Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 17
+ MIDVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 17 Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aðalritstíóri: Óli Björn Kárason Ritstjöri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstooarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiosla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Hvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. - DV áskilur sér rétt til aB birta aBsent efni blaBsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiBir ekki viBmælendum fyrir viBtöl viB þá eBa fyrir myndbirtingar af beim. Launamunur kynjanna Nýjar upplýsingar um launa- mun kynjanna hér á landi eru áfall fyrir stjórnvöld. Komið er i ljós að íslenskir atvinnurekend- ur, ekki sist sjálft rikisvaldið, eru á meðal skussanna í þessum efnum og sýna konum meiri lít- ilsvirðingu á launamarkaði en gengur og gerist í flestum þeim rikjum sem íslendingar vilja bera sig saman við. Mikilvægt er að þessum upplýs- ingum verði ekki stungið ofan i skúffu. Þær eiga að vera límdar á borð ráðamanna þar til almennilega hefur verið tekið á málum. Kvennabarátta er styttra á veg komin en margan grun- ar. Þar ræður mestu hugarfar landsmanna. Mikill hluti karla gerir ógnarkröfur til kvenna og vill að þær vinni ná- lega tvöfalt á við þá sjálfa fyrir heldur lægra kaup en þeim finnst þeir sjálfir eiga skilið. Karlar eru margir hverjir uppteknir af eigin ágæti og geta ekki unnt konum þess að vera þeim fremri á mörgum sviðum. Þeir eru þjáðir af hugsunarhætti horfinna kynslóða þegar frumskylda hús- bóndans var að sjá sér og sínum farborða. Og karlar stjórna enn þá samfélaginu að mestu leyti. Og allt of margir þeirra telja innst inni að konur séu úti á vinnumarkaðinum sér til dægrastyttingar á meðan karlar eru þar af alvöru og þunga. Þetta hugarfar hefur mengað samfélagið um langan tíma og tekið á sig ýmsar myndir, meðal annars þær að einungis megi stilla fram fríðum ungmeyjum í framlinu fyrirtækja en konur sem komnar eru á miðjan aldur eigi helst að geyma baka til, ef þær eiga þá nokkurn kost á vinnunni. Þetta eru hörð orð. Þau lýsa hins vegar fordómum sem enn eru við lýði á meðal margra karlmanna sem dragnast hafa með dáðlausar skoðanir á milli tveggja alda. í þeirra huga eru konur í öðru sæti á vinnumarkaði. í þeirra huga eru karlmenn á öllum aldri almennt betri stjórnendur en konur af þvi þeir eru ímynd átaka og árangurs. Konur eru hins vegar ágætar í að ræða hlutina! Og skrifa fundargerð- ir! Þær eru aðstoðarmanneskjur og ágætar sem slíkar. En helst ekkert meira en það. Með þessum hætti hafa kynin verið fiokkuð eins og væru þau tvær manneskjur. Þau eru það hins vegar ekki. Á meðal karla eru afburða vinnumenn og ótrúlegir letingj- ar og sömu sögu verður að segja af konum. Ef eitthvað er standa þær karlmönnum hins vegar framar í samvisku- semi og siðferði sem eru eiginleikar sem margir hverjir telja að séu á undanhaldi i rekstri samfélagsins. Ef til vill er það vegna þess að karlmenn eru komnir að endimörk- um eigin getu i mannlegum samskiptum. Misjafht er hversu menn eru tilbúnir til að viðurkenna þennan þankagang sinn en karlmenn eru í vörn og eru sem slíkir hættulegir. Þeir hafa horft upp á hver réttind- in af öðrum sem konum hafa verið færð svo gott sem á silfurfati, allt frá kosningarétti á öndverðri síðustu öld til síðustu ára þegar konur hafa forskot á karla við ráðning- ar í störf á