Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 20
20 MIÐVKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Islendingaþættir_______________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Attatíu og fimm ára Engilbert Hannesson fyrrv. hreppstjóri á Bakka í Ölfusi 90 ára______t______________ Ragnheiöur Árnadóttir, Tjarnarbraut 13, Hafnarfirði. §5_ára_____________________ Ása G. Gísladóttir, Fannafold 125a, Reykjavík. 80 ára_____________________ Hulda Thorarensen, Öldugötu 61, Reykjavík. Sólveig Guömundsdóttir, Álfhólsvegi 38, Kópavogi. 75 ára Friðgeir Kristjánsson, 1 Bröttuhlíð 17, Hveragerði. 70 ára_____________________ Ólöf Hulda Sigfúsdóttir, Vesturbergi 114, Reykjavík. 60 ára_______________________ Atli Stefánsson, Háaleitisbraut 43, Reykjavík. Guöný Gunnarsdóttir, Heiðargarði 29, Keflavík. Sigurður Brynjólfsson, Stórahjalla 29, Kópavogi. Vilhjálmur Skarphéölnsson, Hliðarvegi 76, Njarðvík. 50 ára_______________________ íslelfur Árnl Jakobsson, Fagrahjalla 68, Kópavogi. Jón Friörik Jóhannsson, Hrannargötu 10, ísafirði. Kristján Örn Kristjánsson, Hólagötu 37, Njarðvík. Trausti Hauksson, Bakkastöðum 107, Reykjavík. Þorleifur Magnús Magnússon, Logafold 182, Reykjavík. Engilbert Hannesson, bóndi og fyrrv. hreppstjóri á Bakka í Ölfusi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Engilbert fæddist á Bakka og ólst þar upp hjá foreldrum sínum viö venjuleg sveitastörf. Hann fór til náms að Héraðsskólanum á Laugar- vatni og þaðan í búfræðinám að Bændaskólanum á Hvanneyri. Að loknu námi að Hvanneyri starfaði Engilbert hjá Búnaðarsam- bandi Dala- og Snæfellsness vor og sumar 1941, var verkstjóri hjá Framræslu- og áveitufélagi Ölfus- hrepps 1942 og starfaði síðan hjá heildsölufyrirtæki í Reykjavík til 1944. Engilbert keypti jörðina Bakka II í ölfusi af fóður sínum 1944 og hef- ur verið þar bóndi síðan. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Ölfusinga 1934, sat í stjórn þess um skeið, starfaði m.a fyrir félagið í sundlauga- og skóg- ræktarnefndum, sat í hreppsnefnd Ölfushrepps 1946-58, sat í skóla- nefnd Hveragerðisskóla fjögur kjör- tímabil, í sýslunefnd Ámessýslu í tuttugu ár, í gróðurvemdarnefnd Árnessýslu í tuttugu og fjögur ár, þar af tuttugu ár sem formaður, var formaður Búnaöarfélags Ölfus- hrepps í þrjátíu ár, sat í stjóm Bún- aðarfélagsins, í stjórn Ræktunar- sambandsins og um tima fram- kvæmdastjóri þess, var umboðs- maður Brunabótafélags íslands í Ölfushreppi 1973-89 og hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum. Engilbert var hreppstjóri í Ölfus- hreppi 1973-88, var umboðsmaður skattstjóraembættisins á sama tíma, var einn þeirra Hjallasóknarbænda sem átti stóran þátt í að hitaveita komst til Þorlákshafnar fyrir 1980 enda heita vatnið sótt í land Engil- berts að Bakka II. Engilbert var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf 1994. Fjölskylda Engilbert kvæntist 24.10. 1942 Ragnheiði Jóhannsdóttur, f. að Breiðabólstað á Síðu 7.5. 1916, d. 17.3. 1998, húsfreyju. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðssonar, fyrrv. bónda á Núpum, og f.k.h., Ragnheiðar Helgadóttur, d. 1916, húsfreyju. Fósturmóðir Ragnheiðar var Jó- hanna Magnúsdóttir húsfreyja, s.k. Jóhanns. Börn Engilberts og Ragnheiðar eru Jóhanna Ragnheiður, f. 22.2. 1945, fjármála- og rekstrarstjóri, hennar maður er Páll Jóhannsson en börn hennar eru Engilbert, f. 8.7. 1964, Sigurjón, f. 1.10. 1966, og Rann- veig Borg, f. 13.4. 1972; Valgerður Hanna, f. 19.10. 1947, leikskólakenn- ari, hennar maður er Garðar Guð- mundsson og eru börn hennar Ragnheiður, f. 6.5. 1971, og Engil- bert, f. 15.6. 1980; Guðmunda Svava, f. 12.7. 