Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 22
22 bttp-J/simntt. is/homedecorl928/ Skoðið heimasíðuna okkar og kikið á tilboðin Erutn að taha upp ttýjar jólavörur. Bjóðutn áfratn jólaafsláttinn! jl horni Laugavegar og Klapparstigs Menning FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 DV Kynni af drekum Benedikt búálf- ur er mættur í íjórða sinn og lendir í miMum ævintýrum að venju. Að þessu sinni fer Bene- dikt með Arnar Þór, litla bróður Dídíar (sem les- endur þekkja úr fyrri bókum um kappann), til Álfheima. Þegar þang- að er komið heimsækja þeir hinn geðþekka Daða dreka sem er ósköp hnugginn. Hann þarf nefniiega að fara í afmæli Vigdísar drekadrottn- ingar og sanna að hann sé dreki með því að borða kjöt. Daði hefur verið mörg ár í útlegð því að hann er grænn á lit og borðar ekki kjöt. Benedikt reynist honum sannur vinur og fer með sem málsvari Daða. Og þá fylgir Amar Þór lika en það er ekkert gamanmál fyrir lítinn snáða að heimsækja Gjána óhugn- anlegu þar sem drekarnir búa. í hverri sögu um Benedikt búálf má segja að lesendur kynnist liýjum kima Alfheima. 1 síðustu sögu var Andinn í Miklaskógi í aðalhlutverki en nú er komið að drekasamfélag- inu. Heimsmynd bókanna heldur at- hygli og lesandi er alltaf dálítið spenntur að fá að vita meira um Álf- heima og kynnast nýjum verum og svæðum. Að þessu leyti er bóka- flokkurinn um Benedikt búálf ansi vel heppnaður. Að þessu sinni er sögð nokkurs konar þroskasaga; Daði dreki þarf að glíma við sjálfsmynd sína sem dreki. Helst af öllu vill hann sleppa því að fara, „vera bara héma þar Daði hittir Vigdísi drekadrottningu Ein afmyndum Ólafs Gunnars viö bók sína. í ■J Áriö sem senn er á enda er ár fjallsins og DV-jólasveinninn því forvitinn um heiti fjalla vítt og breitt um landið. Hann er ekki alveg viss hvaö fjöllin heita þannig að hann ætlar að biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda ykkur þrautina gefum við þrjá svarmöguleika. Ef þið vitið svarið krossið þið við nafnið á hlutnum, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öllum tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautirnar hafa birst. Jóiagetraun^ Hvað heitir fjallið sem jólasveimim er að skoða? Vinningar fimm til tíu eru bækur frá Eddu - útgáfu hf. Tilhugalíf- Jón Baldvin, Röddin - Amaldur Indriðason, Nafnlausir vegir - Einar Már Guðmundsson, Leiðin til Rómar - Pétur Gunnarsson, Líf í skáldskap / Halldór Laxness - Ólafur Ragnarsson, LoveStar - Andri Snær Magnason, í upphafi var morðið - Árni Þórarinsson og PáU Kristinn Pálsson, Stolið frá höfundi stafrófsins - Davíð Oddsson, Flateyjargáta - Viktor Ingólfsson, KK Þangað sem vindurinn blæs - Einar Kárason. Jólagetraun l> §. □ Hlöðufell □ Felluðlöh □ Öullhlöð Nafn:__________________________________ Heimilisfang:__________________________ Staður:________________________________ Sími:__________________________________ i_____________ Sendist til: DV, Skaftahtíö 24,105 Reykjavík Merkt: Jólagetraun DV sem mér líður vel og nóg er að éta“ (10). Hann er jafnvel reiðubúinn að sætta sig við ævilanga útlegð frá drekasamfélaginu vegna þess að hann vill forðast vandræði og alls ekki borða kjöt, ekki einu sinni í þetta eina skipti. En eins og traustir vinir eiga að gera leyfir Benedikt búálfur honum ekki að komast upp með þetta heldur kemur hann með Daða til að hjálpa honum að standa á sínu: Maður getur verið öðruvísi og ekki borðað kjöt en samt verið dreki. Þroskasaga Daða dreka fléttast svo saman við mikinn hasar í af- mæli drekadrottningarinnar (sem virðist vera eini kvenkyns drekinn á svæðinu) þar sem lesendur kynn- ast ólíkum tegundum dreka. En eft- ir mikla spennu og mikla bardaga fer auðvitað allt vel að lokum. Auðvitað kemur ekki margt á óvart í framhaldsbók sem þessari en sagan og myndirnar eru prýðileg eins og búast má við frá Ólafi Gunn- ari Guðlaugssyni. Aðdáendur Bene- dikts búálfs eiga eftir að verða hæstánægðir með þessa sögu. Katrín Jakobsdóttir Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Benedikt búálfur. Drekasögur. Mál og menning 2002. Hljómdiskar Grípandi línur Á geisladiski, sem ber nafnið Rautt silkiband og er með Hólm- friði Jóhannesdóttur söngkonu, eru lög eftir óþekkt tónskáld, Hreiðar Inga Þorsteinsson. Lögin eru öll við ljóð eftir Nínu Björk Ámadóttur og þau eru falleg, lag- línurnar eru grípandi og and- rúmsloft ljóðanna auðfundið i tón- listinni. Greinilegt er að Hreiðar Ingi, sem lauk nýverið tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavik, er afar efnilegt tónskáld og verður spennandi að fylgjast með honmn, sérstaklega ef hann aflar sér aukinnar menntun- ar í tónsmíðum. Hann skortir a.m.k. ekki hæfileika. Flutningurinn á lögunum er önnur saga, Hólmfríður hefur góða rödd og ágæta tónlistargáfu en greinilega ekki mikla reynslu sem söngkona. Túlkunin er oftar en ekki lítt mótuð, sumt er óþarf- lega flatt og skortir nauðsynleg til- þrif og er útkoman i heild fremur viðvaningsleg. Auk Hreiðars Inga á Girnnar Reynir Sveinsson lög á diskinum, þar af sex við )jóð Steins Stein- arrs. Lára Rafhsdóttir píanóleik- ari leikur með Hólmfríði í lögum Gunuars Reynis og gerir það fag- mannlega og af öryggi en Hreiðar Ingi spilar imdir sín lög. Erfitt er að meta leik hans því upptaka Ólafs Elíassonar er alveg ómögu- leg, söngkonan er alltof nálægt eins og hún hafi hljóðnemann milli tannanna en píanóið lengst í burtu eins og það hafi verið ofan í sundlaug. Upptakan á lögum Gunnars Reynis er skárri en samt ekki góð og kemur þetta verulega á óvart, þvi aðrir geisladiskar sem ég hef heyrt þar sem Ólafur hefur verið upptökustjóri hafa verið mjög vandaðir. í stuttu máli sagt: Vonbrigði, þrátt fyrir skemmtileg lög og góðan píanóleik Láru. Jónas Sen Rautt silkiband. Hólmfríöur Jóhannes- dóttir, söngur. Hreiðar Ingi Þorsteinsson, píanó. Lára S. Rafnsdóttir, píanó. Skífan 2002.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.