Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 17
+. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aostoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugero og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af beim. Reykingar bannaðar Gefin hefur verið út opinber heimild til að leggja einn hóp í samfélaginu í einelti. Og í þeim efnum eru allar aðferðir leyfileg- ar enda hópurinn ekki lengur talinn húsum hæfur. Litlu mun- ar að reykingafólk þurfi að bera gulan miða á upphandlegg sínum til vitnis um veikleika sinn. Ófarir þessa fólks eru með ólíkindum. Það hrekst úr einu horni í annað með ávana sinn og húkir þar eins og afgangsstærð í samfélaginu, nið- urlægt, niðurbeygt og næsta glæpsamlegt í framan. Ekki eru mörg ár frá því sjálfsagt þótti að gráan og liðugan reyk legði upp af borðum gjaldkera í bönkum landsmanna. Laxness reykti í sjónvarpinu og þótti smart. Óheppilegt þótti að kennarar reyktu í skólastofum en þess meira púuðu þeir vindlinga sína og pípur á kennarastof- um. Á heimilum landsmanna óðu menn reyk og ef guggin börn í aftursætum bifreiðanna voru að kvarta opnuðu eldspúandi foreldrarnir í mesta lagi rifu á gluggann til að lofta lítillega út. Á fimmtán árum eða svo hefur reykingamaðurinn breyst úr forréttindamanni i afbrotamann. Margir fagna þvi en einna síst þeir sem enn reykja. Viðurkennt er að þessi þróun hefur leitt til einnar mestu loftslagsbreyting- ar í löndum hins lýðfrjálsa heims á siðustu árum. Og munar efnalaugar um minna. Ekki er lengur sjálfgefið að þurfa að fara með fatnað sinn í hreinsun eftir kráarrölt að kveldi. Og fádæma ókurteisi þykir ef leigubílstjóri hefur verið að stelast í smók í pásu. Líklega má öllu ofgera. Og einnig aðförinni að ólánsömu reykingafólki. Víða í samfélaginu er ekki leng- ur gert ráð fyrir tilvist þess. Reykingar hafa verið bann- aðar í öllum helstu fyrirtækjum landsmanna, ekki einasta innandyra heldur og á öllu athafnasvæði þeirra. Á mörg- um stöðum mega reykingamenn ekki lengur húka framan við aðaldyr vinnustaðar síns og sjúga í sig laufblöðin. Sums staðar er þeim gert að hætta að reykja í vinnutíma sínum, ellegar hætta í vinnunni. Teikn eru á lofti að enn verði þrengt að reykfrelsi fólks. Ljóst má vera að þrýstingur þess meirihluta fólks sem hrifnara er af hreina loftinu mun aukast jafnt og þétt á næstu misserum. Æ fleiri veitingastaðir auglýsa algert reykbann. Æ fleiri vinnustaðir gera þær kröfur að starfs- menn sínir séu lausir við reyk. Það er eðlileg krafa og snýst um framlegð. Reykingamaður er meira og minna frá vinnu sem nemur einum vinnudegi í viku vegna fiknar sinnar án þess að tapa hlut í launum. Nú siðast hafa heilbrigðisráðherrar Evrópusambands- landanna tekið til sinna ráða i þessum efnum. Þeir ákváðu fyrr i vikunni að banna tóbaksauglýsingar i fjöl- miðlum og kostun margskonar kappleikja og iþróttavið- burða, svo sem Formúlu eitt kappaksturinn. Bannið tekur að fullu gildi eftir þrjú ár og má ljóst vera að það hefur gríðarleg áhrif i heimi íþrótta og útgáfustarfsemi. Og tónninn er hreinn og klár. Taka skal fyrir allan áróður reykingafyrirtækjanna með öllum tiltækum ráðum. Skilti með orðunum „reykingar bannaðar" sjást æ sjaldnar. Það er vegna þess að ekki þarf lengur að taka fram að reykingar séu bannaðar. Það er orðið sjálfsagt mál. Stjórnvöld á íslandi og víða á meginlandi Evrópu og Norður-Ameriku hafa dregið viglinuna; þau eru á móti reykingum. Eðlilegt er að spyrja hvenær þau ætli sér að stíga skrefið til fulls og banna reykingar með