Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 20
20 __________FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 Islendingaþættir________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 99 Gi? Sextugur Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun . Rannveig G. Hafberg, * Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. 90 9*9__________________________ María Þorsteinsdóttir, Jófríðarstaöavegi 10, Hafnarfirði. 85 ára__________________________ Lilja Hafliðadóttir, Eskihllð 8a, Reykjavfk. Magnhildur L. Elíasdóttlr, Aöalstræti 8, Reykjavík. 80 ára__________________________ f Bergljót Haraldsdóttir, Álftamýri 48, Reykjavík. Guömundur Magnússon, Lagarási 17, Egilsstöðum. Helga Einarsdóttir, Þorragötu 5, Reykjavík. 70 ára__________________________ Bragi Guömundsson, Fjóluhlíð 6, Hafnarfirði. Magnús Einarsson, Strandaseli 11, Reykjavík. Rósmundur Guömundsson, Efstasundi 17, Reykjavík. 60 ára _________________________ Gerður Gunnarsdóttir, Lálandi 24, Reykjavík. Stefán Arnórsson, Logalandi 10, Reykjavík. Rannveig Ágústa Guöjónsdóttir, leikskólastjóri hjá leikskólanum Árbæ á Selfossi. Reyrhaga 6, Selfossi. Rannveig og eiginmaöur hennar, Olafur Árnason, munu í tilefni þessara tímamóta taka á móti ættingjum og vinum f Félagslundi, Gaulverjabæ, eftir kl. 20.00 á •^afmælisdaginn. Filippía Ólöf Björnsdóttir, Faxatröð 2, Egilsstöðum. Friörik Þór Óskarsson, Dverghömrum 13, Reykjavík. Garðar Jónasson, Aðalstræti 74, Akureyri. Jón Svavar V. Hinriksson, Breiðvangi 62a, Hafnarfirði. Kristján M. Gunnarsson, Hrfsrima 32, Reykjavík. 40 ára Helgi Bjömsson, jarðeðlisfræð- ingur við Raunvísindastofnun Há- skólans, Aragötu 1, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1963, cand. mag.-prófi frá Óslóarháskóla 1967, cand. real.-prófi 1969 og dr. philos.-prófi þaðan 1988. Helgi starfaði sem vatnafræðing- ur við Orkustofnun Noregs 1970-71, var sérfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskólans 1971-73 og frá 1975 og var forstöðumaður jarðeðlis- fræðistofu stofnunarinnar 1991-95. Helgi hefur annast kennslu í jöklafræði og grunnvatnsfræði við HÍ, verið gistisérfæðingur við Bristolháskóla 1973-75, Institute of Arctic and Alpine Research, Bould- er Colorado 1996 og British Ant- arctic Survey og Scott Polar Re- search Institute í Cambridge 1997. Hann hefur verið prófessor í jökla- fræði í hlutastarfí við Óslóarhá- skóla frá 1994. Rannsóknir Helga hafa beinst að öflun grunngagna um alla megin- jökla landsins, gerð korta af yfir- borði þeirra og botni, mati á ísforða þeirra og lýsingu á landslagi undir þeim. Þetta hefur hann m.a. gert með íssjá sem smíðuð var við Raun- vísindastofnun Háskólans. Hann hefur rannsakað rennsli vatns und- an jöklunum, afmörkun vatnasvæða til einstakra jökuifljóta, uppsöfnun vatns i geyma undir jöklum og af- mörkun flóðasvæða utan jökla, kannað afl og eðli háhitasvæða und- ir jöklum og viðbrögð þeirra við eld- virkni. Enn fremur hefur hann rannsakað hreyfingu Vatnajökuls og Langjökuls og tengt framhlaup þeirra við rennslishætti vatns undir þeim. Þá hefur hann rannsakað af- komu og leysingu jökla við núver- andi veðurfar með umfangsmiklum veðurathugunum á jöklum og kann- að áhrif líklegra loftslagsbreytinga á jökla hér á landi. Helgi hefur ritað fjölda greina í alþjóðleg og innlend tímarit, auk eins rits Vísindafélagsins og nokk- urra bókakafla, einnig birt kort af jöklum íslands. Helgi hefur átt langt samstarf við Landsvirkjun og Vega- gerðina um jöklarannsóknir og ver- ið Almannavörnum ríkisins til ráðuneytis um snjóflóðamál og hættu af jökulhlaupum. Rannsóknir hans hafa notið 'styrkja frá Evrópu- sambandinu samfeflt frá árinu 1996. Hann hefur unnið að jöklarann- sóknum í Noregi, Svíþjóð og Sval- barða og staðsetti 1983 átta banda- rískar herflugvélar í Grænlands- jökli