Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002 15 DV Menning í r !¦ i I Mennirnir skapa sjálfir sögu sína Nafhlausir vegir er hluti af sagnabálki Einars Más Guðmundssonar um fjölskyldu sagnamanns- ins Rafns Ólafssonar. Allt sem áður hefur verið sagt um stílsniUd, ljóðrænan sagnaskáldskap og samfléttun þjóðarsögu og sögu einstaklinganna á jafht við um hana og aðrar bækur bálksins. Það verður því ekki endurtekið hér. Á hinn bóginn er kannski kominn tími til að velta fyrir sér sagna- bálknum í heild, nú þegar aðeins eitt bindi mun vera eftir. Nafnlausir vegir kemur að sumu leyti eins og uppfylling væntinga sem maður gerði sér eftir lok fyrsta bindis. í lokakafla Fótspora á himnum voru fóðurbræður Rafns fullvaxnir og albúnir þess að leggja undir sig ef ekki heiminn, þá að minnsta kosti Reykjavík. Draumar á jörðu kom svo eins og ljóðrænn millikafli þar sem Sæunn systir þeirra er í aðalhlutverki. Sú bók er einn magnaðasti hluti bálksins með næmri ljóðrænni taug sem lyftir textanum öllum og gefur honum þrótt. Bókmenntir Nafnlausir vegir gefa Draumum á jörðu lítið eftir. Minni áhersla á ljóðrænu er bætt upp með dýpri og sterkari persónusköpun. Eftir því sem líður á bálkinn verður líka ljósara hversu mjóg Einar Már sækir í munnlega sagnahefð. Sögur birtast aftur með tilbrigðum og hverri persónu fylgja nokkrar stuttar frásagnir eða tilsvör sem einkenna hana. Hér standa tveir bræðranna í forgrunni. Okur- karlinn og náttúrulækningagúrúinn ívar og Spánarfarinn Ragnar sem „naut ekki sannmælis meðan hann lifði en þegar hann dó uxu á hann vængir" (9). Báðir eru þeir markaðir af aðstæð- um sínum í æsku en útkoman er gerólík. Ragnar bregst við hörku og illri meðferð í æsku með því að ganga í flokk kommúnista, hvar sem hann kemur er hann tilbúinn til að taka til varna fyr- ir verkamenn eða þá sem minna mega sín. Bar- áttan er honum mikilvægari en atvinnuöryggi eða persónuleg velgengni - jafnvel eigin ham- ingja og ástin verður að bíða þegar það brýna verkefni liggur fyrir að frelsa Spán úr höndum fasista. Við nlið hans stendur lengi vel fyrri kona hans, Helga. Hún brennur fyrir sama málstað og Ragnar en hún er jarðbundnari og laus við nokkurn vott af foringjadýrkun eða trúarhita. En DV-MYND HARI Elnar Már Guðmundsson Eftir því sem líöur á bálkinn veröur Ijósara hversu mjög Einar Már sækir í munnlega sagnahefb. jafnvel hún tekur baráttuna fram yfir eigin ham- ingju og fjölskylduna. Ivar, bróðir Ragnars, fer aðra leið en bræður hans. Hann finnur ekki undankomuleið frá fá- tæktinni í kommúnisma eða samtakamætti al- þýðunnar heldur í aurasöfnun. Þegar hann hefur komið undir sig fótunum með eyrarvinnu gerist hann okurlánari og verður smám saman forríkur af þeim viðskiptum. ívar verður bæði sérvitur og sérgóður, jafnvel grimmur í garð sinna nánustu. Hann er flókin persóna en þrátt fyrir allt ákaf- lega skiljanleg. Sérgæska hans er viðbragð við ömurlegri æsku rétt eins og kommúnismi Ragn- Skáldsögur Einars Más eru sögulegar skáldsög- ur í bestu og dýpstu merkingu þeirra orða. Þær birta okkur fólk sem er hvort tveggja í senn við- fong sögunnar og þátttakendur í henni. Einkunn- arorð sögunnar koma frá Karli Marx og eru á þá leið að „Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni". Þessi orð eru vitanlega í fullu gildi og skáldsögur Einars Más eru glæsileg útfærsla þeirra. skáldleg saga tuttug- ustu aldarinnar rituð af yflrsýn, skilningi og frá- bærri stílgáfu. Jón Yngvi Jóhannsson Einar Már Guðmundsson: Nafnlausir vegir. Mál og menn- ing 2002. Tónlist Laxnesslögin léttu í bók Páls Ásgeirs Ásgeirsson- ar um karlakórinn Fóstbræður kemur fram að oft skapist tog- streita á milli kórs og