Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 11
MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002 11 J3"V Utlönd George W. Bush. Uppstokkun boð- uð í ráðgjafaliði George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur boöað algjöra uppstokkun i efnahagsráögjafasveit sinni eftir óvænta afsögn tveggja lykilmanna í starfsliði hans fyrir helgina. Þeir sem sögðu af sér voru Paul O'Neill fjármálaráðherra og Lawrence Lindsey, helsti efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, en Lindsey sagði af sér strax í kjölfar uppsagnar O'Neills á fóstu- daginn. Búist er við því að eftirmaður O'Neills verði tilnefndur í vikunni og hefur nafn Stephen Friedman, fyrr- verandi forstjóra Goldman Sachs, verið nefnt til sögunnar. Frá upphafi hafa veriö uppi efa- semdir um hæfni O'Neills og hefur hann stöðugt sætt gagnrýni fyrir klaufalega framkomu sina. Óstaðfestar fréttir herma að O'Neill hafi sagt af sér að beiðni Hvíta húss- ins og að ný skýrsla um aukið at- vinnuleysi í nóvember hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Viagra lykillinn að endurreisninni? Stinningarlyfið Viagra gæti hugs- anlega verið lykillinn að þeirri upp- örvun sem þarf til að endurreisa við efnahag þeirra landa sem orðið hafa hvað verst úti í niðursveifm síðustu missera, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem nýlega var kynnt á heilbrigðisráðstefnu í Singapúr. Þar vara sérfræðingar við því að kynferðisleg vandamál eins og getu- leysi gætu hugsnalega haft sín nei- kvæðu áhrif og hæglega tekið sinn efnahagslega toll. „Kynferðisleg ófullnægja hefur vissulega mikil áhrif og verður þess valdandi að draga úr væntingum okk- ar sem leiðir sjálfkrafa til þjóð- og efnahagslegrar niðursveiflu," sagði prófessor Emil Man-Lun Ng, sem stjórnaði rannsóknarverkefninu. Hann bætti við að greinileg tengsl væru á milli versnandi efnahags og löngunar til kynlífs þar sem með- fylgjandi óvissa og spenna hefði sín niðurdrepandi áhrif. Viagra væri því hugsanleg lausn á vandanum, alla vega fyrir karlpeninginn, en rann- sóknirnar hefðu frekar beinst að vandamálum þeirra þó þau séu ekki síður fyrir hendi hjá konum. Iransklr námsmenn mótmæla. Framhald áimót- mælum í íran Framhald varð á mótmælum námsmanna við háskólann í Teh- eran í Iran um helgina þegar um 3000 þeirra héldu mótmælafund á háskólalóðinni á laugardaginn. Mótmælendur kölluðu eftir frels- un pólitiskra fanga og kröfðust póli- tískra umbóta í landinu. Fjóldi námsmanna var hand- tekinn eftir að til átaka kom milli þeirra og lögreglu, sem sett hafði upp varnargirðingar utan háskóla- lóðarinnar til að hindra æsta harð- línumúslíma, andstæðinga póli- tískra umbóta í landinu, í að ráðast gegn mótmælendum. Al-Qaeda hóta áframhald- andi hryðjuverkaárásum Al-Qaeda-samtökin hafa hótað áframhaldandi hryðjuverkaárásum á bandarísk og ísraelsk skotmörk í kjöl- far árásanna tveggja í Kenía í síðasta mánuði, sem urðu þrettán manns að bana þegar sprengja sprakk í anddyri Paradise-hótelsins í Mombasa. Þetta kom fram í hljóðupptöku sem send var út í arabísku al-Jazeera sjón- varpsstöðinni í Qatar í gær, en þar hótaði Sulaiman Abu Ghaifh, helsti talsmaður al-Qaeda, þvi að frekari árásir væru fyrirhugaðar á bandarísk og ísraelsk skotmörk á landi, í lofti og á sjó. „Krossferð gyðinga verður hvergi óhult fyrir árásum stríðsmanna okk- ar," sagði Abu Ghaith i yfirlýsing- unni, sem einnig er birt á íslamskri vefsíðu, aðeins nokkrum dögum eftir að al-Qaeda samtökin lýstu ábyrgð á árásunum í Kenia. „Við munum ráðast á það sem þeim er mikilvægast og einnig gegn hernað- arlegum hagsmunum þeirra," sagði Abu Ghaith. Stjórnvöld i Kenía hafa lýst hættu- ástandi í landinu i kjölfar hótunarinn- ar og sett her og lögreglu í viðbragðs- stöðu. Sulaiman Abu Ghaith Sulaiman Abu Ghaith, helsti talsmaöur al-Qaeda-samtakanna, hótaði ígær áframhaldandi hryöjuverkaárásum á bandarísk og ísraelsk skotmörk í kjólfar árásanna tveggja í Kenía í síðasta mánuði. Nýtt Líf - 25 ára éá&$* * Stærra blað en nokkru sinni fyrr, 276 bls - en á sama verðí og áður! Nýtt Líf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.