Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 15 I>V Menning Sambærilegur við Bach - segir Dick Ringler um Jónas Hallgrímsson - og hann hefur rannsakað þá báða Dr. Dick Ringler, helsti talsmaður Jónasar Hallgrímssonar skálds á ver- aldarvísu, hélt fyrirlestur um formvit- und Jónasar í hátíðasal Háskóla íslands ífyrradag. Þar tók hannfyrir kvœði sem Jónas haföi þekktar fyrirmyndir að og sýndi hvernig hann víkur markvisstfrá fyrirmyndinni og skapar mun glæsi- legra listaverk. Þekktasta dæmið um þetta, Móðurást, var þó ekki með. Dick Ringler kom til Islands í fyrsta sinn 1964 og stundaöi nám i íslensku hér heima 1965-6. Hann talaði á íslensku þegar hann afhenti Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra nýju bókina sína, Bard of Iceland, en fyrirlestur inn hélt hann á ensku. Hann sagðist hafa hlýtt á Steingrím J. Þorsteinsson prófessor tala í þessum sama sal fyrir hartnær fjörutiu árum og var ákaflega stoltur af að standa nú í sporum hans. Séríslensk tríóletta Dick Ringler hefur legið yfir kvæðum Jónasar í tólf ár og nú þegar þýtt eftir hann 68 verk sem hann birtir í bók sinni ásamt góðu æviágripi Jónasar. Hann sagði að jafnan hefðu verið þrír boltar á lofti hjá honum við verkið, einn væri merkingin sem þyrfti að koma til skila, annað væri formið - stuðla- setning, rím og hrynjandi sem skiptu svo miklu máli hjá Jónasi að heita mætti að kvæði væri ónýtt ef það væri endurort í öðru formi - og síðasti boltinn er svo að koma öllu þessu á skáldlega ensku. „Skáld er ég ei, segir Jónas og ég get gert þau orð að mínum með enn þá meiri rétti!" sagði fyrirlesarinn og uppskar hlátur í fullum hátíðasal. Fyrra kvæðið sem Ringler tók fyrir var hin al- kunna „Dalvísa" - „Fífilbrekka! gróin grund!" Jónas yrkir þar upp kvæðið „Landkostirnir" eft- ir séra Jón á Bægisá sem aftur var stæling á norsku kvæði sem Jónas þekkti kannski líka. Séra Jón byr-jar á ávarpinu „Minn sumardalur!" tekur svo skóginn, fjaUagirðinguna, akurlendi og bæjarlæk og loks þakkar hann Drottni allar þessar gjafir. í stað þess að herma eftir og byrja vítt byrjar Jónas á þröngri mynd, fifilbrekkunni, fikrar sig svo upp að gljúfrabúa, gamla fossi, þaðan að bunulæknum og siðan upp á hnjúkafjöllin himinhá. Þaðan er eins og hann horfi yfir landið og andvarpi: „Sæludalur! sveit- in best! / sólin á þig géislum helli!" Þá loks kemur yf- irsýnin, alveg á réttum stað. Þetta er lokaerindi Jónasar, þökkum til Skaparans sleppir hann, enda eru þær undirtexti allra erindanna. Forminu breytti Jónas líka eins og Ringler lýsti í löngu máli, hann notar erfiðara rímskema (abaaabab í stað ababccab) og hefur tilbrigði í miðju erindi í stað hreinnar endurtekningar þannig að úr verður séríslenskt og sérlega glæsilegt afbrigði við hefðbundna tríólettu. Þetta þykir Ringler sanna frumleika Jónasar og flnnst hann að því leyti sem hann sameinar hefð og byltingarkenndar nýjungar aðeins sambærilegur við þýska tónsnillinginn Johann Sebastian Bach. Seinna kvæðið sem Dick tók fyrir er hið lítt þekkta „Brot eftir Feuerbach" sem Matthías Þórðarson raðaði upp á nýtt af því hann skildi ekki hvers vegna Jónas fylgdi ekki efhisröð heimspekingsins þýska. En röð Jónasar var hér sem oftar rökrétt, sem Ringler þykir einmitt höfuð- einkenni Jónasar og telur að þar fái ljóð- skáldið aðstoð frá vísindamanninum Jónasi. Þróun Jónasar í trúmálum hefur orðið mörgum umhugsunarefni en Ringler hefur fundið eigið svar við þeirri gátu. Jónas