öllu. Þróun- in er öll á einn veg. Og aðeins tímaspursmál hvenær tó- bakið fer í fiokk hins forboðna. Sigmundur Ernir I>V Skoðun Rafrænn fróðleiksbrunnur Friðrik Rafnsson, vefritstjóri Háskóla íslands Kjallari Einu sinni var ég á sjó um nokkurra mánaða skeiö austur á fjörðum. Þetta var erfiður en afar skemmtilegur tími. Ég var nýskriðínn úr mennta- skóla, óviss um hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur í framtíðinni, leit- andi. Kynntist auðvitað alls kyns fólki, en best þó skipsfélögunum. Allt voru þetta fínir karlar sem áttu eitt sameiginlegt: tortryggni í garð menntunar og menntamanna yfírleitt. Enda var það viðkvæðið fyrstu vikurnar mínar á sjónum þeg- ar þurfti að vinna eitthvert óvinsælt og erfitt óþrifaverk: „Gáum hvort helvitis stúdentinn ræður við það!" Og stúdentinum tókst nú einhvern veginn að klóra sig fram úr þessu flestu og var smátt og smátt tekinn i sátt, jafnvel gefið í neflð, sem var sér- stakur heiður í þessum góða hópi. Listin að tala mannamál Sennilega eru jarðskjálftar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir meðal þess sem íslendingar óttast mest og það ekki að ófyrirsynju. í gegnum aldirn- ar hefur djöfulgangur í náttúrunni oft og einatt verið orsök hungurs og mannfellis, búpeningur hefur strá- fallið eða menn orðið fyrir búsifjum af ýmsu tagi. Sem betur fer hafa til dæmis eldgos ekki valdið okkur um- talsverðum skaða undanfarin ár, fyr- ir utan álitshnekkinn sem við ollum sjálfum okkur þegar Hekla gaus um árið og hluti íbúa á höfuðborgar- svæðinu myndaði stórskemmtilega umferðarteppu í Þrengslunum. Hins vegar er þess skemmst að minnast þegar jórð skalf á Suðurlandi og fjöldi húsa stórskemmdist eða jafn- vel eyðilagðist með afleiðingum fyrir marga sem enn sér ekki fyrir endann á. Þegar náttúran ygglir sig á ein- hvern hátt, menn ðttast hið versta eða það skellur hreinlega yfir, hefur mér alltaf þótt undravert hvað ís- lenskir jarðvísindamenn eiga auð- velt með að útskýra rás atburða fyr- ir okkur fáfróðum. Það verður gos undir jökli, rætt er við einhvern sér- .fræðing í öllum fjölmiðlum og þar með er öll þjóðin farin að ræöa þetta á fagmáli í kaffitímum af furðu miklu viti og skilur jafnvel nokkurn veginn það sem er að gerast. Þetta er mjög gott dæmi um það frjósama samband sem er æskilegt milli fræði- manna og almennings, dæmi um það þegar sérfræðingurinn sinnir upp- lýsingaskyldu sinni af stakri prýði, en er sannarlega ekki minni vísinda- maður fyrir vikið, nema síður sé. Það er ekki öllum fræðimönnum gefið að úrskýra á skiljanlegu máli, svokölluðu mannamáli, það sem er á sérsviði þeirra en mér virðist sem þarna búi íslenskir jarðvisindamenn að merkilegri miðlunarhefð sem meðal annars má rekja til Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og eflaust fleiri góðra manna. Forn hefð Það er auðvitaö eldforn hefð að miðla þekkingu milli kynslóða, að vitringurinn leyfi þeim fróðleiksfúsu að bergja af viskubrunni sinum. Skýrustu rituðu dæmin um þetta eru kannski samtöl heimspekinganna grisku til forna. Síðar verða til vísar að háskólum og enn síðar eiginlegir háskólar, akademíur í þeirri merk- ingu sem við þekkjum nú til dags. Lengi vel voru akademíur fyrir fáa útvalda, menn lifðu og hrærðust í „Nútímalegt menningarsamfélag stendur ekki undir nafni nema vel sé hlúð að þekkingaröflun og rann- sóknum á öllum sviðum vísinda, fræða og lista. Til þess þarf öflugt og skilvirkt menntakerfi, vandað- an húsa- og tækjakost og skapandi hugsuði, vísinda- og listamenn." sínum misþröngu