kórstjóra. Ástæðan er tilhneiging kórsins til að líta á kórstjórann sem starfs- mann sinn, er bara eigi að hjálpa kórnum að syngja gömlu góðu lögin, en kórstjórinn lítur hins vegar á kórinn sem sitt persónu- lega hljóðfæri er lúta skuli vilja hans í einu og óllu. Sumir kór- srjórar ganga svo langt að semja lög sem þeir heimta að kórinn flytji og það fellur skiljanlega ekkert alltof vel i kramið hjá mörgum kórfélögum, enda þessi lög misjöfn eins og gengur. Þetta á auðvitað ekki bara við um Fóstbræður á árum áður, og því er vert að fjalla um geisla- disk með Álafosskórnum sem barst nýverið í hendur mínar. Af fjórtán lögum á diskinum eru hvorki meira né minna en þrett- án eftir stjórnanda kórsins, Helga R. Einarsson, og hlýtur það að túlkast sem ótrúlegar vin- sældir kórstjórans! Lögin eru samin við ljóð eftir Halldór Lax- ness og eru áheyrileg, enda snyrtilega gerð. Þau teljast þó seint vera merkilegar tónsmíðar, úrvinnsla meg- inhugmynda tónskáldsins er t.d. lítil sem engin. Flestar laglínurnar eru samt þægilega grípandi, þær eru vel útsettar og öll lögin eru ágætlega sungin. Eina sem má flnna að er upplestur Sveins Kjart- anssonar á stöku stað við lágstemmt humm kórsins, það er tilgerðarlegt og væmið. Pianóleikur Hrannar Helgadóttur er aftur á móti prýðilegur og sama má segja um ómþýðan flautuleik Kristjönu Helgadóttur. Heildarhljómurinn er i úthugsuðu jafnvægi í vand- aðri upptöku Sigurðar Rúnars Jónssonar en geisla- diskurinn var tekinn upp í Fella- og Hólakirkju. Það er þvi óhætt að mæla með þessum geisladiski fyrir þá sem hafa gaman af að hlusta á glaðan kór syngja létt og fjörug lög. Jónas Sen Bókmenntir Sögur sem bjarga Þorvaldur Þorsteinsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur i bókum sin- um um Blíðfinn. Fyrsta bókin, sem nú fer sigurför um heim- inn, fjallar í kjarna sínum um ástvinamissi; önnur bókin lýs- ir alvarlegu þunglyndi og sárs- aukafullri vinnu einstaklings við að koma sér upp úr því. Þriðja bókin, Bliðfinnur og svörtu teningarnir, tekur á heiftrækni og hefnigirni þegar allt sem einstaklingi er kært hefur verið eyðilagt. Að lestri loknum er ljóst að þetta er ekki sagan öll, en hún hefur bæði upphaf og endi og við- burðafjóld þar í millum þannig að af nógu er að taka. í upphafi sögu er Blíðfinnur að dunda við morgunverkin og búa sig undir gestakomu, því einmitt þennan dag er von á farfuglunum heim í skóginn hans. En þyturinn utan við gluggann reynist ekki vera vængjasláttur heldur voðalegur skógareldur sem engu eirir uns allt er brunnið: skógurinn, hús Blíðfinns og jafnvel fógru og fín- legu vængirnir á baki hans. Það er eingöngu fyr- ir snarræði dyrgils nokkurs sem Blíðfinnur bjargast sjáifur. Það eru Hinirnir ógurlegu úr Er- landi handan Attlandshafs undir stjórn Otta hins ógurlega sem eru ábyrgir fyrir voðaverkunum, og þegar Blíðflnnur sér eyðilegg- inguna vinnur hann eið: „Ég skal hefha skógarins! Ég skal j ... já, ég skal.... drepa þig... og ykkur alla! Ég skal drepa ykk- ' ur aUa!" (26) Þrútinn af reiði og hefhdar- þorsta leggur Blíðfinnur á stað, og nú í norðvestur í átt til sjávar; fyrst til bæjarins Margarðs handan skógarins brunna og þaðan á sjóræn skondnar stærri persónur, til dæm- is dyrgillinn, sem er af dvergaætt eins og nafnið bendir til og hef- ur þann kæk að leita í öllum vösum þegar hann er í vafa, og Svartur sjóræningi sem er dæmigerð margræð persóna að hætti Þorvalds. Þá eru smá- myndir Guðións Ketilssonar augnayndi. En þrátt fyrir góða skemmtun í og með er sagan i kjarna sínum sár og döpur, og ættu hinir eldri að lesa hana með börnum og ræða við þau um siðrænan ingjaskipi á haf út með stefnu á Erland. Áhrif hinna skelfilegu