Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 19 DV Tilvera •Tónleikar M200.000 naglbítar á Gauknum 200.000 naglbítar mæta á Gauk á stöng i kvöld. Sveitin mun spila nýtt efni sem hún ætlar aö taka upp í janúar og gefa út næsta vor. Minnum á að þaö má einnig heyra i strákunum á Grand Rokk á laugardagskvöld. ■íslensku dívurnar á íólatónleikum í Hallgrímskirkiu Geislaplatan Frostrósir er ein stærsta tónlistar- útgáfa sem gefin hefur veriö út á Islandi. Is- lensku dívurnar eru þær Védís Hervör, Margrét Eir, Guðrún Árný, Vaigerður Guðnadóttir og Ragga Gísla. Á geislaplötunni eru fallegir jóla- sálmar settir í giæsilegan viðhafnarbúning og nýjar jólaperlur lita dagsins Ijós. Flytjendur auk dívanna eru félagar úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands, fjöldi annarra hljóðfæraleikara, félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum, Vox femlnae og gospelkór Fíladelfíu. Geislaplatan var teklnn upp á alls 8 stööum og hátt á annað hundraö einstaklingar komu að gerð hennar. Jólatónleik- arnir í Hallgrímskirkju í kvöld verða hinir glæsileg- ustu, i stíl við plötuna. Alls koma um 200 manns fram á tónleikunum. ■Útgáfutónleikar Sesars A á Grand Rokk Rapparinn Sesar A heldur útgáfutónleika vegna breiðskífunnar Gerðuþaðsjálfur á Grand Rokk i kvöld. Auk Sesarsins koma fram Móri, Bæjarins bestu, Messíaz MC, Vivid Braln og fleiri góðir gestir. 500 kall inn. ■Kammerkór Langholtskirkiu Útgáfutónleikar verða í Langholtskirkju kl. 20.30 í tilefni af nýjum hljómdiski sem Kam- merkór Langholtskirkju gefur út.Aðgangur er ókeyþis og verður nýi diskurinn til sölu.. •Uppákomur ■Unplestur og iass Á aðventunni leggja Kringlusafnið, Eymunds- son, Kringlan og Borgar- leikhúsið saman krafta sína og bjóða uþp á nota- lega kaffihúsatemningu í anddyri Borgarleikhússins þar sem rithöfundar lesa upp úr nýjum þókum sínum og Ijúfir jasstónar ramma inn stundina. Kl. 20 iesa rithöfundarnir Arnaldur Ind- riðason, Einar Már Guð- mundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervu- déttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. Fyrir upþlestur og í hléi er boðið uþþ á jasstónlist og hægt verður að kaupa veitingar við hæfi hvers og eins. ■Lióðakvöld á Dubliners Á efri hæð Dubliners, Hafnarstræti, verður hald- ið Ijóðakvöld sem hefst kl. 20. Þeir sem lesa upp eru: Baldur Óskarsson, Bjarni Bernharður, Einar Már Guðmundsson, Hallberg Hallmunds- son, Hrafn Jókulsson (les úr Flugum), Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Kristján Eiríks- son (fyrirlestur), Norma E. Samúelsdóttir, Sig- tryggur Magnason, Sigmundur Ernir Rúnars- son, Steinn K og Þorsteinn frá Hamri. ■Jólabasar í Nvlistasafninu Nú gefst færi á að finna aldeilis sérstakar jóla- gjafir handa vinum og vandamönnum, nú eða bara manni sjálfum. Stjórn Nýlistasafnsins hefur ákveöið að nota neðra rými safnsins við Vatns- stíg undir markað fram til jóla. Þar munu m.a. listamenn og hönnuðir vera með ýmsa muni til sölu. Hugmyndin er að sem flestir taki þátt, þannig að úrvalið verði sem fjölbreyttast og að auk listaverka verði boðið uþp á hönnun, tónlist, bækur, plaköt, sýningarskrár, póstkort, gamalt og nýtt í bland. Þá verður staðið fyrir ýmsum uppákomum í safninu sem verða nánar auglýst- ar síðar en opnunarkvöldið I kvöld verður boðið upp á tónlistarflutning, jólasveinar verða á staðnum og sitthvað fleira. Húsið verður opnaö kl. 20 og er aðgangur auðvitað ókeypis. Jólabas- ar Nýlistasafnsins veröur svo opinn í takt við verslanir í bænum allt til jóla. Krossgata Lárétt: 1 öruggur, 4 blót, 7 hróps, 8 áburður, 10 samur, 12 barði, 13 stundi, 14 hreint, 15 bjargbrún, 16 kjáni, 18 aldurinn, 21 stjóma, 22 geðjist, 23 loddara. Lóðrétt: 1 vogur, 2 henda, 3 játaði, 4 bráðlátt, 5 reykja, 6 eyktamark, 9 hóp, 11 birgðir, 16 fantur, 17 beiðni, 19 skjól, 20 miskunn. