Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Margrét Linda Erlingsdóttir nemi: Góða skapiö sem fylgir jólunum. Sunna Ösp Mímisdóttir nemi: Undirbúningurinn, jólaskreytingar og annaö sem fylgir. Pakkarnir. Lilja Þórarinsdóttir nemi: Maturinn og pakkarnir. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir nemi: Fríiö og góöur matur. Valgeröur Jónbjörnsdóttir nemi: Fjölskyldusameiningin Hagvöxtur í dýrtíð og niðursveiflu Endurskoðuð þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytis segir fyrir um meiri hagvöxt á þessu ári og því næsta en gert var ráð fyrir á haust- mánuðum. Nú skortir manninn á götunni, hinn æru- verðuga launþega sem svo oft er vitn- að í, sárlega skilning. Launþegar sjá fram á mikla niður- sveiflu og samdrátt í atvinnulífmu og lesa fréttir um uppsagnir starfsfólks, jafnvel hjá stöndugum fyrirtækjum - sumpart vegna hinnar landlægu hag- ræðingar eða þá vegna samruna iyrir- tækja. Launamenn frnna einnig fyrir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur ekki aukist en spáin er einmitt um vöxt þessara sömu tekna á næsta ári um 2,5%. Ef atvinnulausum fjölgar svo að þeir verði orðnir um átta þúsund eft- ir 4-5 mánuði, eins og komið hefur fram í efnhagsspám, þýðir það einfaldlega: efnahagskreppa. Það sem stjómvöld ættu að leggja sig fram við, til að afstýra frekari óáran af mannavöldum, er að draga til baka stór- an hluta þeirra áætlana sem fram koma í „gæluverkefnum" ríkisstjómarinnar sem meirihluti fjárlaganefndar hefur bætt við fjárlögin og samþykkt. Nefna má þar m.a. framlög tfl ýmissa safna, um eða yfir 100 milljónir króna, gjöld vegna húsafriðunar, til fræðistarfa og íþróttamála, gæluverkefha í landbún- aði, styrki vegna listasýninga, til ferða- málasamtaka, starfsbreytinga í Bmssel, o.fl. o.fl., afls um 730 milljónir króna - að ógleymdum 1,5 milljarða króna kostnaði við húsnæði sendiráða í Þýska- landi og Japan. Stjómmálalegt innsæi hefði falist í „Það sem stjómvöld œttu að leggja sigfram við til að af- stýra frekari óáran af manna- völdum er að draga til báka stóran hluta þeirra áætlana sem fram koma í mörgum „gæluverkefnum“ rikisstjóm- arinnar sem meirihluti fjár- laganefndar hefur bætt við fjárlögin ogsamþykkt.“ því að skera alit þetta niður og veita t.d. 1,5 mfllarða í úrbætur fyrir aldraða og öryrkja sem em sannanlega ekki búnir að bíta úr nálinni vegna afleiðingar dýr- tíöar og efnahagslegrar niðursveiflu sem er í augsýn. Stærstu mistök núverandi stjóm- valda em þó niðurfærsla tekjuskatts á fyrirtæki i 18% án þess að svipuð íviln- un (samhljóða eða svipuð) lenti á borði hinna almennu launþega. Fáir efast um sanngimi þessa gjömings gagnvart ís- lenskum fyrirtækjum - svona almennt. En hversu mjög sem þetta var tímabært vegna fyrirtækjanna, hversu brýnt var þá ekki að sýna almenningi sömu til- hliðrun? Tekjuskattur einstaklinga er ekki afgerandi þáttur í ríkistekjum, að- eins um 63 miiljarðar af 232 miilj. heild- arskatttekjum. Því hefði átt að nota tækifærið og samræma tekjuskattsinn- heimtuna í einu stökki - jafnvel lítil 5% hefðu dugað til að sýna lit. Ég hef ekki trú á að íslenskir ráðherr- ar hafi uppi sérstakar fyrirætlanir um að ergja þjóðina að óþörfu en það er vit- að að aragrúi embættismanna útbýr, reiknar og staðfærir frumvörp og er ábyrgur í leiðbeinandi störfum ráðu- neyta, m.a. fyrir ráðherra. Það er góð regla sem víða er tíðkuð í siðmenntuð- um löndum að skipta um toppana innan helstu ríkisstofnana um leið og stjómar- skipti fara fram. - Hæfir embættismenn, oft sérfrasðingar, ættu ekki að þurfa að ganga lengi atvinnulausir - allavega ekki lengur en þau hundmð almennra launþega sem nú sjá fram á dapra daga vegna