Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 18
18 Menning Afmæli meistarasmíðar í dag eru nákvæmlega tíu ár síðan Klais-orgel Hallgrímskirkju var vígt / dag, 13. desember, eru 10 ár frá vígslu stóra og glœsilega pípuorgelsins í Hallgrímskirkju. Það er langstœrsta hljóðfœri landsins, 15 metra hátt og 25 tonn að þyngd. Þaó státar af 72 rödd- um sem skiptast á fjögur hljómboró og fótspil. Orgelpípurnar eru alls 5275 talsins! Listvinafélag kirkjunnar stendur fyrir afmœlishátíó dagana 14.-16. desember með þrennum org- eltónleikum og hátíóarmessu þar sem orgelió veróur í heiöurssœti. Þetta mikla orgel, sem var byggt af Klais-orgelsmiðjunni i Bonn 1 Þýska- landi, hefur sett mikinn svip á tónlist- arlíf Reykjavíkurborgar siðasta ára- tug. Það hefur hljómað á ótal tónleik- um íslenskra og erlendra organista, þjónar veigamiklu hlutverki við helgihald í Hallgrímskirkju og hróður þess hefur borist víða. Það gerði flutn- ing á stórum verkum fyrir orgel og hljómsveit mögulegan á íslandi. Þannig lék Björn Steinar Sólbergsson hinn fræga orgelkonsert Jóns Leifs ásamt Sinfóníuhijómsveit Islands í Hallgrímskirkju um árið og þar var konsertinn einnig hljóðritaður af sænska útgáfufyrirtækinu BIS. Eftir- minnilegur er líka flutningur á org- elsinfóníunni eftir Saint-Saéns, þar sem nútímatækni gerði Herði Áskels- syni kleift að spila á orgelið í Hall- grímskirkju i fuilkomnum samhljómi við hljóðfæraleikara Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem sátu i Háskólabíói ásamt fullu húsi tónleikagesta, sem fylgdust með Herði á hvíta tjaldinu! Draumur sem rættist Þetta er sannkallað afmælisár í Hallgrímskirkju því bæði Mótettukór- inn og Listvinafélagið eru tvítug í ár. Þetta kemur einfaldlega til af þvi að 20 ár eru liðin síðan Hörður Áskels- son kom til starfa hjá kirkjunni sem organisti með sína fersku vinda sunn- an úr álfu. „Hann vildi auðvitað hafa meira umleikis en hefðbundna messutón- list,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju DV-MYND ÞÖK Hið glæsilega Klais-orgel Hallgrímskirkju Innvígðir kalla þaö ástúölega „ Stóra-Kláus“ enda veröa öll önnur orgel landsins sannkallaöir litlu-kláusar viö hliöina á því. „þess vegna var félagið sett á fót sem eins konar stuðningshópur við hugmyndir hans. Fyrsti formaður þess var Sigurbjörn Einarsson bisk- up en Hörður hefur sjálfur verið framkvæmda- stjóri öll þessi ár.“ - Var þá strax farið að huga að stóru orgeli í kirkjuna? „Já, það var strax draumurinn að kirkjan eignaðist viðeigandi hljóðfæri. Mönnum þótti rétt að ísland eignaðist eitt orgel á heimsmæli- kvarða. Sá draumur rættist fyrir tíu árum.“ Dagskrá hátíðarinnar Eins og sjá má í ramma hér til hliðar hefst afmælishátíðin með samkomu í safnaðarsal Hallgrímskirkju á morgun kl. 14 þar sem Phil- ippe Klais, forstjóri Klaisorgelsmiðjunnar, og fleiri flytja ávörp. Sýnd verður heimildamynd um hönnun og uppsetningu orgelsins og notið veitinga. Kl. 17 verða svo allsérstæð- ir tónleikar í kirkjunni þar sem Hans-Dieter Möller frá Dússeldorf í Þýskalandi og Hörður Áskelsson, organisti Haligrimskirkju, kynna orgelið með íjölbreyttum tóndæmum og leika af fingrum fram. Orgelverk- ið Innsigli eftir Þorkel Sigurbjöms- son verður frumflutt en það var samið í tilefni af afmælinu. I lok tón- leikanna verður flutt dansverkið Steeples (Klukkuturnar) eftir enska danshöfundinn Peter Anderson sem var samið fyrir Listráð Langholts- kirkju og frumflutt í Langholts- kirkju i október. Verkið er samið viö Passacagliu í c-moll fyrir orgel eftir Johann Sebastian Bach og verður flutt af höfundinum ásamt þremur öðrum dönsurum; við orgelið verður Höröur Áskelsson. Hátíðin heldur áfram á sunnudag- inn. Kl. 11 verður hátíðarmessa þar sem sérstök áhersla verður lögð á margþætta notkunarmöguleika org- elsins í helgihaldinu. Kl. 20 leikur Möller