Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 Fréttir Metbráðnun íss á Grænlandi í sumar: Allur hafísinn á norðurpólnum gæti horfið á þessari öld Gervihnattamælingar NASA Fyrsta myndin aö ofan til vinstri sýnir ástand íshettunnar yfir norðurpólnum á árun- um 1979-1989. Fjólubláa svæöið í miöju myndarinnar sýnir 100% þéttleika íss en græna svæöiö viö jaörana sýnir 26-38% þéttleika. Önnur mynd til hægri aö ofan sýnir ástandiö 1990-2000. Myndin niöri vinstra megin sýnir mismun þess- ara tímabila og myndin neðst til hægri sýnir spá NASA um íshettuna áriö 2050. Haflsbreiðan á norðurpólnum bráðnar nú hraðar en áður var talið, eða um 9% á áratug, sam- kvæmt rannsóknum NASA. Ef heldur fram sem horfir verður hafísinn, sem hylur nú verulegan hluta Norðuríshafsins, horfinn undir lok þessarar aldar. Þá var einnig sögulegt met í bráðnun íss á Grænlandi í sumar og hafa vis- indamenn aldrei orðið vitni að öðru eins. Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu Jarðeðlisfræðifélags Ameríku, AGU (American Geophysical Union), um síðustu helgi. Frá þessu er m.a. greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Alls mældist bráðnun á 685.000 ferkílómetrum af Grænlandsjökli en það er meira en tvöfalt stærra svæði en mældist 1992. Lægðir yfir íslandi í lykilhlut- verki Samkvæmt rannsóknum NASA, sem birtar eru á vef NASA News og vef Goddard Space Flight Cent- er, er talið að lægðakerfið yfir ís- landi í samspili við hæðakerfi yfir Azoreyjum gegni þarna lykilhlut- verki. Lægðir sem ganga yfir ís- land og norður með austurströnd Grænlands hafa dregið með sér heitt loft upp eftir Atlantshafi og norður í íshaf og haft veruleg áhrif á umhverfið í kringum ís- land. Skiptar skoðanir hafa þó verið um hver langtímaáhrif á bráðnun heimskautaíssins hafi á loftslagið hérlendis. Hins vegar hafa íslendingar upplifað á síð- ustu vikum þennan lægðastraum með hlýtt loft úr suðvestri sem náð hefur allt norður á Svalbarða. Heita loftið ryður síðan á undan sér köldum loftmassa sem streymt hefur frá norðurpólnum suður Skandinavíu, m.a. með frosti í Þýskalandi. Enn meira flæði á köldu lofti hefur verið fyrir vestan okkur frá norðurpólnum og allt suður til Bandaríkjanna. Rann- sóknir NASA sýna að hitinn á norðurheimskautinu hefur hækk- að að meðaltali um 1,2‘C á áratug. Aukin bráðnun iss á Grænlandi er talin geta haft keðjuverkandi áhrif. Þannig hripi vatn nú niður í gegnum sprungur á íshettunni og niður á yfirborð jarðar. Þar virkar vatnið eins og smurolía sem eykur skrið á isnum til sjáv- ar. Mark Serreze, vísindamaður í bandarísku snjó- og ís-upplýsinga- miðstöðinni í Boulder í Colorado segir að samkvæmt sínum út- reikningum hafi hækkandi hita- stig á jörðinni valdið 20% bráðn- un á ís á norðurheimskautinu síð- an 1978. Minnkun ísbreiðunnar valdi síðan enn frekari hækkun á hitastigi vegna minni útgeislunar sólarljóss frá jörðinni. Dr. Larry Hinzman, hjá Alaska- háskóla í Fairbanks, segir heim- skautaísinn gegna lykilhlutverki í orkujafnvægi heimsins. „Minnk- un heimskautaissins eru stórtíð- indi,“ segir Hinzman. Hann segir að ísbreiðan endurkasti um 80% sólarljóssins á svæðinu. Við bráðnun issins taki sjórinn nú við aukinni geislun sem leiði til enn frekari hlýnunar. í fyrradag voru svo fréttir á BBC um öra bráðnun jökla í And- esfjöllunum í Bólivíu. Mælingar sýni að jöklar nærri hæstu höfuð- borg jarðar, La Paz, hafi á síðasta áratug bráðnað tíu sinnum hraðar en áratugina þar á undan. -HKr. Gæslan leigi skip: Langavitleysa að mati FFSÍ Hugmyndir um að Landhelgis- gæslan taki haf- rannsóknarskipið Bjama Sæmunds- son á leigu til gæslustarfa hafa vakið óskipta at- hygli. Ámi Bjamason, for- maður Far- manna- og fiski- mannasambands íslands, segir að það sé svipað að taka hafrannsókn- arskip til gæslustarfa og að setja plástur yfir sár sem illt er hlaupið í. „Þetta er bara yfirklór og betra að sleppa þessu. Við eigum að nota rannsóknarskipin til þess að hjálpa okkur við fiskveiðar en ekki vera í svona lönguvitleysu. Það eru allar þjóðir i kringum okkur að stórauka starfsemi á sviði landhelgisgæslu og mengunarvama. Á sama tíma eram við íslendingar á mígandi siglingu í niðurskurðarátt og gjörsamlega á skjön við það sem er að gerast um alla Vestur-Evrópu," segir Árni. Hann segir starfsmenn gæslunnar segja að algjört lágmark sé að gera út þrjú varðskip. „Það er löngu orðið tíma- bært að marka Landhelgisgæslunni ein- hverja stefnu og hvemig afgreiða á öll þessi brýnu úrlausnarefni til frambúð- ar,“ segir formaður FFSÍ. -GG