Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 Útlönd DV Umdeild endurvinnslustöð Bresk stjórnvöld telja hugsanlegt aö losa þurfi meiri geislavirkan úrgang frá Sellafield-stööinni í hafiö. Meiri kjarnorku- úrgangur frá Sellafield í hafiö Bretar munu hugsanlega þurfa að losa geislavirkan úrgang, sem geymdur er í endurvinnslustöðinni í Sellafield, í írlandshaf eftir árið 2006 þar sem geymslutankar eru orðnir gamlir og jafnvel ótryggir. Michael Meacher, umhverfisráð- herra Bretlands, sagði að verið væri að rannsaka leiðir til að geyma úr- gang uppi á fastalandinu. Ef það gengi ekki eftir gæti reynst nauð- synlegt að losa geislavirka efnið teknitín 99, sem geymt er í tönkum undan ströndinni, í hafið. Umræddir tankar voru smíðaðir á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þeir standast ekki kröfur sem nú eru gerðar til slíkra tanka. Þeir hafa einnig verið lengur í notk- un en ráð var fyrir gert. íslendingar, Norðmenn og írar hafa ítrekað mótmælt losun geisla- virks úrgangs frá endurvinnslustöð- inni í Sellafield. Systkini drápu föður sinn á sjúkrahúsinu Lögreglan í Arendal handtók systkini, fimmtán ára dreng og nítján ára stúlku, grunuð um að hafa orðið fóður sínum að bana þar sem hann lá á sjúkrahúsinu í bæn- um og mun banameinið vera hnífstunga. Það var um fimmleytið í gær- morgun að starfsfólk sjúkrahússins fann manninn látinn í rúmi sínu á tvíbýlisstofu á Sjúkrahúsi Austur- Agða. Kringumstæður bentu til þess að maðurinn hefði ekki dáið eðlileg- um dauðdaga og því var lögreglunni gert viðvart. Hún handtók systkinin skömmu síðar á sjúkrahússlóðinni án þess að þau veittu nokkra mót- spymu. Hinn myrti var fjörutíu og eins árs Kósóvo-Albani er kom til Nor- egs sem flóttamaður fyrir þremur árum ásamt fjölskyldu sinni. Hann var fluttur á sjúkrahúsið með sjúkrabU seint á þriðjudagskvöldið en var ekki neinni lífshættu að mati læknanna sem tóku á móti honum. Maðurinn, ásamt konu sinni og fimm börnum á aldrinum 10 tU 19 ára, hefur búið á móttökuhæli fyr- ir flóttafólk í Austur-Agða-fylki meðan fjölskylda hans beið eftir svari yfirvalda um hvort hún fengi landvistarleyfi í Noregi. Talsmaður lögreglunnar hefur lítið vUjað tjá sig um dráp mannsins en leggur áherslu á að aUt líti út fyr- ir að málið sé mikUl fjölskyldu- harmleikur. -GÞÖ UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Vanefndaruppboð: Hlíðasmári 9, 0105, þingl. eig. HR Fjárfestingar ehf., gerðarbeiðendur Kópavogsbær, Sparisjóður vélstjóra, Sýslumaðurinn í Kópavogi ogVátrygg- ingafélag íslands hf., mánudaginn 16. desember 2002 kl. 13:30. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Leiðtogafundur ESB hefst í Kaupmannahöfn í dag: Nýliðarnir varaðir við heimtufrekju Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, varaði í gær við ríkin tíu sem gera sér vonir um að ganga í Evrópusambandið á ár- inu 2004 að vera ekki með of mikla heimtufrekju þegar reynt verður að Ijúka samningaferlinu á leiðtoga- fundi ESB sem hefst í Kaupmanna- höfn síðdegis. Danir veita Evrópu- sambandinu forystu til áramóta. Dönsk stjómvöld hafa verið und- ir miklum þrýstingi vegna fundar- ins. Ekki einasta hafa mörg um- sóknarríkjanna lýst óánægju sinni með inngönguskilyrðin, heldur hafa ráðamenn í Washington einnig þrýst á ESB að fastsetja upphaf við- ræðna um væntanlega aðild Tyrk- lands að sambandinu. Anders Fogh sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar þeir ræddust við í sima að það væri leið- toga ESB einna að ákveða hvort Tyrkir fengju inngöngu. Þá hvatti danski forsætisráðherrann Tyrki til eu2002.dk REUTERSMYND Lögreglumenn gæta leiðtoga Danskir lögregluþjónar standa vörö- inn viö ráöstefnumiöstööina Bella Center þar sem leiötogafundur ESB veröur haldinn í dag og á morgun. Stækkun ESB til austurs er aðalmál fundarins aö þessu sinni. að sýna biölund. Frakkar og Þjóð- verjar vilja að byrjað verði að ræða við Tyrki um mitt árið 2005. Evrópusambandið hefur nú ákveðið að bæta boð sitt um aðstoð við bændur umsóknarríkjanna, að því er pólsk stjómvöld greindu frá seint í gærkvöld. Pólverjar hafa einmitt til þessa verið mjög óhress- ir með það sem þeim hefur verið boðið í þeim efnum. Michal Tober, talsmaður pólsku ríkisstjómarinnar, sagði að nýju ákvæðin gerðu ráð fyrir að bændur í umsóknarríkjunum fengju helm- ing þeirrar aðstoðar sem bændur í Evrópusambandinu fá nú. Javier Solana, utanríkismála- stjóri ESB, sagði í gærkvöld að lausn væri einnig í sjónmáli í deil- um grísku og tyrknesku þjóðarbrot- anna