Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 M agasm DV „Þrátt fyrir þennan góöa árangur sem ég náði um helgina þá ætla ég alveg aö láta reka á reiðanum hvað ég held áfram í skákinni í náinni framtíð. Þessi annars skemmtilega íþrótt er ekki í efstu sætunum hjá mér. En vissulega er þetta hvetjandi og ég vona að þetta virki ekki síst þannig á konur. Margar hverjar hafa fulla burði í að vera góðir skák- menn en gefa sér hins vegar ekki nægan tíma í að stunda iþróttina," segir Guölaug Þorsteinsdóttir sem um sl. helgi vann titilinn íslands- meistari kvenna í skák. Eina stelpan á skákæfing- um Með réttu fangaði það athygli margra að heyra nafn Guðlaugar aft- ur nefnt í tengslum við skákina. „Ég er orðinn hálfgerður forngripur í þessu. Vitnisburður um það er með- al annars aö vera komin í Öldina okkar, gömul frásögn af afrekum fyrir margt löngu," sagði Guðlaug og hló við þegar DV-Magasín ræddi við hana. Hún er læknir og starfar sem sérfræðingur í geðlækningum við Landsspítalann - háskólasjúkrahús. Á skrifstofu hennar við Hringbraut hittum við hana. Úr ómælisdjúpum myndasafns DV var fyrr í vikunni grafin upp „Þetta er ekki bara einsog að keppa í félagsvist. Þetta er ekki íþrótt fyrir alla og það er hægt að ofgera sér í skákinni einsog eru vissulega dæmi um. Skák getur, sé spennan mikil, aukiö á kvíða meðal fólks." Magasín-mynd: E.OI Aldrei með neina skákdellu Guðlaug. Sjálf minnist hún þess þegar hún árið 1971 tók þátt í fjöltefli þar sem skákmeistarinn Hort varð að semja um jafntefli við Guðlaugu, sem þá var aðeins tíu ára. Hins vegar var það nú svo, jafnvel .þótt undarlega kunni að hljóma, þá var hún aldrei með neina óskaplega skákdellu. Hún var aldrei heima alla daga til að æfa sig í skák eða liggjandi í skákbók- um. Sigursæll ferill Á sigursælum skákferli sínum sem reis hæst fyrir rúmum tuttugu árum fór Guðlaug í fjölda keppnis- ferða fyrir íslands hönd erlendis og náði góðum árangri. Iþróttamaður Kópavogs var hún valin einu sinni. Þrisvar sinnum varð hún ísiands- meistari kvenna í skák, árin 1975, 1982 og 1989. Þá varð hún þrívegis Norðurlandameistari kvenna, það er árin 1975, 1977 og loks 1979. „Hins vegar var ég að mestu hætt í þessu árið 1985. Hef í raun sáralítið teflt síðan,“ segir Guðlaug, sem er móðir fjögurra drengja sem eru á aldrinum fiögurra til sextán ára. „Þeir eldri geta allir aðeins teflt og sá yngsti kann orðið að raða mönnunum upp á skákborðinu og veit hvað þeir heita,“ bætir Guðlaug við. Hún segist eiga sér mörg skemmtileg áhugamál önnur; en er- ilsamt starf og stórt heimili taki mestan sinn tíma. Keppti í Katalóniu Það var síðsumars á þessu ári sem Guðlaug tók aftur upp þráðinn í skákinni þegar hún fór að sækja æf- ingar hjá Taflfélagi Garðabæjar. Hún hefur siðan þá tekið þátt í ýms- um skákmótum og einnig var hún meðal liðsmanna B-landsliðs íslands sem fóru utan til Katalóníu á Spáni í síðasta mánuði. Hún segir þá utan- fór hafa verið skemmtilegt ævintýri, það að vera aftur kominn í það hlut- verk að vera fulltrúi þjóðar sinnar í íþróttakeppni á erlendri grundu. „Aðeins hef ég fylgst með þessum ungu skákmönnum sem eru að koma inn í greinina i dag. Það er mikilvægt að gefa þeim tækifæri, en spurningin snýst auövitað alltaf um hvort til séu peningar. Svo sem til þess að þeir geti farið utan og keppt í skák þar. Það er þeim mikilvægt til að ná árangri. Auðvitað eru líka komnir í dag ýmsir skákvefir á Net- inu sem ekki voru áður. Þeir gefa skákmönnum mörg ný tækifæri sem voru ekki til staöar áður, svo sem þegar ég var í þessu sem stelpa." Getur veri2> sálubót