Árni Bjarnason. Siglufjarðargöng ekki samtímis Reyðarfjarðargöngum: Jarðgangagerð á Aust- urlandi hefst í apríl Jarðgöng miiii Ólafsfjarðar og Siglu- íjaröar um Héðinsfjörð verða ekki boð- in út samtímis jarðgöngum miili Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsíjaröar. Ekki er eining um þetta mál innan þingflokka stjómarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Upphaflega átti að bjóða gerð jarð- ganganna út í síðasta mánuði en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á þriðjudag að ekkert væri af frétta af málinu en vænta mætti til- kynningar um það frá samgönguráðu- neytinu á ailra næstu dögum. Sumir þingmenn viija láta aðrar framkvæmdir ganga fyrir, t.d. stytt- ingu hringvegarins. Þannig hefur Ör- lygur Hneflil Jónsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, flutt tillögu um til- færslu Norðurlandsvegar um Svín- vetningabraut, sem styttir veginn um 22 km, og fyrr á árinu fjallaði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, um 85 km styttingu sem m.a. fólst i tilfærslu veg- arins um Kaldadal sem kostar um 8,1 milljarð króna. Sparnaður gæti numið um 1,9 milljörðum króna á ári á móti 400 milljarða króna spamaði vegna 22 km styttingarinnar og þannig mundu Orlygur Hnefill Jónsson. Guömundur Hallvarösson. þær framkvæmdir borga sig upp á 5 árum. Einnig má reikna með að Þingeyingurinn Örlygur Hnefill sé áhugasamari um jarðgöng undir Vaðlaheiði en Sigluflarðargöng eða Fáskrúðsfjarð- argöng. Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur samgöngunefhdar Alþingis, segir að fljótlega verði að vænta útboðs á gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar og í febrúar á næsta ári Sturla Böðvarsson. verða göngin á Norðurlandi boðin út. Framkvæmdir fyrir austan ættu að geta hafist í marsmánuði 2003, að öllu forfallalausu. Heildarkostnaður fyrir austan er áætlaður 3,8 milljarðar króna en 6,8 milljarðar króna fyrir norðan. „Það hefur enginn alvarlegur ágreiningur verið um þetta mál meðal stjómarliða og ekkert verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokks að undan- fórnu. Menn eru þó sammála um að hella sér í jarðgangagerðina fyrir aust- an. Þaö getur því orðið ansi liflegt í Reyðarfirði á næsta ári ef einnig verð- ur hafist handa um byggingu álvers. Þá verður Egilsstaðaflugvöllur mikil umferðarmiðstöð,“ segir Guðmundur Hallvarðsson. Guðmundur segir að samgöngu- nefnd hafi ekkert fjallað um hugmynd- ir um jarðgöng undir Vaðlaheiði, frá Eyjafirði til Fnjóskadals, enda taki for- svarsmenn þeirrar hugmyndar skýrt fram að þeir ætli ekki að reyna að bregða fæti fyrir forgangsröðun jarð- gangaframkvæmda. Þær framkvæmd- ir mundu þó styrkja mjög Eyjafjarðar- svæðið og nágrannabyggðimar. -GG 111« VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 590 2000 • WWW.BENNI.IS T31 \j v£ ijíi JnrJöJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.32 14.46 Sólarupprás á morgun 11.12 11.27 Síödegisflóó 12.53 17.26 Árdegisflóð á morgun 01.32 05.65 Vægt frost Suðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 vestan til á landinu. Smáskúrir sunnanlands og rigning með köflum vestanlands en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig en sums staðar vægt frost noröan- og austanlands. Skúrir Suðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 vestan til. Rigning með köflum vestanlands en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig. Veðriö n Laugardagur Sunnudagur Mánudagur m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,»-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI heiöskírt 2 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjaö 6 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 0 KEFLAVÍK hálfskýjaö 5 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 3 RAUFARHÖFN heiösklrt 0 REYKJAVÍK skúr 5 STÓRHÖFÐI úrkoma í gr. 6 BERGEN heiöskírt -5 HELSINKI skýjað -1 KAUPMANNAHÖFN snjókoma -2 ÓSLÖ léttskýjaö -13 ST0KKHÓLMUR -6 ÞÓRSHÖFN léttskýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR rigning 3 ALGARVE heiðskírt 8 AMSTERDAM hálfskýjað -6 BARCELONA heiöskírt 7 BERLÍN heiðskírt -9 CHICAGO heiðskírt 0 DUBLIN alskýjað 5 HALIFAX skýjað -3 HAMBORG heiöskírt -6 FRANKFURT léttskýjaö -8 JAN MAYEN léttskýjaö 5 LONDON mistur 3 LÚXEMBORG skýjaö -6 MALLORCA léttskýjaö 10 MONTREAL heiöskírt -3 NARSSARSSUAQ léttskýjað -7 NEW YORK súld 4 ORLANDO alskýjaö 14 PARÍS þokumóöa 2 VÍN þokumóða -6 WASHINGTON hálfskýjaö 1 WINNIPEG heiöskírt -9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.