vinnumarkaðinum. Margs konar karlmennska þykir ekki lengur i lagi. Og gömul viðhorf næsta galin. Margur karlmaður veit ekki lengur hver hann er. Og á nú konan að fara að fá hærri laun af því bara hún er kona, gæti verið viðkvæði hins vinnandi karls. Nokkur munur er á því og að borga konum nálega 40 prósenta lægri laun eins og þekkist i tilteknum starfsgreinum á ís- landi. Það er glæpsamlegur munur. Og glæpurinn er einna verstur innan kerfisins sjálfs. í launakönnun Há- skóla íslands kemur í ljós að ríkið sjálft er duglegast í að halda launum kvenna i lágmarki. Skal kannski engan undra hvaðan ömurlegasta íhaldssemin kemur. Sigmundur Ernir JDV Skoðun Hagfræði Grænlendinga Gísli Sigurðsson íslenskufræöingur Þau ánægjulegu tíðindi berast nú frá Grænlandi að þeir sem aðhyllast aukið sjálfstæði þar í landi hafi unnið á í nýafstöðnum kosningum. En það er ömurlegt að heyra hvernig Danir hafa brugðist við þessum tíðindum. Og enn ömurlegra að sjá íslenska fjölmiðla taka gagnrýnislaust undir þá dönsku útreikninga sem sýna að Grænlendingar séu á framfæri Dana. Kerfi Dana á Grænlandi virkar að mörgu leyti eins og hagkerfi Sovét- ríkjanna. Það virkar með öðrum orð- um ekki vegna þess að frumkvæði og ábyrgð Grænlendinga er haldið niðri. Flest fyrirtæki eru undir stjórn hins opinbera sem ræður aðallega Dani til starfa á Grænlandi þar sem þeir afla sér hæfilegrar starfsreynslu í nokkur ár áöur en þeir fá sér vinnu í Danmörku. Grænlendingar sjálfir eiga litla möguleika og sjá lítinn til- gang í að mennta sig til starfa sem þeim er síðan haldið frá af dönskum yfirvöldum. Græðir á Grænlandi Á Grænlandi hafa hagfræðingar bent á þær miklu tekjur sem danska hagkerfið hefur af einokunarstöðu sinni í allri verslun við Grænland og samgöngum við landið. Að ekki sé minnst á lífeyrisjóði Grænlendinga sem eru ávaxtaðir í Danmörku. Auk þess sem staða Dana yrði heldur veikburða í samtökum á borð við „Kerfi Dana á Grænlandi virkar að mörgu leyti eins og hagkerfi Sovétríkjanna. Það virkar með öðrum orðum ekki vegna þess að frumkvæði og ábyrgð Grœnlendinga er haldið niðri." - Frá Grænlandi. NATO ef þeir hefðu ekki grænlenska spilið á hendi. Við hér á íslandi þurfum ekki að vera mjög langminnug til að rifja upp að íslendingar fengu að heyra sömu rulluna. ísland væri í raun baggi á Danmörku sem Danir af elskusemi sinni öxluðu svo að hér mætti þrífast fólk í verstöð við ysta haf. Til þess að snúa íslendingum til sjálfstæðistrúar þurfti því djarfa hugmyndasmiði og áróðursmeistara sem fóru fram af offorsi í umritun ís- landssögunnar og sýndu fram á þann hagnað sem Danir höfðu um aldir haft af íslandi. Draumóramenn komu þeirri hugs- un inn hjá íslendingum að þeim væri best borgið á eigin fótum. Tímarnir voru hagstæðir fyrir slíka hug- myndafræði, og hér var byggt upp þjóðríki eins og ísland væri land með löndum. Okkur finnst það sjálf- sagt nú og höldum að Danir séu orðnir huggulegir við alla eins og þeir voru við okkur þegar þeir skil- uðu handritunum. Samkvæmt þeirri dönsku hagfræði sem Grænlending- um er nú boðið upp á átti þetta ekki að vera hægt. En það gerðist samt vegna þess andlega ástands sem þjóð- ernishyggjan og hugmyndafræði sjálfstæðisbaráttunnar sköpuðu í vit- und fólks. Árangursríkt óraunsæi Á okkar póstmódernísku tímum er létt verk að gagnrýna þær grillur og rangfærslur sem óðu uppi í áróðurs- stríðinu. En við bægjum frá þeirri hugsun hvað hefði gerst ef fólk hefði haldið skynsemi sinni og ákveðið