Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Venables fær séns Ef hagur enska úrvals- fyrradag var ákveðið að eru dagar Venables lík- deildarliðsins fer ekki að vænkast verður Terry Venables knattspyrnu- stjóri látinn taka pokann sinn. Á stjómarfundi í bíða með næstu ákvarð- anir í málinu. Leeds mætir Malaga í UEFA- bikarnum á fimmtudag og ef Leeds verður undir lega taldir. Á mánudag mætir liðið Bolton í ensku úrvalsdeildinni. -JKS EM kvenna í handbolta: Stórsigur hjá Rússum Milliriðlakeppnin á Evrópu- móti kvenna í handknattleik hófst í Danmörku í gærkvöld. Stórleikurinn var á milli Rússa og Ungverja sem eru núverandi Evrópumeistarar. Rússar fóru á kostum í leiknum og sigruðu, 39-29. Marina Naoukovitch skor- aði 16 mörk fyrir Rússa og Irina Poltoratskaya 12 mörk. Noregur vann Tékkland, 27-20, eftir að staðan í hálfleik var 16-9 fyrir norska liðið. Katja Nyberg var markahæst Norð- manna með fimm mörk og þær Gro Hammersgeng og Vigdís Harsaker skoruðu fjögur hvor. Danir unnu Rúmena, 25-23, eftir að hafa haft yfir, 9-14, í leikhléi. Kristine Andersen gerði tíu mörk fyrir Dani. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Austurríki vann Úkra- ínu, 32-19, og skoraði Sylvia Strass sem leikur með ÍBV, fimm mörk í leiknum fyrir Austurriki. Frakkar unnu óvæntan sigur á Júgóslövum, 29-27, og Slóvenía sigraði Þýska- land, 30-26. -JKS Ipswich náði aðeins jöfnu Brighton og Ipswich skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu í gærkvöld. Bobby Zamora kom Brighton yfir rétt fyrir leikhlé en Jim Magliton jafnaði fyrir Ipswich tólf mínút- um fyrir leikslok. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vöminni hjá Ipswich. Ipswich er í 19. sæti í deild- inni með 23 stig en Brighton er sem fyrr í neðsta sætinu með 13 stig. -JKS Knattspyrna: Makelele farinn að ókyrrast Frakkinn Claude Makelele sér sæng sina ekki uppreidda í her- búðum Real Madrid öllu lengur. Samningur hans við félagið er senn úti og hefur Madrídarliðiö ekki boðið honum nýjan samn- ing. Ekki er víst að félagið vilji hafa hann lengur en það ætti að skýrast fyrir áramót. Honum finnst ekki félagið sýna sér virð- ingu en ekki er talið ólíklegt að Real Madrid láti hann fara berist tUboð í leikmanninn sem verði í kringum 600 miUjónir. -JKS Þj álfararáðstefna: Landsliðsþjálfarar í Finnlandi Landsliðsþjálfarar íslensku karlaliðanna í knattspyrnu sækja þessa dagana norrænt þjálfaranámskeið í Finnlandi. Ráðstefnan er ætluð landsliðs- þjáifumnum og toppþjálfurum á Norðurlöndunum, ásamt þeim sem sjá um þjálfaramenntun innan þessara landa. Þeir sem sækja ráðstefnuna eru Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, Atli Eðvalds- son landsliðsþjálfari, Ólafur Þórðarson, þjálfari u-21 karla, og Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari u-17 karla. -JKS Gull og heimsmet - hjá Kristínu Rós á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi Kristin Rós Hákonardóttir hóf keppni með glæsibrag á heims- meistaramóti fatlaðra í sundi i Argentínu í gærkvöld. Hún vann tU gullverðlauna í 100 metra baksundi, synti á 1:25,83 mínútum sem er um leið nýtt heimsmet. í undanrásum sundsins var hún með langbesta timann en þá synti hún vegalengdina á 1:26,98 mínútum. Kristín Rós keppir í dag í 100 metra skriðsundi og síðan næstu daga í 100 metra bringusundi, 200 metra fjórsundi og 50 metra skriðsundi. Bjarki Birgisson hefur keppni á fímmtudag í 100 metra bringusundi og um helgina i 200 metra fjórsundi og 50 metra flugsundi en þetta er fyrsta heimsmeistaramótið sem hann tekur þátt í. -JKS Jón Arnór Stefánsson að gera það gott hjá þýska körfuknattleiksliðinu Trier: Fín atvinna að leika körfubolta Það vakti töluverða athygli í Þýskalandi á dögunum þegar íslend- ingur var kjörinn leikmaður nóv- embermánaðar í þýsku úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Jón Arnór Stefánsson, sem gekk til liðs við Tri- er í upphafl þessa tímabils, hefur komið geysilega á óvart og leikið geysilega vel. Þeir sem þekktu til Jóns Arnórs hér á landi vissu vel yf- ir hvaða hæfileikum hann bjó og að- eins tímaspurning hvenær tækifæri byðist til að leika með erlendu fé- lagsliði. Þýska liðið bauð honum út til æfinga í sumar og eftir þriggja daga dvöl var honum boðinn eins árs