Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 13
13 Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 5.149 m.kr. Hlutabréf 518 m.kr. Húsbréf 2.175 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Eimskip 174 m.kr. 0 Landsbankinn 113 m.kr. © Pharmaco 105 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 SÍF 3,3% © Síldarvinnslan 2,9% © Baugur 1,0% MESTA LÆKKUN o Ker 5,9% © Eimskip 1,8% 1 © Flugleiöir 1,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1.314 - Breyting ©0,55% Hlutabréfamark- aðurinn sann- gjarnt verðlagður - ad mati Greiningar íslandsbanka Hlutabréfamarkaðurinn er al- mennt nokkuð sanngjarnt verðlagð- ur að mati Greiningar ÍSB. Uppgjör 3. ársfjórðungs voru í fleiri tilvikum undir væntingum Greiningar ISB en yfir. í mörgum tiifellum er þó ekki unnt að draga þá ályktun að af- koma ársins verði verulega fjarri fyrri væntingum heldur frekar að árstíðabundnir eða tilfallandi þætt- ir hafi komið fram með öðrum hætti en ráð var fyrir gert. Þetta kom fram í Morgunkomi í gær. Þar kemur fram að að mati Grein- ingar sé ekki líklegt að niðurstaða uppgjöra fiórða ársfiórðungs verði til þess að stuðla að hrinu hækkana. Almennt felast í verði raunhæfar væntingar um ágæta afkomu félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði enda þótt þær megi telja bjartsýnar í sögulegu samhengi. Gangi þær eft- ir er útlit fyrir að hlutabréf geti á næstu misserum skilað viðunandi arðsemi með hliðsjón af ávöxtunar- kröfu Greiningar íslandsbanka og í samanburði við aðra fiárfestingar- kosti. Þegar til skemmri tima er lit- ið eru fram undan annasamir dagar á hlutabréfamarkaði ef marka má þróun síðustu ára á þessum árs- tíma. Koma þar til fiárfestingar ein- staklinga vegna skattaafsláttar og þá sýnir sagan að aukinn þungi fær- ist í fiárfestingar fagfiárfesta. JÓLABLAÐ MANNLÍFS ER KOMIÐ ÚT! FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 Viðskipti DV Bandaríkin: Markaðsaðilar spá viðsnúningi Eftir miklar hækkanir í október og nóvember eru fiárfestar og hag- fræðingar í auknum mæli famir að spá því að bandarískt efnahagslíf sé farið að taka við sér. Hlutabréfavísi- tölur hafa til þessa verið undanfari vaxtarskeiðs og spurningin er sú hvort það sama eigi við í þessu til- liti. Þetta kom fram í Morgunkomi Islandsbanka í gær. Margir hagvísar em famir að benda til þess að viðsnúningur sé að eiga sér stað í efnahagslífinu. Hag- vöxtur var 4% á þriðja ársfiórðungi, tölur úr smásöluverslun benda til þess að einkaneysla sé enn sterk og horfur em einnig famar að batna á vinnumarkaði. Lítill vöxtur virðist þó vera í fiárfestingum fyrirtækja og samdráttur heldur áfram í fram- leiðslugeiranum. Mikill styrkleiki virðist liggja í þjónustugeiranum því vísitala þjónustustjóra hækkaði nokkuð milli október og nóvember. Samkvæmt vísitölunni hefur þjón- ustugeirinn verið í stöðugum vexti síðastliðna 10 mánuði og vex geirinn nú hraðar en undanfarið hálft ár. Varað er við frekari framleiðslu á eldislaxi Á vefriti Intrafish í vikunni kom fram gagnrýni Paul Birger Torgnes, forstjóra Fjord Seafood, þar sem hann varar bæði Noreg og Chile við að auka framleiðslu á eldislaxi sem stendur. Nýlega voru framleiðslu- leyfi í Noregi aukin um 40 og þá hef- ur verið gefið út að þeim verði fiölg- að um allt að 50 til viðbótar á næsta ári. Þá hefur framleiðsla farið mjög vaxandi í Chile og fátt sem bendir til annars en að sá mikli vöxtur haldi áfram á næstu misserum. Að mati Torgnes myndi aukning framleiðslu leiða til þess að verð lækkaði enn frekar. Nokkur við- snúningur hefur átt sér stað í rekstrarumhverfi greinarinnar að undanfómu en framleiðendur eldis- lax hafa staðið í ströngu hin síðari ár í kjölfar lækkandi heimsmark- aðsverðs. Fjord Seafood gerði ákveðnar ráðstafanir í vor til þess að draga úr framleiðslu í fyrirtækj- um sínum í Chile og hafði það já- kvæð áhrif á verðþróun. Hagnaður getur þannig aukist með því að draga úr framleiðslu frekar en að auka hana. Torgnes segir kröftun- um því betur varið í vöru- og mark- aðsþróun en í aukna framleiðslu. Einnig sé mikilvægt að halda áfram að auka skilvirkni og skera niður kostnað, ekki síður en að efla mark- aðsrannsóknir og tryggja aðgang að mikilvægustu mörkuðunum. Fjord Seafood er þriðja stærsta fyrirtæki heims í framleiðslu á eld- isfiski á eftir Nutreco og Pan Fish. Umsjón: Viðskiptablaðiö Spáir 0,3% vaxtalækkun í nóvember fór verðbólga undir verð- bólgumarkmið Seðlabankans í fyrsta sinn frá því verðbólgumarkmiðið var tek- ið upp. Þessi staðreynd, auk ýmissa vís- bendinga um aukinn slaka í þjóðarbú- skapnum, styöur væntingar um að Seðla- bankinn muni lækka stýrivexti á næst- unni, að því er fram kom í Markaðsyfir- liti Landsbankans í gær. Þar segir að at- vinnuleysi hafi aukist og sé árstíðaleið- rétt atvinnuleysi nú um 3%, auk þess sem mikið hafi verið um fréttir af uppsögnum að undanfómu. Þá hafi virðisaukaskatt- skyld velta dregist saman fyrstu átta mánuði ársins. Á móti vegi að innflutn- ingur á bifreiðum hafi aukist síðustu mánuði og húsnæðisverð hafi farið hækk- andi. I ljósi þessa geri greiningardeild ráð fyrir að Seðlabankinn lækki vexti um 0,3% fyrir áramót, úr 6,3% í 6,0%. r ÞRJAR SORTIRAF Steinunn Sigurðardóttir, og barnabarnið UNAÐUR AAÐVENTU Jól&vínið* jólifötin og jóladekrið SKI RÓMEÓ og allir hinir SIGUR RÓS, GABRÍELA, BJÖRK OG MÚM Ég fór í ge Sesar A -» Pilates -* Þórunn Antonía -* Með fuliri reisn -* í svörtum fötum -* Listgagnrýni -* Erpur Eyvindarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.