sem þar grófust 1942. Hann hef- ur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur hér á landi og erlendis og starfað í alþjóðlegum vinnuhópum um vatna- fræði jökla og um líkanagerð af jökl- um, verið fulltrúi íslands í ýmsum alþjóðlegum nefndum og ráðum á sinu vísindasviði (m. a. á vegum International Arctic Science Committee, European Science Foundation og Rannís). Hann var ritstjóri Annals of Glaciology 1985-1986, 1991-1992 og 2002. Frétta- ritari tímaritsins ICE (útgefið af IGS) 1978-1995.). Helgi hefur unnið að uppsetningu jökasafns á Höfn í Homafirði. Helgi var í tvo áratugi annar rit- stjóri Jökuls og sat jafnframt í stjórn Jöklarannsóknafélags ís- lands, þar af helming timans sem formaður, sat í stjórn Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins 1978-81, 1984, 1990-93 og varaforseti þess 1999-2002, og er félagi í Vísindafé- lagi íslendinga. Honum voru veitt menningarverðlaun VISA á sviði vísinda 1999 og var sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót við Stokkhóms- háskóla 2002. Fjölskylda Kona Helga er Þóra Ellen Þór- hallsdóttir, f. 22.6. 1954, prófessor. Foreldrar hennar: Ester Pétursdótt- ir, f. 27.12.1922, d. 3.1. 1996, húsmóð- ir, og Þórhallur Tryggvason, f. 21.5. 1917, fyrrv. bankastjóri. Böm Helga og Þóru Ellenar eru Þórhallur, f. 11.11. 1990; Valgerður, f. 10.1. 1995. Böm Helga af fyrra hjónabandi: Svanhildur, f. 5.1.1971; Bjöm, f. 18.9. 1974; Ásdís, f. 5.1. 1982. Systkini Helga: Hólmfríður, f. 16.3.1934, ritari; Sveinbjörn, f. 28.10. 1936, fyrrv. háskólarektor; Sigfús, f. 25.3.1938, prófessor; Ólafur Grímur, f. 6.1. 1944, læknir. Hálfbróðir Helga, samfeðra, er Hörður, f. 5.5. 1949. Foreldrar Helga: dr. Björn Sigfús- son, f. á Stóru Reykjum i Reykja- hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu 17.1. 1905, d. 10.5. 1991, háskólabókavörð- ur, og k.h., Droplaug Sveinbjamar- dóttir, f. í Viðvík við Stykkishólm 28.5. 1912, d. 20.7. 1945, húsmóðir. Ætt Meðal föðursystkina Helga er Halldór, fyrrv. skattstjóri Reykja- víkur. Björn er sonur Sigfúsar, hreppstjóra á Kraunastöðum, Bjömssonar, b. á Granastöðum í Köldukinn, Magnússonar, prests á Grenjaðarstað, Jónssonar. Móðir Sigfúsar var Hólmfríður, systir Petreu, ömmu Jakobs Gíslasonar, fyrrv. orkumálastjóra. Hólmfríður var dóttir Péturs, b. í Reykjahlíð, Jónssonar, prests og ættföður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteins- sonar. Móðir Bjöms var Hafldóra, dóttir Halldórs, b. á Kálfaströnd við Mý- vatn, Sigurðssonar, b. þar, Tómas- sonar. Móðir Sigurðar var Guðrún, systir Sigurðar, föður Jóns, alþing- isforseta á Gautlöndum. Guðrún var dóttir Jóns, ættföður Mýrarættar- innar, Halldórssonar. Droplaug var dóttir Sveinbjamar, b. í Viðvík i Helgafellssveit, Guð- mundssonar, ættföður Jónsnesætt- arinnar, Ólafssonar, b. á Hamri, Guðmundssonar, Ólafssonar, Snóks- dalín ættfræðings Guðmundssonar. Móðir Droplaugar var Jóhanna Sig- ríður Jónsdóttir. 50 Gr? Albert Snorrason, Breiðvangi 18, Hafnarfirði. Bergllnd Hólmfr. Bjarnadóttir, Suðurvangi 14, Hafnarfirði. Halldór Þór Guömundsson, Hólagötu 28, Vestmannaeyjum. * Hallgrímur Guömundsson, Safamýri 36, Reykjavík Helga Þórunn Siguröardóttir, Stekkjarhvammi 48, Hafnarfirði. Ólafur Baldursson, Steinahlíð 1, Hafnarfiröi. Slgríður Hanna Einarsdóttir, Svarthömrum 28, Reykjavík. Siguröur I. Sigurösson, Bollasmára 7_, Kópavogi. Steingrímur Ólason, Túngötu 5, Eyrarbakka. Þorgerður Jósepsdóttir, Fagrahjalla 9, Vopnafirði. % Aðventu-leiðiskrossar 12V-34V Sent í póstkröfu, sími 431 1464 •J Smáauglýsingar DV 550 5000 ig Arna Garðarsdóttir mannauðsráðgjafi á Starfsþróunarsviði Delta hf. Ama Garðarsdóttir, mannauðs- ráðgjafi á Starfsþróunarsviði Delta hf., Hörgshlíð 2, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Ama fæddist á Djúpavogi en ólst upp á Eskifirði. Hún