Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Side 20
24 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 M agasm I>V Bíómolar Breytingar á Star Trek- myndunum? Nýjasta myndin úr Star Trek-serí- unni, Nemes- is, er tíunda myndin gerð eftir sjón- varpsþáttun- um vinsælu og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum innan skamms. Aðalsöguhetjurnar í þeirri mynd eru, eins og áður, þær sömu og úr sjónvarpsþáttun- um Star Trek: The Next Gener- ation en nú gæti svo farið að því verði breytt fyrir mynd númer 11. Persónur úr tveimur öðrum Star Trek-seríum, Deep Space Nine og Voyager, gætu verið með í næstu mynd, þó svo að ekkert sé enn ákveðið. Víst þykir að kafteinn Sískó úr DS9 (Avery Brooks) komi sterklega til greina sem og írinn Miles O’Brien (Colm Meany) sem lék bæði í The Next Generation og DS9. Þá hefur þokkagyðjan Seven of Nine (Jeri Ryan) einnig verið nefnd í þessu samhengi. Nicholas og Keaton Stórleikar- arnir Jack Nicholson og Diane Keaton munu leika saman í gam- anmynd sem enn hefúr ekki hlotið nafn. Hún fjallar um miðaldra mann sem verður ástfanginn af móöur ungrar kærustu hans. Einnig mun það vera staðfest að Keanu Reeves verði með í verk- efninu. Leikstjórinn heitir Nancy Meyers sem leikstýrði meðal ann- ars What Women Want. Luhrmann ó Broadway Leikstjórinn þekkti Baz Luhrmann, sem er hvað þekktastur fyrir Moulin Rouge, hefur sett upp leik- ritið La Boheme á Broadway í New York. Frumsýningarkvöldið var fyrir skömmu og voru viðtökurnar fá- dæma góðar og mátti heyra klapp- ið sem hann hlaut að sýningu lok- inni langar leiðir. Meðal frumsýn- ingargesta voru Cameron Diaz, Harvey Keitel, Hugh Grant, Leon- ardo DiCaprio og Rita Wilson, eig- inkona Tom Hanks. Sagðist hún ekki muna eftir öðru- eins, slíkar voru viðtökurnar. Paltrow og Law í ævin- tyri Gwyneth Paltrow og Jude Law munu koma aftur saman í nýrri mynd, The World of Tomorrow en áætlað er að tökur hefjist á næsta ári. Þau léku saman í The Talented Mr. Ripley. Nýja myndin er sögð vera í anda ævin- týramynda eins og Raiders of the Lost Ark og mun víst hvergi verða til sparað við gerð hennar. Framleiðendur hennar vonast reyndar til að myndirnar verði fleiri en ein. Pal- trow mun leika fréttamann og Law flugmann sem leggja saman í mikið ævintýri. -esá Ghost Ship, nýjasta mynd Gabrieís Byrne, er frumsýnd um heigina: Prestur og inn a sama arinu - írinn Byrne varó ekki leikari fyrr en hátt á þritugsaldri Það kann ef til viU að koma mörg- um á óvart að Gabriel Byrne er ekki bandarískur, ekki síst þar sem hann hefur skartaö bandarískum hreimi í sínum þekktustu myndum. Hann er þó íri, fæddur i Dublin, og eins og sönnum írskum kaþólikka sæmdi var hans æskudraumur að verða prestur. Örlög hans urðu þó allt önnur. í Ghost Ship leikur Gabriel Byme skipstjóra sem fer fyrir hópi sem finnur skip sem hefur verið á reki um hafið í 40 ár. Hann og hans teymi hefjast handa við að lagfæra skipið og undirbúa að draga það í land þegar alls kyns dularfullir at- burðir byrja að eiga sér stað. Rekinn vegna reykinga Byme fæddist í Dublin, höfuð- borg írlands, árið 1950. Móðir hans var hjúkrunafræðingur og faðir tunnugerðarmaður fyrir Guinnes- bjór, þjóðardrykk landsins. Strax frá unga aldri hafði hann einsett sér að læra til prests og 12 ára hélt hann til Englands til að hefja nám við prestaskóla. Fjórum árum síðar var hann þó rekinn úr skólanum þar sem upp um hann komst þegar hann var að reykja í kirkjugarði. Hann hélt aftur til írlands og vann ýmis störf á næstu árum. Þeirra á meðal má nefna störf eins og kokk- ur og umsjónarmaður augnaísetn- inga í tuskubimi. Eins og gefur að skilja entist áhuginn ekki lengi á því sviði og því hélt hann í háskóla- nám í heimaborg sinni þar sem hann lærði ensk málvísindi, hljóð- fræði og fomleifafræði. Að náminu loknu fór að hann vinna við upp- gröft og síðar kenndi hann spænsku í stúlknaskóla i þrjú