Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Page 8
8 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 DV Fréttir Framboð eiturlyfja eykst í Skagafirði - á annan tug ungmenna á Sauðárkróki er í vanda Frá Sauðárkróki. DV-MYND. J. IMSLAND Laugin vígð Þeir Ólafur Áki Ragnarsson og Björn Hafþór Guðmundsson, fyrrverandi og núverandi sveitarstjórar Djúpa- vogs, vígðu laugina. 100 milljóna króna sundlaug Á laugardag var við hátíðlega at- höfn vígð og formlega tekin í notkun ný innisundlaug sem byggð var við íþrótta- húsið á Djúpavogi. Byggingin er um 600 fermetrar. Sundlaugin er 16,70 m löng og 10 m breið en einnig eru tveir heitir pottar, allt hitað upp með rafmagni. Kostnaður við sundlaugarbygginguna er rúmlega hundrað milljónir króna sem Djúpavogshreppur greiðir, utan fjórtán milljóna króna styrks sem hreppurinn fékk frá Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Sveitarstjórinn, Bjöm Hafþór Guðmundsson, segir að vissulega sé þetta stór og mikill biti fyrir fimm hundmð og tuttugu manna sveitarfélag en íþróttaáhugi er mikill á staðnum og samstaða og einhugur um að láta þetta ganga upp. Nýja sundlaugin leysir gömlu útilaugina af hólmi en hún var orðin léleg og ailtof dýr í rekstri. Þegar búið var að vígja sundlaugina mættu sveitarstjóramir, núverandi og fyrrverandi, á sundskýlunum og stungu sér tii sunds við múcinn fognuð við- staddra. J. Imsland í tvígang að undanfömu hefur lögreglan á Sauðárkróki farið í að- gerðir vegna flkniefnamála í bæn- um. í bæði skipt- in voru það fjórir aðilar sem komu við sögu og þeir sömu að hluta til sem tengjast þessum tveimur málum. Seinni aðgerð lögregl- unnar átti sér stað í síðustu viku þar sem leit var gerð í húsi og lítið magn flkni- efna gert upptækt ásamt tólum til neyslu. Að sögn Bjöms Mikaelssonar yf- irlögregluþjóns er nokkur hópur ungmenna á Sauðárkróki, þau eru á annan tug, sem hefur verið að fást við neyslu af einhverju tagi og er í vandamálum. Bjöm segir að þessir krakkar séu trúlega ekki í dreif- ingu, einungis eigin neyslu, en hins vegar sé ljós sú þróun að framboð á eiturlyfjum fari vaxandi í bænum. Aðspurður hvort það tengist því að „sölumenn dauðans" telji Fjöl- brautaskólann álitlegan markað, sagði Bjöm að ekkert hefði komið fram sem tengdist skólanum. Um bæjarunglinga væri að ræða í þess- um tilfellum. Óæskilegir leigjendur 1 spjalli við Björn yfirlögreglu- þjón barst einnig í tal sú staðreynd að fólk sem hefur verið í neyslu og/eða á að baki afbrotaferil hefur gjarnan leitað út á land og búið þar í nokkum tíma. Oft eru grunsemdir um að þeir aðilar séu þá að kort- leggja svæðin fyrir þá hópa sem fara svo í ránsleiðangra út um land. Þetta fólk hefur til að mynda komið við á Sauðárkróki og í haust leigði í bænum par og átti pilturinn að baki slóð innbrota. Sú spuming vaknar hvort leigusalar húsnæðis geti með einhveru móti aflað sér upplýsinga um leigjendur sína, hafi þeir uppi grunsemdir. Aðspurður sagði Bjöm að lögreglan mætti ekki gefa upplýs- ingar um feril fólks og því væru i raun litlir möguleikar fyrir leigu- sala húsnæðis að tryggja sig gagn- vart slíkum óþægindum. Eini mögu- leikinn væri sá að rýna í fallna dóma sem væru opinber plögg, en væntanlega fer hinn almenni íbúð- areigandi ekki að leggja á sig slíka vinnu. -ÞÁ Samvinna verktaka: Vilja stofna stórt verktakafyrirtæki Frá því í nóvember hefur At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ásamt þremur verktökum á Akur- eyri unnið að stofnun félags sem ætlunin er að verði undanfari að stóru verktakafyrirtæki á Eyjafjarð- arsvæðinu. Ætlunin er að sameina krafta verktaka á svæðinu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að taka þátt í stærri útboðum, og er þá sérstaklega horft á fyrirhugaðar álvers- og virkjunarframkvæmdir á Austurlandi I upphafi en væntan- lega mun félagið horfa til stærri verkefna alls staðar á landinu er fram líða stundir. I undirbúningshópi að stofnun hins nýja félags eru Baldvin Valdi- marsson frá Slippstöðinni, Davíð Hafsteinsson frá Rafeyri og Sveinn Heiðar Jónsson sem rekur bygging- arfyrirtæki á Akureyri í eigin nafni. í hópnum eru einnig starfs- menn Atvinnuþróunarfélagsins og Eiður Guðmundsson hjá Hönnun á Akureyri sem hefur veitt hópnum ráðgjöf. Stefnt er að því að senda verktök- um á Eyjafjarðarsvæðinu bréf eftir áramót þar sem þeim verður boðið að koma að málinu. Félagið á að stofna fljótlega á nýju ári. -hiá Björn Mikaelsson. Stjömustæði á góðum stað Nú eru tilbúin til notkunar 78 bílastæði á reitnum þar sem Stjörnubíó var áöur. Góð stæði fyrir gesti og íbúa Laugavegar og nágrennis. Fyrsta klukkustundin kostar aðeins 80 kr. eða 1,33 kr. mínútan, síðan greiðir þú 10 kr. fyrir hverjar 8 mínútur. Góð viðbót í jólaannríkinu. Gjatdsvæði 2 (mín) 80 kr/klst 10 kr 8 mín 50 kr 38 mín ÍOO kr 75 mín Falleg landkynning íslenski vagninn var sannarlega glæsilegur í skrúðgöngunni, enda hafði fjöidi Vestur-íslendinga lagt hönd á plóginn við gerð hans Vestur-íslendingar í Norfolk: Buðu jólin velkomin á sjóræningjaskipi Hin árlega jólaskrúðganga í Nor- Association í Norfolk að taka þátt í folk fór fram síðustu helgina í nóv- göngunni og kynna heimalandið ís- ember með pomp og prakt. Að venju land á þann hátt. -snæ voru Vestur-íslend- ingar áberandi í göngunni en þeir skörtuðu í ár sjóræn- ingjaskipinu Tý sem var ríkulega skreytt með íslenskum fán- um og þúsundum jólaljósa. Þema göng- unnar í ár var „Einu sinni var“ og fékk ís- lenski vagninn silfúr- verðlaun, eina ferð- ina enn, að þessu sinni fyrir hið ævin- týralega sjóræningja- skip sitt sem innihélt m.a. álfadís, Pétur Pan, snjókall, Kaptein Cook og skuggalega sjóræn- ingja. Hin árlega skrúðganga markar upphaf jólanna í Nor- folk og kemur íbúum í jólaskap á hverju ári en það er orðinn fastur liður hjá Icelandic-American Islenskt sjóræningjaskip Tveir litlir sjóræningjar, Shannon Horvath og Kristján Adolfsson, á víkingaskipinu Tý.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.