að vera áfram hluti af danska ríkinu. Þá er hætt við að hér væri allt með öðr- um brag. Við værum ósýnileg í al- þjóðasamtökum, Danir hefðu samið um herinn, okkur væri úthlutað byggðastyrkjum í Kaupmannahöfn og danskir sérfræðingar kenndu okkur að verka fisk sem þeir seldu sjálfir. Kastrup væri alþjóðaflugvóllurinn. Sjálfstæði smáríkja getur aldrei tekið mið af hagfræði herraþjóða. Það bygg- ist á þeirri sjálfsmynd sem tekst að skapa hjá fólkinu sjálfu. Sjálfstæðið er andlegt ástand. Sá sem trúir því ekki að hann geti staðið á eigin fótum mun aldrei standa upp. Og eina leiðin til að lifa af í eigin landi er að axla sjálfur þá ábyrgð sem það krefst. Ætli menn sér að bíða með að standa upp þangað til herraþjóðinni hentar er hætt við að þeir muni sitja áfram á hækjum sér til dauðadags. Ef við gæt- um sent Grænlendingum anda Fjöln- ismanna í jólagjöf, útreikninga Jóns Sigurðssonar á skuld Dana við íslend- inga og íslandssögu Hriflu-Jónasar á grænlensku er von til að þeir gætu fyllst því óraunsæja sjálfstrausti sem dugði okkur til að rísa upp og taka við þjóðfélaginu án þess að hlusta á þá hagfræði drottnarans sem Græn- lendingum er nú boðið upp á í dönsk- um fjölmiðlum - og íslenskum. Hálendið, stóriðja og ríkisstjórn Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaöur Síðasta áratuginn hefur orðið mikil vakning meðal landsmanna um gildi óbyggðanna. Það sem mörgum íslendingum var nánast óþekkt og hulið hefur opinberast mönnum á ferðalögum og af umfjöllun í máli og myndum sem dýrmæt auðlind enda haldist hún sem næst óröskuð af mannvirkjagerð. Sveitamenri þekktu afréttirnar af löngum kynnum við fjárstúss kyn- slóð eftir kynslóð en þéttbýlisbúar, afkomendur þeirra sem fluttu á möl- ina á öldinni sem leið, þurftu að uppgötva töfra óbyggðanna og sívax- andi fjöldi sækir nú þangað endur- næringu i ferðum á öllum árstím- um. Útlendingar staðfesta það sem við eigum að vita að íslenska há- lendið er að verða einstakt í allri Evrópu og takist að halda þvi í svip- uðu horfi og nú eigum við þar inni- stæðu sem lengi mun ávaxtast. Stjórnvöld sem engu eira Sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur meðal þjóðarinnar að því er hálendið varðar hefur ekki náð eyr- um pólitískra valdsmanna. Verndar- stefna gagnvart óbyggðunum á sér nú enga talsmenn í rikisstjórn landsins þar sem lögð eru á ráðin um nýjar risaverksmiðjur líkt og þegar kallað var eftir 20 álverum fyrir aldarþriðjungi. Það er þessi of- urtrú á orkufrekan iðnað sem leiðir „Þannig greiddi þingflokkur Samfylkingarinnar að yfirgnæfandi meirihluta atkvœði með heimild fyrir Kárahnjúkavirkjun, og eins og nú er orðið Ijóst eru engin ný andlit með umhverfisvernd að leiðarljósi í boði á þeim bœ í aðdraganda alþingiskosninga." af sér þá stórvirkjanastefnu sem birtist mönnum nú við Kárahnjúka og í Þjórsárverum. Þar er á ferðinni varanleg eyðilegging á einstæðum hálendisvinjum og jafnframt yrði spillt blómlegum byggðum og vötn- um með flutningi stórfljóta milli vatnasviða. Fyrir þessari stefnu standa for- ystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í von um að lands- menn elti gullkálf þeirra yfir fjöll og heiðar út í rauðan dauðann. Brýnt er að þeir sem andvígir eru eyðilegg- ingu öræfanna með stíflum, miðlun- arlónum, virkjanavegum og raflín- um átti sig á því að þetta er aðeins byrjunin. Flokkarnir sem nú eru við völd hafa enga aðra sýn en halda stóriðjuleiknum áfram svo lengi sem hægt er að lokka