Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 PV_____________________________________________________________________________________________________Menning Nonni fyrir nútímabörn Bokautgáf- ■ V an Hólar á Akureyri á lof skilið fyrir það framtak að láta endur- segja eina eft- irminnileg- ustu sögu Jóns Sveinssonar og gefa hana út myndskreytta. Nonni var geysilega vinsæll í heimalandi sínu sem annars staðar í veröldinni á fyrri hluta 20. aldar en langt er nú síðan langdreginn frásagnarhátturinn, tilfinningasemi og gamaldags . þýðingamál lokuðu leið ís- lenskra bama að honum. Mikið stytt endursögn Brynhildar Pét- ursdóttur á sögunni Nonni og Manni fara á sjó er afar vel unn- in; allir stakir þættir frásagnar- innar njóta sín og sjálf er sagan auðvitað svo spennandi að böm á hvaða stað og tíma sem er geta gleymt sér við lesturinn, að áð- umefndum hindrunum fjarlægð- um. Eins og eldri kynslóðir lands- manna minnast hefst frásögnin á því að Nonni heillast af flautu Arngríms frænda síns, einkum eftir að Amgrímur segir honum að maður geti töfrað til sin dýr og þar á meðal fiska með flautuleik; fiskamir muni bara synda að úr öllum áttum og elta bátinn hvert sem er! Nonni verður að prófa þetta og linnir ekki látum fyrr en hann hefur eignast flautu, lært að spila á hana nokkur lög, fengið leyfi til að fara á veiðar út á Pollinn og „Eg spilaöi hærra og lék alls konar lög en fiskarnir létu ekki sjá sig.“ Ein afmyndum Kristins G. Jóhannssonar viö Nonni og Manni fara á sjó. Manna litla bróður með sér. En þetta verður mikil háskaför; þá rekur í andvaraleysi allt of langt út á Eyjafjörð og þegar niðdimm þokan leggst yfir hafa þeir litla von um björgun. Þá er það sem Manni fær Nonna til að gefa Guði loforð - og það loforð má segja að hafi ráðið örlögum hans þaöan i frá. í bókinni eru virkilega lifandi og skelfilegar lýsingar á hættunum sem þeir bræður lenda í og sem ekki hafa gleymst á öllum þeim áratugum sem liðið hafa síðan ég las bókina fyrst, meðal annars hvalavöðunni sem litlu munar að hvolfi kænunni þeirra. En skemmtilegustu kaflamir finnast mér núna vera lýsingamar á erlendu skipunum og heimsóknum bræðranna um borð, og þá einkum í stóra franska skipið Pandóru sem bjargar þeim. Þetta hef- ur orkað á unga lesendur álíka ævin- týralegt og heimsóknir I álfahallir þjóðsagnanna. Nonni á ekki að gleymast. Sögurn- ar hans hafa allt það til að bera sem sögur eiga að hafa: spennu, fyndni og fallegar tilfmningar. En það væri óðs manns æði að gefa aftur út gömlu þýðingamar. Nonni skrifaði sögum- ar á dönsku og þýsku og þýð-j ingarnar eru bagalega úr- eltar eins og oftast vill* verða með þýðingamál._ Til dæmis heitir flautuleikur „hljóð- _ pípusöngur" í, gömlu þýðing-j unni. Þessi nýja útgáfa. er prýðilegj fyrir- mynd að' því sem gera á við Nonna og óskandi að | hér verði| framhald á. f Myndir Kristins G. Jó- hannssonar eru ljóðrænar j og fallegar en I hann hefur f veigrað sér við að fara upp í Pandóm. Silja Aðalsteinsdóttir Ævintýri Nonna: Nonni og Manni fara á sjó. Úr sögum Jóns Sveinssonar. Endursögn Brynhildar Pétursdóttur sem byggö er á þýöingu Freysteins Gunnarssonar. Vatnslitamyndir eftir Kristin G. Jóhannssson. Bókaútgáfan Hólar 2002. Vinsælar jólarósir. Sýningamet Núna i desember verður nýtt sýninga- met sett í Möguleikhúsinu þegar alls verða 55 leiksýningar sýndar á þrjátíu dögum. Flestar eru á jólaleikritunum Hvar er Stekkjarstaur? sem hefúr verið vinsælt undanfarin ár og Jólarósir Snuðru og .Tuðru sem vom frum- 'sýndar fyrir rétt rúmu 'ári við mikinn fognuð ’ungra áhorfenda sem fylgdust ropinmynntir með ólátunum í 'systrunum. Einnig verða sýningar Fá leikritunum Prumpuhóllinn, Heið- arsnælda og Völuspá. Tvö þau fyrri 'vom frumsýnd á þessu ári en hið síðast- nefhda hefur gert garðinn frægan viða um heim síðan það var fmmsýnt á Lista- hátíð 2000. Sýningamar eru ýmist í Möguleik- húsinu við Hlemm eða í leikskólum og grunnskólum. Flestar sýningar á einum degi verða flmmtudaginn 19. desember, þá verða tvær sýningar á Prumpuhóln- um, tvær á Jólarósum Snuðru og Tuðru og ein á Hvar er Stekkjarstaur? Eins