Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 16
16 + 17 DV Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvsmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiBsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Launamunur Nýjar upplýsingar um launa- mun kynjanna hér á landi eru áfall fyrir stjórnvöld. Komið er í ljós að íslenskir atvinnurekend- ur, ekki sist sjálft ríkisvaldið, eru á meðal skussanna í þessum efnum og sýna konum meiri lít- ilsvirðingu á launamarkaði en gengur og gerist í flestum þeim vilja bera sig saman við. Mikilvægt er að þessum upplýs- ingum verði ekki stungið ofan í skúffu. Þær eiga að vera limdar á borð ráðamanna þar til almennilega hefur verið tekið á málum. Kvennabarátta er styttra á veg komin en margan grun- ar. Þar ræður mestu hugarfar landsmanna. Mikill hluti karla gerir ógnarkröfur til kvenna og vill að þær vinni ná- lega tvöfalt á við þá sjálfa fyrir heldur lægra kaup en þeim finnst þeir sjálfir eiga skilið. Karlar eru margir hverjir uppteknir af eigin ágæti og geta ekki unnt konum þess að vera þeim fremri á mörgum sviðum. Þeir eru þjáðir af hugsunarhætti horfmna kynslóða þegar frumskylda hús- bóndans var að sjá sér og sínum farborða. Og karlar stjórna enn þá samfélaginu að mestu leyti. Og allt of margir þeirra telja innst inni að konur séu úti á vinnumarkaðinum sér til dægrastyttingar á meðan karlar eru þar af alvöru og þunga. Þetta hugarfar hefur mengað samfélagið um langan tíma og tekið á sig ýmsar myndir, meðal annars þær að einungis megi stilla fram friðum ungmeyjum i framlínu fyrirtækja en konur sem komnar eru á miðjan aldur eigi helst að geyma baka til, ef þær eiga þá nokkurn kost á vinnunni. Þetta eru hörð orð. Þau lýsa hins vegar fordómum sem enn eru við lýði á meðal margra karlmanna sem dragnast hafa með dáðlausar skoðanir á milli tveggja alda. í þeirra huga eru konur í öðru sæti á vinnumarkaði. í þeirra huga eru karlmenn á öllum aldri almennt betri stjórnendur en konur af því þeir eru ímynd átaka og árangurs. Konur eru hins vegar ágætar í að ræða hlutina! Og skrifa fundargerð- ir! Þær eru aðstoðarmanneskjur og ágætar sem slíkar. En helst ekkert meira en það. Með þessum hætti hafa kynin verið flokkuð eins og væru þau tvær manneskjur. Þau eru það hins vegar ekki. Á meðal karla eru afburða vinnumenn og ótrúlegir letingj- ar og sömu sögu verður að segja af konum. Ef eitthvað er standa þær karlmönnum hins vegar framar i samvisku- semi og siðferði sem eru eiginleikar sem margir hverjir telja að séu á undanhaldi í rekstri samfélagsins. Ef til vill er það vegna þess að karlmenn eru komnir að endimörk- um eigin getu i mannlegum samskiptum. Misjafnt er hversu menn eru tilbúnir til að viðurkenna þennan þankagang sinn en karlmenn eru i vörn og eru sem slíkir hættulegir. Þeir hafa horft upp á hver réttind- in af öðrum sem konum hafa verið færð svo gott sem á silfurfati, allt frá kosningarétti á öndverðri síðustu öld til síðustu ára þegar konur hafa forskot á karla við ráðning- ar i störf á vinnumarkaðinum. Margs konar karlmennska þykir ekki lengur í lagi. Og gömul viðhorf næsta galin. Margur karlmaður veit ekki lengur hver hann er. Og á nú konan að fara að fá hærri laun af þvi bara hún er kona, gæti verið viðkvæði hins vinnandi karls. Nokkur munur er á því og að borga konum nálega 40 prósenta lægri laun eins og þekkist í tilteknum starfsgreinum á ís- landi. Það er glæpsamlegur munur. Og glæpurinn er einna verstur innan kerfisins sjálfs. í launakönnun