Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 29
MIÐVKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Sport 29 Skoti í skoðun hjá Þrótturum Úrslit í NBA í nótt Washington-Portland ......79-98 Hughes 17, Stackhouse 14, Jordan 14 - Pippen 14, Anderson 14, Wallace 13 New York-Seattle .........97-80 Houston 25, Thomas 22, Ward 12, Eisley 12 - Payton 20, Radmanovic 17 Miami-Memphis............96-107 Jones 33, House 15, Carter 9, James 9 - Gooden 25, Person 24, Gasol 24, Wright 15 Chicago-Orlando..........107-87 Rose 28, Marshall 15, Fizer 15 - McGrady 26, Garrity 17, Miller 16 Dallas-LA Clippers......122-95 Van Exel 24, Finley 24, Nash 17 - Brand 20, Richardson 16, Wilcox 10 Houston-Sacramento.......103-96 Francis 32, Ming 17, Mobley 14 - Webber 30, Jackson 27, Jackson 10, Clark 10 Golden State-LA Lakers . .106-102 Richardson 26, Arenas 25, Jamison 17 - O’Neal 36, Bryant 19, Horry 16 Tvíframlengja þurfti viðureign Milwaukee og Cleveland í fyrrinótt og fór svo að lokum að Milwaukee hafði betur. Það vakti óneitanlega nokkra athygli að Milwaukee skoraði 140 stig en nokkuð er síðan lið hefur skorað jafnmikið í einum leik. Sam Cassell átti stjömuleik fyrir Milwaukee, skoraði 39 stig, tók 10 frá- köst og var með 10 stoðsendingar. Eina framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leik Boston og Or- lando og var þetta fjórtándi sigur liðs- ins á tímabilinu. Boston er í öðru sæti Atlandshafsriðilsins en Phila- delphia er í efsta sæti. Dallas, sem leikur í miðvesturriölin- um, er með langbesta vinningshlut- fallið í deildinni. Liðið hefur unnið 19 leiki og tapað tveimur. -JKS Svo gæti farið að nýliðar Þróttara í Símadeildinni i knattspymu fengju til sín skoskan leikmann. Leikmaðurinn sem hér um ræðir heitir Paul Lindsay og æfði hann á dögunum með liðinu. Lindsey, sem er 22 ára gamail, er ekki á samningi í vetur en lék á sinum tima með 16 ára landsliði Skota. Hann getur bæði leikið i vöm og á miðjunni. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, sagði í samtali við DV i gær að sér hefði litist vel á leikmanninn. „Mál gætu allt eins þróast þannig að við gerðum samning við Lindsay en hann sýndi áhuga á að koma og leika með okkur á næsta tímabili. Áður en það verður að veruleika þarf að ganga frá nokkrum málum. Annars erum við bara rólegir hvað leikmannamálin varðar. Ég tel okk- ur vel í sveit setta í þeim efnum, höldum okkar leikmönnum frá síð- asta tímabili en spumingin er hvað við gerum varðandi skoska leik- manninn," sagði Ásgeir Elíasson. -JKS Evrópumeistaramótið í sundi: Sarah Poewe keppir fyrir Þýskaland Sarah Poewe mun á Evrópu- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug keppa undir flaggi Þýskalands. Á heimsmeistara- mótinu innanhúss fyrir tveimur árum varð hún heimsmeistari í tveimur greinum en þá keppti hún fyrir hönd S-Afríku. Faðir hennar er Þjóðverji en fyrir skemmstu var gengið frá því að Poewe keppti framvegis fyrir Þjóðverja. Það er mikill fengur fyrir þýska liðið að fá þessa sterku baksundskonu en hún mun styrkja boðsundssveit landsins til muna. Þvf er spáð að mjög góður ár- angur muni nást á Evrópumót- inu sem hefst í Þýskalandi á morgun. Á síðustu dögum hafa nokkrir heimsfrægir sundmenn verið að afboða sig. Þar má nefna Ólymp- íumeistarann Pieter van den Hoogenband og Inge de Bruijn frá Hollandi. Þýsku stúlkurnar Franziska van Almsick og Sandra Wölker verða fjarri góðu gamni og einnig Rússinn Alex- ander Popov. Öll eiga þau við meiðsli að stríða. -JKS Arnar sigraði á sterku poolmóti burði Arnars í leiknum og var sigur- inn aldrei í hættu. Öllu meira spenn- andi var að fylgjast með „sænska Is- lendingnum" Ingvari Geirssyni en hann hafði spilað gríðarlega vel allt mótið. Hann mætti Kristjáni i hinum undanúrslitaleiknum. Ingvar kom öllum á óvart með þvi að sigra, 3-1. Glæsilegur árangur hjá honum. Arnar undirstrikaði hins vegar yf- irburði sína í þessari skemmtilegu iþrótt og sigraði Ingvar örugglega 4-2 eftir að hafa komist í 3-0 þar sem Ingvar sat nánast allan tímann og horföi á glæsilega tilburði mótspilara síns og gat lítið að gert. Kristján sigraði Jóhannes 4-1 í leik um þriðja sætið. I stuttu spjalli við sigurvegarann eftir leikinn sagði hann að mótið hefði verið hið skemmtilegasta þó að hann hafi nú fyrir fram búist við meiri mótspyrnu frá hinum keppend- unum í mótinu sem var firnasterkt. „Ingvar stóð sig vel enda sigraði hann bæði Ingvar Halldórsson og Kristján Helgason. Það var ljúft að vinna Jóhannes þar sem hann hafði betur á móti mér í síðasta stigamóti meistaraflokks í snóker. Það kom ekkert annað en sigur til greina í dag,“ segir Arnar og brosir. Spurður hvað væri fram undan sagði hann að núna væri undirbún- ingur fyrir Norðurlandamótið í snóker að hefjast en það fer fram í Helsinki í Finnland í febrúar. „Við töpuðum Norðurlandameist- aratitlinum í fyrra, bæði í einstak- lings- og liðakeppni, eftir að hafa hampað þeim báðum tvö árin þar á undan. Núna sendum við okkar sterkasta hóp og titlarnir tveir verða teknir af Finnunum á þeirra eigin heimavelli. Það er alveg á hreinu,“ segir Arnar grimmur á svip. Risa-poolmót var haldið á vegum World Games og voru úrslitin spiluð um helgina á Snóker- og Pool-stof- unni. Voru margir mættir til að fylgj- ast með enda saman komnir bestu poolspilarar landsins. í riðlakeppninni voru þrír spilarar í sérflokki en þeir voru Kristján Helgason, atvinnumaður í snóker, Jóhannes B. Jóhannesson, þrefaldur íslandsmeistari í snóker, og síðast en ekki síst Amar Petersen sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins og undirstrikaði það enn og aftur að hann er án efa besti poolspilari okk- ar íslendinga nú. Þessir þrír, sem allir eru lands- liðsmenn í snóker, komust eins og búast mátti við 1 undanúrslit móts- ins. Arnar og Jóhannes mættust í öðrum leiknum og sigraði Arnar, 3-2. Úrslitin gefa varla til kynna yfir- Arnar Petersen, sigurvegari á stórmóti í pooli um helgina. Munið að slökkva á kertunum Munið eftir að slökkva á öllum kertum áður en við göngum til náða. Rikislögreglustjórínn ORYGGIS CT :net ln wmL LÖGGILDINGÁRSTOFA Rauði kross íslands SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1,1 —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.