Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 1
/ t * * * i * * * i i * * Á BÓKMENNTIR: ALSJÁANDI AUGU GUÐS. BLS. 14 ; þ— ■ t— !0 ! vO LO DAGBLAÐIÐ VISIR 291. TBL. - 92. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Ingibjörg Sólrún íhugar framboð - hefur verið boðið 5. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna Ingibjörg Sólrún Glsladóttir borg- arstjóri hefur sarakvæmt heimild- um DV ljáð máls á því að taka sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi þingkosningar. Málið var rætt á lokuðum fundi í gær. Uppstillingarnefnd hefur boðið Ingibjörgu Sólrúnu 5. sæti á öðrum hvorum listanum því ekki verður hróflað við úrslitum i prófkjöri Samfylkingarinnar hvað varðar efstu átta sæti, þ.e. fjögur efstu sæt- in í hvoru kjördæmi. Ljóst er að Samfylkingin þarf að bæta við sig talsverðu fylgi frá því í síðustu kosningum til þess að ná fimm þingsætum af ellefu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. í yfirlýsingu frá Ingibjörgu Sól- rúnu í september - í kjölfar skoð- anakönnunar sem sýndi að framboð hennar myndi bæta talsverðu við fylgi Samfylkingarinnar - ítrekaði hún það sem hún hafði sagt fyrir borgarstjórnarkosningarnar, að hún stefndi ekki á þingframboð. Hún hefði hugleitt stöðuna út frá þeim skuldbindingum sem hún hefði tekist á hendur fyrir kjósend- ur Reykjavíkurlistans og þeim markmiðum sem hún hefði sett sér í starfi borgarstjóra. Niðurstaðan væri að ekkert það hefði gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knyði á um að hún breytti þeirri afstöðu sem hún tók í vor. í viðtali við DV bætti Ingibjörg Sólrún hins vegar við: „Ég tek ákvarðanir út frá þeirri stöðu sem uppi er hverju sinni," og sagðist langa til að taka þátt í að breyta pólitíska landslaginu næsta vor. í umræðum í borgarstjóm á dögun- um vakti hún þessa umræðu upp á ný með því að lýsa því yfir að ekki væru enn öll kurl komin til grafar varðandi framboð hennar. Hún sagði síðar að þetta hefði verið sagt meira í gamni en alvöru - en að öllu gamni fylgdi nokkur alvara. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, lýsti andstöðu við hugs- anlegt framboð borgarstjóra í kjöl- farið og sagðist túlka yflrlýsingu hennar svo: „Mér finnst Ingibjörg Sólrún vera að gefa það út að hún ætli ekki að fara í þessar þingkosn- ingar og það er yfirlýsingin sem hún gaf í vor.“ Hvorki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu né Össur Skarphéðinsson í morgun. Páll Halldórsson, formaður uppstill- ingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík, vildi í morgun hvorki játa því né neita að Ingibjörg hefði þegið sæti á lista flokksins fyrir þingkosn- ingamar næsta vor. -ÓTG DV-MYND HARI Frá blaðamannafundi Þetta nýja lágfargjaldafélag mun fljúga á flugrekstrarleyfum breska flugfélagsins Astraeus. Nýtt lágfargjaldafélag: lceland Express hef- ur starfsemi í febrúar Nýtt lágfargjaldafélag, Iceland Express, mun hefja starfsemi í farþegaflugi 27. febrúar 2003. Sala farmiða hefst 9. janúar og eru viðkomustaðirnir London og Kaupmannahöfn. Flogið verður einu sinni á dag til hvorrar borgar, sjö daga vikunnar allt árið um kring. Félagið gerir ráð fyrir að ná um 12% markaðs- hlutdeild af íslensku millilanda- flugi miðað við núverandi far- þegafjölda. Jóhannes Georgsson, fyrrum framkvæmdastjóri SAS á ís- landi, er framkvæmdastjóri fé- lagsins og Sigurður I. Halldórs- son lögmaður er stjómarformað- ur. I raun er hér um ferðaskrif- stofu að ræða því Iceland Ex- press mun ekki sjálft hafa með eiginlegan flugrekstur að gera. Þess í stað verður flogið á flug- rekstrarleyfum og með 148 far- þega Boeing 737-300 vélum breska flugfélagsins Astraeus. Áhöfn í farþegarými verður þó íslensk. Ódýrasta fargjaldið til London verði 4.950 krónur hvora leið, eða samtals 9.900 krónur fram og til baka. Með flugvallarsköttum kostar ferðin báðar leiðir til London 14.160 krónur og 14.660 til og frá Kaupmannahöfn. í boði verða 40 þúsund sæti á fargjöld- um á bilinu 14 til 19 þúsund krónur báðar leiðir með flugvall- arsköttum. Hæsta verð verður á bilinu 15 til 19 þúsund aðra leið án flugvallarskatta. Ljóst er að Flugleiðir munu mæta þessari samkeppni á ein- hvem hátt, en Guðjón Am- grímsson, talsmaður félagsins, vildi þó ekkert segja í samtali við DV í morgun með hvaða hætti þaö yrði. Hann segir að Flugleiðir keppi á samkeppnis- markaði og öllum sé frjálst að koma inn á þennan markað. Markmið Flugleiða sé að standa sig betur gagnvart viðskiptavin- um en aðrir. -HKr. SYNGUR LÖG EFTIR SVEITUNGANA: Miöast allt við að gera foreldrana stolta KVENNALANDSLIÐIÐ í KÖRFUKNATTLEIK: Fjórtán ára komin í A-landsliðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.