Há- skóla íslands kemur i ljós að ríkið sjálft er duglegast í að halda launum kvenna í lágmarki. Skal kannski engan undra hvaðan ömurlegasta ihaldssemin kemur. Sigmundur Ernir kynjanna rikjum sem íslendingar MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MIÐVKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 DV Skoðun Hagfræði Grænlendinga Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur Þau ánægjulegu tíðindi berast nú frá Grænlandi að þeir sem aðhyilast aukið sjálfstæði þar í landi hafi unnið á í nýafstöðnum kosningum. En það er ömurlegt að heyra hvernig Danir hafa brugðist við þessum tíðindum. „Kerfi Dana á Grœnlandi virkar að mörgu leyti eins og hagkerfi Sovétríkjanna. Það virkar með öðrum orðum ekki vegna þess að frumkvœði og ábyrgð Grœnlendinga er haldið niðri. “ - Frá Grcenlandi. Níðstangir Garðars Sverrissonar Stefán Hrafn Hagalín blaðamaður Undirritaður hefur stund- um haft það á orði að það væri skemmtilegt að sjá fleiri og öfiugri málsvara fyrir fólk sem ekki tilheyr- ir neinum sérhagsmuna- hópum; málsvara fyrir fólk sem býr til dæmis við þokkaleg efni og dundar sér við að öðlast starfs- frama, koma sér þaki yfir höfuðið, er jafnvel í eigin rekstri og þar fram eftir götunum. Og enn ömurlegra að sjá íslenska íjölmiðla taka gagnrýnislaust undir þá dönsku útreikninga sem sýna að Grænlendingar séu á framfæri Dana. Kerfi Dana á Grænlandi virkar að mörgu leyti eins og hagkerfi Sovét- ríkjanna. Það virkar með öðrum orö- um ekki vegna þess að frumkvæði og ábyrgð Grænlendinga er haldið niðri. Flest fyrirtæki eru undir stjóm hins opinbera sem ræður aðallega Dani til starfa á Grænlandi þar sem þeir afla sér hæfilegrar starfsreynslu í nokkur ár áður en þeir fá sér vinnu í Danmörku. Grænlendingar sjálflr eiga litla möguleika og sjá lítinn til- gang í að mennta sig til starfa sem þeim er síðan haldið frá af dönskum yfirvöldum. Græðir á Grænlandi Á Grænlandi hafa hagfræðingar bent á þær miklu tekjur sem danska hagkerfið hefur af einokunarstöðu sinni í allri verslun við Grænland og samgöngum við landið. Að ekki sé minnst á lífeyrisjóði Grænlendinga sem eru ávaxtaðir í Danmörku. Auk þess sem staða Dana yrði heldur veikburða í samtökum á borð við NATO ef þeir hefðu ekki grænlenska spilið á hendi. Við hér á íslandi þurfum ekki að vera mjög langminnug til að rifja upp að íslendingar fengu að heyra sömu rulluna. ísland væri i raun baggi á Danmörku sem Danir af elskusemi sinni öxluðu svo að hér mætti þrífast fólk í verstöð við ysta haf. Til þess að snúa íslendingum til sjálfstæðistrúar þurfti því djarfa hugmyndasmiði og áróðursmeistara sem fóru fram af offorsi í umritun ts- landssögunnar og sýndu fram á þann hagnað sem Danir höfðu um aldir haft af íslandi. Draumóramenn komu þeirri hugs- un inn hjá íslendingum að þeim væri best borgið á eigin fótum. Timarnir voru hagstæðir fyrir slíka hug- myndafræði, og hér var byggt upp þjóðríki eins og ísland væri land með löndum. Okkur finnst það sjálf- sagt nú og höldum að Danir séu orðnir huggulegir við alla eins og þeir voru viö okkur þegar þeir skil- uðu handritunum. Samkvæmt þeirri dönsku hagfræði sem Grænlending- um er nú boðið upp á átti þetta ekki að vera hægt. En það gerðist samt vegna þess andlega ástands sem þjóð- emishyggjan og hugmyndafræði sjálfstæðisbaráttunnar sköpuðu i vit- und fólks. Árangursríkt óraunsæi Á okkar póstmódernísku tímum er létt verk að gagnrýna þær grillur og rangfærslur sem óðu uppi í áróðurs- stríðinu. En við bægjum