Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Qupperneq 24
28 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 M agasm DV Margar góðar og kjarnyrtar vísur flugu um salinn á Hótel Selfossi á kvæðaþinginu á þriðjudagskvöld. Um 800 manns voru í smekkfullum sal hótelsins. Þrátt fyrir að jólaundirbún- ingur sé í fullum gangi gáfu menn sér tíma frá amstrinu. Gestir voru líka al- sælir þegar þinginu lauk, sannkölluð hláturmeðferð á jólafóstu. Stórskáldin sex sem tóku þátt í kvæðaþinginu voru Halldór Blöndal, Jón Kristjáns- son og Steingrímur J. Sigfússon af hálfu alþingismanna og Hákon Aðal- steinsson, skógarbóndi á Héraði, sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Flosi Ólafsson, leikari og hesta- maður, af hálfu almennings. í upphafi bæði kynntu menn sig og hver annan. Steingrímur J. kynnti Hjálmar Jónsson með þessari: Inni á þingi við áttum prest, á honum var stólpakjaftur. Það var sem mér þótti best. þegar að Drottinn tók hann aftur. Hákon Aðalsteinsson sagðist vera sóknarnefndarformaður í sinni sókn. Það varð sr. Hjálmari að yrkisefni: Sóknarnefndarformenn fóru á kostum, flestir við í prestastétt þó brostum. Konni er meó hverja hugsun skakka, í Kárahnjúkasókn og Eyjabakka. Steingrímur J. Sigfússon, Jón Kristjánsson og Halldór Blöndal fóru á kostum ásamt öórum hagyrðingum á Selfossi. Húsfyllir á kvæða- þingi á Selfossi: Flosi hafði heyrt um að vöxtur aspa á Akureyri væri orðinn til vandræða. Fella þyrfti mörg tré vegna skemmda sem þau yllu á lagnakerfl bæjarins: Rœtur trjánna rjúfa frið, ryöjast inn í skólprœsið, koma upp um klósettið, og kitla mann í rassgatið. Halldór Blöndal var uppalinn að hluta í Litlu-Sandvík í Flóa, sem er skammt frá Selfossi. Sunnlensk nátt- úra og æskuminningar blésu honum í brjóst þessari fallegu vísu. Hœróur tindur í háaustri, hér er fallegt útsýnió. Óravíddir um sjónarsvið, og Sandvíkurheiðin blasir við. Sr. Hjálmar Jónsson lauk sínum þætti með tilheyrandi vísu um tilgang kvæðamótsins sem var í fjáröflunar- skyni fyrir handboltalið Ungmennafé- lags Selfoss, Mjaltavélina sem svo hef- ur verið nefht. Hláturme&ferö á jólaföstu Þrír góðir. Hókon Aðalsteinsson, Hjálmar Jónsson og Flosi Ólafsson. Magasín-myndir NH Hugsun allra hér sé virk, höllum sleni og veiki. Mjaltavélin verði styrk, og vinni alla leiki. Hákon kynnti Flosa: Þegar hug minn mœra listrœn Ijóó, sem löngum hafa yljaó vorri þjóð. Þá fer ekki í minn ferkantaða haus, aó Flosi skuli ennþá ganga laus. Hjálmar kom með þessa um próf- kjör sjálfstæðismanna i Norðvestur- kjördæmi í Norðvesturkjördæmi. Nauóirnar þjá, og nísta umfrœgustu háka. Vilhjálmur gleóinni genginn erfrá, og Guðjón sem sveltandi kráka. Hákon kvað vegna prófkjörsins Prófkjörin þinglióa þjá, og þjóöinni töluvert brá. Hjá vonanna lind, mörg vesöl mannkind, meinvillt í myrkrunum lá. Vinsældir Guðna Ágústssonar og fleygur koss hans á kú varð til að kveikja hjá flestum brag, Steingrímur J. kvað: Þaó sannast á Guðna aftur og enn, hverju örlítill koss fœr breytt. Og vinsœlastir veróa menn, sem vanda sig í aó gera ekki neitt. Hákon lagði einnig út af vinsældun- um Guðna: Vinsœldirnar sœkja heim til hans, ég hvergi þekki yfirburói slíka. Ótrúlegan oróstír þessa manns, má eflaust þakka Jóhannesi líka. Jón lagði út af sama, í orðastað Guðna, vegna fimm prósenta fram- sóknarmanna sem völdu hann ekki vinsælastan: Ég hef í sigursœti lent, og sýnist ég ekki mega slugsa. En fifl eru þessi fimm prósent hvern fjandann eru þau aó hugsa Brotthvarf sr. Hjálmars Jónssonar úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna varð Jóni Kristjánssyni að yrkisefni: Ég gekk fram á hann í grenndinni, meó geislabauginn í hendinni. í ofsa stuöi, œttað frá guði, með hendurnar hangandi á lendinni. Flosi sendi Halldóri þessa flámælis- stöku: Gráhœrður og gugginn er, gerir fátt af veti. Hefur allt á hornum sér, Halldór þingforseti. Halldór lagði út af konungsdrápu Hákons Aðalsteinssonar: Hákon skáld á Húsum, á hreindýr og tré, hann flutti drápu fertuga og fyrir kónginn sté. Þaö sýpur enginn áliö, þó á Austfjörðum sé. Skáldin fengu fyrripart um kvæöa- keng. Steingrímur J. lagði út af honum: Ekki er ég í kvœóakeng, eitthvað er að heyra þetta. Oft það hendir ungan dreng, að allt vill nióur detta. Jón Kristjánsson og Hjálmar Jóns- son voru með skrifstofúr við hlið Óð- als á þeim tímum er einkadans var leyfður. Taktur danstónlistarinnar varð Jóni að yrkisefni - en þessa vísu hefur hann að vísu áður birt: Húsiö er pakkaó affáklœddum gálum, viö fáum snögglega taktinn skiliö. Séra Hjálmar situr á nálum, og syndgar í huganum bak vió þilió. Skortur á rjúpu og vandamál henni tengd blésu Hákoni efni í brag: Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu, þeir sjást ekki lengur og rjúpnaskyttur pirra. Örbirgðin kallar fram orðin Ijót á tungu, um að ég hafi etið þœr í fyrra. Súludansinn varð Flosa að vísu: í Kópavogi er súlum sinnt svona eftir bókinni Þarna mœtast stálin stinn og stúlkan í litlu brókinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.