Sem fyrr segir hætti Guðlaug keppni í skák að mestu leytið árið 1985 en þá var hún langt komin í námi í læknisfræði við Háskóla ís- lands. Síðan lá leið hennar og fiöl- skyldu hennar til Svíþjóðar þar sem hún lagði stund á sérfræðinám í geð- lækningum. Siðustu sjö árin hefur Guðlaug starfað sem sjúkrahús- læknir við sérgrein sína. „Meðan ég var hér sem óbreyttur starfsmaður gerði ég það stundum að grípa í að tefla við sjúklinga. Margir sem hafa veikst af geðsjúk- dómum eru góðir skákmenn," segir Guðlaug. Aðspurð hvort skák geti verið góö sálubót fyrir sjúkling sem glímir við geðraskanir af einhverj- um toga þá segir hún að slíkt sé auð- vitað einstaklingsbundið. Sjálfsagt saki ekki ef fólk gefi sig að henni að- eins sem skemmtun en ekki hörku keppni. Þetta geti verið tvíbent. Á kannski langan feril fyrir höndum Skákinni fylgja oft mikil andleg átök og sá sem keppir i þessari grein þarf að vera í góðu andlegu jafn- vægi. „Þetta er ekki bara eins og að keppa í félagsvist. Þetta er ekki íþrótt fyrir aila og það er hægt að of- gera sér í skákinni eins og eru vissulega dæmi um. Skák getur, sé spennan mikil, aukið á kvíða meðal fólks. Hins vegar er skák ein af fá- um íþróttagreinum sem fólk getur stundað alla æfi. í þessum líkamlegu íþróttum eru flestir úr leik milli þrí- tugs og fertugs en hins vegar getur fólk verið að tefla alveg fram á graf- arbakkann. Það gæti þvi kannski farið svo að ég ætti langan skákferil fyrir höndum, nú þegar ég er aftur byrjuð," sagði Guðlaug Þorsteins- dóttir, íslandsmeistari kvenna í skák, að síðustu. -sbs mynd af brosmildri tátu við skák- borðið, með taflmennina fyrir fram- an sig. Myndin er frá árinu 1972 af Guðlaugu þá ellefu ára gamalli. „Ég lærði að visu fyrr að lesa en tefla en líklega hef ég verið búin að ná mannganginum fimm ára. Pabbi, Þorsteinn Gunnlaugsson kennari, hefur alla tíð verið mikill áhuga- maður um skák. Hann kenndi mér og bróður mínum að tefla. Þannig mætti ég til dæmis oft á skákæfing- ar í skólanum sem voru fiölmennar, en hins vegar var ég nánast alltaf eina stelpan þar,“ segir Guðlaug. Hún bætir við að raunar hafi mál Brosmild táta árið gömul þegar 1972 og taflmennirnir ekki langt undan. Guðlaug var 11 ára þessi skemmtllega mynd var tekin og birtist hún í DV. gjaman þróast svo hjá stúlkum sem gefi sig að skákinni kornungar að áhugamálin breytist í fyllingu tím- ans. Svo sem þegar þær komist á gelgjualdurinn svonefnda. Þá fari önnur hugðarefni að koma tiL Úr þeim frjóa jar&vegi Guðlaug segir að árin í kring- um 1970 hafi einkennst af mikilli grósku í íslensku skák- lífi. Raunar megi segja að skákin sé þjóðariþrótt. Að minnsta kosti geti velflestir landsmenn grip- ið í að tefla og kunni mann- ganginn. Hún segir að gróskan í skákmenningu þjóðarinnar á áðurnefndum árum hafi vita- skuld náð há- marki með heimsmeistara- einvígi þeirra Fischers og Spasskys hér á landi haustið 1972. Margir af bestu skák- mönnum ís- lands á seinni árum komu einmitt úr þeim frjóa jarðvegi sem heims- meistaraeinvíg- ið skapaði, segir Maryagm tvicfUcfdff f *** Sími 550-5000 Útgefandl: Útgáfufélagiö DV ehf., Skaftahlíð 24. Abyrgðarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson. Umsjónarmaður: Stefán Kristjánsson. sk@tnagasln.is Blaðamaður: Sigurður Bogi Sævarsson. sigbogi@magasin.is Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.fs Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreiflng: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæöinu, á Akureyri og til áskrifenda DV úti á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.