napurra vinda í niðursveiflunni sem nú er að ríða yfir íslenskt þjóðfélag. Mæðrastyrksnefnd fyrir mæður Jakob skrifar: Ég varð sleginn er ég las í Frétta- blaðinu á bls. 3 mánudaginn 3. des. sl. að Mæðrastyrksnefnd gefi allar matar- úttektir sem Bónus gaf Mæðrastyrks- nefnd fyrir stuttu - Mæðrastyrksnefnd sem ég veit ekki betur en að hafi verið stofnuð í upphafi til styrktar mæörum. Nú gefur Mæðrastyrksnefnd matarút- tektimar tfl Öryrkjabandalagshis og Hjálparstarfs kirkjunnar! Þetta er með ólíkindum. Ekki vO ég halla á Öryrkjabandalagið eða Hjálpar- starf kirkjunnar, sem að sjálfsögðu vinna gott og þarft verk, heldur það að þetta skuli vera gert - Öryrkjabanda- lagið og Hjálparstarf kirkjunnar em „Mœðrastyrksnefnd á að mínu mati að sinna þeim hópi sem hún augljóslega stendur fyrir en ekki að ráðstafa því fé sem henni er treyst fyrir með þessum hætti. “ með öflugar fjáröflunarleiðir sem ættu að duga fyrir þeirra eigin málaflokk- um. Ef ekki finnst mér að þau þurfi einfaldlega að efla sig frekar og sækja þá styrk tO þeirra sem vOja shina þeirra málefnum. Mæðrastyrksnefnd á að mínu mati að sinna þeim hópi sem hún augljós- lega stendur fyrir en ekki að ráðstafa því fé sem henni er treyst fyrir með þessum hætti. Verði framhald á því held ég að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki í landinu ættu að skoða sína afstöðu tO þessa málaflokks, setjast niður og reyna að finna betri leiðir tO að styðja við bakið á þeim hópi sem þeim finnst skipta máli í það og það skiptið. Sem einstaklingur segi ég að vOji annar slíkur styrkja mæður í þessu landi þá fái þær þann styrk sem ég eða annar gefur tO þeirra en ekki einhverj- ir aðrir, þó að neyðin þar sé vissulega mOcO. Vonandi sjá þessar góðu konur hjá Mæðrastyrksnefnd að sér. ^---------------------------------------------------------------------------------- Garri Hver ertu, rjúpa? Það eru skrýtnar og skondnar fréttir sem menn ræða sín i milli á aðventunni. Garri sá brot af umræðu um grænlensku rjúpuna á Alþingi en eins og kunnugt er hafa menn gengiö hart fram í aö skjóta þá íslensku og ekki nema örfá kvikindi eftir. Þetta er eins og með jólabækumar. Fyrsta prentun uppseld, önnur á leiðinni. Hins vegar er önnur prentun ekki frá íslenskri smiðju í þetta sinn heldur grænlenskri. Litaður svampur Garri skOur áhyggjur manna af íslenska rjúpnastofninum og að veiðimenn ætli að ganga af honum dauðum. Það var engu að síður kostulegt að hlusta á mannskapinn spá í það hvernig fólk gæti verið visst um að það væri að éta grænlenska rjúpu en ekki íslenska sem hefði verið hundelt í leyfisleysi og skotin ólöglega í afdalarassi. Innflutningur á grænlenskri rjúpu væri kærkomið tækifæri fyrir óuppdregna veiðimenn tO að skjóta meira en þeir mættu og selja síðan kvikindin tU kaupmanna sem aftur seldu hana sem grænlenska rjúpu. Garri hefur hingað tO ekki heyrt fólk hafa stórfeUdar áhyggjur af því hvaðan maturinn kemur sem er á borðum, hvorki um jól eða áramót. Eða allan ársins hring. Enda úðum við í okkur aUs kyns tUbúnum og hálftilbúnum réttum með kjöti og öðru dóti sem sagt er að sé skinka eða nautahakk en gæti áflt eins verið litaður svampur. Ekki er allt sem sýnist Garri las fyrir skömmu ævisögu litríks kokks og veitingahúsaeiganda frá Bristol á Englandi. Sá hafði í mörg ár haft nokkra fasta viðskiptavini sem voru vanafastir í meira lagi. Einn hrósaði alltaf matnum, sama hvað á gekk. Óaðfinnanleg matreiðsla var jafn góð hinni þar sem aUt var á versta veg. Þess vegna ákvað vertinn að gera tUraun. Tók nokkrar glasamottur frá brugghúsi bæjarins, lagði þær í kjötkraft og lét þær sjúga í sig safann. Þegar kom að kvöldverði voru glasamotturnar