Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 29 Þriggja leikja hvíld Gerard Houllier, fram- kvæmdastjóri Liverpool, hefur gefiö það út að Chris Kirkland muni standa í marki liðsins í það minnsta í næstu þremur leikjum. Aðal- markvörður liðsins, Jerzy Dudek, hefur verið gagnrýndur fyrir frammistööu sína að und- aníomu. Houllier segist ætla að gefa honum hvíld til þess að ná áttum og öðlast sjálfstraust á ný. Aðalfundur Evrópusambands ólympíunefnda: Rjóminn af forystunni situr þingið í Reykjavík - þátttakendur hátt í 300 frá 60 þjóðlöndum Rafpostur: dvsport@dv.is Aðalfundur Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) verður hald- inn á Grand Hótel Reykjavík 6.-7. desember nk. þetta er stærsti fund- ur íþróttaforystumanna sem hald- inn hefur verið hérlendis. Á þriðja hundrað gestir frá öllum Evrópu- löndunum svo og frá fjölmörgum öðrum löndum munu sækja fund- inn. Meðal annars koma sendi- nefndir frá framkvæmdanefndum ólympíuleika, þ.e. Aþenu 2004, Tórinó 2006 og Peking 2008. Sendinefndir frá borgum sem halda Ólympíuhátíð Evrópuæsk- unnar munu sækja fundinn, þ.e. Bled (Slóvenía) og París (Frakk- land) 2003 og Monthey (Sviss) og Lignano (Ítalía) 2005. Þá koma einnig sendinefndir frá borgum sem sækja um að fá að halda vetrar- ólympíuleikana 2010, þ.e. Vancou- ver í Kanada, Salzburg í Austurríki og Pyongyang í Norður-Kóreu. Á aðalfundinum verður auk venjulegra aðalfundarstarfa rætt um ýmis mál er tengjast starfi ólympíunefnda um aUa Evrópu, þ.e. ýmis fagmálefni nefnda sambands- ins, ólympíuleikar, lyfjaeftirlit, ólympíuhátið Evrópuæskunnar o.s.frv. Gestir fundarins dveljast á Grand Hótel Reykjavík, Hótel ís- landi og Hótel Sögu. Forseti íslands viöstaddur setningu fundarins Fundurinn verður haldinn í Gull- teigi Grand Hótel Reykjavík. Setn- ing aðalfundarins fer fram föstu- daginn 6. desember kl. 9.00 að við- stöddum forseta íslands, hr. Ólafi Stefán Konráðsson. Ragnari Grímssyni. Forseti EOC er Mario Pescante frá Ítalíu en hann er nefndarmaður í IOC - Alþjóða ólympíunefndinni og ráðherra íþróttamála í ríkisstjórn Italíu. Framkvæmdastjóri EOC er Irinn Patrick Hickey, nefndarmaður í IOC og forseti írsku ólympíunefnd- arinnar. Forystumenn ÍSÍ ásamt framkvæmdastjóra EOC kynntu fjölmiðlum fundarefni á fundi í há- deginu í gær. Frá vinstri eru Pat- rick Hickey, framkvæmdastjóri EOC, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ. Stærsta forystumannaþing sem haldið hefur veriö hér „Þetta er stærsta forystumanna- þing sem haldið hefur verið hér á landi. Hingað er mættur rjóminn af allri íþróttamannaforystunni, vant- ar einungis forseta Alþjóða ólymp- íunefndarinnar. Langflestir, sem eitthvað láta að sér kveða í heimin- um, eru komnir til landsins til að sitja fundinn. Hér á að ræða mörg mál sem tengjast svona aðalfund- um, ýmsar skýrslur nefnda og annað því tengt,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, í spjalli við DV um fundinn. „Það verður eflaust mikið rætt um ólympíuleikana en fundinn sitja m.a. sendinefndir ólympíunefnda frá Bandaríkjunum og Kóreu. Þá munu Grikkir gefa skýrslu um stöðu mála hvað varðar undirbún- ing þeirra fyrir ólympíuleikana 2004. Nefnd frá vetrarólympíuleik- unum 2006 i Tórínó mun segja frá sínum undirbúningi og ennfremur kemur hingað sendinefnd frá Pek- ing en Kínverjar halda keppnina 2008. Þá verða einnig á fundinum sendinefndir frá borgum sem sótt hafa um að halda vetrarólympíu- leikana 2010 þannig að stór hluti fundarins fer í hinar ýmsu kynn- ingar,“ sagði Stefán. Stefán sagði að spurt yrði út í stöðu mála varðandi ólympíuleik- ana í Aþenu en svo virtist sem menn væru áhyggjufullir vegna hótelherbergja og mála sem snúa að samgöngumálum í borginni. Gaman og mikill heiöur fyrir okkur aö halda fundinn „Þetta verður ekki átakafundur en hann er tvímælalaust mikilvæg- ur í því ferli sem nú er í gangi. Það er mjög gaman og mikill heiður fyr- ir okkur að hafa fengið að halda þennan fund en við unnum Belgrað í Júgóslavíu i atkvæðagreiðslu um að halda fundinn. Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir okkur,“ sagði Stefán Konráðsson. Þess má geta að þátttakendur á fundinum verða hátt í 300 talsins frá um 60 þjóðlöndum. -JKS Evrópukeppni kvennalandsliða: Sex lið frá A-Evrópu Dregið hefur verið í riðla í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða, bæði A-lands- liða og landsliða skipaðra leik- mönnum undir 19 ára. Sex af sjö liðum sem þessi lið drógust gegn eru frá Austur-Evrópu. A-landslið íslands er í þriðja styrkleikaflokki og mætir Rúss- um, Frökkum, Ungverjum og Pólverjum. Þama eru gamlir kunningjar á ferð frá því á und- anfomum árum því það er ekki langt síðan ísland mætti bæði Rússum og Frökkum. U-19 ára landsliðið var hins vegar í öðrum styrkleikaflokki og dróst gegn Tékkum, Slóvök- um og Lettum. -PS <- Lúkas þjálfar U-17 ára landslið Lúkas Kostic var i gær ráöinn þjálfari landsiiðs íslands skipaö drengjum undir 17 ára. Lúkas er reyndur þjálfari en hann hefur þjálfaö meistarafiokksliö Víkings, KR, Grindavíkur og Þórs. Grænlensku rjúpurnar bjarga miklu fyrir þessi jól: Fleiri fá rjúpur en ella - ástand rjúpnastofnsins í landinu alls ekki gott Rjúpnaveiðin hefur ekkert verið til að hrópa húrra fyrir en líklega hafa veiðst um 50 þúsund ijúpur núna þegar aðeins um 20 dagar eru eftir af rjúpnaveiðitímanum. En í fyrra veiddust um 110 þúsund rjúp- ur, svo veiðin verður minni núna en fyrir ári og ennþá minni en fyr- ir tveimur árum. Grænlensku rjúp- umar munu bjarga miklu, svo fremi sem þær koma í tæka tíð fyrir jólin. Fleiri munu þá fá ijúpur í jólamat- inn en oft áður. I fyrradag var lagt fram á Alþingi frumvarp sem tekur á vanda rjúpna- stofnsins en það var Siv Friöleifs- dóttir umhverfisráðherra sem lagði fram frumvarpið. Ráðherra sagði meðal annars að það yrði fylgst vel með rjúpnastofninum næstu fimm árin en ástand hans er mjög alvar- legt núna. „Það þarf að gera átak með fjór- hjólin og vélsleðana til að uppræta þá á ijúpnaveiðum,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir og ráðherra bætti viö að 10% magnveiðimanna væri með helminginn af veiddum ijúpum sem veiddust á hverju ári. „Ástand ijúpnastofnsins er mjög slæmt núna,“ sagði Pétur Blöndal í sinni ræðu og tók undir orð ráðherr- ans um ástand stofnsins. Við skulum aðeins koma með veiðitölur: veiðimenn fóru vestur á firði og fengu fimm rjúpur, aðrir voru á Holtavörðuheiðinni og fengu fjóra fugla, þrír fengu fjóra fugla á Auökúluheiðinni, veiöimaður var í Skagafiröi og fékk tvær rjúpur, tveir veiðimenn voru við Húsavík og fengu fimmtán fugla, einn maður fékk sjö rjúpur í nágrenni við Breið- dalsvík og veiðimaður við Djúpavog fékk þijá fugla. Svona mætti lengi telja, staðan er bara alls ekki betri en þetta. G.Bender Mikið virðist sótt um hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur ef marka má umsóknir þetta árið. Veiðiár eins og Leirvogsá eru vinsælar meðal veiði- manna, viss tími í Norðurá í Borgarfirði, sem gaf flesta lax- ana í fyrra, og Tungufljót. I Leirvogsá komast færri aö en vilja enda mjög góð veiði í henni síðasta sumar. Hún var betri en Laxá á Ásum. Reyndar er bara veitt á flugu i Laxá en í Leirvogsá má veiða bæöi á maðk og flugu. Maðkurinn er sterkastur í Leirvogsánni. Eitthvað virðist vera í gangi með Mýrarkvísl í Þingeyjar- sýslu, Dalvíkingar hafa haft svæðið á leigu í mörg ár en núna hafa fleiri haft áhuga á svæðinu. Málið ætti aö skýrast á næstu vikum. Enginn hefur fengið Núpá á Snæfellsnesi ennþá, nokkrir hafa sent inn tilboð. r ■* <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.