á Kýpur. Eyjan hefur verið skipt í tvö ríki í áratugi. Mikill öryggisviðbúnaður er í Kaupmannahöfn vegna fundarins. REUTERS-MYND Ástfangln Ijónahjón í Sydney Afríska karlljóniö, Jambo, hangir hér í skottinu á sinni kærustu, Ijónynjunni Kuchani, þar sem þau sþóka sig í búri sínu í Taronga-dýragaröinum í Sydney í Ástralíu. Ekki eru nema nokkrir dagar frá því þau kynntust því áöur dvaldi Kuchani í dýragaröinum í Auckland á Nýja-Sjálandi, en var flutt til Jambos í síöustu viku í von um aö frekari fjölgun í Ijónabúrinu. Beilin og Dayan segja skilið við Verkamannaflokkinn Tveir af þekktari liðsmönnum ísra- elska Verkamannaflokksins, þau Yossi Beilin, fyrrum dómsmálaráð- herra, og Yeal Dayan, dóttir Moshe Dayans, fyrrum varnar- og utanríkis- ráðherra ísraels, sem hvað harðast hafa beitt sér fyrir friðsamlegri lausn Palestínudeilunnar, hafa sagt skilið við flokkinn eftir að hafa verið hafnað í prófkjöri á mánudaginn vegna þing- kosninganna sem fram fara þann 28. janúar nk. Þau munu þó langt frá því hætt í stjórnmálum og hefur báðum verið boöið að ganga til liðs við hinn veraldlega vinstriflokk, Meretz, þar sem þeim hafa verið boðin ellefta og tólfta sæti á lista flokksins fyrir kom- andi kosningar. Þetta er mikið áfall fyrir Amram Mitzna, nýjan leiðtoga Verkamanna- flokksins, sem reyndi sitt til að telja Yossi Beilln Yossi Beilin, fyrrum dómsmátaráöherra ísraels, sagöi ígærskiliö viö Verka- mannaflokkinn eftir aö hafa veriö hafnaö í prófkjöri. þeim hughvarf, en bæði hafa þau mikið látið að sér kveða innan flokks- ins, Beilin sem ákafur andstæðingur stjórnarsamstarfsins við ríkisstjórn Sharons og Dayan sem helsta kven- réttindakona flokksins. Beilin, sem var helsti hugmynda- smiður Óslóarsamkomulagsins og einn nánasti samstarfsmaður Shi- monar Perez, fyrrum forsætisráð- herra, á dygga stuðningssveit friðar- sinna innan Verkamanna-flokksins og sagði einn þeirra að framboðslisti án hans yrði veikur listi. Óvíst er aö fyrrnefnd sæti á lista Maretz-flokksins tryggi þeim Beilin og Dayan sæti á ísraelska þinginu, en samkvæmt síðustu skoðana- könnun fær flokkurinn á bilinu níu til tólf þingsæti af 120, en gæti þó hugsanlega styrkt stöðu sína með þessum óvænta liðsstyrk. Stuttar fréttir Skrifað undir í Katar Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, og starfsbróðir hans frá arabíska fursta- dæminu Katar, undirrituðu í gær samning um endur- bætur á herstöðv- um í Katar. Bandaríkjamenn gætu notað stöðvar þessar í stríði við írak. Vilja eiga iður jarðar Grænlenski þingmaðurinn Kuupik Kleist, úr vinstriflokkinum IA, segir að Grænlendingar vflji sjálfir eiga réttinn á þeim auðlind- um sem kunna að leynast undir yf- irborði jarðar í landinu. Leikir vilja kardínála burt Leikmannahópur kaþólsku kirkj- unnar í Boston hvatti kardínálann Bemard Law í gær tfl að segja af sér vegna kynferðisglæpa presta í um- dæmi hans og vægrar meöferðar hans á málunum. Frakkar senda fleiri dáta Frönsk stjómvöld sögðu í gær að þau myndu senda fleiri hermenn tO FOabeinsstrandarinnar og að þau væru reiðubúin að halda fund leið- toga Afríkuríkja tO að reyna að binda enda á átökin í þessari gömlu nýlendu sinni í Vestur-Afríku. Brestir í Venesúela Breskir eru komnir í raðir verk- faOsmanna í Venesúela sem reyna með aðgerðum sínum að koma for- setanum frá. Farið var að dæla olíu í tankskip í gær. Tony til varnar Cherie BTony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, kom tO vam- ar Cherie, eigin- konu sinni, í gær og vísaði á bug kröfum um að hafrn yrði rannsókn á tengsl- um hennar við dæmdan ástralskan svikahrapp sem aðstoðaði hana við fasteignakaup. Lestarslys á Kúbu Fimmtán manns týndu lííi þegar þéttsetin farþegalest fór út af spor- inu á Kúbu aðfaranótt miðvikudags- ins. Tugir slösuðust. Al-Qaeda ógnar enn George Tenet, forstjóri banda- rísku leyniþjónust- unnar CIA, varaði enn við því í gær að Bandaríkjunum stæði enn ógn af al- Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Ladens, þótt samtökun- um hefði verið gerð mörg skráveif- an að undanfómu. Sektir fyrir skróp barna Breskir foreldrar barna sem skrópa í skólanum eiga yfir höfði sér rúmlega fjögur þúsund króna fjársekt, ef tOlögur stjómvalda ná fram að ganga. Aurskriða í Indónesíu Að minnsta kosti 31 maður hefur farist í aurskriðum sem féOu á ferðamannabæ á austanverðri Jövu í Indónesíu. Að minnsta kosti átta hinna látnu eru böm. Einhverra er enn saknað og óttast um líf þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.