1952, næringarráðgjafi, gift Gunnlaugi Karlssyni. Bamabarna- böm Engilberts og Ragnheiðar eru sex talsins. Af systkinum Engilberts eru lát- in: Guðrún Lovisa, Magnús og Þórö- ur Valgeir. Systkini hans á lífi eru Guðmund- ur, smiður í Reykjavík; Jóna Maria, húsfreyja í Hveragerði. Fóstursystir Engilberts: Ásta Valdimarsdóttir, húsfreyja í Reykja- vík. Foreldrar Engilberts voru Hann- es Guðmundsson, f. 23.11. 1885, d. 10.12. 1958, fyrrv. bóndi að Bakka, og Valgerður Magnúsdóttir, f. 2.9. 1897, d. 4.11. 1954, húsfreyja. Engilbert verður að heiman á af- mælisdaginn. 40 ára_____________________ Aldís María Karlsdóttir, Flögusíöu 9, Akureyri. Biljana Micic, Lundarbrekku 10, Kópavogi. Finnur Guömundsson, Sandholti 40, Ólafsvík. Hrafnhildur I. Halldórsdóttir, Súluhöfða 18, Mosfellsbæ. Ingibjörg Magnúsdóttlr, Hraunbæ 102e, Reykjavík. Karl Gunnar Eggertsson, Torfufelli 13, Reykjavík. Kristján R. Kristjánsson, Esjugrund 11, Reykjavík. Kristján Vaitýr K. Hjelm, Skógar|ötu 2, Sauðárkróki. Loftur Ágústsson, Hraunbraut 35, Kópavogi. Ólöf Haröardóttir, Hólavegi 24, Sauöárkróki. Sigrún Þörarinsdöttir, Kvisthaga 3, Reykjavík. Sigursteinn Olgeirsson, Bjarnarstíg 9, Reykjavík. Aðvcntu- eiðiskrossar 12V - 34V Sent í póstkröfu Simi 431 1464 og 898 3206 Svavar Guölaugsson, Fögruhlíö, Fljóts- hlíð, lést fimmtud. 28.11. sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnús Pétur Þorbergsson málm- steypumaöur lést í New York laugard. 30.11. Jóhannes Guömundsson, Kelduhvemmi 7, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstud. 6.12. Björn A. Bjarnason frá Garði, Neskaup- stað, síðast til heimilis í Funalind 13, Kópavogi, andaðist sunnud. 8.12. Sigríöur Jóhannesdóttir frá Seyðisfiröi lést á Hrafnistu í Reykjavík laugard. 7.12. Lovísa Jóhannsdóttlr frá Skálum á Langanesi, Stýrimannastíg 13, Reykja- vík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, að kvöldi laugard. 7.12. Sextugur Einar Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri í Þorlákshöfn Einar Friðrik Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Auð- bjargar ehf., Skál- holtsbraut 5, Þor- lákshöfn, er sextug- ur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Borgar- firðinum og í Ölfus- inu. Hann fór ung- ur með móður sinni í Borgarfjörðinn þar sem hún var ráðskona hjá Guð- mundi Bergssyni. Þau giftust og fluttu síðan suður að Hvammi í Ölf- usi þar sem Einar ólst upp að hluta til ásamt því að hafa alist upp hjá móðurömmu sinni og afa í Reykja- vík. Einar byrjaði ungur til sjós. Hann stundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan skipstjórnarprófum 1964. Einar varð skipstjóri í Þorláks- höfn og kynntist þar eiginkonu sinni. Þau byggðu þar hús 1964 og hafa átt þar heima síðan. Einar keypti hlut í fyrirtækinu Auðbjörgu hf. 1971, ásamt tveimur öðrum aðilum, og einnig vélbátinn Amar ÁR 55 sem hann var skip- stjóri á til 1987. Þá fór hann í land til að sjá um fyrirtækiö eftir að hafa keypt allt fyrirtækið. Hann bætti við öðrum báti sem heitir Skálafell ÁR 50 1998. Auðbjörg ehf. hefur rek- ið fiskverkun frá 1980. Einar sat í hreppsnefnd 1982-94, var oddviti Ölfushrepps 1986-94, sat í stjóm Öldunnar og FFSÍ um skeið og sinnti þar ýmsum nefndarstörf- um. Hann situr í stjóm SÍF, Jarð- efnaiðnaðs, Lífeyr- issjóðs Suðurlands, og Eignarhaldsfé- lagsins. Fjölskylda Einar kvæntist 29.8. 1964 Helgu Jónsdóttur, f. 24.5. 1945, húsmóður. Hún er dóttir hjón- anna Jóns Péturs- sonar, f. 2.9.1914, d. 11.9. 1972, ökukenn- ara í Reykjavík, og Kristínar Kristó- fersdóttur, f. 22.11. 1913, d. 12.3. 1999, verkakonu. Böm Einars og Helgu eru Ár- mann, f. 14.1. 1964, útgerðarstjóri hjá Auðbjörgu, búsettur í Þorláks- höfn, kona hans er Ingveldur Jóns- dóttir, f. 18.11. 