á orgeltónleikum verk, m.a. eftir Bach, Toumemiere og sjálfan sig. Hann er i hópi virtustu orgel- leikara Þýskalands. Á mánudagskvöldið kl. 20 kemur síðan fram margverðlaunaður ungur orgelleikari frá Þýskalandi, Christi- an Schmitt, sem leikur fjölbreytta efnisskrá, m.a. með verkum eftir Bach, Reger og Messiaen. Þessir tón- leikar eru haldnir að frumkvæði Þýska sendiráðsins og eru framlag þess til afmælishátíðar hins þýska Klais-orgels. rgel Hallgrímskirkju 10 ára *ur 14.12. : Hátíðarsamkoma og afmæliskaffi. : Tónadans. Hans-Dieter Möller frá Idorf og Höröur Áskelsson, kantor Hall- grimsKirkju, kynna hljóðheim orgelsins meö fjölbreyttum tóndæmum. Ókeypis aðgangur. Sunnudagur 15.12. 11.00: Orgelmessa. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sig- urði Pálssyni. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Organistar: Höröur Áskelsson og Hans-Dieter Möller. 20.00: Orgeltónleikar. Hans-Dieter Möller. Að- gangur 1500 kr. Mánudagur 16.12. 20.00: Christian Schmitt frá Þýskalandi. Að- gangur 1500 kr. Bókmenntir Ekkert stöðvar hugmynd Andri Snær Magnason Ástarstjarnan skín enn yfir Hraundranga en nú í Nema persónur eins og Sigríður og Indriði sem halda fast í ást sína eins og í Pilti og stúlku forð- um og lenda af þeim sökum í ómældum hremm- ingum! I upphafi trúir LoveStar á hugmyndir sínar sem á teikniborðinu virðast alsaklausar og miðast fýrst og síðast við að afmá landamæri og þar með ósætti og stríð. En inn í „saklausa" hugmynda- fræði LoveStar læða sér laumufarþegar sem setja strik í reikninginn og raska jafnvægi hins „full- komna“ heims. Þá renna tvær grímur á LoveStar sem þekkir af eigin raun að ekkert fær stöðvað hugmynd, hversu geggjuð sem hún er. Lovestar er nokkurs konar fullorðinsútgáfa af bamabókinni Bláa hnett- inum sem kom út árið 1999.1 báðum bókunum er veröldin í hættu sökum græðgi og valdasýki og sjónum beint að neyslu- samfélaginu sem gleypir börnin sín ef ekki er að gáð. Báðar eru þrungnar samfélagsádeilu sem kæfir þó ekki lesandann vegna þess að textinn er svo frumlegur og skenimtileg- ur. í LoveStar hnykkir höfundur eftirminnilega á dv-mynd þok ýmsum hugmyndum úr omo„; _____, Bláa hnettinum en bætir ° J við nyjum sem hann laumar í umbúðir tákna og vísana í ævintýri, hrollvekjur, vísindaskáid- sögur, dæmisögur og ástarsögur. Slík úrvinnsla er vandmeðfarin en Andri Snær nær að vinna þannig úr efniviði sínum að sagan stendur á traustum grunni fi-á upphafi til enda. Frásögnin er fjörug og fyndin en einníg skelfiieg og vekur lesandann til sterkrar umhugsunar um það sem mestu máli skiptir í lífmu, þ.e. kærleikann og feg- urð náttúrunnar sem enn kristaliast i ástar- stjömu yfir Hraundranga. Sigriður Albertsdöttir Andrl Snær Magnason: LoveStar. Mál og menning 2002. Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla nœturský. Þannig hljóma upphafsorðin í einu ffægasta ástarkvæði sem ort hefur verið á íslenska tungu, Ferðalokum eftir Jónas Hall- grímsson. Ljóðið er þrungið feg- urð og kyrrð náttúrunnar og trúnni á ástina sem er eilíf og ekkert fær bugað þrátt fyrir sorg og að- skilnað. Út af þessu fallega kvæði leggur Andri Snær Magnason m.a. í nýjustu skáldsögu sinni, LoveStar. Aðaipersóna bókarinnar er LoveStar sem hlut- gerir sjálfan sig í ástarstjömu framtíðarinnar sem skín enn yfir Hraundranga en nú í annarri og breyttri mynd. í nútímanum skín hún tæknivædd og blikkandi yfir skemmtigarði sem reistur hefur verið í Öxnadal en þar hefur LoveStar komið á fót heilmiklum ferðamannaiðnaði. Hugmyndaauðgi hans hertekur ekki aðeins Öxnadal heldur allan heiminn því á örfáum áratugum tekst honum að byggja upp alþjóðafyrirtæki sem hefur lif fólks og örlög í greipum sér. Hjá honum vinnur her manns sem með fjarstýringu stjórnar löngunum, þrám, smekk og tilfinningum, skipuleggur ástarlíf fólks og markaðssetur dauðann. Með aðstoð tækninnar nær LoveStar að heOaþvo þorra manna sem verða fómarlömb markaðshyggjunnar og treysta fremur á tölfræðilegar staðreyndir en eigin skynsemi og tilfinningar. Yfir hverjum einstaklingi vakir hið alsjáandi auga LoveStar og smátt og smátt gleym- ir fólk að einu sinni hafði það sjálfstæðan vilja. I ,o\ i S J.