frá þeirri hugsun hvað hefði gerst ef fólk hefði haldiö skynsemi sinni og ákveðið að vera áfram hluti af danska ríkinu. Þá er hætt við að hér væri allt með öðr- um brag. Við værum ósýnileg í al- þjóðasamtökum, Danir heföu samið um herinn, okkur væri úthlutað byggðastyrkjum í Kaupmannahöfn og danskir sérfræðingar kenndu okkur að verka fisk sem þeir seldu sjálfir. Kastrup væri alþjóðaflugvöllurinn. Sjálfstæði smáríkja getur aldrei tekið mið af hagfræði herraþjóða. Það bygg- ist á þeirri sjálfsmynd sem tekst að skapa hjá fólkinu sjálfu. Sjálfstæðið er andlegt ástand. Sá sem trúir því ekki að hann geti staðið á eigin fótum mun aldrei standa upp. Og eina leiðin til að lifa af í eigin landi er aö axla sjálfur þá ábyrgð sem það krefst. Ætli menn sér að bíða með að standa upp þangað til herraþjóðinni hentar er hætt við að þeir muni sitja áfram á hækjum sér til dauðadags. Ef við gæt- um sent Grænlendingum anda Fjöln- ismanna í jólagjöf, útreikninga Jóns Sigurðssonar á skuld Dana við íslend- inga og íslandssögu Hriflu-Jónasar á grænlensku er von til að þeir gætu fyllst því óraunsæja sjálfstrausti sem dugði okkur til að risa upp og taka við þjóðfélaginu án þess að hlusta á þá hagfræði drottnarans sem Græn- lendingum er nú boðið upp á í dönsk- um fjölmiðlum - og íslenskum. Pólitísk áhugamál þessa hóps eru til dæmis lægri skattar á einstak- linga og fyrirtæki, afnám hátekju- skatts, lægri vextir, stöðugra efna- hagsástand og að fólki sem stendur að atvinnu- og auðsköpun í landinu sé ekki refsað fyrir með óhóflegum álögum. Svo örfá dæmi séu nefnd. Og það er sem sagt skoðun undir- ritaðs að þessi þjóðfélagshópur eigi sér fáa og máttlausa málsvara. Hins vegar má vafalaust lengi deila um hvort þessi hópur þurfi yfirhöfuð sérstaka málsvara; það sé kannski bara óþörf vitleysa og fátt eðlilegra en að enginn gæti hagsmuna þeirra sem hafi það jú skítsæmilegt, þótt vandamál mannskepnunnar leynist að vísu víðar en i efnislegum gæð- um og heilsufari. Meinlausar skoðanir? Ónei! Undirritaður stóð í þeirri mein- ingu að þessi skoðun hans væri til- tölulega meinlaus og að þarna væri tæpt á staðreyndum sem öllum væru ljósar. En nei, aldeilis ekki! Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Islands, hefur nefni- lega farið mikinn í fjölmiðlum síð- ustu daga og af einhverjum stórann- arlegum hvötum séð ástæöu til að túlka þessi sakleysisleg ummæli sem svo að undirritaður sé þar með að ýta undir hálfgerðan elítisma og skiptingu þjóðfélagsins í „venjulegt fólk“ og „öryrkja". Ekkert gæti ver- ið íjær sanni. Fyrstu mistök formanns ÖBÍ eru vitaskuld þau að ganga út frá því sem gefnum hlut að undirrituðum þyki nóg um framgöngu eða hávær- an málflutning öryrkja og að það sé gert á kostnað meðal-Jóns og sam- býliskonu hans, Gunnu. Hvílík firra! Það er undirrituðum þvert á móti mikið og afar einlægt ánægju- efni að öryrkjar eigi öfluga málsvara. Pólitískur stuðningur og vinátta undirritaðs við ýmsa for- ystumenn öryrkja er vonandi til marks um það. Tilbrigði við mannorðsmorð Formaður ÖBÍ keyrir síðan al- gjörlega um þverbak í þriðjudags- blaði DV með því að grípa til gifur- yrða á borð við þau að ofangreind skoðun undirritaðs sé sambærileg við þá terminólógíu sem „nasistam- ir notuðu til að sá fræjum tor- tryggni í garð gyðinga". Á hvaða tímapunkti gerðist það að góðlátlegt tuð í undirrituðum út í hluti á borð við ofuráherslu vinstrikrata á vel- ferðarmálin breyttist 1 tilbrigði við helfor nasista? Hvað gengur formanni ÖBt