Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Qupperneq 32
ai öra w w r a ! b Viðbótarlífeyrissparnaður FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 Efnalitlir og tekjulágir borga best: Viðbótarlán í betri skilum en önnur Minni vanskil eru á viöbótarlán- um íbúðalánasjóðs en að meðaltaii hjá sjóðnum. Þeir sem fá viðbótar- lán eru með öðrum orðum skilvísari greiðendur að meðaltali en aðrir viðskiptavinir íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu sjóðsins. Viðbótarlán eru sem kunnugt er veitt fyrir allt að 25% af kaupverði eignar og getur lánshlutfali þá sam- tals orðið allt að 90% af kaupverð- inu. Þau eru ætluð eignaiitlu og Moka upp loðnu Góð loðnuveiði var í nótt 47 sjómíl- ur norður af Melrakkasléttu. Þar voru einir tíu nótabátar í feitri og fallegri loðnu ásamt Hólmaborginni og Jóni Kjartanssyni sem eru með flottroll. Nótabátarnir veiða mest að nætur- lagi en í flottrollið er veitt allan sólar- hringinn ef því er að skipta. Hólma- borgin var komin meö 1.500 tonn í morgun og menn bjuggust við að fylla í dag, skipið tekur um 2.400 tonn. Jón Kjartansson var með 700 tonn en hann kom á hádegi í gær á miðin. -ET Bílvelta á Þrengslavegi Bílvelta varð á Þrengslavegi, skammt ffá Skógarhlíðarbrekku, um áttaleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og hlaut hann skurð á höfði. Meiðsl hans voru að sögn lög- reglu ekki talin mjög alvarleg. Tölu- vert tjón mun hins vegar hafa orðið á bílnum. -aþ dagar til jóla Yfir 150 fyrirtæki KriKa(co\ Oj iíj/i ER með/hlli fyrir júlin OG VERÐUR DAVIÐ RÁ SETTUR SÖND? tekjulágu fólki og er miðað við aö mánaðartekjur einstaklings séu ekki hærri en 185.000 krónur. Ails hafa 6.300 fjölskyldur hlotið af- greiðslu úr viðbótarlánakerfinu. Gíf- urleg eftirspurn hefur verið eftir þessum lánum og hefur ásókn vaxið um tugi prósenta árlega. Heildar- skuldir viðbótarlánþega - þ.e. viðbót- arlánin að viðbættum nýjum og yfir- teknum húsbréfalánum þeirra sem hljóta slík lán - hafa hækkað úr 32,5 miiljörðum króna i lok mars í rúma 46,6 milljarða í lok nóvember. Hækk- unin nemur 43% á síðustu átta mán- uðum en á sama tíma var útlánavöxt- ur íbúðalánasjóðs í heild um 7%. Hlutfall viðbótarlána er samt enn það lágt - og lánaflokkurinn svo nýr - að það getur skekkt samanburð á skilvísi lánþega, segir í mánaðar- skýrslu sjóðsins. Þó hafi skoðun á vanskilum eftir aidri viöbótarlána ekki leitt annað í ljós en að viðbót- arlánþegar séu „með skilvísari við- skiptavinum." -ÓTG DV^IYND HARI Soöiö fyrir bragðprófun Bragögæöingar DV brögöuöu á hangikjöti og hamborgarhrygg nú í morgun og munu lesendur sjá niöurstööur þeirrar smökkunar í blaöinu á morgun. Vand- aö hefur veriö til undirbúnings bragöprófunarinnar. Sáu meistarakokkarnir Siguröur Karlsson og Gunnlaugur Guömundsson um að sjóöa kjötiö meöan blaöamaður fyigdist meö. Sigurður hugar hér aö kjötinu vopnaöur kjöthita- mæli. Um blindsmökkun er aö ræöa en aöeins kokkarnir og blaöamaður vita hvaöan hvert kjötstykki kemur. Sigurður Líndal lagaprófessor: Island dæmt inn í ESB? Sigurður Líndal. Ýmislegt bend- ir til þess að að- ildarríki EES hafi afsalað sér mikiivægum þáttum fullveldis- ins í hendur dómsvalds Evr- ópusambandsins og EES, að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors. Evrópusambandið heldur hvort ís- land verði í reynd dæmt inn í það?