Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 18
42 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 4 Ferðir I>V Lágfargjöld hjá Delta Hér koma góðar fréttir fyrir þá sem vilja eyða sólinni í Flórída án þess að vera bundin Flugleiðum alla leiðina. Þriðja stærsta flugfélag Bandaríkjanna, Delta Airlines, er með áætlun um að fara á lágQuggjaldamarkaðinn strax á næsta ári. Og þar er sérstaklega nefnt flug til Flórída. Setja þeir stefhuna á að keppa við flugfelóg á borð við Jet Blue Airways, Southwest Airlines og Air- Train Airways. Ætla þeir að bjóða flug frá New York og Boston fyrir um það bil 7000 krðnur hvora leið. I dag er ódýrasta gjaldið hjá Delta á þessum leiðum rúmar 15 þúsund krónur. Hefur Tah'rtí gleymt Gauguin? Það hvílir mikil rómantlk yflr dvöl franska málarans Pauls Gauguins á Tahití á nítjándu öld. Þar málaði hann frægustu verk sln, oftast af fallegum stúlkum. Þessi rómantík í málverkum hans og sögur af honum hafa gert það að verkum að margir leggja leið sína til Tahítí. Það er nú samt svo að þar er nánast ekkert frá málaranum Gauguin og eru ferðamenn undrandi á því að ekki skuli vera eins og eitt safn þar sem þessi frægasti mennmgarfulltrúi eyj- unnar er kynntur. Þegar að er gáð eru það götusalar sem halda merki hans uppi. Hægt er fá Gauguin-gleraugu, Gaugum-franskar og Gauguin-baunir, svo eitthvað sé nefnt. Vandfundið er eitthvað sem minnir á listamanninn sjálfan. Hraoskreioasta lestin Kínverskir og þýskir verkfræðmgar vinna nú hörðum höndum við að leggja síðustu hönd á hraðskreiðustu lest heimsins. Veður hún staðsett í Sjanghæ og verður farið að prufukeyra hana strax á nýju ári. Lestin á að geta náð rúmlega 400 kílómetra hraða á klukku- stund og kostar um 1 milljarð dollara og á að vera á leiðinni frá flugvelli borgar- innar að viðskiptahverfinu sem nefnist Pudong. Gagnrýnendur segja að lest þessi geti aldrei borgað sig. Fjórtán ára í fyrsta skipti í London: Minnismiðinn gleymdist heima Hvað gerir fjórtán ára ferða- langur í London? Hvar verslar hann og hvað fer hann að skoða? Anna Beta Gísladóttir segir hér frá sinni fyrstu Lundúnaferð sem hún fór nú á haustdögum með vin- konu sinni, Elínu Ásgeirsdóttur. Úbbs „Þetta var frábær ferð og undir- búningurinn byrjaði á Súfistanum í Máli og menningu," byrjar Anna Beta sposk á svip og heldur áfram. „Elín valdi bækur um London meðan ég beið eftir að borð losn- aði og þegar við höfðum keypt okkur hressingu fórum við að skipuleggja ferðina. Lásum bæk- linga og kort og skrifuðum á miða allt sem við ætluðum að skoða og 1 hvaða röð. - En svo gleymdum við miðanum heima og gerðum eitthvað allt annað! Ég vissi ekki sérlega mikið um London áður en ég fór en þó var Madame Tussaud-safnið eitthvað sem ég hafði heyrt um og var ákveðin í að sjá. Heyrðu, ég var löngu komin heim þegar ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt að fara þangað! En þá veit ég hvað ég á að skoða næst. Ég hafði viku í London núna en Elín tvær og við bjuggum hjá íslenskum vinum El- ínar sem eru kunnugir í borginni. Þeir gáfu okkur góð ráð." Enduöu oftast í búöum - Hvað gerðuð þið svo? (Hlæjandi) „Við gerðum til dæmis áætlanir fyrir hvern dag. Ætluðum að vakna snemma og vera óhemju menningarlegar - en enduðum oftast í búðum!" (Alvar- legri aftur) „Samt náðum við að fara á tvö stór söfn. Natural Hi- story Museum er þvílíkt flott safn en við komumst auðvitað ekki yf- ir það allt. Síðan fórum við á Sci- ence Museum og það var líka al- veg geðveikt. Eiginlega þyrfti maður viku þar. Við völdum nokkra sali, meðal annars flug- r ~" Ferðavef ur vikunnar -C www.timeout.com :h «'**!, ¦>* rtjcjlít, M* *' im k n« MM| wv> i* t9*t.fl MMMMdi M ?* t*tf mUwwc, tW* »M bjí-i ¦M i» MMtfni »1»* e* t» fcw * i*fn LnfhMn Guidt NMwmiiiiMMM«tr MMtk nmw>im»wwi MM»)Hi^»<t*!*«Ut IMXMUi»l»MtM Tt.» Chíí *~<r I FtW^UM-jjMmitlJmt ÖDQÖ a*M«!