Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 27
MIÐVKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 27 DV Nigel De Jong, varnarmaður Ajax, á hér í höggi við þá Emersen, t.v., og Christian Panucci, leikmenn Roma. Reuter Inter Milan með fullt hús í A-riðli Meistaradeildar Evrópu: Roma enn án stiga - Arsenal tapaði óvænt tveimur stigum gegn Valencia á Highbury Leikmenn Arsenal náðu aðeins jafntefli í viðureign sinni gegn Val- encia á Highbury í London í gær í meistaradeildinni í knattspymu. Úrslitin voru engan veginn sann- gjöm en bæði liðin fengu þó færi til að skora í leiknum, en leikmenn Arsenal fengu þau mun fleiri og hættulegri. Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, varð að fara af leikvelli eft- ir hálftíma leik vegna meiðsla. Fjörugt í lokin Siðari hálfleikurinn var mnn fjörugri en sá fyrri sem var slakur og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Palop í marki Valencia, hefðu leikmenn Arsenal eflaust get- að skorað fleiri en eitt mark í hálf- leiknum. Lið Valencia lenti einum manni undir þegar um 20 mínútur voru efti'r af leiknum, þegar Miguel Angel Angulo var vísað af leikvelli fyrir að slá Cygan í magann, beint fyrir framan danska dómarann Kim Milton Nielsen sem hafði enga aðra möguleika í stöðunni. Eftir atvikið réð Arsenal lögum og lofum á vell- inum. Það gekk á ýmsu á síðustu mínútum leiksins þar sem leikmenn Arsenal gerðu örvæntingarfullar til- raunir til að gera út um leikinn. AUt kom þó fyrir ekki og Arsenal tapaði þar ósanngjamt tveimur stig- um. Hamingjusamur maður Þjálfari Valencia, Rafael Benitez, var hamingjusamur maður eftir leikinn. „Þetta er mikilvægt stig fyr- ir okkur. Þetta var leikur sem við hefðum bæði getað unnið og tapað, en miðað við allan vandræðagang- inn hjá okkur í lokin er ég mjög ánægður með þetta.“ Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, var heldur ekki ósáttur. „Þetta var frábær leikur mjög sterkra liða. Lið mitt á heiður skilinn fyrir það hvernig það lék og baráttuna í leikmönnum þess. Við hræðumst engan, en þegar komið er á þetta stig eru liðin orðin það góð að úrslitin i riðlinum ráðast ekki fyrr en í lokaumferðinni. Ég er viss um það. Það er auðvitað svekkjandi að vinna ekki, en við erum efstir í riðlinum með Ajax og ég vonast til að við komumst áfram úr riðlinum," sagði Wenger. Hann hrósaði mark- verði Valencia í hástert. „Hann var hreint frábær í markinu í kvöld og hann á hrós skilið.“ Roma í vanda ítölsku meistararnir í Roma eru enn án stiga í B-riðlinum, en liðið tapaði á útivelli gegn Ajax, 2-1. Ajax hefur hins vegar nælt sér í tjögur stig og ætlar sér greinilega að taka fullan þátt í baráttunni á toppi riðils- ins. Það var sænski landsliðmaður- inn Ibrahimovic sem gerði fyrra mark Ajax, eftir háðugleg mistök Antonioli í marki Roma og Finninn Jari Litmanen kom Ajax í 2-0 um miðjan síðari hálfleik. Það var hinn „leiksoltni" Gabriel Batistuta sem minnkaði muninn á síðustu mínút- mn leiksins. Leikmenn Ajax léku eins og þeir sem valdið höfðu í fyrri hálfleik, þrátt fyrir mikil meiðsli, en þeir hleyptu Roma aðeins meira inn í leikinn i síðari hálfleik, án þess þó að komast í einhver vandræði. Sluppu í lokin Inter lagði Leverkusen að velli í A- riðlinum, 2-1. Það má segja að Inter hafi lagt grunninn að sigrinum á fyrsta hálftíma leiksins með tveimur mörkum frá Luigi