“ sagði Sigurður. I erindi sínu á fullveldissamkomu stúdenta í Háskóla íslands benti Sigurður á, að í EES-samningnum sé gert ráð fyrir að hann sé túlkað- ur í samræmi við reglur ESB og stefnt að því að tryggja sem mest samræmi milli reglna EES og ESB. EFTA-dómstóllinn hljóti að taka mið af því. „Verður niðurstaðan ef til vill sú að málið snúist ekki um inngöngu í Ný söguskoðun „Fullveldið varð þjóðinni til fram- dráttar á flestum sviðum," sagði Sigurður. „Það sýnir reynslan, en nú er það vefengt og ný söguskoðun birtist: Sjálfstæðisbarátta íslend- inga snerist um formið. Forystu- menn íslendinga hafa verið spilltir og þröngsýnir og eigingjamir aftur- haldsseggir," sagði Sigurður og spurði í framhaldinu hvort menn teldu þá Evrópusambandið vera samband heilagra. Óljós umræða Sigurður gat þess að valinkunnir fræðimenn fullyrtu að EES-samning- urinn entist i mesta lagi í 10 ár, en ekki væri vitað hvemig þeir vissu þetta. „Getur verið að Evrópusam- bandið verði liðið undir lok eftir 10 ár? Menn tala í tilgátum en undir- stöður orðræðunnar em óljósar." Þá spurði Sigurður hvort líklegt væri að áhrif fylgdu aðild að ESB fyrst menn teldu að EES-samning- urinn fæli í sér áhrifaleysi, þrátt fyrir skýr ákvæði um annað. Um framtíð þjóðríkisins sagði Sigurður ekki útilokað að efnahags- heildir sem telja mætti hentugastar undirstöður verkaskiptingar kynnu að leysa það af hólmi. „Ef til vill á eftir að rísa sambands- ríki Norður-Atlantshafsins sem verð- ur stórveldi á sviði fiskveiða og nýt- ingar hvers konar sjávarfangs og innan vébanda þess ríkis verða Grænland, ísland, Færeyjar og Norð- ur-Noregur og ef til viil Nýfundna- land,“ sagði Sigurður i lokaorðum sínum á fullveldisdaginn. -ÓTG Trommuleikari „Kyrkja-Köttinn“ í stríði við yfirvöld á Ólafsfirði: „Böggaður" af sýslumanni fýrir að spila í Glaumbæ - fær að spila óáreittur í öðru umdæmi - í Böggveri á Dalvík Mikið stríð er í gangi á Ólafsfirði milli sýslumannsins, Ástríðar Gríms- dóttur, og félaga i hljómsveitinni eða fjöllistahópnum „Kyrkja-Köttinn." Snýst deilan um hvort trommuleikara hljómsveitarinnar, Hauki Pálssyni, sem er á sautjánda ári, sé heimilt að spila með sveitinni á böllum á vinveitinga- staðnum Café Glaumbæ á Ólafsfirði og það í fylgd foreldra sinna. Á sama tima hefur hann fengið að spila óáreittur í umdæmi sýslumanns á Akureyri, á veitingastaðnum Böggveri á Dalvík. Deilan virðist vera mjög hörð og að sögn eins hljóðfæraleikarans, Braga Óskarssonar, hafa þeir leitað álits Þor- steins Hjaltasonar lögfrceðings, Bama- vemdarstofu og sýslumanns á Akureyri vegna málsins. Virðist álit þessara aðila ganga þvert á tiUkun sýslumannsins á Ólafsfirði á gildandi lögum og reglum. Sýslumaður neitar þessu í samtali við DV og segist í einu og öllu vera að fara að lögum um aðbimað, hollustu- Haukur Pálsson trommuleikari Hann er nógu gamall, aö mati sýslu- manns, til aö mega fara meö foreldrum sínum á vínveitingastað en ekki nógu gamall til að sitja