Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 Fréttir Útlendingaeftirlitið í Dóminíska lýðveldinu kom íslenskum skákmönnum í stórvandræði: ísland óþekkt - okkur var haldið nauðugum - íslendingarnir voru á leið til New York og var ekki hleypt út í vél American Airlines Stjómarmanni í Skáksambandinu og tveimur öðrum íslenskum skákmönn- um var haldið nauðugum á flugvellin- um í Santo Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins á sunnudags- morgun og fram eftir degi. Útlendinga- eftirlitsmenn vom mjög tortryggnir í garð mannanna, sögðust ekki vita hvað ísland væri, vefengdu íslensk vegabréf og höfðu þá í haldi á meðan vél Amer- ican Airlines, sem þeir vom að fara með til New York, var flogið í burtu. Einar Kristinn Einarsson er einn skákmannanna en með honum var fé- lagi hans, Kjartan Guðmundsson og Haraldur Baldursson, stjómarmaður í Skáksambandinu. Einar segir þá félaga hafa orðið fyrir tjóni upp á um hundrað þúsund krónur, fyrir utan tafir, óþæg- indi, skömm og niðurlægingu. Hvað er ísland? „Við vorum að koma af gríðarlega sterku skákmóti í Boca chia. Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari ætlaði reyndar að koma með okkur en hann er heppinn að hafa ekki gert það,“ segir Einar. „Við komum fyrst inn í flugstöðina í Santo Domingo en við vorum fara til New York með American Airlines. Við vorum með miða, tékkuðum okkur inn og fórum svo í vegabréfaeftirlit. Okkur var vísað til yfirmanns Imigration - hann reyndist ótalandi á enska tungu. Nú upphófst mikil rekistefna um hver fjárinn ísland væri eiginlega. Mennimir skoðuðu passana í bak og fyrir, athuguðu hvort myndimar væm falsaðar - þeir sögðust aldrei hafa séð neitt þessu líkt.“ American Airlines óvinveitt Einar telur að aðalvandinn hafi falist í að íslendingamir voru að fara til Bandaríkjanna - reyndar þaðan sem þeir komu tíu dögum áður. „Þegar við höfðum beðið í einn og hálfan klukkutíma þama inni í hita og óþægindum kom fulltrúi frá American Airlines. Ekki vildi hann túlka fyrir okkur þótt við bæðum hann um það. Vegabréfseftirlitsmennimir fóra síðan að skoða hótelreikninga okkar, greiðslu- kort og fleira. Þeir hlógu mikið að því sem við höfðurn keypt á hótelinu og ætl- uðu einhverra hluta vegna að taka Visa- kortið af Haraldi. Hann gaf sig þó ekki og sleppti því hvergi." Einar segist hafa óskað eftir að fá að hringja i sendiráð fslands í Washington og ef ekki þangað þá í sendiráð Banda- ríkjanna í Santo Domingo. Alvæpni í klósettferðum „Okkur var neitað um öil simtöl og fluttir í annað herbergi þar sem við vor- um látnir dúsa. Ef við þurftum að fara á klósettið fylgdi vopnaður vörður okkur. Svo fór vélin til New York um klukkan hálftiu um morguninn og ferð okkar áleiðis til íslands var strax komin í hnút,“ segir Einar. Áfram héldu íslendingamir í varð- haldinu. Næsta vél átti að fara frá Santo Domingo klukkan 12.20. Útilokað var að þeir kæmust með henni enda voru að- eins tvö sæti laus þar. „Loksins ákvað útlendingaeftirlits- maðurinn að hringja sjálfur í sendiráð Bandaríkjanna. Sendiráðsmaðurinn krafðist þess að fá að tala við mig. Síð- an spurði hann einfaldlega hvort ég þekkti til herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Ég hélt nú það - faðir minn vinnur meira að segja þar. Síðan