Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 28
52 MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Tilvera DV Útgáfutónleikar XXX Rottweiler: Innrás á Kaffi Austurstræti Hljómsveitin XXX Rottweiler hélt útgáfupartí vegna nýju geisla- plötu sinnar, „Þú skuldar!", á laugardagskvöldið. Útgáfuteitið var haldið á hinum fræga bar Kaffi Austurstræti við mikinn fögnuð fastagesta staðarins, sem og aðdáenda sveitarinnar. Hljóm- sveitin notaði einnig tækifærið og tók upp efni í nýtt myndband á staðnum þannig að þeim aðdáend- um sem mættu í útgáfupartíið mun hugsanlega bregða fyrir i myndbandinu. Stemningin á staðnum var góð en hljómsveitin bauð gestum í glas, sem menn voru mjög ánægðir með. -snæ Með mömmu og pabba Foreldrar Bent, þau Reynir og Birna, voru mætt til að hlusta á son sinn. Oldóþice Rakspíri Rakarstofan Klapparstig Sími 551 3010 £ Allt fyrir baðið Opið I0-I8. laugard. frá I0-I4 Skeifan 2 • 108 Reykjavik S: 530 5900 poulsenfpoulsen.is • www.pouisen.is Upptýsing3r I sima b80 2525 Textavarp IÚ110-113 RUV2B1.283og284 Laugardaginn 7. des. Jókertölur Í-*3S laugardags 6 0 0 0 7 AÐALTÖLUR 3) 6 Yll) ¦^S -^S -^jr 28)30)43) j BÓNUSTÖLUR a\a±\ Alltafá * ^Zs ZZ/ m'uV'l(Ul'u9um jjf^^ Jókertölur g^K mlðvlkudags m&9 9 7 5 15 Fastagestir Hér má sjá nokkra af fastagestum Kaffi Austurstrætis í stuöi; þá Borgþðr, Hilmar og Jón. Spurning hvernig þeim hafi fundist tónlistarflutningurinn hjá strákunum í Rottweiler en slík tónlist heyrist ekki oft á staðnum. DV-MYNDIR: KO Rottweilerdrengimir Eins og sést hér þá var margt um manninn á Kaffi Austur- stræti þegar Erpur og félagar hans í Rottweiler eignuðu sér staðinn til kynningar á nýju plötunni, Þú skuldar! Krakkar úr hverfinu í Langholtskirkju Síðasta Listaflétta þessa árs var haldin í Langholts- kirkju á laugardag undir yf- irskriftinni „Krakkarnir í hverfinu". Þar var m.a. boð- ið upp á tónlist með þeim Bubba Morthens og Kristni Sigmundssyni en báðir ólust þeir upp i Langholts- hverfi. Það sama á við um rithöfundana Steinunni Sig- urðardóttur og Einar Má Guðmundsson, sem lásu upp úr verkum sinum. Að auki sýndi Tolli myndir sin- ar og Ingibjörg. Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var kynnir en hún var einnig krakki i hverfinu á sinum tíma. Eins og á fyrri Listafléttum var matarlist- inni einnig gerð góð skil og var boðið upp á þjóðlegan mat á íslenskum nótum. Bíógagnrýni DV-MYNDIR: KO Lokkandi Listaflétta Bubbi sló gítarinn í Langholtskirkju en forráðamenn Listafléttunnar létu sér ekki nægja að flétta saman tónlist og ritlist heldur bættu þeir myndlistinni við og fengu Tolla, þróður Bubba, til að sýna vek eftir sig. Kynnti krakka hverfisins Ingibjörg Sólrún borgarstjóri var kynnir á þessari fimmtu Listafléttu ogjafnframt þeirri síðustu á yfirstandandi 50. afmælisári Langholtssafnaðar. Biofélagiö 101 í Regnboganum - Full Frontal ** Tilraun - tilraunarinnar vegna Ekki er vitlaust að ætla að Steven Soderbergh sé á egófiippi í Full Frontal. Þessi hæfileikamikli leik- stjóri býður áhorfendum (sem kannski eru í sæluvímu eftir Out of Sight, The Limey, Erin Brockovich, Traffic og Ocean's Eleven) upp á sýnishorn í meðferð á kvikmynda- tökuvél og sögu sem er kvikmynd í kvikmynd í kvikmynd. Megnið af myndinni er hrátt svo ekki sé meira sagt, þar sem lýsingin gegnir engu hlutverki og myndin látin líta út eins og hún sé tekin á gamla vídeó- vél. Þetta væri svo sem allt í lagi ef mikið vit væri í því sem Soderbergh er að gera, en svo er ekki. Það glitt- ir í snillinginn af og til, en dæmið gengur ekki upp hver svo sem út- koman hefur átt að vera. Full Frontal hefst á því að persónur eru kynntar til leiks, við fáum að vita við hvað þær starfa og að öll eru á leiðinni í afmælisparti hjá Gus. Síðan koma hefðbundnar kynningar, en