hitaðar upp í ofninum, lagðar á diskinn með hefðbundnu meðlæti; soðu grænmeti, kartöflum og sósu yfir öUu saman. Segir ekki af þessari tUraun fyrr en gesturinn kvaddi, jafn ánægður og í öU hin skiptin. Hvort glasasmottan var framleidd í Bristol eða á Spáni skipti engu máli. Þetta minnir Garra á harðvítugar deUur sem spruttu upp á gamalgrónu íslensku veitingahúsi fyrir mörgum árum þar sem gesturinn hafði pantað nautasteik en uppástóð að hann hefði verið að éta hrossakjöt. Ekki er aUt sem sýnist. Er jólaveinninn íslenskur? Ekki segja Finnar sem græða á tá og fingri á jólasveininum. Er úlpan í búðinni frá Danmörku? Nei, segir afgreiðslustúlkan. Hún er úr ToUvörugeymslunni. CyOurrl Hnignandi bæj- arfélag SkagamaSur skrifar: Þótt ég sé fluttur frá Akranesi fyrir nokkru hef ég enn taugar tU bæjarfé- lagsins. Fer þangað þó ekki eins oft og áður þegar maður tók Akraborgina og slappaði af um Frá Akranesi borð viö góðar veit- Sjálfskaparvítin ingar áhyggjulaus, verst. ásamt fjölda ann- ....... arra ferðamanna, innlendra sem er- lendra, sem versluðu í bænum áður en ferðinni var haldið áfram. Þetta er liðin tíð, því miður. Nú koma engir ferða- menn til Akraness, aka bara eða hjóla fram hjá. Akranesbær berst nú fyrir vonlausum rekstri Sementsverksmiðj- unnar, sem ekki á neinn rétt á sér leng- ur, þegar mun ódýrara sement má fá á markaðnum. Sjálfskaparvítið er dæmi- gert fyrir Akranes, sem hefði getað orö- ið vinsæU ferðamannabær hefði rétt verið haldið á málum. En svona er þró- unin víðar á landsbyggðinni, þar sem einkaframtakið skortir sárlega. Svissneskir frankar betri ðskar Sigurðsson skrifar: Menn eru enn þá að skrifa um ESB og „gæði“ þess fyrir okkur íslendinga. Sumir þessara skríbenta vUja þó fá evr- una heldur en ekkert frá þessari viða- mfldu stofnun Evrópuríkjanna. Ég held að evran væri ekki tU að styrkja okkur á neinn hátt. Hins vegar - ef við þær vonir rætast að endurvekja EFTA-sam- bandið þar sem Sviss er sterkasta ein- ingin ásamt Noregi og svo Liechtenstem og íslandi, þá væri svissneski frankinn að sjálfsögðu sá gjaldmiðUl sem henta myndi best og verða sterkt mótvægi gagnvart evru. Þetta eigum við Islend- ingar að horfa á tU framtíðar, ekki að skuldbmda okkur við ESB á nokkurn hátt. Fatatíska karla Hrafnhildur Jðnsdðttir skrifar: Karlamanna- fatatískan hefur verið í fiötrum aUtof lengi að mínu mati. Ég á sérstak- lega við jakkafót karlanna, jakkana sem eru hnepptir aUtof hátt upp, og þvf hræðUega ósmekklegir. Nú virðist þetta eitt- hvað að breytast í Evrópu, þaðan sem við íslendingar fáum tískuna. Jakkar hafa þó enn of margar tölur að framan á einhnepptum jökkum, ættu að vera aðeins tvær eins og á jakkafótum í Bandaríkjunum, en þar eru karlar líka miklu betur klæddir í sínum ein- hnepptu tveggja tölu jökkum. Nú er ver- ið að sýna hér ný jakkafót, t.d. úr riffl- uðu flaueli, en því miður enn með þess- um þremur hnöppum. Þetta hlýtur að breytast. - Og að öðru; hvers vegna eru „hermannabuxur" svona mikið auglýst- ar hér? Og við sem ekkert viljum vita af her og hermennsku! Laxness-dekriö ðmar hringdi: Fólk fer nú að verða leitt á þessu mikla dekri sem tröliríður í fiölmiðlum, sérstaklega i Mbl., um rithöfundinn Halldór Laxness, eins og hann var þó góður höfundur. En þessi sleikjuskapur og endalausar ritsmíðar um skáldverk hans og nýjar útgáfur um persónu hans og persónuleg kynni af honum eru ein- ungis til að að fæla fólk frá þessu mikla skáldi. Það er nú heldur ekki svo fiar- lægt okkur í tfma og rúmi, rétt nýlátið. wrFwmmnmt Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Nýju fötin karlanna Smart, en meö þremur hnöppum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.