Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Skoðun "M *_k *w *W" Spuming dagsins Hver er uppáhalds-jólasagan þín? Arnar Frjöriksson, starfsmaöur Hagkaupa: Ég er ekki viss. Halldór Björnsson, starfsmaöur Hagkaupa: Litla stúlkan meö eldspýturnar, þaö er mjög hugljúf saga. Björg Vignisdóttlr nemi: Sagan um Grýlu og Leppalúöa. Þau hræddu mig mjög þegar ég var yngri. Hrafhhildur Ósk Magnúsdóttir neml: Gýla og Leppalúði. María Stefánsdóttir neml: Litla stúlkan meö eldspýturnar. Ragnhlldur Gubmundsdöttlr neml: Ekki viss. Frumkvöðlar við Skólavörðustíg Eínar Orn Stefánsson, framkvæmdastjöri Þróunarfélags miOborgarinnar, skrifar. Þróunarfélag miðborgarinnar veitir árlega viður- kenningu þeim, sem hafa með eftir- tektarverðum hætti lagt lóð sitt á vogarskálar þróun- ar og uppbyggingar í miðborg Reykja- víkur. Þessi viður- kenning var veitt í ellefta sinn 25. nóv- ember sl. Viðurkenning- una hlaut Ófeigur, gullsmiðja og list- munahús, sem hefur efist og dafnað við Skólavörðustíginn undanfarin tíu ár, en fyrirtækið var stofnað í júlí 1992. Fyrir- tæki við Skólavörðustíg hefur ekki áður fengið þessa viðurkenningu og var því tími til kominn að hún rataði þangað. Við Skólavörðustíg hafa safnast sam- an fjölmargar litlar og persónulegar listmunaverslanir, skartgripaverslanir og gallerí, þannig að gatan hefur getið sér orð sem helsta og skemmtilegasta listmunagata borgarinnar. Þar hafa hjónin Ófeigur Björnsson gullsmiður og Hildur BoUadóttir kjólameistari ver- ið í forystu frá upphafi um að efla sam- stöðu og markaðssókn kaupmanna og listiðnaðarmanna við Skólavörðustíg. Á annarri hæð hjá Ófeigi er sýning- arsalur, þar sem haldnar hafa verið á annað hundrað listsýningar á þessum tíu árum. Listaverkin sem þar hafa verið til sýnis eru af ýmsum toga - teikningar, málverk, skartgripir og leð- urvörur. Einkum er þar um að ræða ís- lenska listamenn, en um þriðjungur þeirra sem þarna hafa sýnt kemur frá öðrum löndum. il^v .";.—^B 1 BFai bísÍH ^K 'i' ¦.'- - ¦ K' Æ ÍL 4 SJ ¦& -. Js ¦L .fl Wk ,^B ^Pf^^vV Bl'*'. i^k ¦É ¦*-.|H mMk^ *% p ^H ^B JWtstJM Æ^ i ¦ mil^L' -s/ I ^' L. 1 Kt. ^fl ^£v A Frumkvö&lar vlð Skólavörðustíg F.v., Sigríöur Helga Olgeirsdóttir leiríistakona, sem hannaöi verölaunagrípinn, Hildur Bolladóttir, Ófeigur Björnsson, Bolli Ófeigsson ogJakob H. Magnús- son, formaöur Þróunarfélags miöborgarinnar. „Við Skólavörðustíg hafa safn- ast saman fjölmargar litlar og persónúlegar listmunaverslan- ir, skartgripaverslanir og gáll- erí, þannig að gatan hefur get- ið sér orð sem helsta og skemmtilegasta listmunagata horgarinnar." Gullsmiðja og listiðnaðarhús er á neðri hæðinni og íbúð fjölskyldunnar á efri hæð. Ekki má gleyma garðinum sem tengist húsinu, en hann er afar smekklega hannaður. Þar hafa verið haldnar útisýningar á skúlptúr og höggmyndum og tónlist hefur verið flutt í garðinum, ekki síst í tengslum við menningarnótt í Reykjavík. Gullsmiðja og listmunahús Ófeigs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki, því Bolli, sonur Ófeigs og Hildar, er einnig gullsmiður og starfar í fyrirtækinu. Gullsmiðju Ófeigs hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim tíu árum sem hún hefur starfað. Fyrirtækið hefur líka virkað hvetjandi á aðra, þannig að list- húsum hefur farið fjölgandi við Skóla- vörðustíg á undanfórnum árum. Vonandi halda Ófeigur og fjölskylda áfram um langa hríð að glæða lífið list og fegurð, um leið og nýr og betri Skólavörðustígur færir þeim og öðrum