leyst- ust hlutimir loksins - Bandaríkjamenn- imir björguðu okkur. En nú urðum við að fljúga til Flórída og þaðan áfram til Boston til að ná vél til íslands og allt á eigin kostnað," segir Einar. „Okkur var haldið nauðugum, neitað um að hringja og mennimir héldu greinilega að við værum frá einhveiju landi, óvinveittu Bandaríkjunum. Við vorum með gildan miða frá Icelandair - þeir héldu bara að þetta væru fólsuð gögn. Þetta var alveg með ólíkindum," sagði Einar Kristinn Einarsson. -Ótt Eldisræktun á rjúpu ekki sögð myndu skaða rjúpnastofninn: Ráðherra segir rjúpna- rækt kærkomna búgrein - þyrfti að breyta lögum sem eru „barn síns tíma“ Hlemmur frumsýndur Ólafur Sveinsson frumsýndi í gærkvöld heimildarmynd sína um Hiemm. Frumsýn- ingargestir fögnuðu ákaft í iok myndar en stjörnurnar stigu ekki á sw'ð gagnstætt venju - heldur glöddust með höfundi á Grand Rokk þar sem boðið var upp á ______bjór. Sjá gagnrýni bls. 21._ Gripinn með vítamín Lögreglan i Reykjavík handtók í morgun innbrotsþjóf sem hafði látið greipar sópa í heilsuvöruverslun í Vesturbænum. Þjófurinn var vel tækj- um búinn því hann beitti borvél til að losa útihurð verslunarinnar. Öryggis- vörður sá til hans og gerði lögreglu við- vart. Hvort bætiefhaskortur hijáði þjófinn skal ósagt látið en hann náðist skömmu síðar - og reyndist vera með töluvert magn vítamína og bætiefna á sér. Hann var færður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag. Vítamin- þjófurinn mun ekki vera að koma í fyrsta sinn við sögu lögreglunnar í Reykjavik. -aþ Skúli Magnússon, fasanaræktandi á Tókastöðum á Héraði, segir að ræktun rjúpu ætti ekki að vera vandamál hér- lendis. Erlendis gangi orrarækt vel en það er fugl skyldur ijúpunni. Alvarleg- ar vísindalegar tilraunir til rjúpna- ræktar hafa ekki verið gerðar á íslandi en Skúli segir að menn hafi stundum tekið rjúpnaunga og sett þá með venju- legum íslenskum hænum og haft þá lausgangandi. Þeir hafa margir hverjir lifað fram á haustið en oftar en ekki drápust þeir fljótlega. „Bóndi norður í Eyjafirði gerði tvær tilraunir en hann var of seinn að taka rjúpnaunganna inn um haustið, því um leið og fyrsti snjórinn kom í Kald- bak flugu ungamir burtu. I Skandinav- íu er verið að ala hæsnfugla, aðallega orra, með ágætum árangri og með smá- vegis aðstoð fræðimanna ætti það að vera hægt. En löggjöfm bannar rjúpna- rækt á íslandi svo það þarf að fá leyfi til rjúpnaræktar," segir Skúli. Veiðileyfi á fuglinn Skúli veltir vöngum yfir því hvort Rjúpnaræktun Fasanabóndinn á Tókastööum á Héraöi segir þaö ekki vandamál aö rækta rjúpur hérlendis. eldisrjúpa hefði sama bragð og villt ijúpa, hvort villibragðið héldi sér. Velta megi einnig vöngum yfir hvort ekki mætti ala ijúpu eins og gert er með fasana erlendis, þ.e. ala fuglinn og sleppa síðan út í náttúrana og gefa sið- an út veiðileyfi á fuglinn. í Bretlandi er um 20 milljónum fasana sleppt árlega og síðan kaupa menn veiðileyfi. Þannig yrði rjúpan í náttúrlegu umhverfi þeg- ar hún yröi veidd. Það getur Skúli ekki gert með fasanana sem hann ræktar - segir að allt sé bannað á íslandi. En yf- irvöld verði að taka afstöðu til þess hvort ijúpnaræktun verði leyfð. Þykir vænt um rjúpuna Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að ekkert sé því til fyrir- stöðu