viskUstykki) Lyfja Smáratorgi Sjóvá-almennar Borgarnesi Starfsmannnhópar, senáið okkiír tölvupóst á jolagleái@egifs!is ög’þið eigið von á jólágiéði ýifrá'Olgerðinni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.