Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Fréttir DV ASÍ með helmingi hærra framlag af fjárlögum en Samtök atvinnulífisins: Gjöld til verkalýösfélaga 7,2 milljarðar króna Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa allt frá því á fyrri hluta sjö- unda áratugar síðustu aldar notið framlaga úr rikissjóði sem hafa ver- ið ætluð til hagdeilda samtakanna og til starfa að hagræðingar- og framleiðnimálum. Auk Alþýðusam- bands Islands og Samtaka atvinnu- lífsins hefur BSRB notið slíkra framlaga. Á þessu ári námu þessi framlög 7,6 milljónum króna og skiptust þannig að ASÍ fékk 4,3 miujónir króna, SA 2,3 milljónir króna og BSRB 1 milljón króna. Auk þess hefur ASÍ notið framlaga úr ríkissjóði til verðlagseftirlits. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að verkalýðshreyfingin þurti hvorki að hafa mikið fyrir innheimtu félagsgjalda né að afla fé- lagsmanna eða halda þeim, enda er atvinnurekendum skylt að halda eft- ir stéttarfélagsiðgjaldi af launum. „Þessi gjöld hafa ekkert lækkað við sameiningu verkalýðsfélaga. í heild má ætla að iðgjöld til verka- lýðsfélaga innan ASÍ nemi um 2 milljörðum króna árlega, en félags- gjöld í stéttarfélögum alls (þ.m.t. op- inberum) eru áætluð um 3,5 millj- arðar króna. Auk þess er haldið eft- ir af launum sjúkrasjóðsgjaldi, um 3 milljörðum króna árlega, og orlofs- heimilasjóðsgjaldi, um 740 milljón- um króna. Öndvert við verkalýös- hreyfmguna þurfa félög atvinnurek- enda að laða að sér félagsmenn og innheimta hjá þeim félagsgjöldin. Félagsgjöld til atvinnurekendafé- laga í heild eru áætluð um 700 millj- ónir króna árlega. Þrátt fyrir að það feli í raun í sér óeðlilega íhlutun um starfsaðstóðu og styrkleikahlutfóll á vinnumarkaði hafa stjórnvöld löngum haft tilhneigingu til að misskipta op- inberum fjárframlögum á þessu sviði. Hafa þessi hlutfóll oft verið í kringum 70% til verkalýðshreyfmgarinnar á móti 30% til atvinnurekenda. Stein- inn tekur þó úr í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú er til lokameðferð- ar á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að framlag til ASÍ verði hækkað í 30 milljónir króna og hefur sú ákvörðun verið rökstudd með vísan til niður- lagningar Þjóðhagsstofnunar. Varla er þó gert ráð fyrir því að atvinnurek- endur geti nú leitað til ASÍ um upplýs- ingar við undirbúning kjarasamn- inga, t.d. um svigrúm til launabreyt- inga," segir Ari Edwald. I svari forsætisráðherra á Alþingi í haust við fyrirspurn Ástu Möller kem- ur fram að árið 1996 fengu Samtök iðnaðarins 95 milljónir króna í fram- lag en 168 milljónir króna á árinu 2000. Framlög til FFSl námu á árinu 2000 um 10 miiljónum króna, 39 millj- ónir króna fóru til LÍÚ, 35 milljónir króna til Landssambands smábátaeig- enda, 16 milljónir króna til Sjómanna- sambandsins og 209 milljónir króna til Bændasamtakanna ásamt búnaðar- samböndum og búgreinasamtökum og hefur framlag til þeirra litið hækkað síðan 1998. -GG Eldur í fjöl- býlishúsi í Grafarvogi Minni háttar eldur kom upp í ruslageymslu fjölbýlishúss viö Hverafold í Grafarvogi um hádegis- bilið í gær. Leiddi reykinn upp í stigagang hússins og varð slökkvi- liðið að reykræsta stigaganginn. Engin slys urðu á fólki vegna þessa en slökkviliðið vill minna fólk á að henda ekki neinu í ruslið sem vald- ið getur bruna. Á þessum árstíma er fólk mikið að handfjatla eldfæri t.d. vegna