Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 11 DV Utlönd Scud-flaugar í felum Scud-flaugarnar í skipinu á leið til Jemens voru faldar undir sements- pokum og vilja Bandaríkjamenn fá að vita hvers vegna svo var. Jemenar lofa að Scud-flaugarnar fari ekki lengra Stjórnvöld í Jemen hafa fullviss- að ráðamenn í Washington um að Scud-flaugarnar frá Norður-Kóreu, sem fundust í skipi á Arabíuflóa, séu aðeins ætlaðar her landsins og að þær muni ekki fara lengra. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fréttamönn- um að á grundvelli þessa hefðu Bandaríkjamenn ákveðið að leyfa skipinu að halda afram ferð sinni með flaugarnar fimmtán til Jemens. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði að Jemenar væru ekki að brjóta nein lög með því að taka á móti flaugunum frá Norður- Kóreu og þess vegna væri ekki hægt að leggja hald á farminn. í fyrstu óttuðust margir að fiaug- arnar kynnu að lenda í höndum „hryðjuverkaþjóðar", eins og tals- maðurinn orðaði það. Scud-flaugarnar voru hannaðar í Sovétríkjunum sálugu og þær geta borið kjarnorku-, efna- og sýkla- vopn, auk hefðbundinna sprengju- odda. Þær eru ónákvæmar en geta samt valdið miklu rjóni ef þær bera gjöreyðingarvopn. Talið að al-Qaeda haf i komist yf ir taugagas - upplýsingar um að það hafi verið flutt um Týrkland frá írak Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post hefur það eftir tveimur bandarískum embættismönnum að Bush-stjórninni hafa borist í hendur trúverðugar upplýsingar um að ís- lamskir öfgamenn tengdir al-Qaeda- samtökunum hafi komist yfir efna- vopn í írak, annaöhvort í siðasta mánuði eða í lok október. Um sé að ræða hættulegt taugagas og hafi þeim tekist að smygla því úr landi i gegnum Tyrkland. Að sögn blaðsins upplýstu em- bættismennirnir þetta án leyfis Hvíta hússins en vildu ekki til- greina hvaðan þær voru komnar. „Að okkar mati koma þær frá trú- verðugum aðilum," sagði annar embættismannanna en bætti við að venjulega væri ekkert mark takandi á 99% slíkra upplýsinga sem sífellt væru að berast inn á borð stjórn- valda. „í þetta skiptið eru upp- lýsingarnar þess eðlis að' við verð- um að taka þær alvarlega," sagði maðurinn. Haft er eftir embættismönnunum að harðlínusamtökin Asbat al-Ans- ar, herská samtök sunni-múslíma, sem aðsetur hafi í Libanon, hafi staðið að flutningi taugagassins, en þau hafi nýlega komið sér upp bækistöðvum innan landamæra ír- aks í norðurhluta landsins. Samtökin munu vera í mjög nán- um tengslum við al-Qaeda-samtökin og leikur grunur á að þau hljóti fjárstuðning til aðgerða úr sjóðum Osama bin Ladens. Embættismennirnir sógðust þó ekki vita hvort efnin væru ætluð al- Qaeda-samtökunum eða hvort As- Vopnaeftirlitsmenn aö störfum í Irak Á sama tíma og vopnaeftirlit stendur sem hæst í 'lrak berast trúverðugar upplýsingar um það að al-Qaeda-samtökin hafi komist yfir taugagas þaðan í síðasta mánuði eða í lok október. bat al-Ansar-samtökin hygðust nota þau sjálf. Reynist upplýsingarnar réttar er þetta í fyrsta skipti sem vitað er til þess að al-Qaeda-samtókin eða sam- starfsaðilar þeirra komist yfir önn- ur óhefðbundin vopn en blásýru og einnig fyrstu haldbæru sannanirnar sem styðja fullyrðingar Bush Bandaríkjaforseta um bein tengsl ír- aka og aðstoð við al-Qeda-samtökin. Gordon Johndroe, talsmaður hins nýja öryggismálaráðuneytis Banda- ríkjanna, vildi litið segja um málið en sagði þó að það væri litið alvar- legum augum þar sem vitað væri um áhuga al-Qaeda-samtakanna á að komast yfir gjöreyðingarvopn og þar á meðal efnavopn. Króködílskjaftur. Beit krókódílinn í snoppuna 43 ára gamall Malawí-búi bjargaði sér úr krókódílskjafti með því að bíta óargadýrið í snoppuna. Maður- inn, sem heitir Mac Bosco Chawinga, hafði fengið sér sund- sprett í Malawí-vatni í norðurhluta Nkhata-héraðs til þess að kæla sig eftir erfíðan vinnudag þegar króksi réðst á hann og dró hann niður í djúpið. Að sögn lögreglunnar í Nkhata var Chawinga fastur með báðar hendur í kjafti krókódílsins og því eina úrræðið að nota á hann tenn- urnar. Svo heppilega vildi til að það var snoppan sem varð fyrir bitinu, en þaö er einn mýksti og tilfinn- ingaríkasti hluti krókódílaskráps- ins og varð það til þess að króksi sleppti tökunum á bráð sinni. „Ég beit hann virkilega fast," sagði Chawinga sem nú er að ná sér á sjúkrahúsi eftir viðureignina, en honum tókst sjálfum að synda upp á ströndina þar sem fiskimenn fundu hann í blóði sínu og komu honum undir læknishönd. Krókódílar verða að meðaltali tveimur mönnum áð bana í Malawí á dag og er mjóg sjaldgæft að lík þeirra finnist, en þegar það gerist eru þau mjög illa útleikin. SNJOBRETTAHELGI GAP AFSLATTUR af OLLUM snjóbrettavörum BARA UM HELGINA ! Glæsilegt úrval - Bestu merkin Snjóbrettaúlpur Brettabindingar Sokkar Peysur Viðgerðarsett Snjóbrettabuxur Brettapokar Flískragar Nærföt Sokkar ^. f Lúffur Brettagleraugu Myndbönd ' Brettavax Hjálmar Snjóbretti Bakpokar Vettlingar Brettaskór Húfur Bolir Kíktu á úrvalið Burton NFA-Option Lib Tech Gnu C3 afcS [a<] BURTon anon. L^ ^J FaKafeni 7 sími 5200 200 uiuiuj.gap.fs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.