Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Fréttir 9 DV Nýsköpunarmiðstöð hefur starfsemi á Akureyri: Ætlað að efla frumkvöðlastarf Nýsköpun í samstarfi viö Iðntæknistofnun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, og Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Impru, nýsköpunarmiðstöðvar, kynna nýju starfsemina sem hefst strax eftir helgi á Akureyri. Starfsemi Impru, nýsköpunar- miðstöðvar á Akureyri, hófst sl. föstudag. Stofnun nýsköpunarmið- stöövar á Akureyri er að tillögu starfshóps sem Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, skipaði á miðju þessu ári. Nýsköpunarmiðstöðin er hluti af starfsemi Iðntæknistofnunar og mun starfa á Akureyri og í Reykja- vík. Nýsköpunarmiðstöðinni er ætl- að að auka og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í landinu í sam- starfi við aðra stuðningsaðila at- vinnulífsins. Þannig mun nýsköp- unarmiðstöðin starfa í nánum tengslum við atvinnuþróunarfélög- in vítt og breitt um landið, með það að markmiði að þessir aðilar geti í sameiningu eflt nýsköpun og frum- kvöðlastarf, atvinnulífinu í heild til framdráttar. Starfsmenn Impru verða Björn Gíslason sjávarútvegs- fræðingur, sem annast mun þjón- ustu við atvinnuþróunarfélög, Arn- heiður Jóhannsdóttir markaðsfræð- ingur, sem vinnur að stuðnings- verkefnum fyrir frumkvöðla, og Sig- urður Steingrímsson rekstrarfræð- ingur, sem vinnur að stuðnings- verkefnum fyrir fyrirtæki. Áætlað er að strax á öðru starfsári verði starfsmönnum fjölgað í fimm. For- stöðumaður nýsköpunarmiðstöðv- arinnar er Berglind Hallgrímsdóttir en einn af starfsmönnunum á Akur- eyri verður staðgengill hennar. Verkefni verður vettvangur fyrir frumkvöðla, fyrirtæki og atvinnu- þróunarfélög en á fyrsta ári mun hún m.a. vinna að gagnvirkri hand- leiðslu á Intemetinu, standa fyrir samstarfi um frumkvöðlaskóla, vinna að nýsköpunarverkefnum í starfandi fyrirtækjum, veita leið- beiningar í vöruþróunarverkefnum og virðisstjórnun innan fyrirtækja og vinna að auknu netsamstarfi fyr- irtækja. Áætlaður heildarkostnaður á fyrsta starfsári nýsköpunarmið- stöðvar á Akureyri nemur um 107 milljónum króna. Þar af verður 82 milljónum króna veitt til stuðn- ingsverkefna. Ljóst er því að með stofnun Impru, nýsköpunarmið- stöðvar á Akureyri, er aukið bæði við faglegan stuðning við nýsköp- unarstarf í landinu sem og fjár- hagslegan. -GG Síld og kolmunni: Þokast í sam- komulagsátt Þokast hefur í samkomulagsátt um sfld og kolmunna eftir skyndifund sjávarútvegsráðherra íslands, Noregs og Færeyja um uppsjávartegundir í Reykjavík. Fundurinn var að frum- kvæði Svens Ludvigsens, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, en auk þess tók Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, þátt í viðræðunum. Haft er eftir Niclasen að fundurinn hafi verið gagnlegur og að þokast hafi í sam- komulagsátt. Komið hafi fram að nauð- synlegt sé að ná samningi um allar uppsjávartegundimar en fram að þessu hafi jafnan verið rætt um hverja tegund fyrir sig. Norðmenn og Færeyingar eiga í vikunni fund með Evrópusambandinu um makrflveiðar í Norður-Atlantshafi en nýr fundur um síld og kolmunna verður væntanlega haldinn um miðjan desembermánuð. -GG DVJVIVND HILMAR ÞÓR Jólastemning í Kringlunni Hún virðist hálfsmeyk, litla stúlkan sem Ijósmyndarí DV sá skoða gaumgæfi- lega ísbirnina með jóiahúfurnar í Kríngiunni. Hún veit kannski ekki alveg að þeirgera engum mein þessir þirnir. En hún passar sig samt og sér til þess að gríndverkið sé á milli hennar og bjarnarins ógurlega. Oa St. 17-25 Litir: Svart og vínrautt lakkað leður. Verð 4.890 J Cafa stigvél st. 22-36 Litur: svartur Verð 4.590 Union ökklaháir m/rennilás Litur: svart rúskinn St. 23-33 Verð 5.790 Spariskór m/hæl 3 gerðir Litur: Svartur St. 31-39 Verð 4.990 Drengjaskór : Svartur Litir St. 22-35 Verð 3.590 /ÍNLé Sony St. 34-35 Litir: svart og vínrautt Lakkað Teður Vínrautt leður Verð 5.490 Leður, lakk drengjaskór St. 24-28 Verð 5.490 Art 461 St. 20-31 Verð 3.990 St. 22-33 Gull Verð. 3.390 Art: 4150 Perluhvítir St. 28-37 Verð 3.990 Art 101 drengiaskór St. 30-35 Verð 4.990 Valicia drengjaskór Litir: brúnt og svart leður St. 2M3 Verð 5.790 Bikou St. 18-25 lingöngu rauðir Léður Verð 5.290 Gull- og silfurskór St. 22-30 Margar fleiri gerðir afspariskom Verð Zono Ekta fyrstuskór St. 16-22 Litir: Rautt/blátt/hvítt leður Verð 4.690 Hann er alveg ao úr þorsta! i • !f *- •" -‘.í " ígSr • « $7 , * Gefðu honum vatn fyrir lífstíð! 2.500 kr. framlag þitt nægir til þess aö tryggja 5 fjölskyldum í Afríku hreint vatn alla ævi. Giróseölar i bönkum, sparísjóðum og á pósthúsum Hjáiparstar ji * kirkjunnar WWW.hQlp.is amáoVAr Sérverslun með barnaskó, olLlclo JS.U.L Suðurlandsbraut 52, í bláu húsi v/Fákafen sími 568 3919

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.