Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 32
s «* Félagiö HMY Airways millilendir hérlendis: Tvö kanadísk fé- lög í íslandsflug - samningar í gangi um daglegt flug Hugsanlega munu tvö kanadísk flugfélög bjóða upp á flug á milli ís- lands og Kanada í sumar. HMY Airways í Kanada hefur þegar ákveð- ið að hefja flug á miili Kanada og Evrópu með millilendingu á íslandi 16. desember. í fyrstu verður ekki um farþegaflutninga milli landanna að ræða en samningaviðræður við sijómvöld em nú í gangi. Gert er ráð fyrir að fljúga frá Vancouver og Cal- gary til Manchester í Englandi með millilendingu á Keflavíkurvelli. Þá er samkvæmt heimildum DV annað kanadískt flugfélag, Canada West, nú í burðarliðnum. Ef fjármögnun þess gengur upp er ráðgert að það hefji flug milli Evrópu og Kanada í sumar og þá væntanlega einnig með milli- lendingu á íslandi. Umboðsmaður HMY Airways er Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, en hann var einnig með umboð fyrir Canada 3000 sem hætti að hafa viðkomu á íslandi á sínum tíma vegna hárra þjónustugjalda. Steinþór segir gríðarlegan áhuga vera á þessu flugi, en verið er að semja við íslensk og kanadísk yfirvöld um heimild til að flytja farþega á milli landanna. Þó félagið hefji millilending- ar hér 18. desember liggja ekki fyrir heimildir til að flytja farþega á milli Kanada og íslands. Eigi að síður mun félagið nýta sér flugþjónustu hérlendis sem Steinþór segir nú vera mjög hag- stæða og komi til með að skapa hér fjöl- mörg störf. Hann segist bjartsýnn á að leyfi stjórnvalda fáist og mun farþega- flug félagsins á milli Kanada og Islands þá væntanlega hefjast í mars. Ekki er þó gert ráð fyrir daglegu flugi fyrr en undir lok apríl, en með vorinu verður einnig bætt við áfangastöðum félagsins í Evrópu. Flogið er á Boeing 757-200, sams konar vélum og Flugleiðir nota. HMY Airways átti upphaflega að heita MY Airways, en ekki fékkst heimild til þess. Félagið hóf starfsemi fyrir þrem vikum með flugi til Mexíkós og eru lykilmenn félagsins margir af fyrrum starfsmönnum Canada 3000. Auk þess að fljúga ffá Vancouver þar sem fyrirtækið hefur aðsetur, flýgur fé- lagið frá Calgary og Edmonton Steinþór segir að fargjaldastefna fé- lagsins verði með líkum hætti og hjá Canada 3000. Því geri hann sér vonir um að hægt verði að bjóða upp á far- gjöld til og frá Vancouver á innan við 50 þúsund krónur. Ekkert reglubundið flug er í dag frá íslandi til Vancouver né annarra viðkomustaða í Kanada. - sjá einnig bls. 2. -HKr. Seinheppnir þjófar á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd: Festu bílinn í drullu og skildu þýfið eftir Innbrotsþjófar lentu í hremming- um á dögunum þegar þeir reyndu að komast á brott með þýfi eftir inn- brot í golfskála á Vatnsleysuströnd. Þeir festu bíl sinn í drullu og urðu að skilja hann og þýfið eftir. Mennimir brutust inn í golfskála Golfklúbbs Vatnsleysustrandar- hrepps i skjóli nætur og létu greip- ar sópa á skrifstofu golfskálans. Þeir höfðu meðal annars á brott með sér tölvu- og tækjabúnað. Að því búnu fóru þeir á skrifstofu sókn- arprestsins á Kálfatjöm sem er í nærliggjandi húsi. Þar var engu stolið en rótað í innanstokksmun- um. Enginn íbúi er á Kálfatjörn og því voru engin vitni að innbrotinu. Að sögn rannsóknardeildar lög- reglunnar í Keflavík, sem kom á vettvang morguninn eftir, fannst bíll skammt frá sem var fastur í drullu. Ekkert fannst við leit í hon- um en spölkom frá fannst annar bill. Sá var númerslaus og við leit í honum fannst þýfið. Liklegt þykir að þegar innbrotsþjófunum var ljóst að bíll þeirra færi ekki lengra hafi þeir freistað þess að koma núm- erslausa bílnum í gang. Það gekk hins vegar ekki upp og því hafi þeir brugðið á það ráð að skilja þýfið eft- ir og haldið fótgangandi og tómhent- ir frá Kálfatjöm. Rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík fer með rannsókn málsins. Að hennar sögn hefur