lauk stúdents- prófi frá MA 1981, kennaraprófi 1991, prófi í námsráðgjöf frá HÍ 1995, prófi í starfsráðgjöf frá University of Washington 1997, og prófi í starfs- mannastjómun frá University of Washington 1999. Ama var kennari við Grunnskóla Eskifjarðar 1987-88, við Valhúsa- skóla 1991-92, var sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun 1992-96, var búsett í Seattle í Bandaríkjunum 1996-2001, var skrifstofustjóri sjúkraþjálfunarskorar HÍ 2001-2002 og er sérfræðingur á Starfsþróunar- sviði Delta hf. frá 2002. Ama stundaði keppnisíþróttir frá unga aldri, m.a. skíði, sund, frjálsar íþróttir, handbolta, fótbolta og körfubolta. Hún var leikmaður í 1. deild í handbolta með KR og Val. Fjölskylda Arna giftist 17.9. 1994 Jónasi Tryggvasyni, f. 12.9. 1959, ráðgjafa. Hann er sonur Tryggva Þorvalds- sonar, sjómanns í Reykjavík, sem er látinn, og Jóhönnu Rakelar Jónas- dóttur húsmóður. Böm Örnu og Jónasar eru Jó- hanna Rakel Jónasdóttir, f. 20.6. 1995, nemi í Hlíðaskóla; Alex Jónas- son, f. 11.8. 1997, nemi í ísaksskóla. Sonur Jónasar er Pétur Jónasson, f. 12.10. 1981, háskólanemi í Reykja- vík. Systkini Örnu eru Hólmfríður Garðarsdóttir, f. 18.7. 1957, lektor við HÍ, búsett í Reykjavík; Olga Garðarsdóttir, f. 23.3. 1960, kennari við MH, búsett í Kópavogi; Garðar Eðvald Garðarsson, f. 12.11. 1966, vinnslustjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, búsettur á Eskifirði; Óskar Garðarsson, f. 9.12. 1968, fjármála- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar, búsettur á Eskifirði. Foreldrar Ömu em Garðar Eð- valdsson, fyrrv. skipstjóri á Eski- firði, og Dagmar Óskarsdóttir, bók- ari hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Haldið verður upp á fertugsaf- mælið með vinkonum, vinum og vandamönnum laugardaginn 7.12. Auður Vilhjálmsdóttir innanhúsarkitekt, Kjartansgötu 2, Reykjavík, verðurjarö- sungin frá Fossvogskirkju föstud. 6.12. kl. 15.00. Útför Árna J. Haraldssonar, Víðimýri 3, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 6.12. kl. 13.30. Guðmundur Jónsson frá Torfalæk, fýrr- um skólstjóri Bændaskólans á Hvann- eyri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstud._6.12. kl. 13.30. Bjarnl Ágústsson Mæhle, Akurholti 9, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu 6.12. kl. 13.30. ísleifur Örn Valtýsson, Klukkubergi 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstud. 6.12. kl. 13.30. Merkir íslendingar Einar H. Kvaran rithöfundur fæddist í Valla- nesi í Suður-Múlasýslu 6. desember 1859. Hann var sonur Hjörleifs Einarssonar, prests að Undir- felli, og f. k.h., Guðlaugar Eyjólfsdóttur húsfreyju. Einar lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla 1881 og stundaði nám í stjómfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla en hætti námi. Hann gaf út blaðið Verðandi í Kaupmannahöfn, ásamt Gesti Pálssyni, Hannesi Hafstein og Bertel E.Ó. Þorleifssyni. Einar fór til Vesturheims 1885 og dvaldi í Winnipeg í tíu ár, var fyrst ritstjóri Heimskringlu en síðan Lögbergs. Á íslandi yar hann ritstjóri fjölda blaða, aðstoðarritstjóri ísafoldar, ritstjóri Norðurlands á Akureyri, Fjallkonunnar, Skímis, Sunnanfara og Iðunnar. — Einar H. Kvaran Einar kynntist sálarrannsóknum í Kanada og var helsti málsvari og þátttakandi í slíkum rannsókn- um hér á landi um árabil og ritstjóri Morguns til æviloka. Þá var hann einn helsti boðberi raunsæis- stefnunnar i bókmenntum, ásamt vini sínum, Gesti Pálssyni. Einar var í hópi áhrifamestu íslenskra rithöf- unda á sinni tið, orti allmörg kvæði og fékkst við allar greinar bókmennta, þótt smásögur hans séu almennt taldar bera af öðrum verkum hans. Hann átti í frægri ritdeilu á þriðja áratugnum við Sigurð Nordal prófessor um lífsskoðanir. Einar lést 21. mars 1938.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.