Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 DV Fréttir 11 Bragðgæðingum DV fannst of lítill munur á kjötinu: Kjöt án sérkenna „Þessir hamborgarar eiga það sameiginlegt að verá mjög svipaðir, eru verksmiðjuframleiðsla án nokk- urra sérkenna," sagöi Sigmar B. Hauksson þegar hann hafði bragð- prófað hamborgarhryggina. Og hann tók í sama streng þegar hann gerði upp hangikjötið: „Það verður að segjast eins og er að þetta voru vonbrigði. Það vantar allan karakt- er í þessa kjötframleiðslu, þetta er meira og minna allt eins.“ Þessi orð Sigmars hrundu af stað liflegri umræðu um kjötframleiðslu í landinu og víðar um heim og þá tilhneigingu innlendra kjötframleið- enda að leita allir í svipað far. Það virtist sem þeir væru allir að leita að ósköp svipuðu bragði. Enginn framleiðandi skæri sig úr með sér- kennum sem gerði að verkum að neytandinn þekkti hans kjöt um leið og hann bragðaði á því. „Menn eru hættir að vera djarfir, virðast leita að einhverri óska-upp- skrift,“ sagði Úlfar. Sigmar sagði vissa áskorun felast í þessari þróun í þá átt að smærri aðilar tækju upp á því að framleiða kjöt með sterkum séreinkennum sem margir mundu eflaust taka fagnandi. Dröfn tók í sama streng og nefndi sem dæmi að allt hangikjötið hefði nánast verið eins á litinn. Þá kom fram sú skoðun að heil- brigðisviðhorf væru öðrum yfir- sterkari. Umræða um saltað og reykt kjöt og tengsl þess við sjúk- dóma hefði vakið óþarflega mikinn ugg hjá fólki. „Við erum ekki að neyta svona matar allan ársins hring, hangikjöt er t.d. ekki eins rikur þáttur í matar- æðinu og áður. Fólk borðar það aðal- lega á hátíðum. Þess vegna gerir ekki eins mikið til ef kjötið er mikið reykt og salt,“ sagði Dröfn. -hlh DV-MYND GVA Osköp svipað allt saman Bragdgæöingar DV sögðu þaö einkenna hangikjötið og hamborgarhryggina hvaö allt væri svipaö, lítill munur væri í raun á kjöti frá einum framleiöanda til annars. Úlfar og Sigmar huga aö hangikjötssneiöunum. Kokkarnir á Þremur Frökkum hjá Úlfari suðu kjötið: Of hár hiti og ofeldun vond fyrir kjötið „Fólk fellur gjarnan í þá gryfju að sjóða hangikjöt og hamborgarhrygg við of háan hita, lætur bullsjóða, og sýður kjötið of lengi. Of hár hiti og ofeldun er vond fyrir kjötið Best er að láta það malla hægt og rólega. Sumir láta suðuna koma upp og slökkva strax en láta kjötið liggja daginn í pottinum," segja þeir Sig- urður Karlsson og Gunnlaugur Guð- mundsson, matreiðslumeistarar á veitingastaðnum Þrír Frakkar hjá Úlfari. Eins og undanfarin ár önnuðust þessir heiðursmenn eldamennskuna fyrir bragðprófun DV á hangikjöti og hamborgarhrygg. Blaðamaður mætti með kjötið til þeirra upp úr hádegi á miðvikudag. Þá var það vigtað og kannað hvort vigtin væri rétt. Það var hún í öllum tilfellum. Hangikjötið var soðið fyrst og ham- borgarhryggirnir um kvöldið. Bragðprófunin var tímasett kl. 10 morguninn eftir. Nokkur umræða hefur verið um 1 Rýrnun á hamborgarhrygg - eftir suöu All - úrbein. 1 Nóatúns Bezt 1 Óftals 1 Kjarnafæðl 1 Bautabúrlð | KEA 1 SS - úrbeln. 0 % 5% 10% 15% 20% 25% 30% rýrnun á kjötinu undanfarin ár og háar rýmunartölur stundum vakið harkaleg viðbrögð framleiðenda. Eins og lýst er í textanum hér til hliðar var allt kjötið keypt inn í verslunum og DV því í nákvæmlega sömu sporum og hver annar neyt- andi. Áralöng reynsla kokkanna, leiðbeiningar á umbúðum og sú regla að kjarnhiti kjötsins yrði Rýrnun á hangikjötí - eftir suöu Húsavíkur 1 KJarnafæfti 1 Fjallalamb 1 Fjallahanglkjöt KEA 1 1 SS-blrklreykt 1 Skagflrskt 1 Sambands 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% | aldrei hærri en 67-68 gráður gerðu að verkum að suða kjötsins var í takt við „prótókollið". Til að mæla kjamhitann var notaður vandaður kjöthitamælir. Um leið og hver kjötbiti hafði náð umræddum kjam- hita, þeir minnstu fyrst, var þeim kippt upp úr vatninu og lagðir til kólnunar. „Rýmun kjötsins hefst fyrir al- vöru ef farið er upp fyrir 67-68 gráður," segja þeir kokkar og leggja áherslu á að miklar hitabreytingar séu vondar fyrir kjötið. Kjötið var mismunandi í laginu, sérstaklega hamborgarhryggimir. Tveir voru úrbeinaðir, frá Ali og SS, en hinir með beini, mismiklu. Þá getur skipt máli hvaðan af skepn- unni hryggurinn er. Skurður er lika breytilegur. Sumir framleiðendur skera alveg við vöðvann meðan aðr- ir leyfa parti af síðunni að fljóta með, skera utar. Það hefur í fór með sér að kjötið er með meiri fitu, eitt- hvað sem mörgum líkar vel en öðr- um ekki. En hvemig gátu kokkamir greint einn kjötbita frá öðrum? Jú, þeir stungu tannstönglum í endann, mis- munandi mörgum og merktu síðan sneiðamar samkvæmt þvi þegar kjötið var skorið á diskana. -hlh DV-MYND HARI Tilbúnlr að sjóða kjötið Siguröur Karlsson og Gunnlaugur Guömundsson hampa hér hamborgar- hrveeium í umbúöunum eftir aö hafa sett hangikjötiö í suöu. Munið að slökkva á kertunum Göngum vel og örugglega frá kertum í aðventukransinn til að fyrirbyggja eldsvoða. o ímm |í mm' gjllfip íJ 6iisu A övto^ w 112 Ríkislögreglustjórinn ORYGGISNET SECNET LÖGGILDINGARSTOFA Rauði kross íslands /TÍT' SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.