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Hvltur á leik! Spænska deildakeppnin i skák, fyrri hluti, var tefld i síðustu viku. Þar mættu flestir af sterkustu skák- mönnum Spánvetja og nokkrir aðrir allt frá Rússlandi tO innstu afkima Efnahagsbandalagsins. Þessi skák er mjög athyglisverð. í henni eigast við 2 af sterkustu skákmönnum Spánar, fyrir utan Alexei Shirov sem óum- deilanlega er bestur enn þar um slóð- ir. Francisco Vallejo Pons er aðeins tvitugur en andstæðingur hans hefur veriö með lengi. Skákin er gott dæmi um baráttu á opinni linu og svo kem- ur laglegur lokahnykkur í stöðunni hér að ofan. Hvítt: Miquel IUescas Cordoba (2585) Svart: Francisco Vallejo Pons (2635) Kóngs-indversk vöm. Spænska deildakeppnin. Mondariz, Spáni (4), 03.12. 2002 1. d4 d6 2. RÍ3 Bg4 3. c4 Rd7 4. Rc3 Rgf6 5. e4 e5 6. Be2 Be7 7. 0-0 0-0 8. Be3 c6 9. d5 Db8 10. Rd2 Bxe2 11. Dxe2 Bd8 12. b4 Bb6 13. Rb3 cxd5 14. cxd5 Hc8 15. Hfcl Bxe3 16. Dxe3 Rb6 17. Rb5 Rc4 18. De2 a6 19. Ra7 Dxa7 20. Hxc4 Hxc4 21. Dxc4 b6 22. Hcl h5 23. h3 a5 24. b5 a4 25. Rd2 Da5 26. Rf3 a3 27. g3 Da4 28. Rg5 g6 29. Dc7 Hf8 30. De7 Rxe4 (Stöðumyndin) 31. Hc8 1-0 Lausn á krossgátu 'ö?u 08 ‘JEA 61 ‘3SO U ‘joj 91 ‘iqjoj tl ‘UQtJ 6 ‘uou 9 ‘eso s ‘uæjiofo p ‘ijuutsures e ‘oifs z ‘3!A I újaJQoq Qru} eZ ‘!M!l ZZ ‘bjájs iz ‘utAæ 8t ‘uoq 91 ‘jou si ‘jiæj.pt ‘jhqj £i ‘Qis z\ ,‘ujef ot ‘maaiia SlRI i t ‘ssja l ujaapq Hinn eini sanni Hugsið ykkur bara forréttindi okk- ar íslendinga að eiga okkar eigin alvörujólasveina út af fyrir okkur en ekki einhvern ímyndaðan feitan og asnalegan Santa-Kláus sem flýgur um himinhvolfið á hreindýrasleða og segir hó hó. Þvílík vitleysa. Hver kannast svo sem við hreindýrategund sem getur flogið? Hún var alla vega ekki í minni dýrafræði, hvað þá síður hreindýr með rautt nef. Þetta er bara plat og þó að ekki hafi enn verið bor- in kennsl á 300 þúsund dýrategundir, eins og einhver fræðimaðurinn hélt fram þá er ólíklegt að þar á meðal leynist fljúgandi hreindýr. í mesta lagi örverur og pöddur sem ekkert hafa með jólin að gera. Það er því deginum ljósara að „jólasveinninn", eða réttara sagt jóla- sveinarnir, er okkar og allt annað því hreinn hugarburður og vitleysa. Hvernig ætti einn Santa-Kláus svo sem að geta dreift gjöfum til um tveggja billjóna barna í heiminum á innan við 31 klukkustund eins og honum er ætlað með tilliti til tíma- mismunar milli tímabelta. Það er útlokað og þótt börnin væru kannski eitthvað færri, að frádregum múslímum, gyðingum, hindúum, búddistum og öðrum sem ekki trúa á sveinka, þá væri það samt útilokað, sama hve göldróttur Kláus væri. Ef við gefum okkur að aðeins 15% jarðarbúa trúi á jólasveininn þá eru það um 378 milljónir manns sem þýð- ir að heimilin eru alls um 92 milljón- ir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Það sér hver heilvita maður að þetta er vonlaust þó aðeins eitt gott barn sé á hverju heimili. Til þess að ná því þyrfti Kláus að komast yfir meira en 800 heimili á sekúndu sem þýðir að hann yrði að keyra hreindýrin í botn eða á þrjú þúsund sinnum hljóöhraða með yfirhlaðinn sleða af gjöfum sem hver um sig hlýtur að vera að minnsta kosti hálft kíló. Það þýðir 46 þúsund tonna hlass í upphafl ferðar plús Kláus feiti. Þvílík della! Má ég þá frekar biðja um einn á dag í þrettán daga, hvern og einn með sinn poka á bakinu. Kom ekki sá fyrsti í morgun? Erlingur Kristensson blaöamaöur Myndasögur 3 O Brabra I Brabra II Brabra III Brabra IV Brabra V Brabra VI Nú þoli ég ekki meir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.