at- burða á Blíðfinn eru táknuð með því að meðal nýrra kunningja heitir hann ekki lengur Blíðfinnur heldur Blý- flnnur og allir halda hann hörkunagla. En hér fer sem jafnan að reiði og hatur loka kærleikann úti og draga smám saman máttinn úr þeim sem elur á þeim í brjósti sinu. Stíllinn er hugmyndaríkur og textinn barma- fullur af smáatriðum og skirskotunum sem dilla lesanda. Þar er aragrúi aukapersóna og ýmsar Hér er mynd Guðjóns Ketils- sonar af Hafgúunni, skipi Svarts sjóræningja. boðskap hennar. Það gerir hana líka erfiða að hún stendur ekki al- veg nógu vel stök. Þó er dagljóst hvað verður til bjargar þegar allt er komið í eindaga: Skáldskapurinn. Sögurnar sem við segjum hvert öðru til að endurskapa það sem liðið er og móta veruleikann. Silja Aðalsteinsdóttir Þorvaldur Þorsteinsson: Blíðfinnur og svörtu teningarnir - Ferðin til Targíu. Teikningar: Guðjón Ketilsson. Bjartur 2002. Góðir fulltrúar Eitt obbolítið beiskt skáld sem ekki var tilnefnt til íslensku bók- menntaverðlaunanna á fimmtudag- inn var varpaði fram eftirfarandi nýtísku stöku í heyranda hljóði á kaffihúsi daginn eftir: Fulltrúi gamalla skálda Fulltrúi blíöra ungra skálda Fulltrúi reiöra ungra skálda Fulltrúi miöaldra heimspekilegra skálda Fulltrúi allra skálda Geta nú lesendur spreytt sig á að tengja hendingarnar við hausana á myndinni en taka verður fram að tveir á myndinni eru fulltrúar til- nefndra höfunda: Guðmundur Andri tók við heiðrinum fyrir föður sinn, Thor Vilhjálmsson, og kona Andra Snæs, Margrét Sjöfn Torp, kom í stað manns sins sem var að lesa upp fyrir Hornfirðinga. Eini höfundurinn sem ekki hefur verið tilnefndur til þessara verö- launa áður er Mikael Torfason og ber sérstaklega að fagna honum á listanum. Tveir hinna tilnefndu hafa fengið verðlaunin áður, Thor hlaut þau 1998 og Andri Snær 1999. Ein barnabók Er þetta þá fyrst og fremst „ör- ugg" tilnefning? Kannski. Að minnsta kosti er erfitt að ákveða hverjum ætti að sleppa þó freistandi væri að nefna nöfn sem maður hefði viljað sjá á listanum. Sérstakt fagnaðarefni var að ævi- saga Halldórs Laxness fyrir unga lesendur eftir Auði Jónsdóttur skyldi vera tilnefnd i flokki fræði- rita og bóka almenns efnis. Þar skaut sú nefnd hinni ref fyrir rass og kom skemmtilega á óvart. Klœjar undan lús Talandi um barnabækur þá eru barnabóka- höfundar og aðr- ir áhugamenn um bókmennta- greinina hissa á geðvonskulegri umsögn Friðriku Benónýsdóttur um Lúsastríðið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur í síðasta bókablaði Morgunblaðsins. En eitt er óánægja Friðriku með bókina sem hún hefur að sjálfsögðu fullan rétt á, annað er yfirlætisleg höfnun hennar á islensku barnaefni yfir- leitt sem hún segir að sé „einfalt, einfeldningslegt og i stíl fimmaura- brandara." Þetta eigi við um barna- efni í sjónvarpi og alltof oft um ís- lenskar bamabækur: „Innihalds- lausar sögur sem hróflað er upp án metnaðar að því er virðist til þess eins að einhverjar islenskar barna- bækur séu nú í boði þessi jólin." Á þessu séu sem betur fer undantekn- ingar en þetta er að hennar mati reglan. Þetta bræðiskast hefði Friðrika vel getað tekið fyrir um það bil þrjá- tíu árum en núna á það svo illa við að það er í sannleika sagt hrein öf- ugmæli. Framboð af barnabókum í stórum bókabúðum í Englandi eða Danmörku (þar sem umsjónarmað- ur þekkir nokkuð til) er ákaflega brogað og geysilega mikið af því einnota hasar eða fjölfaldað fjölþjóð- legt staðlað bull. En það heyrir til undantekninga að maður sjái slíkt meðal íslenskra barnabóka. Svona alhæfingar eru raunar oft einkenni á skrifum þeirra sem vilja sýnast vita meira en þeir gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.