hringjum en þetta breytist smátt og smátt og þegar líð- ur fram á árjándu öldina kallar tím- inn og breytt þjóðfélagsmynstur á meiri upplýsingar handa ahnennum borgurum, nauðsyn þess að opna samfélagið og efla umræðuna um ýmis þjóðþrifamál en láta hana ekki eftir yfirstétt og klerkum: öld Upplýs- ingarinnar er gengin í garð. Á átjándu öldin verða gríðarlegar breytingar hvað varðar miðlun og dreiflngu þekkingar til almennra borgara í Evrópu. Sú öld er sem kunnugt er mikið blómaskeið 1 franskri menningu og það má að mörgu leyti segja að Frakkar dragi vagn framþróunar lýðræðis og upp- lýsinga á þessum tíma. Eitt af þvi merkasta sem eftir stendur frá þessu skeiði er Alfræði- bókin með stóru A-i, sem kom út í þrjátiu og firnm myndarlegum bind- um í Frakklandi á árunum 1751-1772, en það var fyrsta virkilega myndar- lega og skipulega tilraunin til að safna saman, flokka og skilgreina alla þá þekkingu sem Evrópumenn bjuggu yfir á þeim tíma. Vinnunni stýrðu aðallega tveir menn sem síðar hafa verið kenndir við Upplýstogar- stefnuna, heimspekingurinn og rif- höfundurinn Denis Diderot og stærð- fræðingurinn og rithöfundurinn Jean le Rond d'Alembert. Þetta var gríðarlega metnaðarfullt verkefni sem gekk auðvitað ekki þrautalaust fyrir sig. Það var afar dýrt og tima- frekt, auk þess sem yfirvöld, bæði kirkjunnar og ríkisins, voru sífellt með ritskoðunarsvipuna á lofti, enda gömul saga og ný að þekkingarleit hefur verið misvitrum yfirvöldum þyrnir i augum. En þetta hafðist að lokum og átti eflaust sinn þátt í að þoka evrópskri hug- og verkmenn- ingu aðeins fram á við. Rafræn þekkingarveita Nútimalegt menningarsamfélag stendur ekki undir nafni nema vel sé hlúð að þekkingaröflun og rannsókn- um á öllum sviðum vísinda, fræða og lista. Til þess þarf öflugt og skilvirkt menntakerfi, vandaðan húsa- og tækjakost og skapandi hugsuði, vis- inda- og listamenn. Þannig eru lík- urnar auknar á því að þekking þróist áfram, vaxi og dafni, öllu samfélag- inu til hagsbóta. Hornsteinninn í þessu starfi hér á landi er Háskóli islands en hann er, eins og segir í skýrslu sem kom út nýverið, „í senn þjóðskóli Islendinga og alþjóðlegur rannsóknaskóli sem hefur það meginhlutverk að annast kennslu og sinna rannsóknum fræð- anna vegna og í þágu samfélagsins. Þetta felur í sér skipulega viðleitni til að afla, skapa, varðveita og miðla þekkingu í víðasta skilningi. í fram- haldi af þessu meginhlutverki veitir Háskólinn fræðslu og þjónustu við samfélagið, bæði að eigin frumkvæði og í samstarfi við ýmsa aðila í sam- félaginu. (Byggt á Vísinda- og menntastefnu Háskóla íslands, sam- þykktri 6. april 2001.)" í þau rúmu niutíu ár sem skólinn hefur verið starfræktur hafa fræði- störf og kennsla auðvitað verið aðal- atriðið í starfsemi hans, en auk þess hafa fræðimenn innan hans alla tið miðlað upplýsingum til annarra fræðimanna, hérlendra sem er- lendra, og kynnt hugmyndir sínar og rannsóknir fyrir almenningi í formi bóka, opinberra fyrirlestra, þátttöku í opinberri umræðu, blaða- og tíma- ritsgreinum o.s. frv. Þótt það kunni að vera torsótt að sanna það er ekki óliklegt að Ht hafi verið opnari en margir erlendir háskólar að þessu leyti, enda starfar hann i smærra samfélagi þar sem almenningur er vel upplýstur og fróðleiksfús. Því hefur hann sennilega í minna mæli einangrast í hinum fræga „akademíska fílabeinsturni". Sam- kvæmt þessari hefð hafa íslenskir fræðimenn lagt sig í líma við að kynna hugðarefni sín á margvísleg- an hátt fyrir áhugasömum almenn- ingi, enda lítur Háskólinn