að leyfa ræktun á rjúpu, þetta sé hænsnfugl og yrði bara kærkomin aukabúgrein og ekkert athugavert við þann búskap. Bann sé eitthvað sem sé barn síns tima enda sé enginn munur á því að rækta rjúpu, gæs, önd eða t.d. kalkún. „Það er kannski spuming hvort þetta yrði eins heillandi jólamatur ef þetta væri ekki villiijúpa. Kannski hyrfi villibragðið. Ég hef aldrei borðað rjúpur um jólin því mér þykir of vænt um þennan fúgl til þess að borða hann,“ segir landbúnaðarráðherra. -GG Stuttar fréttir Fullkomin sprengjuleit Fullkomið öryggis- og sprengjuleit- arkerfi verður tekið í notkun í Leifs- stöð um áramótin. Búnaðurinn var kynntur í gær og undirritaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra nýja neyðaráætlun fyrir Keflavíkurflug- völl af því tilefni. Búnaðurinn kostar um 210 milljónir og verða allur inn- ritaður farangur gegnumlýstur. Ál úr álgjalli Fyrirhugað er að álfyrirtækið Alur ehf. byggi upp verksmiðju í Helguvik í Reykjanesbæ. Frum- kvöðlar fyrirtækisins hafa þróað viðskiptahugmynd sem byggist á því að vinna ál úr álgjalli sem fell- ur til í Straumsvík og á Grundar- firði. mbl.is greindi frá. Gegn klámvæðingu Samráðshópur um klámvæðingu veitti í gær Guðrúnu Gunn- arsdóttur sjónvarps- manni viðurkenn- ingu fyrir að veita viðspyrnu gegn klámi. Guðrún neit- aði sem kunnugt er að taka viðtal við klámmyndastjörn- una Ron Jeremy á dögunum. Áritun álsamnings Samninganefndir Alcoa og Landsvirkjunar funduðu í húsa- kynnum Álcoa í Iðnaðarmannahús- inu í gær. Stefnt er að áritun samn- inganna í dag. mbl.is greindi frá. Skjálftar í Mýrdalsjökli Jarðskjálftar mældust í Goða- bungu í vestanverðum Mýrdalsjökli í gær og fyrradag. Alls komu fjórir skjálftar fram á mælum Veðurstof- unnar í gær og mældist sá stærsti 2,6 á Richter. Sjónvarpsefni textað Tómas Ingi 01- rich menntamála- ráðherra sagði á Al- þingi i gær að hann myndi beita sér fyr- ir því að styrkja stöðu íslenska táknmálsins. Við- ræður við RÚV um textun sjónvarpsefnis hefjast í dag. Það var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaöur VG, sem bar fram fyrir- spurnina á þinginu í gær. Vísitalan lítt breytt Vísitala neysluverðs er nánast óbreytt frá síðasta mánuði. Það sem hækkaði var húsnæði, húsaleiga og tóbak en bensín, matur og drykkj- arvörur lækkuðu. Hækkun á vísi- tölu neysluverðs jafngildir 1,8% verðbólgu á ári. Auglýst eftir framboðum Frjálslyndi flokkurinn auglýsti í Morgunblaðinu eftir fólki sem hefur áhuga á að skipa sæti á framboðslist- um flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar. Konur em einkum hvattar til að bjóða sig fram. -aþ f ókus r»P3l Á MORGUN Jólaföt bernskunnar í Fókus á morgun er rætt við nokkra þekkta einstaklinga um eftirminnileg jóla- fót og eftirminnileg jól þegar þeir vom talsvert yngri. XXX Rottweilerhundarnir em ekki á eins jóla- legum nótum og rífa kjaft eins og þeim er einum lagið í viðtali í blaðinu, við tökum púlsinn á glænýjum Þjóðleikhús- kjallara og segjum fréttir af væntanlegri heimsókn nokkurra frægra uppistand- ara til landsins á næsta ári. Þá kíkjum við í tískuverslunina Dixie, segjum frá nýlegri bók um kossa og könnum hvem- ig hinni íslensku Rúnu gekk í fegurðar- samkeppni sem hún tók þátt í í Lúxem- borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.