hætti ekki að trúa á Guð, að hans mati, en hann hætti að trúa á persónulegt lif eft- ir dauðann. Merki þess sjást meðal annars í lokaer- indi „Brots" þar sem eilífðin er bæði á undan og eft- ir en maðurinn sjálfur kemur og hverfur: Eilífö á undan, og eftir söm, oröinn aö engu og ósjálfur! Bók Ringlers, Bard of Iceland - Jónas Hallgrims- son, Poet and Scientist, er gefln út af The University of Wisconsin Press og er öllum aðdáendum Jónasar fagnaðarefni. Heimasíöa Jónasar með slóðina www.library.wisc.edu/etext/Jonas/.SPP var opn- Uð 1998. Fegurstu myndirnar Fjölva-útgáfan hef- ur gefið út stóra og glæsilega bók sem ber hið viðeigandi heiti Fegurstu Grimms-æv- intýri. Ævintýrin eru þó sem vænta má oft bæði grimm og svaka- leg, þó að þau endi jafnan vel. Það sem er fegurst eru myndskreytingar Anastasíu Arkípóvu: málverk í hefð- bundnum stíl fyrri alda þar sem nostr- Mjallhvít á lelð út í skðg með böðll sínum. Mjallhvít er svarthærð eins og móöir hennar en stjúpan er Ijóshærð ... að er við hvert smáatriði. Þau böm sem drekka í sig þessar myndir munu eiga greiðan aðgang að listaverkum fyrri alda, til dæmis hollensku 17. ald- ar meisturunum sem eru greinileg fyr- irmynd Anastasíu. í bókinni eru 17 ævintýri og þeirra á meðal nokkur þekktustu Grimmsævin- týrin: Öskubuska, Stígvélaði kötturinn, Mjallhvít, Rauðhetta og Þymirós. Önn- ur eru ekki eins kunnugleg en enn þá meira spennandi fyrir vikið. Þýðing- una gerir Þorsteinn Thorarensen. Orðaforði hans er ríkulegur og stíllinn mátulega fom og ævintýralegur fyrir söguþyrst böm. Hæfir því vel hvað öðru í þessari bók, tilþrifamikill still- inn og glæsilegar myndirnar. Bókmenntir I í tómri trú Isak Harðarson er eitt besta og áhrifamesta skáld síðustu tveggja áratuga. Á því leikur lítill vafi. Fyrstu ljóðabækur Isaks, einkum Þriggja orða nafn, Ræflatestament- ið og Veggfóðraður óendanleiki , voru tilraunakenndar og ástríðu- fullar ljóðabækur sem tókust af einurð á við heim sem var mettað- ur af angist, atómbombum, tómhyggju og hræsni. í síðari ljóðabókum Isaks hélt áfram glíma við hinstu rök tilverunnar sem að lokum fann sér farveg í krist- inni trú sem var tjáð með fágaðra og samstæðara ljóðmáli en áður. Við lestur nýjustu ljóðabókar ísaks, Hjörturinn skiptir um dvalarstað, leitar á mann grundvallarmót- sögn milli annarsvegar nútimaljóðsins og hinsvegar kjama ljóða ísaks sem nú, rétt eins og í síðustu bók- um hans, er trúarvissan. Ljóðmál hans sprettur úr módemískri hefð sem hefur fjarveru guðs sem einn af hornsteinum sínum og angist og efa andspænis heiminum sem eilíf vandamál mannsins. Það flækir málin svo enn frekar að í fyrri hluta bókarinnar er eins og tsak snúi um margt aftur til upphafsins í ljóðagerð sinni. Þetta verður ljósast i fimm ljóðum sem nefnast „Eilíft líf hf' 1-4 og „Eilíft líf ehf 5" og eru ort í sama formi og ljóðin „Dómsdagsviðbragð 1-10" í Ræflatestamentinu. Ljóðmálið í öllum fyrri hluta bókarinnar ber keim af þessu þar sem kunnuglegir taktar úr heimsósómaljóðum ísaks birtast endumýjaðir í lof- gjörð til skaparans. I seinni hluta bókarinn- ar verða meira áberandi einföld trúarljóð þar sem skáldið játar trú sína um- búðalaust í heilagri ein- feldni og hreinskilni og þar fer jafnvel að bregða fyrir hefðbundnara formi eins og t.d. í ljóðunum „Guð", „ísafold" og „Saman". Hér er einnig að finna átta ljóð sem eru einfaldlega textar úr Bibliunni bútaðir niður i styttri línur. Þessi h'óð hafa öll undirtitilinn (Eilíft líf) og kallast þannig á við ljóðin í fyrri hlutanum. í síðari hluta bókarinnar gengur ísak þannig lengra í trúarlegri tjáningu en hann hefur áður gert í ljóðum sínum og það er hætt við að hér velti allt á móttökuskilyrðunum í höfði hvers einstaks lesanda. Isak Harðarson skáld Er grundvallarmótsögn milli hútímaljóðsins og kjarna Ijóða hans? Hjá trúlausum eða efagjörnum aðdáanda eldri ljóða ísaks verður sambandsleysið algert. Ljóðið hlýtur að eiga líf sitt undir spennu, spurn og efa; þegar það er allt horfið megnar ekki einu sinni guð almáttugur að fylla tómið hjá öðram en þeim sem þegar eru jafn frelsaðir og skáldiö. Jón Yngvi Jóhannsson Isak Haröarson: Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Forlagiö 2002. Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Jólaóratórían öll Eins og fram kom í DV í gær verður Jóla- óratóría Bachs flutt i heild sinni í Hall- grímskirkju í kvöld (I-HI) og annað kvöld (IV-VI) kl. 19.30 og á laugardaginn kl. 17 (I-III). Þátttakendur eru á heimsmæli- kvarða: Sinfóníuhljómsveit ís- lands, Móttettukór Hallgríms- kirkju og stórsöngvararnir Andr- eas Schmidt, Monica Groop, Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Öllu þessu stjórnar Hörður Áskelsson. Það er tilhlökkunarefhi að sjá alla þessa listamenn vinna saman og fágætt tækifæri að geta hlýtt á Jólaóratóríuna alla á tveimur dögum. Þeim er vilja kaupa miða á tvenna tónleika til að heyra allt verkið býðst 25% afsláttur. Áður var auglýst að Þóra Ein- arsdóttir syngi á þessum tónleik- um og biðst Sinfóníuhljómsveitin velvirðingar á þeim mistökum. > Myndir frá Bruegel Bjartur hefur gefið út bókina Myndir frá Bruegel með úr- vali ljóða eftir William Carlos Williams í þýð- ingu Árna Jb- sens. William Car- los Williams var eitt fremst ljóðskáld Banda- ríkjanna á 20. öld. Árið 1997 komu út þýðingar Árna Ibsens á úrvali ljóða úr eldri bókum skáldsins í bókinni Rauðar hjól- börur en í þessari nýju bók eru ljóð frá siðari hluta ferils WiUi- ams, þ.e. bókunum The Wedge, The Clouds, The Desert Music and Other Poems, Journey to Love og Pictures from Brueghel. í bókinni eru meðal annars þýð- ingar sem hlutu viðurkenningu i ljóðaþýðingarsamkeppni Lesbók- ar Morgunblaðsins og Þýðingar- seturs Háskóla íslands árið 2001. Ljóð Williams eru afskaplega yndisleg eins og þeir vita sem til þekkja; honum verður fiest að yrkisefni og fagnar því af opnum og órlátum huga. Dæmið er stutt og heitir „Vetrarforleikur": Mölflugan undir ufsinni, vœngirnir eins og trjábörkur, kúrir, samhverf kyrr - Og ástin erfuróuverk meö mjúka vœngi, bœrist ekki undir ufsinni meöan lauflnfalla - Blekkingin mikla Við vih'um minna á að Kvik- myndaklúbbur Alliance francaise-Filmundur sýnir í kvóld kl. 22.30, kl. 18 á sunnudag og kl. 20.15 á mánudag hið sígilda meistaraverk Jeans Renoirs frá árinu 1937, La grande illusion, með Erich von Stroheim, Julien Carette og Jean Gabin í aðalhlut- verkum. Myndin er með enskum texta. Jólasöngvar Miðasala er hafin á Jólasöngva Kórs Langholtskirkju í síma 520 1300 og I netpósti á klang@kirkjan.is. Þeir verða 20. des. kl. 23, 21. des kl. 23 og 22. desember kl. 20. Auk Kórs Langholtskirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju; einsöngvarar verða Ólafur Kjartan Sigurðarson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Happdrættið Dregið hefur verið í Happ- drætti Bókatíðinda fyrir 5. des. númer 75.816.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.