\k* FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 _________________________X>'V Umsjón: SiEja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Ungir einleikarar Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða á sunnudaginn kl. 17 í Áskirkju. Þar verða leikin verk eftir Georg Fr. Handel, Ant- onio Vivaldi og Josef Haydn. Að venju býður Kammersveitin ungum og efnilegum hljóð- færaleikurum að koma fram sem einleikarar og að þessu sinni eru þeir fjórir: Stefán Ragn- ar Höskuldsson, flauta, Hrafnkell Orri Egiis- son, selló, Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló, og Stefán Jón Bemharðsson, horn. Þeir hafa allir nýlega lokið framhaldsnámi erlendis. Litla lirfan ljóta Nú geta aðdáendur teikni- myndar Gunnars Karlssonar um Litlu lirfuna ljótu líka les- ið söguna um hana því hún er komin út í bók. Sagan er eftir Friðrik Erlingsson sem líka skrifaði Benjamín dúfu og fleiri bækur. CAOZ hf. gefur bókina út og Bjartur dreifir henni. Teiknimyndin um lirfuna litlu hefur vakið mikla hrifningu hér heima og erlendis og hlotið verðlaun og viðurkenningar, nú síðast tvenn Eddu-verðlaun. Myndin er líka komin út á DVD-diski þar sem einnig er skemmti- legur pödduleikur og ýmsar upplýsingar um gerð myndarinnar. Jólasveinninn og töfratrumban Finnska teiknimyndin Jólasveinninn og töfratrumban frá 1996 verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14. Frítt er inn. Myndin er gerð eftir vinsælum jólasveina- teikningum og sögum Mauri Kunnas. Leik- stjóri er Pekka Lehtosaari. í Jólaþorpinu er allt á fullu við undirbún- inginn fyrir aðfangadagskvöld en þó er ekki alit með feUdu. Hver slökkti á norðurljósun- um? Hvers vegna er vírus í tölvunni einmitt þegar jólasveinninn er að finna lausn á vandasamri gjöf? Einhver er að stríða jóla- sveininum! Hvers vegna í ósköpunum? Ævisaga Tolkiens Nú þegar Hringadróttins- saga leggur heiminn að fótum sér er vel til fundið hjá PP for- lagi að gefa út ævisögu höf- undar hennar, J.R.R. Tolki- ens. Þetta er splunkuný bók, kom út fyrir ári á frummál- inu, og höfundur hennar, Michael White, er vfðkunnur ævisagnaritari. Hann hefur sjálfur verið ein- lægur aðdáandi Tolkiens frá unglingsárum eins og hann lýsir í inngangi bókar sinnar. White fjallar um einkalif Tolkiens, bemskuárin í S-Afríku og uppvaxtarárin í Englandi, ástir hans, þátttöku hans í fyrri heimsstyrjöldinni, háskólalífið í Oxford, vin- áttu hans og barnabókahöfundarins C.S. Lewis, gegndarlausan áhuga hans á fomum kvæðum og sögum, þar á meðal norrænni goðafræði, eddukvæðum og íslendingasög- um, baráttu hans fyrir því að koma bókum sínum út og viðbrögð hans við frægðinni. Ágúst Borgþór Sverrisson þýddi bókina. Lífsorka Þórir S. Guðbergsson, fé- lagsráðgjafi, kennari og rit- höfundur, hefur gefið út bókina Lífsorku, um lífsstíl. heilsu og samskipti fólks. Einkum talar hann þar til þeirra sem nálgast starfslók og bendir á leiðir til að rækta huga og hönd og horfa glaður til framtíðar. í bókinni er fjallaö um réttindi fólks, hlut- verk lífeyrissjóða, bætur almannatrygginga, félagasamtök og félagsþjónustu, áfóll og sorg. Þórir leggur áherslu á gildi hreyfmgar og réttrar næringar og nauðsyn þess að eiga sér holl áhugamál. Lífsorka er bók fyrir þá sem hafa áhuga á sjálfum sér í bráð og lengd. Hugsmiðjan gef- ur út. Bókahappdrættið Dregið hefur verið í happdrætti Bókatíð- inda fyrir 13. des. nr.: 80.070. Sjá meira menningarefiii á bls. 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.