Di Biagio. Leik- menn Leverkusen voru sterkari aðil- inn í síöari hálfleik en urðu fyrir því óláni að gera sjálfsmark 10 mínútum fyrir leikslok. Leikmenn Leverkusen gerðu allt hvað þeir gátu undir lokin og náði varamaðurinn Franca að skora á lokamínútum leiksins. Þeir náðu reyndar að skora annað mark, þar var að verki Bernd Schneider en hann gerði markið með hendi og það var dæmt af. „Ég er ánægður með það áræði sem leikmenn mínir sýndu í kvöld. Við náðum að loka vel á andstæðingana og sækja hratt á þá,“ sagði Hector Cuper. Klaus Toppmuller, þjálfari Leverkusen, bar sig þó vel þrátt fyr- ir stigaleysið. „Við erum ekki út úr keppninni. í fyrsta riðlinum töpuð- um við fyrstu tveimur leikjunum, en ég sagði allan tímann að við gætum komist áfram sem gerðist.“ -PS Sport MEISTARADEILDIN A-riðiU úrslit Barcelona-Newcastle...frestað Inter Milan-Leverkusen...3-2 1- 0 Di Biagio (15.), 2-0 Di Biagio (36.), 2- 1 Zivkovic (63.), 3-1 Butt (80. sjm.), 3- 2 Franca (90.) Staðan Inter Milan 2 2 0 0 7-3 6 Barcelona 1 1 0 0 2-1 3 Leverkusen 2 0 0 2 3-5 0 Newcastle 1 0 0 1 1-4 0 B-riðill úrslit Ajax-Roma..................2-1 1-0 Ihrahimovic (11.), 2-0 Litmanen (66.), 2-1 Batistuta (89.) Arsenal-Valencia...........0-0 Arsenal 2 Staðan 1 1 0 3-1 4 Ajax 2 2 1 0 3-2 4 Valencia 2 0 2 0 1-1 2 Roma 2 0 0 2 1-3 0 Schalke steinlá Þýska liðið Schalke steinlá fyrir pólska liðinu Wizla Krakow á heimvelli sínum í Schalke í UEFA- keppninni, eða Evrópukeppni félagsliða. Lokatölur í leiknum urðu 1M, en fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. Wizla Krakow sigrar því samanlagt 2-5 og er komið áfram í 4. umferð keppninnar, sem er nokkuð óvænt þar sem Schalke hefur þótt vera með mjög sterkan heimavöll. -PS Bergkamp hættur við að hætta? Dennis Bergkamp heldur þeim möguleika opnum að halda áfram að leika með Arsenal i eitt ár enn, en hann hefur stefnt að því að hætta eft- ir yflrstandandi keppnistímabil. Hann „Ég sagði fyrir tímabilið að ég ætlaði að skoða málið eftir tímabilið, en eins og staðan er núna finnst mér ég alveg geta leikið í eitt ár enn. Ég ætla hins vegar að enda ferilinn hjá Arsenal því ég ætla að hætta á toppnum í stað þess að fara að leika með lakari liðum i einhvern tíma,“ sagði Bergkamp. - Brann lækk- ar launin Talsmaður leikmanna Brann seg- ir að liðið hyggist lækka laun um 10% fyrir næsta keppnistímabil og það sé gert til að lækka kostnað, en eins og komið hefur fram er fjár- hagsstaða félagsins slæm. Þá hafa nokkrir leikmenn verið leystir und- an samningi. Talsmaður félagsins neitar þessum fréttum. Framtíð Teits Þórðarsonar, þjálf- ara liðsins, er enn óráðin, en hann hefur á undanfómum vikum verið orðaður við önnur félög, svo sem AIK i Svíþjóð. -PS í Barcelona Leik Barcelona og Newcastle í meistaradeildinni í knattspyrnu var frestað vegna veðurs. Það hafði rignt gríðarlega síðasta sólarhring- inn fyrir leikinn, en um miðjan dag í gær stytti aðeins upp. Fjórum tím- um fyrir leikinn í gær var þá ákveð- ið að leikurinn færi fram, en rétt áð- ur en leikur átti að hefjast byrjaði að rigna á ný. Leikurinn hefur verið settur á að nýju í kvöld, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Bobby Rob- son, framkvæmdastjóra Newcastle, þar sem hann spókar sig á Neu Camp í rigningunni, þá rigndi mik- ið i Barcelona i gær. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.