1969 aðstoöarkona tannlæknis, eru böm þeirra Jón Þór, f. 2.11. 1991, (fóstursonur Ár- manns) og Guðmundur Jökull, f. 14.12. 1998; Guðmundur, f. 7.2. 1965, d. 13.4. 1983; Eydis, f. 25.4. 1966, starfsmaður hjá Úrval-Útsýn, búsett í Reykjavik, dóttir hennar er Helga Ýr, f. 5.2. 1998; Sóley, f. 6.2. 1972, skrifstofustjóri hjá Auðbjörgu ehf., búsett í Þorlákshöfn, maður hennar er Guðbjartur Örn Einarsson, f. 30.10. 1969, skipstjóri, eru börn þeirra Einar Örn, f. 1.2.1995, og Atli Rafn, f. 26.9. 1998. Foreldrar hans vora Þrúður Sig- urðardóttir, f. 15.7. 1924, d. 28.9. 2000, og fósturfaðir, Guðmundur Bergsson, f. 2.6. 1915, d. 26.6. 2000. Einar og Helga munu taka á móti gestum í Versölum (Ráðhúsinu) í Þorlákshöfn fostudaginn 13.12. Húsið verður opnað kl. 19.00. Ingibjörg Jónsdóttir fyrrv. húsfreyja í Kjarnholtum Ingibjörg G. Jóns- dóttir, í Kjarnholt- um II í Biskups- tungum, varð sjötug í gær. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Skárastöðum í Fremri-Torfustaða- hreppi og ólst þar upp til tólf ára ald- urs er foreldrar hennar brugðu búi og fluttu að Hnausa- koti. Þar starfaði hún við hin ýmsu landbúnaðarstörf og það sem til féll á stóru heimili, til fmimtán ára ald- urs er hún sleppti heimdraganum og réðst til annarra starfa. Ingibjörg réð sig til vistar á vetr- um, fyrst hjá Bimi Sigurðssyni, lækni í Keflavík, í tvo vetur og síð- ar í tvo vetur hjá Sigurbimi i Vísi í Reykjavík. Þá ástundaði hún nám við kvöldskóla KFUM í Reykjavík. Á sumrum leitaði hún jafnan norður í sína heimasveit, réð sig til kaupamennsku og fleira sem til féll. Hún starfaði við Bændaskólann á Hvanneyri 1950-51 og útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum að Varma- landi 1952. Ingibjörg hóf aftur störf við Bændaskólann á Hvanneyri 1953-54. Þar kynnist hún manni sínum, en þau hófu búskap að Kjamholtum í Biskupstungum vorið 1959 og bjuggu þar til 1999 er hann féll frá. Fjölskylda Ingibjörg kvæntist á Pálma- sunnudag 1956 Gísla Einarssyni, f. í Kjarnholtum 2.5. 1932, d. 30.5. 1999, bónda og oddvita Biskupstungna- manna í tuttugu og fjögur ár. Foreldrar hans voru Einar Gíslason, bóndi í Kjarnholtum, og Guðrún Ingimars- dóttir, frá Efri- Reykjum í Biskups- tungum. Börn Ingibjargar og Gísla eru Einar, f. 18.12. 1955, um- boðsmaður Olíu- verzlunar íslands í Þorlákshöfn, dóttir hans er Guðlaug, f. 6.2. 1977 og er sam- býlismaður hennar Róbert Dan Bergmundsson, framkvæmdastjóri Toppnets í Þorlákshöfn, dætur þeirra em Sesselia Dan, f. 7.9. 1998, og Berglind Dan, f. 10.11. 2000, eig- inkona Einars er Sesselja Sólveig Pétursdóttir, f. 6.2. 1957; Jón Ingi, f. 28.5. 1959, framkvæmdastjóri í Reykjavík, dóttir hans og Huldu Dagrúnar Grímsdóttur er Inga Jara, f. 13.7. 1988, nemi í Kópavogi, sam- býliskona Jóns Inga er Hrönn Haf- steinsdóttir, f. 31.10. 1957; Gylfi, f. 13.12. 1962, fjármálastjóri í Reykja- vík, synir hans eru Gísli, f. 12.10. 1995, og Amar, f. 22.11. 2001, eigin- kona Gylfa er Oddný Mjöll Arnar- dóttir lögfræðingur; Jenný, f. 12.8. 1997, læknaritari í Kjamholtum II, sambýlismaður hennar er Bjami Bender Bjamason, f. 1.7. 1964, og er dóttir þeirra Hekla Bender, f. 12.8. 1997. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Sveinsson bóndi á Skárastöðum, Fremri-Torfustaðahreppi, og Jenný Guðmundsdóttir, húsfreyja að Skárastöðum. Tilkynning vegna afmælisgreina yfir hátíðarnar Um jól og áramót gilda aðrar reglur um skil á upplýsingum vegna afmælisgreina en þær sem greint er frá í bréfi til afmælisbarna. Upplýsingar vegna afmælisgreina, sem birtast eiga í jólablaði DV og í áramótablaði DV, þurfa að berast ættfræðideild eigi síðar en fimmtudaginn 19. desember nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.