Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Síða 24
48 J Aðeins vara frá viðurkendustu framleiðendum Tellefsdal - Trygg - OFA Gunnebo - Weed ELLUR. Gflm Smiðjuvegur 8 - Kóp Simi: 577 6400 Glæsikerra BMW 318i Touring Nýskr.06.2000, 1900cc vél, 5 dyra, silfurgrár, Sjálfskiptur, ekinn 41.þ, ->2.6001 575 1230 Opið mán-fös 09-18 og lau 10-16 Grjóthálsi 1 bilaland.is ________________________________________________MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Tilvera I>V Hljómplötur Páll Rósinkranz - Nobody Knows ★★* Agaöur flutningur Útgáfufyrirtækið 1001 nótt er greinilega óhrætt við að leggja áherslu á „ábreiður" ef svo má kalla „cover“ músík. Þessi nýi geisladiskur frá Páli Rósinkranz er, líkt og áður hjá honum, með ýmsum þekktum lögum úr sögu rokksins. Hann hefst á lagi Bobs Dylans, All Along the Watchtower. Þar fer flnn texti við lítt eftirminnilegt lag nema horft sé til flutnings Jimi Hendrix frá árum áður en sú tæra snilld er náttúrlega einstök. Hér tekst ekki að glæða þetta lag lífi svo neinu nemi. Það minnir á Commitments og samanburðurinn við Hendrix er einstaklega óhagstæður. Því miður á þetta við um fleiri lög á diskinum. Útsetningar eru nota- legar og flutningurinn góður en lítið um neistaflug eins og maður ímyndar sér að gæti gerst þegar margt hæfileikafólk er saman komið. Vissulega eru mörg lögin ágæt- ar lagasmíðar sem njóta sin vel í smekkvísum og öguðum flutningi Páls og hljómsveitarinnar enda ekki spurning að hér er að verki einhver besti söngvari landsins í þessum geira. Má nefna You Are So Beautiful þar sem Páll sýnir sínar bestu hliðar og til viðbótar Still Crazy after All These Years, You’ve Got a Friend og síðustu þrjú lögin; Glass Onion, People Get Ready og The First Time Ever I See Your Face. Önnur lög eru svona og svona, hafa lifað þokka- legu lifi af ýmsum ástæðum, kannski vegna sérstöðu uppruna- legu flytjendanna og höfundanna sjálfra, en hafa ekkert sérstakt við sig þegar allt kemur til alls. Marg- ir hafa t.d. glímt við hið leiði- gjarna lag Nights in White Satin og hér mistekst enn og aftur að gera það spennandi. Dock of the Bay og Jealous Guy hljóma líka eins og gamlar fréttir. Hér er sem sé glaðningur handa þeim sem vilja hlýða á góðan söng en vilja fátt nýtt og hafa þær kröf- ur helstar að músíkin hijómi kunnuglega. Þetta lýsir nokkru metnaðarleysi af hálfu aðstand- enda útgáfunnar en auðvitað er allt „æðislega pró“ eins og áður er minnst á og að nokkru leyti skilj- aniegt að söngvarar og hljóðfæra- leikarar vilji stundum máta sig við það sem áður hefur verið gert. Bjami Arason gerir það líka i ár en ræðst í ívið meira krefjandi verkefni sem dægurlagasöngvari auk þess að koma með frumsamið efni. Páll er þó vissulega jafn góð- ur ef ekki betri túlkandi þegar honum tekst best upp og hrífur hlustendur oft með sér, að því er virðist, fyrirhafnarlaust. Óskar Einarsson stjómar upp- tökum og leikur á píanó af al- kunnri leikni og honum til aðstoð- ar eru meðal annarra Jóhann Ás- mundsson, Gunnlaugur Briem og Guðmundur Pétursson. Tvær og háif stjama er gefm fyrir atvinnu- mennskuna sem einkennir þessa vöru. Auk þakklátra aðdáenda Páls munu stórmarkaðir og lyftur hugsanlega geta notið þessa inn- leggs í íslenska rokksögu. Ingvi Þór Kormáksson Hera - Not Your Type ★★< s A framtiðina Árið sem senn er á enda er ár fjallsins og DV-jólasveinninn því forvitinn um heiti fjalla vítt og breitt um landið. Hann er ekki alveg viss hvað fjöllin heita þannig að hann ætlar að biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda ykkur þrautina gefum við þrjá svarmöguleika. Ef þið vitið svarið krossið þið við nafnið á hlutnum, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öllum tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautirnar hafa birst. jólagetraun Hvað heitir fjallib semjólasveinninn er að skoða? 