og þetta sé ekki nóg þá mun i Möguleikhúsið aðstoða Þjóðminjasafhið við að taka á móti íslensku jólasveinun- um í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrsti jóla- sveinninn, Stekkjarstaur, hefur við- komu þar i fyrramálið kl. 10.30 og síðan bræður hans einn af öðrum til jóla. Þeir koma kl. 10.30 virka morgna en kl. 14 um helgar. Kl. 14. á sunnudaginn koma Grýla og Leppalúði með Þvörusleiki í . Ráðhúsiö og þá veröur aldeihs hama- 'gangur á Hóh! BORGARLEIKHÚSIÐ Ldkféfeg Reykjavðajr STÓRA SVIÐ SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau. 28/12 kl. 20 Su. 29/12 kl. 20 SVNINGUM FER FÆKKANDI HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Sti/es ogAnthony Drewe Gamansönvleikur fýrir alla fjölskylduna. Su 29/12 kl. 14 MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM i e. Ray Cooney Fi. 12/12 kl. 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING_______ NÝJASVIÐ JÓNOG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt /eiktrit íprem páttum e. Gabor Rassov \ Su. 29/12 kl. 20 JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasvcinakvaði Jóhannesar úr Köt/um { /eikbúningi o.j/. Lau. 14/12 kl. 15.00 - Aðeins kr. 500 Su. 15/12 kl. 15.00 ELEGIA- FJÖGUR DANSVERK Parspro toto - Rússíbanar - Benda Fö. 13/12 kl. 20.00 Lau. 14/12 kl. 20.00 J ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftirAuðiHaralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikae/ Torfason \SAMSTARFI við DRAUMASMIÐJUNA Lau. 28/12 kl. 20, Fö. 10/1 kl. 20 j LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍAr. Shakespeare í SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT Lau. 14/12 kl. 20 M1 30/12 kl. 20 j FORSALUR BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST : Jól t Kringlusafni og Borgarleikhúsi: • Rithöfundar lesa - léttur jazz Fi. 12/12 kl. 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. GJAFAKORT í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF Sól & Máni - Nýr ísienskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úifsson FORSALA AÐGÖNCUMIÐA STENDUR YFIR. TILBOÐSVERÐ, KR. 2.800, GILDIR TIL JÓLA. Frumsýning 11. janúar Vífinu öllu lokið Nú er hver oröinn langsíöastur aö sjá hiö bráösmellna leikrit, Meö vífiö í lúkunum, því síöasta auka- aukasýning á því verður annaö kvöld, 12. desember. Síöan hverfur það af fjölum Borgarleikhússins. Leikritiö var frumsýnt voriö 2001, þ.e. á næst síöasta leikári, og hefur veriö sýnt alls 64 sinnum fyrir nærri 25.000 áhorfendur. Þaö eru Steinn Ármann MagnOsson, Helga Braga Jónsdóttir, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, sem fara meö aöalhlutverkin í leikritinu og viö segjum stolt frá því aö DV leikur lykilhlutverk í sýningunni! "Hlátrasköllin sem glumdu í Borgar- leikhúsinu eru besta sönnun þess aö sýningin virkar eins og hún á aö gera." HF, DV SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR IÐNO Fös. 13/12 kl. 21. Nokkur sæti - síðasta sinn fýrir jól. Lau. 28.12. kl. 21. Jólasýning - Nokkur sæti. Fös. 3/1 kl. 21. Lau. 11/1 kl. 21. UppseiL Nokkur sæti. Miöasalan í lönó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Jólatónleikar fjölskyldunnar íHáskólabíói 14.desember kl: 15.00 Hljómsveitarstjóri: Bernharöur Wilkinson Kórstjóri: Jón Stefánsson Einleikarar: Nemendur úr Allegro Suzuki- skólanum Kór: Graduale nobili Kynnir, sögumaöur o.fl.: Atli Rafn Sigurðarson Á boðstólum veröur m.a. tónlist úr myndinni um töfrastrákinn Harry Potter og heimsþekkt jólalög. ÞJODLnKHÍSÍÐ „Til að kóróna herlegheitin er boðið upp á ljúffengt smurbrauð fyrir sýningu og því óhætt lofa þeim sem taka allan pakkann nærandi kvöldstund fyrir sál og líkama.“ H.F., gagnrýnandi DV Einstök leikhúsupplifun Sýningar föstudags- og laugardagskvöld Kvöldsýning Sun. 14. des. kl. 20.00 Hin smyrjandi Jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkama og sól. Sýnt íIðnó: Síðdegissýning Sun. 14. des. kl. 15.00 Síðdegissýning Sun. 12. jan. kl. 15.00 Kvöldsýning Sun. 12. jan. kl. 20.00 Smurbrauðsmáltíð innifalin í miðaverði. Miðasala í Iðnó, s. 5629700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.