Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 37 Heimsmet hjá Þjóöverjum Þjóðverjar settu í gær fyrsta heimsmet Evrópumótsins þegar þeir gerðu sér litið fyrir og syntu 4x50 metra fjórsund á 1:34,72 mínútum og bættu sitt eigið met frá því á Evrópumótinu í Antwerpen í fyrra um 6/100 úr sekúndu. Sigursveitin var skipuð þeim Stev Theloke, Jens Kruppa, Thomas Rupprath og Carsten Dehmlow en í sveitinni fyrir ári voru sömu menn fyrir utan að í stað Jens Kruppa var Mark Wamecke. Rupp- rath (til vinstri) hefur farið mikinn að und- anfómu og setti meðal annars heimsmet í 100 metra baksundi á dögunum. -ósk Evrópumeistaramótiö í sundi í 25 metra laug í Riesa í Þýskalandi: A sínum staö - Örn Arnarson tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í 200 metra baksundi Sjö íslendingar stungu sér til sunds á fyrsta degi Evrópumótsins í 25 metra laug í Riesa í Þýskalandi í gær. Einn EvrópumeistaratitiII leit dagsins ljós og eitt íslandsmet sem verður að teljast viðunandi upp- skera á fyrsta degi: Örn Amarson, sundmaður úr IRB, sýndi og sannaði að hann er í fremstu röð sundmanna þegar hann tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í 200 metra baksundi og tók þar til baka titilinn sem hann vann þrisvar sinnum í röð á árunum 1998-2000. Öm synti úrslitasundið á 1:54,00 mínútum og var 11/100 á undan Bretanum Stephen Parry. Öm var einnig með besta tímann í undan- rásum en þar synti hann á 1:54,40 mínútum. Glæsilegur árangur hjá Erni sem er að nálgast sitt fyrra form þó að hann hafi verið töluvert frá sínum besta tíma. Gulliö skiptir öllu Örn sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann hefði ekki hugsað mikið um timann heldur frekar um gullið. „í svona mótum skiptir tímmn ekki svo miklu máli. Það er gullið sem er málið. Ég vil frekar vinna gull og synda á lélegum tima en að bæta íslandsmetið um sekúndu og hafna í öðru sæti,“ sagði Örn eftir sundið í gær. „Ég hef verið heill í allt haust og það er ekki nokkur spurning að ákvörðun mín um að skipta um þjálfara hefur gert mér gott. Ég hef tekið upp nýjar æfingaraðferðir og mér finnst ég vera mættur aftur til leiks meðal þeirra bestu,“ sagði Öm. „Það var frábært aö vinna þetta sund enda hef ég einbeitt mér að 200 metra baksundinu síðan í haust. Hinar þrjár greinamar hef ég látið sitja á hakanum og ég lít á það sem hreinan og kláran bónus ef eitthvað gerist í þeim.“ Reynslan mikilvæg „Ég hef öðlast mikla reynslu á stórmótiun og hef með hjálp Jó- hanns Inga Gunnarssonar sálfræð- ings náð tökum á spennustiginu sem er mjög mikilvægt fyrir svona mót. Það hjálpar mér mikið,“ sagði Evrópumeistarinn Öm Amarson í samtali við DV-Sport í gær. Jakob Jóhann í undanúrslit Jakob Jóhann Sveinsson komst í undanúrslit í 100 metra bringusundi og hafnaði þar i 14. sæti af 16 kepp- endum. Jakob synti á tímanum 1:01,03 mínútum sem er rúmri hálfri sekúndu frá íslandsmeti hans. Jak- ob varð þrettándi inn í úrslitin en hann synti á tímanum 1:01,11 mín- útum í undanrásum. Jón Oddur Sigurðsson úr ÍRB var einnig meðal keppenda í 100 metra bringusundi. Jón Oddur var nálægt því að bæta sig en hann synti á 1:03,11 mínútum sem er 8/100 úr sekúndu frá hans besta. Jón Oddur hafnaði i 30. sæti af 33 keppendum. íslandsmet hjá Kolbrúnu Ýr Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Sund- félaginu Ægi og Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir úr Sundfélagi Akraness kepptu í 100 metra baksundi. Kol- brún Ýr gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet, synti á 1:03,77 mínútum og bætti met sem hún og Eydís Kon- ráðsdóttir áttu saman um 10/100 úr sekúndu. Kolbrún Ýr hafnaði í 20. sæti af 22 keppendum en Anja Ríkey rak lestina í 22. sæti, synti á 1:05,91 mínútum og var 70/100 úr sekúndu frá sínum besta tíma. íris Edda Heimsdóttir úr ÍRB keppti í 50 metra bringusundi og var langt frá sínu besta. Hún synti á 34,09 sekúndum en hennar besti timi er 33,65 sekúndur. íris Edda hafnaði í 19. sæti af 20 keppendum. • Jt •/: 'ai,' Bæting hjá Heiöari Inga Heiðar Ingi Marinósson úr Sund- félagi Hafnarfjarðar var meðal kepp- enda í 50 metra skriðsundi. Heiðar Ingi, sem var að keppa í fyrsta sinn á stórmóti, synti á 23,20 sekúndum og bætti sig um 1/100 úr sekúndu. Þessi