kertaskreytinga og er um að gera að ganga tryggilega úr skugga um að það logi ekki á eldspýtunni áður en henni er hent í ruslið. -snæ Mikil umferðaróhöpp: Hálkan hrellir ökumenn Mikil hálka var á Suður- og Vesturlandi um helgina og fékk lög- reglan í Reykjavík t.d. 24 tUkynn- ingar um umferðaróhöpp sökum hálku á laugardag. Mikið eignatjón varð í þessum óhöppum en öku- menn slósuðust einungis minni háttar. Lögreglan í Borgarnesi þurfti að hafa afskipti af sjö umferð- aróhöppum á laugardag sem öll má rekja til þess að ökumenn óku of hratt miðað við aðstæður í hálkunni. Eitt þessara óhappa var alvarlegt en þar slasaðist karlmað- ur við Laxá og var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Á Mýrdals- sandi varð svo ein bílvelta á laugar- dag þar sem tveir menn slösuðust og er bíllinn talinn ónýtur. -snæ ÞURRKUÐ EPLI MÖNDLUR Blandaðir þurrkaðirávestir ... alltsem þarfibaksturinn! Dv-MYND HARI Álftaneskrakkar í heimsókn á DV Nemendur og kennarar úr 7. bekk E í Álftanesskóla heiðruðu ritstjórnarskrifstofur DVmeð heimsókn á föstudag. Hafa krakkarnir eins og ungmenni fjölmargra annarra skóla að undanförnu veriö að vinna verkefni um fjólmiðla.Hafa þau m.a. unnið efni úr DV og skreytt með því kennslustofu sína. Lokaáfanginn var svo að kynna sér af eigin raun þá fjöi- miðla sem þau voru að fjalla um. Hér sjást krakkarnir kynna sér tölvuumbrot DV hjá Þorbergi Kristinssyni. Hann hefur reyndar uþplifað gríðarlegar umbyltingar í sínu fagi á undanförnum árum. Tiltölulega stutt er síðan orð voru steyptjafn harðan í blý í þunglamalegri setningarvél og raðað síðan upp fyrir prentun. Nú hafa hraðvirkar tölvur sameinað hlut- verk setjara, umbrotsmanns og síðar einnig offsetljósmyndara undir einn hatt. Hart deilt á oddvita og sveitarstjóra í hreppsnefnd Stöövarf jarðar: Þeir sögðu ekki satt og breyttu rangt - segir fulltrúi minnhlutans. Kýtt um kaup á snjómoksturstækjum Minnihlutinn í sveitarstjórn á Stöðvarfirði lagði á aukafundi sveit- arstjórnar, sem haldinn var sl. laug- ardagsmorgun, fram tiilögur um van- traust á oddvita og að sveitarstjóri verði áminntur. Forsaga málsins eru kaup sveitarsrjóra á tækjum til snjó- moksturs og sanddreifingar en sam- þykkt hreppsnefndar var ekki til staðar. Tækin kostuðu hálfa miiljón en í upphafi voru þau sögð hafa kost- að helmingi minna, að sögn Aðal- heiðar Birgisdóttur, sem er oddviti minnihlutans. Velta málinu í umræðu götunnar Aðalheiður sagðist á hreppsnemdar- fundi í síðustu viku hafa spurst fyrir um kaupverð tækjanna og þá fengið þau svör að það væri um 250 þús. kr. Næsta dag kveðst hún hafa óskað eftir því að fá að sjá reikninga. Þá hafi kom- ið í ljós að verðið var helmingi hærra. í framhaldinu kveðst Aðal- heiður hafa óskað eftir aukafundi í hreppsnefnd, svo alvarlegum augum hafi hún litið málið. Orðið var við fundarbeiðninni og var fundurinn sl. laugardag. „Þessum tveimur tillögum minni- hlutans um vantraust á oddvita og áminningu á sveitarstjóra var þar vísað frá og þær fengust ekki einu sinni teknar til umræðu. Fundar- sköpin voru svolítið sniöin að því sem hentaði hagsmunum meiri- hluta," segir Aðalheiður. Hún kveðst líka velta fyrir sér hvers vegna menn sjái sér ekki hagsmuni í að taka mál- ið til umræðu á vettvangi hrepps- nefndar, heldur loka á hana. Með því séu menn að velta málinu beint út í umræðu götunnar. „Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ég geti í framtíðinni treyst orðum odd- vita og sveitarstjóra úr því þeir sögðu ekki satt og breyttu rangt í þessu máli. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að svo sé, en mun hins vegar halda áfram með þetta einstaka mál á næsta hrepps- nemdarfundi," segir Aðalheiður. Fólk að gera únalda úr mýflugu „Þetta er smámál og fólk að gera úlfalda úr mýfiugu," sagði Ævar Ár- mannsson, oddviti meirihluta hreppsnefndar, í samtali við DV í gærkvöld. Hann sagði að á hrepps- nefndarfundi í sl. viku hefði þetta mál komið litillega til umræðu en ekkert hefði verið um það bókað þá. Fulltrúar minnihlutans hefðu og einnig samþykkt þann fund með und- irritun sinni við fundargerð. Aðspurður segist Ævar ekki kannast við að hafa haft yfir neinar tölur um hvað umræddur snjómokstursbúnaður kosti. Hann hafi ekki heldur á neinn hátt komið að ákvarðanatöku í því máli. Hins vegar liggi fyrir að búnaður- inn kostaði 400 þúsund að frátöldum virðisaukaskatti. Það veröi líka afskap- lega eríitt að afsanna eitt né neitt til eða frá hver hafi sagt eitthvað í þessu máli um einstakar tölur og því hafi sér þótt ástæöulaust að taka máliö til um- ræðu á hreppsnemdarfundi. -sbs Sofaí'gawðjrÆ 'KJAVÍK 15.35 11.07 22.20 10.47 zifíL}} RE> Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóð Árdegisflóö á morgun AKUREYRI 14.54 11.19 13.37 02.02 JSl/JXÍ) j jí/íiid 6°dS*í s°d1s e°<L\ri. 0°£\S 7^ Hlýnandi veöur Suðaustan 5-13 m/s en 13-18 suðvestan til. Skýjað með köflum á Norðurlandi, dálítil rigning eða súld öðru hverju um landið sunnanvert, en annars þurrt að mestu. Heldur hlýnandi veður og hiti 2 til 8 stig. ¦iHissMPpnpi JíhjSMj 3j mzjJ±.iijj "*% °a^A™ *& Dálítil rigning Búist er við sunnan 8-13 m/s og dálítilli rigningu sunnan- og vestanlands. Annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig. J50IJ0 JJ Í3ÖZÍ} lOlg: J Vliðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur mm hm Hiti 3° Hiti 3° Hitil' «18° til 8° tit 5° Virtdur: Vindur; Víndur: 5-13"1/8 5-10 "V* 5-13 "Vs 71 t * Suolæg átt Suölæg átt Su6austlæg og skýjao og skýjao átt og víöa meö köflum meft köflum rigning e&a en dálítll en dálítil slydda en rlgnlng eoa rlgnlng eöa úrkomulítiö á súld sunnan súld sunnan Nor&uriandi. og vestran og vestran Kólnandl tll. Fremur tll. Fremur vcöur. niilt veour. milt veour. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvi&ri Stormur Rok Ofsave&ur Fárvl&ri JiJufSb -!dj 'ö AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK KIRKJUBÆJARKL RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX HAMBORG FRANKFURT JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK 0RLAND0 PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3,4-5,4 5,5-7,9 8,0-10,7 10,8-13,8 13,9-17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24,5-28,4 28,5-32,6 >= 32,7 skýjaö -2 léttskýjaö -3 hálfskýjað 2 skýjaö 0 örkoma í grennd 5 rigning 4 1 skýjað úrkoma í grennd 5 skýjaö 6 léttskýjað -3 skýjaö 10 alskýjað 1 skýjaö -4 C skýjað skýjað skýjað alskýjað skýjað heiðsklrt léttskýjaö alskýjaö léttskýjaö heiöskírt heiöskírt skýjað súld þokumóöa hálfskýjaö alskýjað alskýjað heiöskírt þokumóða alskýjað heiösklrt léttskýjaö heiðskírt 7 -7 14 -3 11 -4 ¦4 6 1 1 1 4 -1 14 -2 5 1 12 3 -2 -11 -21 8W.GT A UPPLYSIMJUM FRi VEOURSTOFL' ISUNOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.