Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Side 1
Til umræðu hefur komið að vegna skipafæðar Landshelgisgæslunnar verði hafrannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson RE-30 notað hluta úr árinu sem varðskip. Landhelgisgæslan hef- ur aðeins yfir að ráða Tý og Ægi, eft- ir að Óðni var lagt, og bæði skipin eru nokkuð komin til ára sinna, smíðuð 1975 og 1968. Dagmar Sigurðardóttir, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ekki sé enn ákveðið hvemig fyrir- komulagi á notkun Bjama Sæmunds- sonar verði háttað en verið sé að skoða málið af fullri alvöru. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að til þessa dags hafi hugsanleg leiga á Bjarna Sæmundssyni aðallega verið til umræðu milli dómsmálaráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis. Upphaf- lega var klössun á Óðni metin á 40 milljónir króna en nú er talið hugsan- legt að koma skipinu í haffært stand fyrir 10 milljónir króna og megi þá nota skipið næstu 2 til 3 árin. Fjölnota skip „Við viljum hafa mjög gott samstarf við Hafrannsóknastofnun en skip hennar henta ekki vel til gæslustarfa og eins henta varðskipin ekki vel til rannsóknarstarfa. En það væri mögu- legt að samræma ýmislegt hjá okkur og kannski tímabært að huga að því að sameina skipareksturinn, stofna skiparekstur ríkisins. Okkar hug- myndir vegna smíði á nýju varðskipi hafa beinst að því að smíða íjölnota skip til þess hlutverks sem okkur er ætlað og til mengunarvama og vis- indastarfa. Þegar er hafið samstarf milli Flugmálastjórnar og Landhelgis- gæslunnar. Smíði nýs varðskips hefur verið lengi í athugun hjá Rikiskaup- um og við vonum að útboðsgögn verði birt fyrir áramót. Smíðin má ekki verða eitthvert tilraunaverkefni og við smíðina verður að nýta íslenska þekkingu," segir Hafsteinn Hafsteins- son. Hlaðnir verkefnum Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að spurst hafi verið fyrir um skipið af hálfu Landhelgisgæslunnar en engin niður- staða hafi fengist í málið. Á næsta ári hefur Hafrannsóknastofnun takmark- að svigrúm til þess að leigja skipið þar sem bæði Bjami Sæmundsson og Árni Friðriksson, sem nú er við síld- arrannsóknir, verða hlaðnir verkefh- um vegna hafsbotnsmælinga í aukn- um mæli fyrir íslensk stjórnvöld. Auk þess standi til miklar endurbætur á Bjarna Sæmundssyni á fyrri hluta næsta árs. -GG • Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson og varðskipið Óðinn snúa saman stöfnum í Reykjavíkur- höfn. Á næstu vikum ræðst hvort þau hafa hlutverkaskipti við gæslu á 200 mílna fiskveiðilögsögu ís- lands sem fékkst 15. október 1975 eftir hart þorskastríð. Landhelgisgæslan leitar allra ráða eftir að Óðni var lagt og varðskipum fækkaði: Vill leigja Bjarna Sæmundsson til að gæta landhelginnar Einelti í fangelsum: Tvöföld refsing Þeir eru í neðstu tröppunni. Þeir eru stundum lagðir í einelti. Þeir eiga ekki möguleika. Þetta segja viðmælendur DV, núverandi og fyrrum fangar, um stöðu kynferðisbrotamanna í sam- félaginu innan veggja fangelsa. At- hygli vakti hve allir virtust á einu máli og svöruðu ákveðið. Kynferð- isglæpamenn taka í rauninni út tvöfalda refsingu," sagði fangi. Viðmælendur DV segja að fáir kynferðisbrotamenn nái að verða „jafningjar" annarra í fangasamfé- laginu. Þeir séu stundum látnir af- skiptir með þögninni, þeir áreittir með smáskærum eða jafnvel geng- ið i skrokk á þeim. -Ótt ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 4 í DAG NV-kjördæmi: Vilhjálmur kærir „Það liggur fyrir að Vilhjálmur Egilsson mun kæra niðurstöðu prófkjörsins til stjórnar kjördæm- isráðsins, þannig að það er sjálf- gefið að stjómin verður kölluð saman til að fialla um það,“ segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins i Norðvesturkjördæmi. Ágúst Þór var jafnframt einn þeirra sem stóðu að því á dögun- um að óska eftir því, að miðstjórn flokksins fiallaði efnislega um próíkjörið. Miðstjómin ákvað í gær að taka ekki efnislega af- stöðu til erindisins, þar sem ekki hefði verið ágreiningur uppi um prófkjörið í stjóm kjördæmis- ráðsins. Ágúst Þór segir að sá misskiln- ingur virðist vera uppi, að stjóm ráðsins hafi lagt blessun sína yfir prófkjörið. „Stjórnin kom saman í Hrútafirði en hún tók enga af- stöðu til prófkjörsins og hefur aldrei gert, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ágúst Þór. Það lítur þvi út fyrir að ágreiningurinn í stjórn kjördæmisráðs, sem er for- senda þess að miðstjóm flokksins fialli um málið, verði brátt form- lega til staðar. -ÓTG ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 4 í DAG JÓLAGETRAUN DV: Stórglæsi- legir vinningar í boði 18 JÓN ARNÓR AÐ GERA ÞAÐ GOTT í ÞÝSKALANDI: Fín atvinna að leika körfubolta PS otrúlegt ^saft Nýja Pixel Plus tæknin frá Philips kallarfram mun betri myndgæði en áður hefur þekkst. Heimilistæki 32" Philips Pixel Plus tækið hefur sópað að sér verðlaunum og i umboumhn fékk nýverið EISA verðlaunin sem besta sjónvarp Evrópu 2002-2003.1 UMUM3/'ur Köt[uf?úúið? Piparkökuhúsin verda til sýnis í Kringlunni alla vikuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.