Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 ’cifpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju oröi Halldór ekki til Spánar Halldór Ingólfsson, einn af lykilmönn- um Hauka í handknattleik, leikur ekki meö liðinu þegar þaö mætir spænska liðinu Ademar Loen í fyrri leik liöanna í Evrópukeppni bikarhafa á Spáni á sunnudaginn kemur. Eiginkona Háll- dórs á von á bami á sama tíma og verð- ur hann því fjarri góðu gamni af þeim sökum. Viggó Sigurðsson segir það afar slæmt að leika án Halldórs en vonandi kemur maður i manns stað. Ásgeir Öm Hallgrímsson, Jason Ólafsson og Sigurð- ur Þórðarson leika sömu stöðu og Hall- dór í liðinu. -JKS Robertas Pouzolis og Aleksandr Shamkuts fara hér hart á móti FH-ingnum Andra Berg Haraldssyni í Hafnarfjarðarslagnum í gær þar sem Haukar unnu með nokkuð sannfærandi hætti. DV-mynd Sigurður Jökull Haukar betri á öllum sviðum - lögðu granna sína í FH með átta marka mun „Það er rétt að það fer ekkert á milli mála hvort liðið í Hafnarfirði er betra þessa dagana," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir ör- uggan átta marka sigur á FH í gær- kvöld, 27-19. Það er ljóst að ekki er mikili vinskapur á milli þessara tveggja félaga í Hafnarfirði og bæði lið ætluðu að selja sig dýrt eins og ávallt þegar þessir grannaslagir fara fram. Haukar sýndi það enn og aftur aö þeir eru „stóra“ liðið í Hafnariirði um þessar mundir og undanfarin ár en FH-ingar, sem tjalda ýmsu til þennan veturinn, eru nokkuð á eftir Haukum hvað liðsheild og samheldni varðar. Viggó talaði um það í haust að verið gæti að hans menn væru orðnir saddir eftir góðan árangur undanfarinna ára. Hafa leikmenn- imir heldur betur svarað stjóranum í brúnni og vinna hvem leikinn á fætur öðrum. „Strákamir hafa svar- að þeim umælum mínum mjög vel og hafa svaraö þeim á vellinum," sagði Viggó aðspurður um hungrið sem hann gagnrýndi í haust. Ég er virkilega ánægður með þá og þeir eru að gera hlutina eins og ég vil að þeir geri þá. Núna erum við komnir í annað sætið í deildinni og erum mjög sáttir i dag. Ég myndi segja að það væru svona tvær vikur í fyrsta sætið ef við höldum áfram á þessari braut.“ Haukar byrjuðu leikmn mun bet- ur og náðu fljótlega fjögurra marka forustu, 6-2. Það var snemma ljóst hvert stemndi og voru gestimir úr FH aldrei líklegir til að ógna Hauk- um að þessu sinni. Munurinn var þetta 2-4 mörk í fyrri háifleik og var staðan 13-9 í háifleik. Það tók FH- inga tæpar 14 mínútur að skora fyrsta markið sitt utan af velli en fyrstu Qögur mörk liðsins í leiknum komu af vítalínunni og var það Logi Geirsson sem þau gerði. FH-ingar gerðu síðan tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og héldu einhverjir að þeir myndu nú bíta í skjaldarrendur en svo varð nú ekki. Haukar náðu góðum kafla þar sem þeir gerðu út um leikinn og komust í 20-12 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Viggó gat leyft vara- mönnum sínum að spila síðustu mínútumar í leiknum og reyndi að hvíla sína lykilmenn eins mikið og kostur var vegna Evrópuleiksins um helgina. „Þessi leikur tekur mikla orku frá leikmönnum, það er ekki óskastaða að vera að spila svona deildarleik rétt fyrir mikil- vægan Evrópuleik. Það er reyndar ekkert við því að segja þar sem þetta var frestaður leikur vegna annars Evrópuleiks," sagði Viggó. Hjá Haukum átti Birkir ívar Guð- mundsson stórleik í markinu og varði mjög vel. Nánast allir leik- menn liðsins skiluðu sínu og áttu sína kafla á einhverjum tímapunkti. Eftir að hafa styrkt liðið fyrir tíma- bilið hefur FH-liðið ekki smollið saman og nýju mennirnir ekki að finna sig enn þá. Magnús Sigmunds- son varði ágætlega í fyrri hálfleik en markvarslan í þeim seinni var slök. Logi Geirsson var atkvæöa- mestur í sókninni og skoraði níu mörk en sjö þeirra komu af vítalín- unni. Skotnýting hans utan af velli var ekki góð en engu að síður lofar drengurinn góðu í framtíðinni. Björgvin Rúnarsson virtist hafa þor til að gera hlutina á meðan aðrh- voru ekki að taka af skarið. -Ben Þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik: Hjörtur ráðinn Körfuknattleikssambands íslands hefur ráðið Hjört Harðarson lands- liðsþjálfara kvennalandsliðsins í körfuknattleik. Hjörtur tekur við af Sigurði Ingimundarsyni sem ekki gaf kost á sér áfram sökum anna. Hann hefði gegnt þessu starfi í eitt og hálft ár. Hjörtur hefur undanfarin ár ver- ið aðstoðarmaður Sigurðar með kvennalandsliðið og þekkir því vel til á þeim vettvangi. Hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari hjá Þór á Akureyri og Keflavik. Hann er ennfremur margreyndur lands- liðsmaður í körfuknattleik. Næsta verkefni kvennalandsliðs- ins er þátttaka þess í alþjóðlegu móti milli jóla og nýárs í Lúxem- borg þar sem liðið mun mæta heimamönnum, Svíum og Englend- ingum. - JKS Essen réð ekki við Lemgo Essen varð að lúta í lægra haldi fyrir Lemgo í þýska handboltan- um í gærkvöld. Lemgo, sem unnið hefur 15 leiki í röö, sigraði með 30 mörkum gegn 30 eftir aö staðan í hálfleik var 14-16 fyrir Essen. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Essen en Patrekur Jó- hannesson lék ekki með vegna meiðsla. „Ég meiddist um siðustu helgi á hné í leiknum á móti Nordhorn. Vonandi verð ég orðinn góður fyr- ir leikinn á móti Barcelona í Evr- ópukeppninni á laugardag en ég er samt ekki bjartsýnn á það,“ sagði Patrekur í samtali við DV í gær- kvöld. Flest var á móti Essen í þessum leik því liðið missti Rússann Dimitri Torgavanov með rautt spjald í siðari háifleik og Frakk- inn Patrick Pascal meiddist á sama tíma. Lemgo er með 30 stig í efsta sæti en Essen er í fjórða sæti með 18 stig. -JKS Þýski körfuboltinn: Jón Arnór og félagar töpuðu illa Þýska liðið Trier, sem Jón Arnór Stefánsson leikur með í þýsku úr- valsdeildinni í körfuknattleik, tap- aði illa í gærkvöldi á útivelli fyrir Energie Braunschweig, 82-57. Leik- urinn var í jafnræði lengi vel i fyrri hálfleik en í leikhléi hafði Baunschweig forystu, 44-32. í síðari Haukar-FH 27-19 2-0,3-1,6-2,8-3,8-6,10-7,11-8, (13-9). 13-11,15-11, 20-12, 22-14, 24-17, 27-19. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Aron Kristjánsson 6 (7), Robertas Pouzolis 5 (9), Aleksandr Shamkuts 4 (5), Halldór Ingólfsson 4/ (5/3), Jón Karl Björnsson 2 (2), Jason Ólafsson 2 (2), Ásgeir öm Hallgrimsson 2 (4), Þorkell Magnússon 2 (5), Siguröur Þórðarson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Þorkell, Ásgeir, Jón Karl) Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Fiskuö viti: Þorkell 2, Shamkuts. Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar Guðmundsson 20/1 (35/4, hélt 9, 57%), Bjami Frostason 0 (4/4, hélt 0,0%) Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (7) Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 1200. Maöur leiksins: Birkir ívar Guömundsson, Stjörn. FH: Mörk/víti (skot/víti): Logi Geirsson 9/7 (19/8), Björgvin Rúnarsson 4 (6), Andri B. Haraldsson 2 (4), Svavar Vignisson 1 (2), Amar Pétursson 1 (2), Guðmundur Pedersen 1 (2), Hjörtur Hinriksson 1 (2). Mörk úr hraöahl: 2 (Hjörtur, Guðmundur). Vitanýting: Skorað úr 7 af 8. Fiskuö vitU Svavar 3, Guðmundur 2, Logi, Björgvin, Arnar. Varin skot/viti (skot á sig): Magnús Sigmundsson 12 (32/2, hélt 5, 38&%), Jónas Steíánsson 1 (8/1, hélt, 1,13%). Brottvísanir: 6 mínútur. hálileik tóku heimamenn öll völd á vellinum og sigruðu að lokum með 25 stiga mun. Jón Arnór lék í 33 mínútur í leiknum og náði aðeins að skora þrjú stig en meðalskor hans fyrir þennan leik voru rúm 14 stig. Með sigrinum í gærkvöld komst Baunschweig upp að hlið Alba Berlín í efsta sætinu en bæði lið hafa 16 stig eftir níu leiki. Trier er í 12. sæti af 14 liðum með fjögur stig en neðst eru Giesen og Ludwigsburg með tvö stig. -JKS Valur 14 10 3 1 378-297 23 Haukar 14 10 1 3 404-323 21 ÍR 14 10 0 4 411-370 20 KA 14 8 3 3 382-355 19 HK 14 9 1 4 395-372 19 Þór, A. 14 9 0 5 394-358 18 FH 14 7 2 5 366-353 16 Grótta/KR 14 7 1 6 360-320 15 Fram 14 6 2 6 355-353 14 Stjarnan 14 5 1 8 363-393 11 Afturelding 14 3 2 9 326-361 8 iBV 14 3 2 9 324-412 8 Víkingur 14 1 2 11 359-436 4 Selfoss 13 0 0 13 318-417 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.