samningur. Jón Amór, sem er aðeins tvítugur að aldri, á svo sann- arlega framtíðina fyrir sér og eru stærri félagsliðin i Þýskalandi þeg- ar farin að líta hýru auga til hans. Framganga hans með Trier hefur vakið athygli og orðið til þess að stóru kMbbamir fylgjast vel með þessum geðþekka íslendingi. I samtali við DV sagði Jón Arnór sér líka dvölin í Þýskalandi stór- kostlega vel. Honum liði vel hjá fé- laginu og það væri gott að búa i Tri- er. Gott að geta einbeitt sér að körfuboltanum „Mér hafði verið sagt að þýska deildin væri sterk og ég hef svo sannarlega komist að því sjálfur. Margir vilja meina að þýska deildin sé fjórða sterkasta deildin í Evrópu og þetta er því kjörin deild fyrir mig að hefja minn atvinnumannaferil í. Það er rosalega gott að geta einbeitt sér að körfuboltanum en ég hlakka samt til að hefja nám á ný en ég ætla i fjarnám eftir áramótin. Stefn- an mín er síðan að ljúka mennta- skólanáminu. Samt er það engu að síður fln atvinna að leika körfubolta og það hafði mann dreymt um í nokkur ár,“ sagði Jón Amór. Jón Amór sagði að liðið æfði tvisvar á dag. Á morgnana væru skotæfingar og eins væru leikmenn að lyfta töluvert í þessum tíma. Eft- ir hádegið hefði hann alveg tímann út af fyrir sig en klukkan fimm hæf- ist seinni æflng dagsins og stæði hún yfir til klukkan sjö. - Hvernig kom það til að þú fórst til þessa liðs? „Ég veit sjálfur ekki almennilega hvernig þetta kom upp. Umboðs- maðurinn vann þetta mál fyrir mig frá upphafi til enda. Ég æfði i nokkra daga með Trier i sumar og eftir það vildu þeir ólmir fá mig. Ég hafði einnig önnur lið í deiglunni en mér fannst rétta ákvörðunin að byrja hjá Trier eftir umhugsun. Það sem réð fyrst og fremst þeirri ákvörðun er að ég vissi að ég fengi að spila mikið og það var mikilvægt í mínum huga.“ Kastljósið hefur óneitanlegt beinst að Jóni Arnóri en hann sagði að það truflaði sig ekki og ef önnur lið væru að spyrjast fyrir um hann sæi umboðsmaður hans alfarið um þau mál. „Ég ætla að klára mitt tímabil með Trier og sjá svo til næsta sum- ar hvort maður færir sig eitthvað annað. Það var samt sem áður skyn- samlegast að byrja ferilinn hjá Tri- er.“ Hélt ég væri leikmaöur mánaöarins hjá Trier - Kom útnefningin á leikmanni nóvembermánaðar þér ekki óvart? „Það var mikill heiður og kom mér þægilega á óvart enda leika mjög sterkir leikmenn í deildinni. Ég hélt í fyrstu þegar tilkynnt var um útnefninguna að ég væri leik- maður mánaðarins hjá Trier. Félag- ar mínir sögðu svo ekki vera heldur hefði ég verið kjörinn leikmaður mánaðarins í deildinni sjálfri. Þetta var mikil uppörvun fyrir mig sem segir manni um leið að maður er að gera rétt. Mér hefur gengið vel og fengið að leika mikið. Ég hef leikið mikið í stöðu leikstjórnanda og hef þar af leiðandi verið með töluvert af stoðsendingum auk stigaskorsins." Markmið Trier í vetur verður að halda sæti sínu í deildinni. Umræða hefur þó verið um að fjölga I deild- inni um tvö og öll liðin í úrvals- deildinni í dag héldu sætum sínum. í borginni Trier er mikil körfubolta- hefð og áhuginn almennt á körfu- bolta í Þýskalandi er mikill. Fótbolt- inn er númer eitt en karfan og handboltinn koma þar á eftir. - Það verður ekki aftur snúið úr þessu og ef lukkan verður með þér verður körfuboltinn þín vinna næstu árin? „Auðvitað er stefnan hjá mér að vera atvinnumaður áfram. Ef guð lofar verður það næstu 10-15 ár. Þetta er spennandi starf og þegar manni gengur vel og er að bæta sig er þetta virkilega þess virði." - Nú er bróðir þinn Ólafur Stef- ánsson að gera góða hluti á sama tíma í handbojtanum hjá. Magdeburg. Hefur framganga ykkar bræðra ekki vakið athygli? „Það var ekki fyrr en nú á dögun- um sem fjölmiðlar komust að því að ég og Ólafur værum bræður. Ég hef heyrt ávæning af því að þýsk sjón- varpsstöð ætli að gera þátt um okk- ur bræður. Við Ólafur erum í góðu sambandi og hann kom til mín um daginn og sá mig í leik með liðinu. Það er svo mikið að gera hjá okkur að þetta var í fyrsta skipti sem við hittumst eftir að ég kom hingað út.“ Jón Amór sagði í lok samtalsins það mikinn skóla og lífsreynslu að fá tækifæri til að leika Þýskalandi. Maður stendur á eigin fótum og verður að bjarga sér,“ sagði Jón Amór Stefánsson. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.