eins og áður segir svo á að hann sé fyrst og fremst „þjónustustofhun fyrir þjóðfé- lagið allt og stærsta þekkingarfyrir- tæki landsins." Til að sinna þessu hlutverki sínu, því að miðla þekkingu út í samfélag- ið, hefur Hl í vaxandi mæli nýtt nýj- ustu upplýsingatækni. Flestar deild- ir og stofnanir eru með eigin heima- síðu til að kynna þjónustu sína, nem- endur geta sótt upplýsingar og gögn og haldið utan um sin mál í gegnum heimasíðu Háskólans. Þetta og margt fleira gerir það að verkum að há- skólavefurinn er orðinn gríðarlega öflug uppspretta upplýsinga og fróð- leiks af margvíslegu tagi. Þannig má segja að metnaður Upp- lýsingarinnar sé að skila sér inn á okkar öld, öld upplýsinganna, meðal annars í gegnum rafræna tækni. Þetta þýðir, til dæmis, að strákur (eða stelpa) sem er í svipaðri stöðu og ég var fyrir tuttugu árum gæti núna sótt sér ítarlegar upplýsingar í gegnum Netið um hvaðeina sem er að gerast í Háskólanum, langt utan af sjó eða ofan úr afdal, sé tæknibún- aður fyrir hendi. Og jafnvel kennt körlunum að gera það sjálfir, enda væntanlega glettilega fróðleiksfúsir undir hrjúfu yfirborðinu líkt og skipsfélagar mínir forðum. Sandkorn Sparkað íHallgrím Það á ekki af aumingja Hallgrími Helgasyni rithöfundi að ganga. Eftir að hafa mært Davíð Oddsson skrifaði hann greinina um Baug og bláu höndina og varð í kjölfarið vinafærri en áður meðal sjálfstæðismanna. Undanfarna daga hefur hann gagnrýnt nokkurn veginn alla stjórnmálaflokka og lýst þeirri skoðun bæði í sjónvarpi og blöðum að á íslandi sé enginn flokkur fyrir „venju- legt fólk". í kjölfarið virðist vinunum enn hafa fækkað - og nú mega allir sparka. Það gerir Helgi Hjörvar í Fréttablaðinu í gær og dregur ekki af sér. Helgi segir að Hallgrímur fjalli um öryrkja „eins og rasistar um svertingja" og beiti fyrir sig „áróðurstækni andskotans". Hann segir Hallgrím ágætt dæmi um að þeir sem keppist við að míga undan vindi séu I vondum málum. „Við vit- um hver mærði Davið mest og malaði fyrir Björn," segir Helgi. „Þú Hallgrímur, þú sverð og skjöldur bláu handarinnar. Þvi þú ert ekkert venjulegt fólk." Hallgrímur hlýtur að svara... Ármann og Garðar Ekki hefur verið ákveðið hvernig framboðslistar vinstri- grænna verða skipaðir, en undanfarið hefur heyrst talað um að líkur séu á að þeir Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og sandkorn@dv.is Garðar Sverrisson formaður öryrkjabandalagsins skipi annað sæti á listum flokksins í Reykjavík. Frumkvöðlar hunsaðir Athygli vakti þegar haldið var upp á 30 ára afrnæli Félagsmála- stofnunar Kópavogs á dögunum að fyrsta formanni stomunarinn- ar, Kristjáni Guðmundssyni, var ekki boðið til samkvæmisins né heldur ýmsu öðru starfsfólki sem starfaöi hjá stofnuninni árum og jafhvel áratugum saman... Svaita skýrslan í nýrri bók Jóns Baldvins Hannibalssonar er meðal annars sagt frá „Svartri skýrslu" sem hann | samdi handa flokksmönnum haustið 1984 í aðdrag- anda flokksþings. Hann segir að hún hafi verið leyniplagg allt til þessa dags, enda er i henni varpað fram mörgum „óþægilegum spurningum" um stefhu flokksins og starfshætti. Dæmi: „Hvað halda menn að yrði eftir af áliti Alþýðuflokksins út á við ef stað- reyndir um fjármál flokksins og rekstur yrðu opínberar?" Og „Geta þeir sem ekki geta stjórnað sínum eigin litlu málemum vænst trausts almenning til að stjórna þjóðfélaginur ... Ummæli Fordæming „Til eru mörg dæmi þess að kyn- ferðislegar myndir af stúlkum teknar við ýmis tækifæri, hvort sem er und- ir áhrifum áfengis í partíi, á