það eru ekki „réttu" kynningarnar, held- ur kynningartexti í kvikmynd sem verið er að gera í Full Frontal, þar sem aðalhlutverkin leika Catherine (Julia Roberts) og Nicholas (Blair Underwood). Catherine er blaðakonan Francesca og Nicholas er leikarinn Kvikmynd í kvikmynd Julia Roberts og Blair Underwood í hlutverkum leikara sem eru að leika í kvikmynd. Calvin. Og meöal annars sem við höf- um í kvikmynd í kvikmynd er atriði þar sem verið er að taka upp kvik- mynd með Calvin og Brad Pitt í aðal- hlutverkum. Þarna má segja að Soderbergh fari eins langt og hægt er í að fjalla um sinn eigin starfsvettvang og það verð- ur að segja honum til hróss að hann púslar þessum hluta ágætlega saman. Það sem aðgreinir þessa sögu frá tveimur öðrum sögum í myndinni er að kvikmyndatakan er „eðlileg". í stærsta hlutanum (allar sögurnar tengjast á einn eða annan hátt) fylgj- umst við með hjónum sem starfa i Ábyrgur fyrir bossa Kylie Belgíska vöðvafjallið Jean-Claude Van Damme þykist eiga heið- urinn að fræg- asta afturenda dægurmenning- arinnar um þessar mundir, engum öðrum en fögrum bossa smávöxnu áströlsku söngstjörnunnar Kylie Minogue. Jean-Claude heldur því fram að hann hafi gefið Kylie góð ráð til að stæla bossann þegar þau léku sam- an í kvikmynd á árinu 1994. „Kylie minntist á afturendann á mér. Ég hef jú sýnt hann í nokkrum kvikmyndum. Hún sagði að sér fyndist hann flottur og spurði hvernig ég færi að því að halda honum svona stinnum," seg- ir hasarkallinn í nýrri heimildar- mynd um Kylie fyrir breska sjón- varpsstöð. „Ég kenndi henni það sem ég lærði sjálfur þegar ég var i ballett." Robbie íhugar að kaupa hæli Samkvæmt fréttum 'frá Bret- landi er söng- stirnið Robbie Williams að hugsa um að fjár- festa í niu íbúðar- húsa og 42 her- bergja hressing- arhæli í Gloucest- er fyrir litlar 15 milljónir punda. Eigninni fylgja 300 ekrur lands, útihús og stöðuvatn, en stærsta ibúðarnúsið er mjög stórt og tignarlegt, um 3500 fermetrar að stærð og með tíu svefhherbergjum, þar af fimm svítum. í húsinu, eða réttara sagt höllinni eru einng sex gestamóttökur, leiksal- ur, hljóðupptökuherbergi, heilsurækt- arsalur, tónlistarsalur, bókasafn og lltil kapella. í hinum átta húsunum eru alls 32 svefnherbergi og fjórtán gestamóttökur auk sundlaugar í húsa- garðinum. Ef af verður, er þetta önnur stór- fjárfestingin hjá Robbie siðan hann gerði 80 milljón punda samninginn við EMI-útgáfurisann, en fyrr í haust keypti hann lúxusvillu í Los Angeles fyrir 3,5 milljónir punda, auk þess sem hann á þriggja milljón punda villu í Notting Hill í vest- urhluta Lundúna. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. kvikmyndabransanum, hjónabandið er komið í þrot og daglegt líf þeirra býður varla upp á lausnir. Þriðja sag- an er svo uppsetning á leikriti um ævi Hitlers. Það er mikið að gerast í öllum þess- um sögum, persónur margar og lífs- munstrið flókið. Það er samt ótrúlega lítið líf í Full Frontal. Soderbergh er upptekinn við að slíta ekki þræðina og tekst honum að skila frá sér sum- um persónum en öðrum ekki. Mynd- in var gerð á sautján dögum og hún ber það með sér. Nú er ég ekkert viss um að hún hefði orðið betri ef Soder- bergh hefði tekið sér lengri tíma og getað haft stjörnum prýddan leikara- hópinn í vinnu lengur. Þetta er það sem hann vildi og svo sannarlega á hann skilið plúsa fyrir dirfsku. En þegar á heildina er litið þá verður að líta á Full Frontal sem hliðarspor sem varla verður endurtekið. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Coleman Hough. Kvikmyndataka: Steven Soderbergh. Tónlist Jacques Davidovici. Aöallelkarar: Julia Roberts, Blalr Und- erwood, Mary McCormack, Cathereen Keener, David Hyde Pierce, David Duchnovy og Nicky Katt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.