árangur Heiðars Inga dugði honum i 33. sæti af 38 keppendum. íslenska karlasveitin í boðsundi, sem var skipuð þeim Erni Arnar- syni, Jakobi Jóhanni Sveinssyni, Jóni Oddi Sigurðssyni og Heiðari Inga Marinóssyni, náði sínum besta tíma frá upphafi í 4x50 metra fjór- sundi. Sveitin synti á 1:40,82 mínút- um og hafnaði 13. sæti af 16 sveitum en áður hafði landssveit íslands best synt á 1:44,44 mínútum í Portúgal 1999. -ósk Mjog anægður - segir Steindór Gunnarsson landsliðsþjálfari Landsliðsþjálfarinn Steindór Gunnarsson, sem er aö stjóma landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti, var sáttur við dagsverk síns fólks þegar DV-Sport ræddi við hann í gær. „Það er mjög ánægjulegt að fá einn Evrópumeistaratitil og eitt ís- landsmet á fyrsta degi. Það sem er gleðilegast er að Örn skuli vera kominn aftur á þann stað sem hann á að vera, það er að segja á meðal þeirra bestu. Ég var mjög ánægður með hann í dag. Hann fór reyndar kannski svolítið hægt fyrstu 100 metrana í úrslitasundinu en sýndi í lokin að hann er frábær á enda- sprettinum," sagði Steindór. „Ég er einnig mjög ánægður með Kolbrúnu Ýr og íslandsmetið henn- ar. Annars syntu þau öll ágætlega og voru við sína bestu tíma jafnvel þótt þau væru ekki að keppa í sín- um bestu greinum. Það sem er líka mjög jákvætt er árangur boðsunds- sveitarinnar okkar í 4x50 metra fjór- sundi. Það er langt síðan við höfum stillt upp sveit í þessari grein og það sýnir aukna breidd, sérstaklega ef litiö er til tímans sem er tæplega ljórum sekúndum betri heldur en besti tíminn áður. Annars er góð stemning í hópnum og árangurinn í dag mun virka eins og vítamín- sprauta á allan hópinn," sagði Stein- dór að lokum. -ósk íslenska boðsundssveitin á góðri stundu eftir 4x50 metra fjórsundið í gær. Frá vinstri eru Jakob Jóhann Sveinsson, sem synti flugsund, Heiðar Ingi Marinósson, sem synti skriðsund, Jón Oddur Sigurösson, sem synti bringusund, og Örn Arn- arson, sem synti baksund. Sveitin synti á 1:40,82 mínútum sem er tæp- *••• um fjórum sekúndum betri tími en boðsundssveit hafði náö áður í 4x50 metra fjórsundi en þaö var í Lissabon áriö 1999. Úrslit á EM í sundi 400 metra skriðsund karla 1. E. Brembilla, ftallu .. 3:40,60 mín. 2. Y. Prilukov, Rússl. . . . 3:41,90 mín. 3. A. Oikonomou, Grikl. 3:44,68 mín. 200 metra baksund karla 1. Öm Arnarson, íslandi 1:54,00 min. 2. S. Parry, Bretlandi . . 1:54,11 mín. 3. G. Kozulj, Króatíu . . . 1:54,50 mín. 200 metra fjórsund kvenna 1. Y. Klochkova, Úkraínu 2:08,28 mln. 2. A. Kejzar, Slóveníu .. 2:09,33 mín. 3. H. Shcherba, Hv.-Rússl. 2:10,23 mín. 200 metra flugsund kvenna 1. E. Risztov, Ungverjal. 2:07,19 min. 2. M. Jacobsen, Danm. . . 2:08,30 mín 3. Roser Vives, Spáni .. 2:08,40 min. 200 metra fjórsund karla 1. J. Sievinen, Finnlandi 1:55,47 mín. 2. T. Kerekjarto, Ungver.. 1:56,07 min. 3. P. Mankoc, Slóveníu . 1:56,28 mín. 50 metra skriösund karla 1. S. Nystrand, Svíþjóð . . . 21,55 sek. 2. L. Vismara, Ítalíu...21,66 sek. 3. R. Gimbutis, Litháen .. 21,74 sek. 50 metra bringusund kvenna 1. E. Igelstrom, Svíþjóð . . . 30,89 sek. 2. S. Poewe, Þýskalandi . . 30,90 sek. 3. J. Schafer, Þýskalandi.. 31,12 sek. 4x50 metra fjórsund karla 1. Þýskaland 1:34,72 mín. (heimsmet) 2. Finnland........... 1:35,69 mín. 3. Úkraína............ 1:36,46 mín. Dagskrá íslensku keppendanna íslensku keppendurnir átta verða í eldlínunni í dag, á morg- un og á sunnudag á Evrópumót- inu í 25 metra laug í Riesa í Þýskalandi. Dagskrá íslensku keppendanna er eftirfarandi. Anja Ríkey Jakobsdóttir 50 metra baksund ....á morgun íris Edda Heimisdóttir 200 metra bringusund....í dag 100 metra bringusund ... á morgun Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir 50 metra flugsund .......... 1 dag 50 metra baksund ....á morgun 50 metra skriðsund . ... á sunnudag Louisa Isaksen 400 metra skriðsund . . . . á morgun 200 metra skriðsund . . . á sunnudag Heiötu' Ingi Marinósson 100 metra skriösund.........í dag Jakob Jóhann Sveinsson 200 metra bringusund . . á sunnudag Jón Oddur Sigurðsson 50 metra bringusund .... á morgun Öm Arnarson 50 metra baksund............í dag 100 metra skriðsund.........í dag 100 metra baksund ..á morgun rm:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.