skemmtistöðum, annarsstaðar eða hreinlega tilbúnar í teikniforritum hafa verið settar á Netið án sam- þykkis og jafhvel þrátt fyrir mótmæli þess sem á myndunum er. [...] Þeir sem með slíku rafrænu ofbeldi brjóta af sér gegn öðrum manneskjum ættu í siðuðu þjóðfélagi, byggðu á mann- virðingu, að þurfa að sæta refsingu fyrir slíkt athæfi. Hvort sem slik refsing er uppkveðin í dómsölum eða knúin fram með fordæmingu þjóðfé- lagsins." Sigríöur Bríet Smáradóttir framhaldsskóla- nemi í a&sendri grein í Morgunbla&inu. Gegn þverslaufum „Ég hvet konur og jafn- réttissinnaða karla til að standa gegn þverslaufum, eins og Jakobi F. Ásgeirs- syni, sem ala á fordómum og kvenfyrirlitningu." Ásta Möller alþingisma&ur í Viöskipta- blaöinu. Svargrein viö grein Jakobs, „Bardagamennirnir sigruðu", þar sem m.a. sag&i að Sjálfstæ&isflokkurinn gæti ekki lengur leyft sér a& tefla fram dulum sem heföu aö því er virt- ist helst hafa þaö sér til ágætis aö hafa verifi duglegar vi& a& færa stóla í flokksstarfinu. Engin vinstrisveifla „[...] allt tal um vinstrisveiflu í Samfylkingunni er út í hött. Fram- bjóðendur flokksins eru nánast þeir sömu og fyrir fjórum árum og þær litlu breytingar sem þó hafa átt sér stað virðast fremur mjaka flokknum inn á miðjuna. Er það raunar í góðu samræmi við þau ummæli ðssurar Skarphéðinssonar í nýlegu DV-viðtali þar sem hann sagði það mesta afrek sitt í emb- ætti formanns að hafa tekist að gera Samfylkinguna að evrópskum miðjuflokki. - Verður það að teljast kostuleg útkoma úr ferli sem í fyrstu miðaði að því að búa til einn stóran vinstriflokk." Stefán Pálsson á Múrnum.is. Tökum evruna en höfnum ESB Lúövík Gizurarson hæstaréttar- lögmaöur Enn ræðum við um hugs- anlega aðiid okkar að Evrópusambandinu eða ESB en gleymum að lofa ágæti þess að hafa gert EES-samninginn. Sá samningur er okkur hag- stæður en betra væri að fá evruna líka sem okkar gjaldmiðil. Það myndi þýða að við gerðumst að- ilar að Seðlabanka Evrópu sem skapar okkur vaxtalækkun strax. Sú aðild gæti verið Ml og bein. Svo gæti aðild- in að Evrópubankanum verið óbein eða að hluta. Við erum með EES-samn- ingnum óbeinir aðilar eða aðilar að hluta að Evrópusambandinu. Njótum flestra fríðinda hjá ESB sem þar bjóð- ast. Við höfum hingað til blessunar- lega losnað við þann ókost og þá ógæfu að láta ESB stjórna fiskveiðum okkar sem ekki hefði verið gæfulegt. Nú vill ESB komast á okkar fiskimið. Þorsk- urinn er að verða aldauða í Norðursjó undir sfjórn ESB og næst vilja þeir eyðileggja fiskimiðin hjá okkur. vaxtaþrællinn fornarlamb Vextir eru enn helmingi of háir hér á landi. Þeir hafa lækkað eilítið en eru samt enn okurvextir og þurfa að lækka meira. Það er út i loftið að tala um lægri skatta til rfkissjóðs á íslandi sem raunveruleika ef sama fólkið er látið greiða tvöfalt hærri vexti en aðrar þjóð- ir gera miðað við vexti evrunnar. Greiðsla fólks á vaxtaskatti ofan á alla aðra ríkisskatta er hreinn viðbótar- skattur. Margir einstaklingar vinna meira og minna bara fyrir allt of háum vöxtum. Eru i raun vaxtaþrælar. Margir Islendingar borga og borga vexti alla daga en enda samt einn dag- inn eignalausir og með þann stimpil og áfellisdóm að verða gjaldþrota. Þeir geta ekki lengur þrælað í algjöru til- gangsleysi bara fyrir vöxtum. Þá er þetta oft heiðarlega fólk sett á svartan lista i þjóðfélaginu, svo sem í öllum lánastofnunum. En orsökin er oft sú að hafa ekki haft vinnu eða orðið öryrki. - Sefja ætti í lög að fólk sé ekki gert gjald- þrota út af smáskuldum.Takmarka verður gjaldþrot við