|(hHtf«WM(n)Nt w OQOO IHMHI MiniMrtt iMfem [0CX0«ft>ttJ*j loKi !tU Ferðavefur vikunnar að þessu sinni er www.timeout.com sem allir þeir sem hyggja á borgarfrí í Evrópu ættu að kikja á. Margir kannast við Time Out blöðin sem gefin eru út í flestum stðrborgum Evr- ópu, en þau innihalda upp- lýsingar um allt það sem er að gerast í menningar- og listalífi viðkomandi borgar. Á þessum vef er hægt að velja borg og fá upplýsingar um allt er viðkemur skemmtun þá vikuna, auk upplýsinga um veitingastaði o.fl. Auðvitað er best að kaupa bara Time Out blaðið þegar maður kemur út en þessi vefur er samt góð upp- hitun sé maður á leið í borg- arfrí og vilji vita hvað er að gerast skemmtilegt í við- komandi borg. Kemur manni pottþétt í stuð og ýtir undir eftirvæntingu vegna fyrirhugaðs ferðalags. DV-MYND SIG. JOKULL A kaffihúsi „Ég heföi eins getaö kennt hesti að hoppa og syngja Gamla Nóa um leið eins og ao kenna breskum krókkum að segja R," segir Anna Beta. vélasal, þar sem við sáum til dæmis þverskurð af flugvél. Skoð- uðum líka sögu læknisfræðinnar sem er auðvitað stórmerkileg. Ein deild í safninu var framtíðardeild. Þar gat maður farið í leiki þar sem ýmsar tækninýjungar voru kynntar, róbótar og geislar og fleira. Svo var greitt atkvæði með eða móti þeirri tækni. Þannig fást fram skoðanir fjölda fólks yfir daginn." - Kom þér eitthvað á óvart í London? „Já, hvað allt var risastórt. Samt hef ég áður komið til Kaup- mannahafnar og Barcelona. Oft hélt maður að maður væri að ganga inn í einhverja venjulega búð, sem gæti bara verið við Laugaveginn en þá brást það ekki að annaðhvort var kjallari undir sem ekki sást endanna á milli í eða efri hæð sem breiddi úr sér eins og Kringlan. Annars fannst mér sniðugast að fara í Augað. Það er gríðarstórt parísarhjól rétt hjá klukkunni frægu, Big Ben. Maður situr í kúlu og fer rólegan hring og skoð- ar borgina. Skyggni var líka gott þann dag en það skiptust á skin og skúrir í ferðinni eins og gengur. Við fórum til dæmis í Hyde Park sem er alger paradis en þar rigndi á okkur. Samt var gaman að skoða garðinn með Elínu því hún er svo mikill náttúruvísindamaður. Svo er auðvitað frábært að sitja á úti- veitingahúsum við torg og götur í svona stórborg og fylgjast með mannlífinu." Hitti skáta - Fóruð þið í leikhús eða bíó? „Við fórum á flotta mynd 1 bíó sem er komin hingað núna. Importance of being Earnest heit- ir hún. Sagan mín um hvað allt er stórt í London passar reyndar ekki við bíósalinn því hann er með þeim minnstu sem ég hef far- ið í! Þegar við komum út af bíóinu var næturlífið að byrja og strákar farnir að dreifa miðum sem giltu inn á einhvern skemmtistað." - Þið hafið náttúrlega ekkert skipt ykkur af þeim. „Nei, nei. Ég fór hins vegar í. heimsókn til bresks stráks sem ég kynntist á landsmóti skáta á Ak- DV-MYND GVA Augaö Úr parísarhjólinu ergott útsýni yfir borgina. Það er yfir ánni Thames og í baksýn eru Big Ben og breska þinghúsið. ureyri í sumar og hef verið í tölvupóstsambandi við síðan. Hann býr 1 bæ utan við borgina og pabbi hans kom og sótti mig. Ég hitti þarna fleiri skáta sem voru á mótinu og lenti á lokaæfingu á leikriti sem þeir höfðu búið til um ferðina. Helgina á eftir átti að sýna það og borða harðfisk og kynna ísland. Krakkarnir reyndu að syngja á Islensku „AOir skátar syngja saman í dag" og báðu mig að hjálpa sér með framburðinn. En það var ekki hægt. Ég hefði eins getað kennt hesti að hoppa og syngja Gamla Nóa um leið eins og að kenna þeim að segja R! Það var heilmikil veisla um kvöldið heima hjá vini mínum. Mamma hans hafði eldað alls kon- ar breska rétti og ég varð að smakka á öllu og á eftir var sest inn í stofu og spjallað." eftir!" Eitt pund eftir - Eyddir þú miklu í ferðinni? „Hér á landi eru barnagjöld yfirleitt miðuð við 12 eða 14 ára en í Bretlandi við 16 eða 17 og það sparaði mér talsvert þegar ég var að borga í lestir, strætó og inn á söfn. Við fórum á Oxford Street og ég mátaði fullt af fötum en langaði ekki í neitt. Daginn eftir fundum við stórmarkaðinn Primark þar sem fengust bæði flott föt og ódýr. Ég verslaði slatta enda er Rauði krossinn búinn að fá mestallt úr mínum fataskáp, þar sem ég var vaxin upp úr því. Diesel-gallabux- ur voru samt dýrari þarna úti en hér. Við fórum aðeins inn i Harrod's, bara til að skoða og þegar ég sagði breska strákn- um sem ég heimsótti frá því sagði hann: „og ég sem er búinn að búa hér allt mitt líf en hef aldrei farið í Harrod's!" Við sáum eina búð sem hét Iceland. Vá, hugsuðum við og héldum að hún væri til heiðurs ís- landi en þá voru þar bara frosin matvæli sem tengdust íslandi ekki baun." - Komstu ein heim? „Já, já, það var ekkert mál - bara spurning um að vera læs. El- ín fylgdi mér eins langt og hún mátti og svo fór ég eftir númerum á skiltum til að finna rétta hliðið. Rúllubrettin á góngunum flýttu fyrir mér og svo var þægilegt að heyra flugfreyjuna bjóða mann velkominn um borð í Flugleiðavél- ina. Þar gat maður látið fara vel um sig, horft á sjónvarp og hlust- að á góða tónlist." - Verslaðir þú í Frihöfninni? „Hm. Ekki úti. Ég átti eitt pund -Gun. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.