til með slíkum afbökunum, útúrsnún- ingi og veruleikafirringu? Persónu- legar árásir af þessu tagi jaðra að sjálfsögðu við meiðyrði og mann- orðsmorð og það sætir mikilli furðu að formaður ÖBÍ noti önnur eins andstyggilegheit til að slá sig til riddara í þjóðmálaumræðunni. Mikil og alvarleg mistök Eða hverju sló saman í kolli for- manns ÖBÍ þegar hann ákvað að hófleg beiðni undirritaðs um kröft- ugri málsvara meðal-Jóns jafngilti þvi að undirritaður hefði eitthvað á móti málsvörum annarra hópa og væri nasisti, rasisti og skoðanabróð- ir viðurstyggilegra öfgamanna og kynþáttahatara í ofanálag? Er nema von að manni sé spurn. Þessi Ijóti leikur Garðars Sverris- sonar þjónar ugglaust einhverjum furðulegum pólitískum hagsmun- um, sem mér eru reyndar duldir. Vinstrimenn eru góðir? Hægrimenn eru vondir? Vinstrimenn eru mann- vinir? Hægrimenn eru mannhatar- ar? Ég veit það ekki. En það eru mikil og alvarleg mistök hjá for- manni hins þýðingarmikla Öryrkja- bandalags íslands að halda að þess- ar vísvitandi rangfærslur hans, út- úrsnúningur og afbökun á veruleik- anum sé honum eða samtökunum til framdráttar. Garðar Sverrisson verður að vísu seint kallaður nasisti eða rasisti fyr- ir vikið, en fleirum en mér dettur ugglaust í hug að umburðarlyndir mannvinir geri tiltölulega lítið af því að reisa fólki níðstangir að ósekju. Sandkom Guð hjálp’onum Bílstjórar hjá Hreyfli-Bæj- arleiðum voru kallaðir saman til fundar á dögunum og spurðir hvort þeir myndu eft- ir því að hafa nýverið ekið með farþega sem hnerraði í sífellu. Enginn kannaðist við það en ástæða þessarar óvenjulegu fyrirspurnar var sú að maður nokkur hafði hringt og sagst líklega hafa hnerrað út úr sér neðri gómnum í leigubíl frá þessari stöð! í kjölfar fundarins var nákvæm leit gerð að tann- garði mannsins undir framsætum gervalls bílaflotans, en án árangurs. Hinn ólánsami maður hefur því ann- aðhvort misst út úr sér tennumar á öðrum vettvangi eða óprúttinn farþegi rekið augun í góminn og ákveðið í hita leiksins að hafa hann með sér. Kannski tennum- ar séu nú hafðar til skrauts í glasi á náttborði ókunn- ugra en lausnargjalds hefur ekki verið krafist... sandkorn@dv.is Venjulegt fólk Hann veröur æ vandrataðri, meðalveg- urinn sem feta verður í opinberri um- ræðu vilji menn ekki kalla yfir sig bann- færingu pólitísks rétttrúnaðar. Nú virð- ist orðið bannað að tala um „venjulegt fólk“; það felur jú í sér að til sé „óvenjulegt fólk“ og slíka mismunun geta ekki allir þolað. Hallgrími Helgasyni varð það á um daginn að segja efnislega eitthvað á þá leið, að ýmsir hópar í samfélaginu ættu sér öfluga málsvara í stjómmálum, til dæmis öryrkjar, en „venju- legt fólk“ skorti málsvara. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, er ekkert að skafa af því og sakar Hallgrim um rasisma og segir hann beita svipaðri taktík og nasistar forðum. Niðurstaðan er því sú að næst þeg- ar stjómmálamaður mælir hátíðlega fyrir hönd „venju- legs fólks í þessu landi“ verður óhjákvæmilega að lita svo á að þar með eigi hann við alla íslendinga ... Ummæli ' v m ' ■ Pizzur og prósentur „Ekki dugir að liggja á vömbinni með fjárlagafrum- varpið í annari hendi og kalda pizzasneið í hinni. Við höfum nú á ný veriö rekin ofan í 14% eftir að hafa náð að halda 18% í nokkurn tíma. Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að byrja kosningabaráttuna, sem blásin var á um síðustu helgi, í þeirri stöðu að þurfa að vinna stór- sigur til að ná lélegu kjörfylgi síðustu kosninga." Haukur Logi Karlsson, formaöur Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavlkurkjördæmi suöur, á Hriflu.is. Vísindi og valdamenn „Nú líður senn að því að ríkisstjóm- in samþykki þrjú frumvörp sem eiga að umbylta umhverfi vísinda og rann- sókna á íslandi að finnskri fyrirmynd. Stjómmálamenn eiga þar að verða í að- alhlutverki við stefnumótun í vísindum og tækni og að sögn ríkisstjómarinnar er með því verið að gefa vísindunum aukið vægi. Það er reyndar ný hugsun að vísindin eflist meö meiri af- skiptum stjómmálamanna! [...] Það óhuggulega er að á sama tima og ríkisstjórnin keppist við að stjómmála- væða vísindin undir formerkjum þess að auka eigi vægi þeima, ráðast forvígismenn hennar með ögrandi hætti að einstaklingum og stofnunum sem ekki hafa fylgt hinni „kórréttu" línu sem stjómvöld boða.“ Bryndís Hlöðversdóttir á vef slnum. Jafnrétti og jafnræði „Því miður eru enn raddir í Samfylkingunni sem mgla saman jafnrétti og jafnræði. Það er orðin úreld kommapólitík að tala um jafnrétti og eiga við að hlut- fall karla og kvenna eigi að vera það sama alls staðar í þjóðfélaginu. Skilgreining á jafnrétti er það að hafa sama rétt.“ Páll Andrés Lárusson I aösendri grein á Pólitlk.is. I kynningu á greininni segir ritstjórn vefsins aö Páll sé ‘ekki á eitt sátt- ur' viö grein Guörúnar Ögmundsdóttur um jafnréttismál á vef Samfylkingarinnar. Umhverfi og áreiti „Skemmti mér vel án teljandi áreitis." Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra I net- dagbók sinni. Um laugardagskvöld á Kaffi- brennslunni og Thorvaldsenbar. Veik fjárhagsáætlun og yfirfærsla skulda Loks er þrengt að eldri borgurum, ekki aðeins með hœkk- un á gjaldskrám heldur einnig með minni þjónustu. Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar, sem rædd var í borgarstjórn fimmtu- daginn 5. desember, nær aðeins til borgarsjóðs en ekki yfir stofnanir og fyr- irtæki í eigu borgarinnar. Ástæðan fyrir því að áætlunin er hálfunnin er að sögn embættismanna borgarinnar sú að það liggja ekki fyrir reikning- ar frá dótturfyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar er Lína.net stærst en fyrir skömmu keypti Orkuveitan ljósleið- arakerfi Línu.nets fyrir tæpar 1800 milljónir króna. Var það gert til að bjarga því sem bjargað verður í rekstri Línu.nets og auðvelda sam- einingu þess sem eftir stendur við önnur fyrirtæki. Það hefur ekki gengið eftir eins og nýlegar fréttir um slit á viðræðum fulltrúa Islands- síma og Línu.nets sýna. Fjárhagsáætlunin er á veikum grunni reist formlega. Efnislega er í áætluninni að finna tölur sem munu ekki standast frekar en gerst hefur á þessu ári, þegar áætlun um rúmlega 600 milljóna króna afgang breytist í tveggja milljarða króna nýja skuld. I stað þess að skuldir borgarinnar lækki á þessu ári í 15,5 milljarða króna hækka þær í um 17 milljarða króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hækka skuldir milli 2002 og 2003 um 177 milljónir króna. Þensla og skuldasöfnun Fjármálastjóm Reykjavíkurborg- ar hefur einkennst af þenslu og mik- illi skuldasöfnun undanfarið ár. Á næsta ári heldur þessi þróun áfram; skatttekjur hækka samkvæmt fjár- hagsáætlun um rúm 5% og rekstrar- gjöld um 7%. Þenslan eykst og eins og áður sagði hækka skuldir borgar- sjóðs í ár um 2 milljarða króna en lækka ekki. Þegar R-listinn tók við voru heildarskuldir Reykjavíkur rúmir 3 milljarðar - nú eru þær komnar á fimmta tug milljarða! Þetta segir í raun allt sem segja þarf um fjármálastjómina. Gjaldskrár hækka. Þegar hefur verið kynnt 12% hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum og 8% hækkun leikskólagjalda. Samkvæmt fjárhags- áætluninni á að hækka tímagjald fyr- ir heimaþjónustu um 30%, hækka á þjónustugjöld í íbúðum aldraðra um 11,7% og sama hækkun verður á gjöldum fyrir námskeið í félags- og þjónustumiðstöðvum, einnig á verði matar- og kaffiveitinga, akstur vegna heimsendingar á mat hækkar um 13%. Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit hækkar um 13,17% og fyrir sorphirðu fyrir íbúðarhús- næði um 10% og fyrir atvinnurekst- ur um 15%. Loks hækkar gjaldskrá vegna hundahalds og munar mest um rúmlega 25% hækkun á árlegu eftirlitsgjaldi. Hækkanir á gjaldskrám bitna þyngst á konum í leigjendahópi Fé- lagsbústaða. Þá eru álögur á bama- fjölskyldur auknar með hækkun leik- skólagjalda. Loks er þrengt að eldri borgurum, ekki aðeins með hækkun á gjaldskrám heldur einnig með minni þjónustu. Hundaeigendur fá einnig að finna fyrir hækkunum. Flutningur skulda Til að fegra stöðu borgarsjóðs hef- ur það verið stundað af R-listanum að flytja skuldir borgarsjóðs yfir á aðra. Höfuðþættir varðandi yfir- færslu skulda frá borgarsjóði til fyr- irtækja eru þessir: 1. Við stofnun Félagsbústaöa 1997 færðust 2,7 milljarðar frá borgar- sjóði yfir á hið nýja félag. Sú milli- færsla var færð sem „tekjur" í rekstraryfirliti borgarsjóðs. Með þeirri dæmalausu færslu var halla borgarsjóðs að fjárhæð um 1,3 millj- arður umbreytt í „afgang" upp á svipaða fjárhæð (þ.e. -1,3 (raunveru- legur halli) + 2,7 (sala til eigin fyrir- tækis) = 1,4 milljarður (sýndur af- gangur). Af því tilefni fagnaði borg- arstjóri frábærri afkomu í rekstri borgarsjóðs! Hagstofan var hins veg- ar á allt öðru máli og tók þennan meinta „tekjuafgang", skv. bók- haldsskilningi borgarstjóra, út úr við samanburð á rekstrarútkomu sveitarfélaganna þetta árið. I árslok 2001 voru heildarskuldir Félagsbú- staða orðnar 7,1 milljarður, skuldir sem auðvitað, án tilkomu Félagsbú- staða, hefðu hvílt á borgarsjóði. Skuldaaukning Félagsbústaða á ár- inu 2001 var rúmir 2 milljarðar. Skuldirnar á þvi eina ári hækkuðu úr 5.077 milljónum króna m.v. árs- lok 2000 í 7.109 milljónir í árslok 2001.1 fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir 866 milljóna króna skuldaaukningu Félagsbústaða. 2. Við samruna á veitufyrirtækj- um borgarinnar í ársbyrjun 1999, þ.e. við stofnun Orkuveitu Reykja- vikur (OR), voru millifærðar í einu lagi 4,0 milljarðar til lækkunar á skuldastöðu borgarsjóðs. Á verðlagi nú er sú fjárhæð um 4,6 milljarðar. Þessu til viðbótar var eignarhlutur Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Landsvirkjun að fjárhæð 14,6 millj- arðar færður til eignar hjá borgar- sjóði. Heildarmillifærslan var því yfir 20 milljarðar. Borgarsjóður nýt- ur nú arðs af eignarhluta sínum í Landsvirkjun í stað Orkuveitunnar. Rekstrarafkoma borgarsjóðs verður betri fyrir bragðið. 3. Til viðbótar stórfeUdum bein- um færslum milli borgarsjóðs og OR hefur arðtaka borgarsjóðs frá veitufyrirtækjunum verið meiri en hagnaðurinn öU árin frá 1994 að undanteknum tveimur árum. R-list- inn lét það verða sitt fyrsta verk, þegar hann tók við stjómartaumum í borginni, að u.þ.b. tvöfalda arð- töku frá veitufyrirtækjunum frá því sem verið hafði. Auðvitað er það ekkert annað en miUifærsla tU að bæta stöðu borgarsjóðs á kostnað OR og á kostnað íbúa nágranna- sveitarfélaganna sem kaupa orku og vatn frá OR. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.