hingað erlend auðfélög til að fjárfesta í fabrikkum. Stuðningur við þessa flokka í kjór- klefa er ávísun á eyðileggingu óbyggðanna. Vinstri-grænir eina öryggið Samfylkingin svonefnda hefur með réttu verið sökuð um stefnu- leysi og að vera út og suður i flest- um málum, en á því eru þó undan- tekningar. Þessi sérkennilega nagla- súpa undir forystu Össurar hefur gert tvennt upp við sig, það er að berjast fyrir aðild að Evrópusam- bandinu og styðja stóriðjustefnuna með ráðum og dáð. Þannig greiddi þingflokkur Samfylkingarinnar að yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með heimild fyrir Kárahnjúkavirkj- un, og eins og nú er orðið ljóst eru engin ný andlit með umhverfis- vernd að leiðarljósi í boði á þeim bæ í aðdraganda alþingiskosninga. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð er eina stjórnmálaaflið í landinu sem fest hefur í stefnuskrá sína ský- lausa andstöðu við stóriðjusigling- una og sett á oddinn baráttu fyrir verndun hálendisins. Öllum má vera ljóst að aðeins með stuðningi við þessa nýju stjórnmálahreyfingu og stóraukinn styrk Vinstri-grænna að loknum alþingiskosningum næsta vor er von til að takist að stöðva hömlulausa eyðingu óbyggð- anna. Sandkorn Guð hjálp'onum Bílstjórar hjá Hreyfli-Bæj- arleiðum voru kallaðir saman til fundar á dögunum og spurðir hvort þeir myndu eft- ir því að hafa nýverið ekið með farþega sem hnerraði í sífellu. Enginn kannaðist við það en ástæða þessarar óvenjulegu fyrirspurnar var sú að maður nokkur hafði hringt og sagst líklega hafa hnerrað út úr sér neðri gómnum í leigubíl frá þessari stöð! í kjölfar fundarins var nákvæm leit gerð að tann- garði mannsins undir framsætum gervalls bílaflotans, en án árangurs. Hinn ólánsami maður hefur því ann- aðhvort misst út úr sér tennurnar á öðrum vettvangi eða óprúttinn farþegi rekið augun í góminn og ákveðið í hita leiksins að hafa hann með sér. Kannski tennurn- ar séu nú hafðar til skrauts í glasi á náttborði ókunn- ugra en lausnargjalds hefur ekki verið krafist... Ummæli Pizzur og prósentur „Ekki dugir að liggja á vömbinni með fjárlagafrum- varpið í annari hendi og kalda pizzasneið í hinni. Við höfum nú á ný verið rekin ofan í 14% eftir að hafa náð að halda 18% í nokkurn tíma. Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að byrja kosningabaráttuna, sem blásin var á um síðustu helgi, í þeirri stöðu að þurfa aö vinna stór- sigur til að ná lélegu kjörfylgi síðustu kosninga." Haukur Logi Karlsson, formaöur Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi suöur, á Hriflu.is. Vísindi og valdamenn „Nú líður senn að því að ríkisstjórn- in samþykki þrjú frumvörp sem eiga að umbylta umhverfi vísinda og rann- sókna á íslandi að finnskri fyrirmynd. Stjórnmálamenn eiga þar að verða í að- alhlutverki við stefnumótun í vísindum og tækni og að sögn ríkisstjórnarinnar er með því verið að gefa vísindunum aukið vægi. Það er reyndar ný hugsun að vísindin eflist með meiri af- skiptum stjórnmálamanna! [...] Það óhuggulega er að á sama tíma og ríkisstjórnin keppist við að stjórnmála- sandkorn@dv.is Venjulegt fólk Hann verður æ vandrataðri, meðalveg- urinn sem feta verður i opinberri um- ræðu vilji menn ekki kalla yfir sig bann- færingu pólitísks rétttrúnaðar. Nú virð- ist orðið bannað að tala um „venjulegt fólk"; það felur jú í sér að til sé „óvenjulegt fólk" og slíka mismunun geta ekki allir þolað. Hallgrimi Helgasyni varð það á um daginn að segja efnislega eitthvað á þá leið, að ýmsir hópar í samfélaginu ættu sér öfluga málsvara í stjórnmálum, til dæmis öryrkjar, en „venju- legt fólk" skorti málsvara. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, er ekkert að skafa af þvi og sakar Hallgrím um rasisma og segir hann beita svipaðri taktík og nasistar forðum. Niðurstaðan er því sú að næst þeg- ar stjórnmálamaður mælir hátíðlega fyrir hönd „venju- legs fólks í þessu landi" verður óhjákvæmilega að líta svo á að þar með eigi hann við alla íslendinga ... væða vísindin undir formerkjum þess að auka eigi vægi þeirra, ráðast forvígismenn hennar með ögrandi hætti að einstaklingum og stofnunum sem ekki hafa fylgt hinni „kórréttu" línu sem stjórnvöld boða." Bryndís Hlööversdóttir á vef sínum. Jafnrétti og jafnræði „Því miður eru enn raddir í Samfylkingunni sem rugla saman jafnrétti og jafnræði. Það er orðin úreld kommapólitík að tala um jafnrétti og eiga við að hlut- fall karla og kvenna eigi að vera það sama alls staðar í þjóðfélaginu. Skilgreining á jafnrétti er það að hafa sama rétt." Páll Andrés Lárusson í aðsendri grein á Pólitík.is. I kynningu á greininni segir ritstjórn vefsins a6 Páll sé 'ekki á eitt sátt- ur' viö grein Guörúnar Ögmundsdöttur um jafnréttismál á vef Samfylkingarinnar. Umhverfi og áreiti „Skemmti mér vel án teljandi áreitis." Siv Friöleifsdóttir umhverfisrá&herra í net- dagbók sinni. Um laugardagskvöld á Kaffi- brennslunni og Thorvaldsenbar. Veik f járhagsáætlun og yfirfærsla skulda Björn Bjarnason borgarfulltrúi og alþingismaöur Kjallari Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar, sem rædd var í borgarstjórn fimmtu- daginn 5. desember, nær aðeins til borgarsjóðs en ekki yfir stofnanir og fyr- irtæki í eigu borgarinnar. Ástæðan fyrir því að áætlunin er hálfunnin er að sögn embættismanna borgarinnar sú að það liggja ekki fyrir reikning- ar frá dótturfyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar er Lina.net stærst en fyrir skömmu keypti Orkuveitan ljósleið- arakerfi Línu.nets fyrir tæpar 1800 milljónir króna. Var það gert til að bjarga því sem bjargað verður í rekstri Línu.nets og auövelda sam- einingu þess sem eftir stendur við önnur fyrirtæki. Það hefur ekki gengið eftir eins og nýlegar fréttir um slit á viðræðum fulltrúa íslands- síma og Línu.nets sýna. Fjárhagsáætlunin er á veikum grunni reist formlega. Efnislega er í áætluninni að finna tölur sem munu ekki standast frekar en gerst hefur á þessu ári, þegar áætlun um rúmlega 600 milljóna króna afgang breytist í tveggja milljarða króna nýja skuld. I stað þess að skuldir borgarinnar lækki á þessu ári í 15,5 milljarða króna hækka þær í um 17 mflljarða króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hækka skuldir milli 2002 og 2003 um 177 milljónir króna. Þensla og skuldasöfnun Fjármálastjórn Reykjavíkurborg- ar hefur einkennst af þenslu og mik- illi skuldasöfnun undanfarið ár. Á næsta ári heldur þessi þróun áfram; skatttekjur hækka samkvæmt fjár- hagsáætlun um rúm 5% og rekstrar- gjöld um 7%. Þenslan eykst og eins og áður sagði hækka skuldir borgar- sjóðs í ár um 2 miDjarða króna en lækka ekki. Þegar R-listinn tók við voru heildarskuldir Reykjavíkur rúmir 3 mflljarðar - nú eru þær komnar á fimmta tug milljarða! Þetta segir í raun allt sem segja þarf um fjármálastjórnina. Gjaldskrár hækka. Þegar hefur verið kynnt 12% hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum og 8% hækkun leikskólagjalda. Samkvæmt fjárhags- áætlunimii á að hækka tímagjald fyr- ir heimaþjónustu um 30%, hækka á þjónustugjöld í ibúðum aldraðra um 11,7% og sama hækkun verður á gjöldum fyrir námskeið í félags- og þjónustumiðstöðvum, einnig á verði matar- og kaffiveitinga, akstur vegna heimsendingar á mat hækkar um 13%. Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirht hækkar um 13,17% og fyrir sorphirðu fyrir íbúðarhús- næði um 10% og fyrir atvinnurekst- ur um 15%. Loks hækkar gjaldskrá vegna hundahalds og munar mest Loks er þrengt að eldri borgurum, ekki aðeins með hækk- un á gjaldskrám heldur einnig með minni þjónustu. um rúmlega 25% hækkun á árlegu eftirlitsgjaldi. Hækkanir á gjaldskrám bitna þyngst á konum í leigjendahópi Fé- lagsbústaða. Þá eru álögur á barna- fjölskyldur auknar með hækkun leik- skólagjalda. Loks er þrengt að eldri borgurum, ekki aðeins með hækkun á gjaldskrám heldur einnig með minni þjónustu. Hundaeigendur fá einnig að finna fyrir hækkunum. Flutningur skulda Til að fegra stöðu borgarsjóðs hef- ur það verið stundað af R-listanum að flytja skuldir borgarsjóðs yfir á aðra. Höfuðþættir varðandi yfir- færslu skulda frá borgarsjóði til fyr- irtækja eru þessir: 1. Við stofnun Félagsbústaða 1997 færðust 2,7 mfljjarðar frá borgar- sjóði yfir á hið nýja félag. Sú milli- færsla var færð sem „tekjur" í rekstraryfirliti borgarsjóðs. Með þeirri dæmalausu færslu var halla borgarsjóðs að fjárhæö um 1,3 millj- arður umbreytt í „afgang" upp á svipaða fjárhæð (þ.e. -1,3 (raunveru- legur halli) + 2,7 (sala til eigin fyrir- tækis) = 1,4 milljarður (sýndur af- gangur). Af því tilefni fagnaði borg- arstjóri frábærri afkomu í rekstri borgarsjóðs! Hagstofan var hins veg- ar á allt öðru máli og tók þennan meinta „tekjuafgang", skv. bók- haldsskilningi borgarstjóra, út úr við samanburð á rekstrarútkomu sveitarfélaganna þetta árið. í árslok 2001 voru heildarskuldir Félagsbú- staða orðnar 7,1 milljarður, skuldir sem auðvitað, án tilkomu Félagsbú- staða, hefðu hvílt á borgarsjóði. Skuldaaukning Félagsbústaða á ár- inu 2001 var rúmir 2 milljarðar. Skuldirnar á því eina ári hækkuðu úr 5.077 milljónum króna m.v. árs- lok 2000 í 7.109 milljónir í árslok 2001. í fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir 866 milljóna króna skuldaaukningu Félagsbústaða. 2. Við samruna á veitufyrirtækj- um borgarinnar i ársbyrjun 1999, þ.e. við stofnun Orkuveitu Reykja- víkur (OR), voru millifærðar í einu lagi 4,0 mflljarðar til lækkunar á skuldastöðu borgarsjóðs. Á verðlagi nú er sú fjárhæð um 4,6 mflljarðar. Þessu til viðbótar var eignarhlutur Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Landsvirkjun að fjárhæð 14,6 mfllj- arðar færður til eignar hjá borgar- sjóði. Heildarmfllifærslan var því yfir 20 mUljarðar. Borgarsjóður nýt- ur nú arðs af eignarhluta sínum í Landsvirkjun í stað Orkuveitunnar. Rekstrarafkoma borgarsjóðs verður betri fyrir bragðið. 3. Til viðbótar stórfelldum bein- um færslum mflli borgarsjóðs og OR hefur arðtaka borgarsjóðs frá veitufyrirtækjunum verið meiri en hagnaðurinn öll árin frá 1994 að undanteknum tveimur árum. R-list- inn lét það verða sitt fyrsta verk, þegar hann tók við stjórnartaumum í borginni, að u.þ.b. tvöfalda arð- töku frá veitufyrirtækjunum frá því sem verið hafði. Auðvitað er það ekkert annað en mfllifærsla til að bæta stöðu borgarsjóðs á kostnað OR og á kostnað íbúa nágranna- sveitarfélaganna sem kaupa orku og vatn frá OR. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.