listamönnum sem þar starfa enn fleiri og ánægðari viðskiptavini. Fátæktin og lágar atvinnuleysisbætur J.M.G. skrifar. Félagsmálaráðherra segir í blaðavið- tali 15. nóv. sl. að yflr 4000 einstaklingar hafi fengið ókeypis fjármálaráðgjöf. Hann gleymir því hins vegar að fátækt- in stafar m.a. af lágum atvinnuleysisbót- um sem hann sjálfur er í forsvari fyrir að ákveða. Fátækt fólk þarf meiri tekjur en ekki „ráðgjöf'. Ráðgjöfin er hins veg- ar rekin fyrir þá sem vinna við hana og vilja setja sig á háan hest yflr aðra. Það er hollt fyrir bændur m.a. að leiða hugann að því að ef atvinnuleys- isbætur hækkuðu myndu landbúnaðar- vörur þeirra seljast meira og hagur „Fátækt fólk þarf meiri tekjur en ekki „ráðgjöf". Ráðgjöfin er hins vegar rek- in fyrir þá sem vinna við hana og vilja setja sig á háan hest yfir aðra." bænda batna þar með. Eftir tíu vikna atvinnuleysi á fólk að gera starfsleitaráætlun, annars fær það ekki bæturnar. Og félagsmálaráðherra segir í viðtali við DV að kerfið hafl sannað sig. En auðvitað hefði þetta fólk fengið atvinnu hvort sem er. Svona reglur eru aðeins fingur- klemmur á atvinnulausa og átaksverk- efnin eru það lika. Atvinnulaust fólk á ekki að þurfa að vinna fyrir bótunum sem það á. Fólk á ekki að þurfa að vinna tvisvar fyrir sömu peningunum. Jafnréttisnefndirnar heyra líka und- ir félagsmálaráðherra. Kannski ættu þær frekar að láta málefni atvinnu- lausra til sín taka en að vera að skipta sér af rekstri skemmtistaða vítt og breitt á höfuðborgarsvæðinu. En það er það nýjasta í jafnréttinu. - Segja má að nesjamennskan eigi orðið fulltrúa víða. Hænsnalaust á Húsavík Fréttanef er þarft á fjölmiðlum, það að þefa upp tíðindin. Menn með slíkt þefskyn gleðja því fréttastjóra fjölmiðlanna. Þaö fer síðan eftir mati viðkomandi fréttastjóra hversu hátt viðkomandi frétt er gert undir höfði. Á dagblóðum eru það tvímælalaust útsiðurnar tvær sem flytja stærstu tíðindin, forsíða og baksíða. Þar lesa menn um hamfarir, innlendar jaftat sem erlendar, stjórnar- byltingar, kosningar og stóratburði í atvinnulífi, svo fátt sé nefht. Stóöu sína pligt Mönnum brá því nokkuð í brún fyrr í vikunni þegar lesa mátti yfir þvera baksíðu Morgun- blaðsins að engin hæna væri lengur til heimilis á Húsavík. Þeir hinir sömu sáu ekki fréttapunkt- inn, töldu til dæmis að ekki hefði verið tíundað sérstaklega, né þótt stórfrétt, að hænur fyndust hvorki í Reykjavík né Kópavogi. Þeir staðir væru þó að sönnu stærri en Húsavík. Sumir gengu jafnvel svo langt að halda að galskapur hefði hlaupið í Moggann þennan dag og frétta- srjórinn væri galinn. Honum dygði ekki minna en vika heima til þess að ná áttum á ný. Allt slíkt er della ein. Bæði fréttamaðurinn og fréttastjórinn stóðu sína pligt. Það er auðvitað stórfrétt að engin hæna skuli lengur vera í Húsavíkurkaupstað. Málið snýr miklu fremur að fréttamönnum og einkum fréttastjórum annarra fjöl- miðla. Hvað voru þeir að hugsa? Af hverju náðu þeir ekki fréttinni? Þeir létu gamla dínósárinn skúbba sig, sem kallað er. Fréttaflokkur Mogginn var fyrstur með stórfrétt- ina. Það þýðir ekki fyrir aðra frétta- hauka að naga sig í handabökin nú. Þeir hefðu betur fylgst með á Húsavík og nágrenni. Það er ekki nóg með það að Húsavík sé hænsnalaus. Haldið þið ekki að í Reykjahverfi, þar sem áður voru hænsni á 15 bæjum, séu einungis hænur eftir á einum bæ? Morgunblaðið fór fyrir, það sjá menn nú. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Þeir sem dýpra skoða fréttaþróun á Morgun- blaðinu átta sig á að þarna er um að ræða agaða stefnu, fréttaflokk sem mun vinda upp á sig og fjallar einvörðungu um þingeyskan fiðurfénað. Þetta byrjaði allt með þrestinum góða sem lét líf- ið eftir hetjulega vörn á kóræfingu á Húsavík. Þá grét þjóðin. Nú eru það hænur á Húsavík eða öllu heldur skortur á hænum. Það er sorglegt líka. Þjóðin bíður nú spennt eftir framhaldinu. Mættum við fá meira að heyra. L\<K.fri Halldór Asgríms- son utanríkisráð- herra Hefurgóö tök á sínum mála- flokki. Hélt vel á málinu Ragnar Haraldsson skrifan í viðtali á Út- varpi Sögu sl. þriðjudag ræddi Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra varnarmál, NATO og stjórn- málin almennt. Ráðherra mæltist mjög vel og kom staðreyndum að þrátt fyrir ákefð þáttarstjórnanda sem virtist ætla að yfirkeyra ráðherrann. Halldór sagði sem er að við íslendingar værum þátttakendur í NATO, sem er varnar- bandalag margra þjóða, en ekki árásar- bandalag eins og andstæðingar þess reyna að koma að við hvert tækifæri. Við erum þar þátttakendur, á okkar hátt, án herskyldu, í öEum aðgerðum banda- lagsins og tökum nú þátt í friðargæslu ásamt öðrum þjóðum. Utanríkisráðherra gerði þessum málum prýðileg skil. Flakiðaf Spaugstofunni Guðbjörg Gunnarsdðttir hringdi: Ég las pistil í Tilveru DV 3. des. sl. þar sem blaðamaður reifar endurkomu Spaugstofunnar í Sjónvarpinu. Ég er að öllu leyti sammála blaðamanninum um að Spaugstofan er næstum flak af þess- um úr sér gengna skemmtiþætti. Þarna eru nú komnir miðaldra menn sem hafa fest sig í pólitísku mynstri hversdags- leikans sem var í tísku fyrir svo sem 15 árum. Nú eru komnir nýir grínarar fram á sjónarsviðið í frjálsu falli, lausir við ríkisfjötra og reiptog úr Útvarps- ráði. Já, þetta er ekki fyndið lengur í Sjónvarpinu. „Ekki-fréttir" i sjónvarps- leikgerð væri ágæt tilbreytni. Vil fá jólaglögg Guosteinn skrifar. Ég og konan höf- um haft þann sið að fá okkur göngu í bæinn stuttu fyrir jólin og gengið þá niður Laugaveg og Bankastræti. Hlað- borðin höfða ekki til okkar, mest vegna þess hve þau eru óheyrilega dýr, en okkur þykir gott að líta inn á einum Heft jólaglögg Vel þegin á gönguferö um borgina. eða tveimur stöðum sem bjóða upp á heita jólaglögg, púns eða hvað þeir kalla svona krydddrykki á jólaföstunni. Ég skora á þá veitingamenn sem ætla að bjóða upp á jólaglögg að láta vita hvar hana má fá. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir veittan beina. Endurskinsmerki ogjeppar Elín Siguroardottir skrifan íslendingar eru gjarnir á að taka öll nýmæli geyst og með miklum bægsla- gangi og kasta þeim svo fyrir róða eftir nokkurn tíma. Eg nefni tvö dæmi: jepp- ann og endurskinsmerki. Nú sjást end- urskinsmerki hvergi, hvorki laus né fóst í yfirhöfnum. Ég lýsi sök á hendur foreldrum og kaupmönnum að halda ekki fast í þessa venju með því að selja krakkaúlpur með áfóstum endurskins- merkjum og þá sérstaklega foreldra að innprenta ekki börnum að þetta sé skyldunotkun. En svona dettur flest upp fyrir. Ég horfi hins vegar með velþókn- un til þess dags þegar jepparnir komast úr tísku sem einkabflar, enda almennt aðhlátursefni og uppskamingsháttur að sjá fólk á jeppa innanbæjar, miUi húsa. Maður vorkennir vesalings konunum sem eru að klöngrast upp í þessi tæki við illan leik - bara til að sýnast. r>v: Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eba sent bréf til: Lesendasí&a DV, Skaftahlío 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.