háa skuldafjár- hæð, alls ekki vegna smærri skatt- skulda. Slæmt okurvaxtadœmi Hér fer á eftir tilbúið vaxtadæmi sem vonandi á sér ekki neina hliðstæðu í raunveruleikanum. - Bankar í Reykja- vík taka samtals hugsanlega lán erlend- is upp á, segjum 100 milliarða, t.d. í evr- um. Við gerum ráð fyrir að vextir séu 6% (áætluð tala). Miðað við að vextir séu svo orðnir 12% þegar bankarnir endurlána þetta sama fé til almennings á íslandi, eins og oft er raunin, þá er brúttó-þóknun þeirra 6 milljarðar fyrir að endurlána og flyfja þetta fé milli „Upptaka evrunnar skapar okkur gjaldeyristekjur upp á meira en milljarð á mánuði eða 12 milljarða á ári þar sem greiðslur okkar á vöxtum til útlanda vegna skulda okkar þar lækka um þessa fjárhæð árlega." landa og til íslands. Gróði bankanna brúttó er því á ársgrundvelli af þessum peningaflutningi 6 milljarðar en allur almenningur borgar. - Þetta er tilbúið dæmi en lýsir þeim pappírsgróða sem bankarnir búa til á kostnað fyrirtækja og almennings. Heimilin á íslandi skulda árlega meira og meira skv. opinberum skýrsl- um. Þau eru í dag talin skuldugusfu heimili heims skv. fréttum. Þær skuld- ir hafa að hluta verið settar á íslensku heimilin með því að hækka 6% evru- vexti upp í 12% þegar lánið er endur- lánað almenningi hér. Þetta er 100% álagning. Er furða þótt margir endi gjaldþrota á íslandi eða vinni oft kaup- laust í raun og veru þegar launin fara að stórum hluta í okurvexti. Erlent lánsfé ávaxtaö aftur Til þess að geta lánað 100 milljarða í erlendum lánsevrum aftur hér innan- lands er betra að selja þær fyrst og breyta í íslenska peninga, krónur. Þá koma lífeyrissjóðirnir hugsanlega inn í dæmið. Þeir kaupa 100 milljarða í evr- um af bönkunum og fjárfesta svo er- lendis með þessum sömu lánsevrum. Flyfja þær aftur til útlanda með mikl- um kostnaði. Seinusfu tvö árin, 2000-2001, hefur ár- angurinn af þessum erlendu fjárfesting- um lífeyrissjóðanna verið hörmulegur. Ávöxtun sjóöanna er neikvæð um 1-2% í heild og éta erlendar fjárfestingar upp annan gróða. Lífeyrissjóðirnir taka tvö- falda eðlilega vexti innanlands af sjóðs- félögum sínum þegar þeir lána þeim fe tO kaupa á eigin íbúðarhúsnæði. Og tapa þessum vöxtum svo erlendis. Þeir ættu að taka 3-4% í ársvexti af sjóðsfé- lögum en krefjast í þess stað oft 6-3%. Skuldlaus stórvirkjun tapaöist. Tapið er svo stórvaxið seinustu tvö árin að fyrir það mætti byggja skuld- lausa stórvirkjun sem framleiddi raf- magn að öllu leyti i nettógróða þar sem vaxtakostnaður væri enginn. Virkjunin væri skuldlaus eign. Heil stórvirkjun hefur tapast á 2-3 árum hjá lífeyrissjóð- unum vegna neikvæðrar ávöxtunar. Minna er það ekki. Það er grundvallar- atriði fyrir aukinn og eðlilegan hagvöxt á Islandi að betra lag komist á þetta. Vextir lækki og hagvöxfur aukist. í dag er hagvöxtur núll eða enginn. Okkur vantar evruna Með því að taka upp evruna losnum við frá þessum háu vöxtum sem eru stundum hér á landi helmingi hærri en í næstu löndum á evru-svæðinu. Ef ESB vill í dag fá hærri greiðslu frá okkur vegna EES-samningsins þá má mæta þvi að hluta ef við fáum evruna á móti. Það er óþarfl að fara á taugum út af þessu. Upptaka evrunnar skapar okkur gjaldeyristekjur upp á meira en milijarð á mánuði eða 12 miujarða á ári þar sem greiðslur okkar á vöxtum til útlanda vegna skulda okkar þar lækka um þessa fjárhæð árlega. Innanlands munu vextir lækka árlega um miklu hærri fjárhæð sem fyrirtæki og almenningur munu njóta hagnaðar af. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.