Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Side 13
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 DV 13 Neytendur Oskabókin? Ekki er víst aö allir fái þá bók sem þeir óskuöu sér í jóiagjöf og mikiö er um skil á bókum eftir jólin. Reglur þar um eru hins vegar ólíkar frá einum söluaö- ila til annars og því ráölegt aö kynna sér þær þegar bók er keypt. Misjafnar reglur um skipti á bókum: Kynnið ykkur reglurnar „Þó að bækur séu gefnar í jólagjafir geta verslanir engu að slður krafist kvittunar þegar bókum er skilað. En hún er varla inni í jólapakkanum. Gjaman koma upp vandamál eftir jól, tengd skilum á bókum. Stórmarkaðir setja gjaman sem skilyrði að tekin sé bók fyrir bók. En til að forðast vandræði ráðleggjum við fólki að fá fullnægjandi upplýsingar um skilarétt um leið og það kaupir bækur. Skilaréttur á ógölluðum vörum er ekki bundinn í lögum og verslanir em með breytilegar reglur um skilarétt þó reynt hafi verið að koma á samræmdum reglum þar um. Því er skynsamlegast að kynna sér skilarétt- inn um leið og keypt er,“ sagði Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, í samtali við DV. Mikill hasar er nú í bóksölunni enda jólin á næsta leiti. Tilboðum rignir yfir neytendur og geta þeir sem fylgjast vel með auglýsingum gert reyfarakaup á jólabókunum. DV sagði frá því á fimmtudag að stórmarkaðir seldu bæk- ur undir kostnaðarverði í grimmri sam- keppni þetta árið. I framhaldi af þvi kom eðlilega fram sú spuming hvort fólk gæti keypt jólahækur á tombóluprís og skipt þeim síðar fýrir aðrar dýrari og þannig fengið óskabókina með auka- afslætti. Bóksalar sem DV ræddi við sögðu að ef fólk væri að skipta bókum fyrir jólin væri beðið um kassakvittanir eins og við skil á öðrum vörum. Eftir jól er hins vegar þegjandi samkomulag um að bók- um sé skipt og oft tilgreindur ákveðínn frestur til þess. Gjafabókum fylgir hins vegar enginn verðmiði eða kvittun. Söluaðilar eru þó í fúllum rétti að biðja um kassakvittanir eða sönnun þess að bókin hafi verið keypt hjá þeim, sjái þeir ástæðu tii þess. Best er því að kynna sér skilarétt þar sem bókin er keypt. Heitasta búdin í bænum ! 100% mesta vöruúrval dferm. Alltfrá magadansbúningum til ektapelsa. Oðruvt'si Ijós, styttur, myndir, rúmteppi, dúkar, púðar, ekta mokkaskinnsjakkar. urvt >avoru. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545. Einnig opið um helgar. Smáauglýsingar allt fyrir heimiliö 550 5000 Þrír gullsmiöir sem reka saman vinnustofu og verslun aö Laugavegi 37 þar sem þeir hanna og smíða einstaka hluti. Hlutir frá okkur fást einnig á Listasafni íslands HLUTAGERÐARFELAGIÐ LAUGAVEGI 37 sími 511 6262

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.