þar við trommuleik. hætti og öryggi á vinnustöðum. Sam- kvæmt þeim megi pilturinn ekki starfa á vínveitingastað eftir klukkan 24. Þá snúist málið ekki um piltinn eða hljómsveitina sem slíka heldur að veit- ingastaðurinn fari að settum lögum og reglum til að halda skemmtanaleyfi sínu. Ástriður sýslumaöur viðurkenn- ir þó að pilturinn megi vera á vínveit- ingastaðnum í fylgd foreldra sinna en megi þó ekki vera þar við störf. Þá seg- ir hún að undanþága laganna varðandi menningarstarfsemi og listir giidi ekki í þessu tilfelli þar sem spilað sé á vin- veitingastað í fullum rekstri. Giidi þá einu þó flokka megi störf hljómsveitar- innar sem slíkrar imdir menningar- eða listviðburði. „Það er búið að bóka okkur til að spila í Glaumbæ annan í jólum á árs- hátíð vélsleðamanna. Það er nú allt í uppnámi ef Haukur fær ekki að spila. Það hafa verið endalaus vandræði í samskiptum við þennan sýslumann," segir Bragi Óskarsson. Hann segir að eigendur Glaumbæjar, Dagbjört Gísla- dóttir og Jakob Agnarsson, hafi viljað vera með það á hreinu að Haukur mætti spila. Bragi tekur hins vegar fram að aldrei hafi annað staðið tii en að Haukur yrði í fylgd foreldra sinna við spilamennskuna í Glaumbæ. HKr. Sjá nánar bls. 4 Tilboðin kosta 50-100 milljónir Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun má gera ráð fyrir að það hafi kostað um 50 til 100 miiljón- ir króna að gera tilboð í gerð stíflu og aðrennslisganga vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Sem kunnugt er bárust fjögur til- boð í verkið og voru þau opnuð á fostudag. Athygli vakti hve tilboðin voru mikil aö umfangi. Þannig var tilboð ítalska fyrirtækisins Impreg- ilo borið inn í þremur töskum. Ef miðað er við 50 milljónir jafn- gildir upphæðin því að tólf starfs- menn með 350.000 króna mánaðar- laun hafi unnið að verkinu í heilt ár. Ef miðað er við 100 milljónir jafngildir það öllum kostnaði við rekstur Verkmenntaskóla Austur- lands á einu ári, svo að dæmi sé tek- ið. En þótt dýrt sé að gera tilboð í framkvæmdina er upphæðin þó ekki nema einn til tveir þúsundustu (0,1 til 0,2%) af áætluöum heildarkostn- aði við framkvæmdirnar, sem er 50 milljaröar króna. Tilboðin hljóðuðu upp á 44 til 73 milljarða og var tilboð Impregilo lægst. -ÓTG Norðurpólsísinn er að hverfa Hafisbreiðan á norðurpólnum bráðnar nú hraðar en áður var talið, eða um 9% á áratug, samkvæmt rannsóknum NASA. Þar gegnir lægðakerfið yfir íslandi lykilhlut- verki. Þá var sögulegt met í bráðnun iss á Grænlandi í sumar og hafa vís- indamenn aldrei orðið vitni að öðru eins. Alls mældist bráðnun á 685.000 ferkílómetrum af Grænlandsjökli en það er meira en tvöfalt stærra svæði en mældist 1992. Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu Jarðeðlisfræðifé- lags Ameríku, AGU (American Geophysical Union), um síðustu helgi. -HKr. Sjá nánar bls. 6 Sjálfvirk slökkvitæki fyrír sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 - Kópavogi Innflutningur og sala - www.hblondal.com 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ SECURITASl VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is * * * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.