Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002
I>V
Fréttir
formprentOformprent
Framtíð sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki:
Afskipti sveitarfé-
lagsins réðu úrslitum
Með samkomulagi Búnaðar-
bankans, starfsmanna Loðskinns
og fulltrúa sveitarstjórnar Skaga-
fjarðar i fyrri viku voru lögð drög
að því að starfsemi Loðskinns á
Sauðárkróki ehf. verður haldið
áfram í bænum og þar með tryggð
þau 42 störf sem i verksmiðjunni
eru nú.
Samkomulagið byggist á þvi að
Búnaðarbankinn á áfram 45 millj-
óna hlut í félaginu, starfsmenn
kaupa hluti fyrir 20 milljónir og
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur
tekið að sér að útvega 35 milljónir
til félagsins.
Að sögn Gísla Gunnarssonar,
forseta sveitarstjórnar, var lykill-
inn að samkomulaginu sá að
sveitarfélagið kom að málinu með
þessum hætti og hafa menn sex
mánuði til að útvega þessa pen-
inga.
„Það er verið að vinna í málinu
og mér sýnist að það líti vel út.
Viðræður við franskan viðskipta-
aðila fyrirtækisins lofa góðu og
síðan höfum við m.a. góðar vonir
DV-MYND JÚLlA IMSLAND
Fengurinn
Steinþór slökkviliðsstjóri með rjúpur
sem fara ájólaborðið hjá honum og
. fjölskyldunni.
Lítil rjúpna-
veiði
„Það hefur gengið afar illa að ná
í rjúpur í jólamatinn en ég er búinn
að fá fyrir mig," sagði Steinþór Haf-
steinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn,
einn þeirra mörgu sem endilega vill
hafa rjúpur í jólamatinn og fer til
fjalla með skotvopn og reynir fyrir
sér.
„Menn hafa verið að fá þetta tvær
til þrjár rjúpur í veiðiferð enda
viðrað eihstaklega illa til rjúpna-
veiða, rigning og leiðindaveður svo
til alla daga og ekki snjóföl í fjöll-
um, segir Steinþór. Allt útlit er því
á að margir sem alls ekki geta verið
án þess að fá rjúpu í jólamatinn
verði að sætta sig við eitthvaö ann-
að i matinn," sagði Steinþór. -JI
Roðlaust og
beinlaust styrkir
Regnbogabörn
Hljómsveitm Roðlaust og bein-
laust, sem skipuð er skipverjum á
togaranum Kleifabergi ÓF-2, hefur
sent frá sér jólalag sem nú er farið
að heyrast á öldum ljósvakans. Lag-
ið heitir Úti á sjó og er hugleiðing
togarasjómannsins þegar líða fer að
jólum.
Lagið er ekki nýtt en það hefur
verið flutt með textanum Meiri snjó,
meiri snjó. Björn Valur Gíslason,
stýrimaður á Kleifabergi, samdi nýj-
an texta við lagið og heitir það nú í
friði og ró. Diskurinn verður ekki
seldur í verslunum heldur er hægt
að nálgast hann gegn 500 króna
framlagi til Regnbogabarna gegnum
Sparisjóð Ólafsfírðinga. -hiá
um að fjárfestingarfélagið Tæki-
færi, sem sveitarfélagið á hlut i,
komi þarna inn. Að vísu á eftir að
vinna nákvæmari rekstraráætlun
fyrir félagið, en ég á von á því að
hún leiði það í ljós að fýsilegt sé
fyrir sjóði að fjárfesta í félaginu.
Ég er bjartsýnn á að þetta hafist á
næstunni," sagði Gísli.
„Okkur virðist Loðskinn vera
vel rekið fyrirtæki í dag og það
var ekki hægt að horfa á eftir því
úr héraðinu, eins og okkur sýnd-
ist stefna i. Það verður líka að
taka með í reikninginn hvað það
kosti að koma upp jafnfjöhnenn-
um vinnustað og Loðskinni. Við
verðum líka að hugsa um að verja
það sem fyrir er," sagði Gisli
Gunnarsson. -ÞÁ
Attu eftir aö
senda jólakortin ??
JOLAKORT
STAFRÆN PRENTUN'
FUÓTAFGREIÐSLA*
GOn VERÐ
Hverfisgötu 78* Sími: 552 5960 * Fax: 562 1540
Tvær litlar en f ullkomnar
stafrænar myndavélar ífínu verði!
\LÉTTGREIÐSLUR\
ÍÞRJÁ MÁNUÐI
HJÁ ORMSSON
BRÆÐURNIR
#ORMSSON
LAGMULA 8 • SI M I 530 2800
Olympus
C-120
kr. 34.900.-
2.1 Milljón punkta upplausn
• 2.5 x Stafrænn aðdráttur
• Linsa 35 mm • Innbyggt fiash
• 1.6"Skjár*Quicktime
videotaka • 8 mb smartmedia
minniskort • 4 x AA Rafhlöður
• þyngd 190 g
Jl
FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SIMI 462 1300