ár. Það var þar sem hann uppgvötaði leikarabakter- íuna. Við uppsetningu leikrits i hverfinu forfallaðist einn leikarinn og tók Byrne hans stað. Eftir að hafa komið fram fékk hann mikið hrós fyrir frammistöðu sína, þar á meðal frá leik- ara sem starfaði í hinu virta Abbey- leikfélagi í Dublin. Byrne ákvað að rækta þennan hæfi- leika og árið 1979 fékk hann svo leik- arastöðu við leikfé- lagið. I sápunni Og eftir það varð ekki aftur snúið. Eftir að hafa prófað svo margt annað hafði hann loksins fundið sína rétta hillu. Strax tveimur árum síðar landaði hann hlutverki sem íjárbóndi í írskri sápuóperu að nafni The Riordans og eft- ir að þeim þáttum lauk var nýr þáttxrr byggður í kringum persónu hans, Brac- ken, sem gekk í fjög- ur ár. Hans fyrsta kvik- myndahlutverk var í ævintýramyndinni Excalibur og er ráðningin leikstjór- anum John Boorm- an að þakka en hann hafði hrifist af Byme í leikriti sem Boorman hafði séð hann í. I kjölfarið komu nokkur smá- hlutverk í kvik- myndum og vann hann sig hægt og ró- lega upp metorða- stigann í kjölfarið. Hann flutti til London til að klífa þann stiga örlit- ið hraðar og lék í kvikmyndum á milli þess sem hann lék á leikhús- fjölum vesturenda þeirrar borgar. Ein þeirra kvikmynda var Siesta sem gerð var árið 1988 þar sem hann lék aðalhlutverkið á móti Ellen Barkin og var það við störf að þeirri mynd sem þau felldu hugi saman og giftust skömmu síðar. Þau eignuðust tvö börn, strák og stelpu, en skildu að borði og sæng árið 1993 og endanlega 6 árum síðar. Frá öllu var gengið í mesta vinskap og em þau tengsl enn sterk í dag. Vinnuþjarkur Það var um það leyti sem Siesta kom út að Hollywood fór að taka eft- ir dreng. Árið 1990 réðu tveir bræð- ur, Joel og Ethan Coen, Byrne til að leika aðalhlutverkið í myndinni MUler’s Crossing. Myndin hlaut fá- dæma góðar viðtökur og sömuleiðis hann fyrir frammistöðu sína. Ferill- inn í Bandaríkjunum var haftnn af fullri alvöru. Handritin komu til hans á færibandi og hefur hann síð- an leikið í 3-4 myndum á ári að meðaltali. Stóra tækifærið kom svo árið 1995 þegar honum var boðið að leika Dean Keaton í The Usual Suspects. Síðan hefur hann verið í hópi virtustu leikara Hollywood og tókst honum meira að segja eitt árið, 1999 nánar tiltekið, að leika prest (Stigmata) og djöfulinn (End of Days) á mjög rvo sannfærandi máta. Hann hefur einnig verið að fást við aðrar hliðar kvikmyndabrans- ans en hann hefur komið nálægt um tug mynda sem framleiðandi, auk þess að skrifa handrit að tveimur. Árið 1997 gaf hann einnig út bók, Pictures In My Head, og er greini- legt að hann er ekki, fremur en á sínum yngri árum, hræddur við að prófa sig áfram . -esá Domar Changing Lanes *★* > „ Stórkostleg mynd. “ -HK í skóm drekans „Einlœg og opinská upplifun ungrar konu sem skoðar veröld sem henni er fullkomlega framandi. “ -SG Das Experiment „Ákaflega sterk kvikmynd og um leió sjokkerandi. “ -HK Die Another Day „Þrátt fyrir að vera of löng er hún miklu betri en síðasta Bond-mynd og sýnir að á nýju árþúsundi er enn pláss fyrir ofurnjósnara hennar hátignar." -HK Harry Potter og leynikleflnn „Önnur myndin um galdrastrákinn knáa, Harry Potter, er betri en sú fyrsta." -SG The Importance of being... * ★ * „Vel heppnuð kvikmynd eftir leikriti sem hefur staóist tímans tönn. “ -HK Full Frontal ★★ „Ekki er vitlaust að œtla að Steven Soderbergh sé á egóflippi," -HK Possession „Alls ekki leiðinleg kvikmynd þrátt fyrir augljósa galla." -HK Swimfan ★ „Það má segja henni til hróss aó reynt er að blása lifl i margtuggða for- rnúlu." -HK Væntanlegt 13. desember Ghost Ship ........Gabriel Byme Knockaround Guys......Vin Diesel Like Mike..........Lil’ Bow Wow Trapped .............Kevin Bacon 20. desember Stella í framboði........Ýmsir 25th Hour .... Edward Norton o. £1. Það er ekki oft sem menn finna slíkan fjársjóö sem þennan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.