1 •j. i. mutii Fyrsti vinningur er fullkomið heimabíó frá Sjónvarpsmiðstöðinni. MW82150, 32 tommu Super Flat breiðtjaldssjónvarp frá Grundig, með 100Hz myndtækni, comb filter, dynamic focus, Space velocity modulation, CTI litakerfi, Perfect clear og picture sharpness adjustment, Rykfrír Clear color screen, 2x40w Nicam stereo Hljóðkerfi, valmyndakerfi, Textavarp með 512 síðna minni, 3xscart tengi og rca tengi, fjarstýring. Skápur fylgir. THA30 JVC heimabíókerfi Dolby Digital og DTS með DVD spilara sem spilar CD-R/RW, SVCD og MP3, RDS útvarpi, geislaspilara og 5 hátölurum 5x25 wött auk 110 watta bassaboxi. Samtals að verðmæti: 249.970 krónur. ^ jólagetraun > Ee □ Fljalaolb □ Bolafjall □ Blloaafjl Nafn:__________________________________________ Heimilisfang:______________________ Staður: Sími:. Sendisttil: DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík Merkt: Jólagetraun DV fyrir sér Svo virðist sem söngkonan unga, Hera, hafi náð að heiila landann enda fengið gott tækifæri til þess á tónleikaferðalagi með Bubba Morthens. Það eru nú kannski ekki allir svo heppnir. Hera á það þó vissulega skilið að eftir henni sé tekið. Rödd hennar ber að vísu það með sér að eigand- inn er ungur að árum en hún er þó nægilega þroskuð til að hlustand- inn taki mark á því sem hún syng- ur um, öfugt við barnastjörnur að syngja texta ætlaða fullorðnum en það er líklega eitthvert leiðinleg- asta fyrirbæri í músik sem um get- ur. Textar Heru eru lika alls engin krakkakvæði og er Suits Me gott dæmi um það. Þeir bera vott um talsverða skáldlega hæflleika í besta falli, orðin leika henni á tungu. Umflöllunarefnið er stund- um ekki merkilegt, ungæðislegt ef svo má segja, en nær örugglega vel til stúlkna og ungra kvenna frem- ur en karla á miðjum aldri, skyldi maður ætla. Suffer from You er þannig texti, skáldagyðjan flar- stödd og lagið ekkert sérstakt held- ur. Sem lagasmiður á Hera lengra í land en sem textasmiður ef marka má lögin sem hér eru. Ekkert er þó beinlínis aðfinnsluvert nema nokkur þeirra hljóma eins og hundruð annarra af ætt rokktón- listar. Nokkrum hljómum er raðað saman á fyrirsjáanlegan hátt og ekkert í laglínunni grípur athygl- Jennifer lét rcikarann fjúka Latínubomban Jennifer Lopez gerði sér lítið fyrir um daginn og rak hárgreiðslumeistarann sinn. Ekki var það þó fyrir hörmulega greiðsluna á makka hennar fyrir óskarsverðlaunahátíðina í vor er leið, þótt það eitt og sér hefði verið ærið tilefni brottrekstrar. Nei, það sem fór svona fyrir bijóstið á leik- og söngkonunni var að rakarinn var með stjömustæla í tengslum við blaðamannafund þar sem nýjasta mynd Jennifer var kynnt. Gæinn vildi fá að fara i lim- ina. Á þeim nótum eru Forbidden Fruit, Sleepyhead, Precious Girl og áður nefnt Suffer from You og helst textamir sem ná að bera þau uppi. í Naugths and Crosses, Makebelieve, I Wanna Run og Itchy Palms sýnir Hera hins vegar sterk höfundareinkenni og kemur hlustandanum það rækilega á óvart að nokkuð ljóst þykir að hún á framtíðina fyrir sér eins og það er gjaman orðað. Þetta er enn ein platan í ár þar sem sá ágæti gítarleikari Guð- mundur Pétursson er í stóru hlut- verki. Að þessu sinni er hann einnig upptökustjóri. Hann og Jak- ob Magnússon bassaleikari skila sinu með sóma. Amar G. Ómars- son trommar og einnig koma við sögu Eyþór Gunnarsson, Jóhann Hjörleifsson, Brent Dawson á pí- anó, Helen Webby á hörpu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Ingvi Þór Kormáksson mósínu á hótel stjömunnar og það var komiö sem fyllti mælinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.