þýfmu verið skilað til Golíklúbbsins. Mennimir eru hins vegar ófundnir en lögregla kveðst hafa fengið vísbendingas um hvaða menn voru þarna á ferðinni. -aþ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Hart kveöist á Um átta hundruð manns voru á kvæðaþingi á Selfossi í gærkvöld. Þar öttu kappi annars vegar þingmennirn- ir Halldór Blöndal, Steingrímur J. Sig- fússon og Jón Kristjánsson og hins vegar Hákon Aðalsteinsson, Hjálmar Jónsson og Flosi Ólafsson. Að lokum stóð Steingrímur uppi með vísu kvöldsins úr þingliðinu en Hákon Að- alsteinsson með vísu almenningsins: Snjúlaust er á háum hólum hiti alls staöar Guóni spáir grœnum jólum gjöf til framsóknar. Von um 300 rjúpur Orri Vigfússon, sem hefur fengið leyfi til þess að flytja inn allt að 6000 ijúpur frá Grænlandi, segist vera vondaufur um að fá eitthvert umtalsvert magn af þeim fyrir jól, kannski fáist 200 til 300 rjúpur, síðustu dagana fyrir jól. Aðeins er búið að skjóta um 300 ijúpur á Græn- landi. Þótt farið sé að snjóa sem þýði jafnan meiri veiði séu veður vond og það hindri ekki aðeins veiði, heldur einnig samgöngur milli landanna. Orri ætlar að fara ffam á ffamleng- ingu á leyfmu til loka marsmánaðar 2003. Alltaf megi borða góðan mat, það sé ekki bundið við jólahátíð. -GG Yfir til jóla 150 fyrirtæki 91 EH H!í/HUI EVHIH JÚLIN Krónan styrkist verulega: Dollarinn er 23,6 krón- um lægri en í fyrra Demantar, °9 skínandi gull #d! A é>í Sími: 533 5040 - www.allianz.is ER EKKI RETT AÐ JESÚ5 ÚTDEILI! íslenska krónan heldur áfram að styrkjast gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. Fyrir opnun mark- aða í morgun var miðgengi Banda- ríkjadollars t.d. skráð samkvæmt lokagengi í gær á 84,33 krónur en var fyrir mánuði á 86,03 krónur. Fyrir einu ári, eða þann 10. desem- ber 2001, var dollarinn hins vegar skráður á 107,91 krónu. Hefur doll- arinn því lækkað milli ára um 23,58 krónur. Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast verulega síðustu misseri og síðasta mánuðinn hefur krónan enn tekið kipp gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Fyrir um mánuði, eða föstudaginn 8. nóvember, eða síðasta skráningardag fyrir 11. nóvember var miðgengi Banda- ríkjadollars skráð hjá Seðlabanka íslands á 86,03 krónur en var við lokun markaða i gær (10. des.) á 84,33 krónur. Sterlingspundið breska var þann 8. nóvember skráð á 136,34 krónur en var í gær skráð á 133,43 krónur. Þá var evr- an skráð þann 8. nóvember á 87,01 krónu en við lokun markaða í gær á 85,46 krónur. Hefur þessi viðsnúningur gjör- breytt skuldastöðu fyrirtækja og op- inberra aðila sem hafa lán í erlendri mynt og innkaup eru nú mun hag- stæðari en áður. Á móti kemur að ekki fæst jafnverðmætur gjaldeyrir gagnvart krónu fyrir íslenskar af- urðir á erlendum mörkuðum eins og fisk. -HKr. DV-MYND GVA Grunnur að nýju hóteli Viö hlið gömlu Morgunblaöshallarinn- ar í Aðalstræti er nú veriö að vinna viö grunn að nýju sex hæöa hóteli Lindarvatns ehf. Hóteliö er teiknaö af Guöna Pálssyni arkitekt og er þar gert ráö fyrir 79 herbergjum. Mun þaö veröa í ekki ólíkum stíl og Tops- hop-húsiö þar sem Nýja bíó stóö áöur viö Lækjargötu. k myndinni má einnig sjá aö búiö er aö rífa millibyggingu viö Geysishúsiö sem er í eigu Minja- verndar. Þar á aö rísa glerbygging sem kemur til meö aö hýsa Höfuö- borgarstofu. Reykjavikurborg lagöi Geysishúsiö á sínum tíma inn í sjálfs- eignarfélagið Minjavernd. Félagiö hef- ur unniö aö endurbyggingu margra húsa í Reykjavík meö glæsilegum árangri. Sjálfvirk slökkvítækí fyrir sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 ■ Kópavogi Innflutningur og salo • www.hblondol.com ,/■ ■ / • i * SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is EINN EINNTVEIR neyðarlInan LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ Viðbótarlífeyrissparnaður Alllanz (fií) Loforð er loforð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.