Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 10
10 Utlönd MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 Leigan í þínu hverfí Milljónaútdráttur 12. flokkur, 17. desember 2002 j. HAPPDRÆTTI jl HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlefjvst til vinnini’s Kr. 1.000.000,- 7108H 22981E 15038B 26339G 19089E 42697F 19196F 43046F 19934G 45303H Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rótt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. Bush fyrirskipar eldflaugavarnakerfi: Hertar aðgerðir Andstæðingar Hugos Chavez, for- seta Venesúela, sem hafa staðið fyr- ir lamandi verkfollum í meira en viku, ætla að efna til mótmælaað- gerða á götum úti í dag til að þvinga hann til afsagnar. Aukið öryggi í Kabúl Öryggisráðstafanir í Kabúl, höf- uðborg Afganistans, voru hertar í morgun, daginn eftir árás á tvo bandaríska hermenn og túlk þeirra. Drottning tii Jótlands Margrét Þórhild- ur Danadrottning og fjölskylda henn- ar ætla að eyða jóla- fríinu í Marselis- borgarhöll í Árós- um. Fjölskyldan byrjar fríið á föstu- dag þegar hún kem- ur á brautarstöðína í Árósum í kon- unglegum lestarvagni sinum. ETA drap löggu Spænskur lögregluþjónn var skot- inn til bana og annar særður í gær eftir að þeir höfðu stöðvað bíl meintra liðsmanna ETA, baskneskra aðskilnaðarsinna, sem í var mikið af sprengiefnum. Grænlendingar vilja hafa áhrif Grænlendingar viija fá að vera með í ráðum um hvort bandarísk stjórn- völd fá leyfi til að gera herstöðina í Thule að hluta fyrirhugaðs eld- ílaugavamakerfis, sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti fyrirskipaði í gær að komið yrði upp. Lars Emil Johansen, fyrrum formaður græn- lensku heimastjómarinn- ar sem nú situr á danska þjóðþinginu fyrir Grænlands hönd, sagði í gær að það væri ekki bama- legt að halda að Grænlendingar gætu komið í veg fyrir áformin ef þeir væru ekki ánægðir með samn- inga stjómvalda í Kaupmannahöfn og Washington. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, upplýsti í gær að Bandaríkjamenn hefðu nú formlega óskað eftir því að Thule- stöðin yrði með í vamar- kerflnu. Bæði Anders Fogh og Per Stig Moller utanrík- isráðherra sögðu í gær að þeir myndu kanna möguleikana á að gera nýjan varnarsamning fyrir Grænland reyndist það nauðsynlegt. Bush fyrirskipaði Bandaríkjaher að koma fyrsta hluta hins nýja eld- flaugavamakerfis í gagn- ið á árinu 2004. Því er ætlað að granda langdrægum eldflaugum frá óvinveittum ríkjum áður en þær ná leiðarenda. Sérfræðingar landvamaráðuneyt- isins viðurkenndu í gær að kerfið myndi í fyrstu aðeins veita litla vöm. Gagnrýnendur sögðu að kerf- ið, sem mun kosta hundruð millj- arða dollara, myndi ekki virka og að það væri bara peningasóun. Anders Fogh Rasmus- sen fékk beiöni. Solana harmar seinagang Javier Solana, ut- anríkismálastjóri Evrópusambands- ins, harmaði i gær hve seint gengur í að miðla málum í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og lýsti eftir auk- inni viðleitni Bandaríkjanna. Sol- ana ræðir við embættismenn í Was- hington í dag. Þrír dæmdir til dauða Indverskur dómstóll kvað í morg- un upp dauðadóma yfir þremur mönnum sem voru fundnir sekir um árás á indverska þingið í desem- ber i fyrra. Frambjóðendur ósammála Forsetaframbjóðendurnir í Suö- ur-Kóreu eru ekki sammála um stefnuna gagnvart Norður-Kóreu. Forsetakosningamar eru á morgun. REUTERSMYND Bush hefur hemil á hvutta sínum Heimilishundurinn í Hvíta húsinu, hann Barney blessaöur, geröi hópi skóla- barna í heimsókn hjá húsbónda hans, George W. Bush Bandaríkjaforseta, bilt viö í gær þegar hann kom allt í einu æöandi inn í Roosevelt-herbergiö þar sem forsetafrúin var aö lesa jólasögu. En Bush gómaöi hvuttann. íraskir stjórnarand- stæðingar sundraðir íröskum stjómarandstæðingum tókst ekki að jafna ágreining sín í milli á ráðstefnu sem þeir héldu í London í gær. Hluti fulltrúanna gekk á dyr og varaði við borgara- stríði ef þeir yrðu settir á hliðarlín- una við myndun nýrrar rikisstjóm- ar í írak. Ráðstefnan var skipulögð af sex stjómarmálaflokkum andstæðinga Saddams Husseins íraksforseta sem bandarísk stjómvöld hafa lagt bless- un sína yfir. Hana sóttu 330 fulltrú- ar tuga útlagahópa og lauk henni með því að fundarmenn hvöttu til myndunar lýðræðislegs sambands- ríkis í írak. Mynduð var 61 manns nefnd sem ætlaö er að fylla valdatómið sem myndast verði Saddam steypt. Ágreiningurinn á fundinum var meðal annars milli súnní múslíma annars vegar og síta hins vegar. Sít- ar eru í meirihluta í írak en völdin eru í höndum súnní múslima en Saddam Hussein tilheyrir þeim hluta íslams. „Ef súnnítar eiga ekki nægilega marga fulltrúa í framtíðarstjóm íraks er hætta á borgarastríði," sagði Ihsan Abdelwazir, talsmaöur hóps kúrdískra og arabískra súnn- íta í norðanverðu írak. Bandarískir ráðamenn létu það ekki raska ró sinni þótt eining næð- ist ekki á fundinum, heldur sögðu hann sterka yfirlýsingu um vilja irösku þjóðarinnar. Karzai vill langtímaaðstoð Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, hvatti fulltrúa 23 þjóða á fundi í Ósló að huga að langtímaaðstoð við land hans en ekki bara skamm- tímaaðstoð, eins og matvæla- og lyfjasendingum. Enginn jólaandi í dómsal Saksóknari í San Antonio í Texas hefur ákveðið að fresta öllum réttar- höldum fram yfir jól til að kviðdóm- endur láti ekki jólaandann hafa áhrif á niðurstöður sínar. Lott ekki á að gefast upp Bandaríski öld- ungadeildarþingmað- urinn og repúblikan- inn Trent Lott lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að berjast fyrir að halda embætti sinu sem leiðtogi flokks síns í öldungadeildinni. Hart er sótt að Lott þessa dagana vegna um- mæla hans á dögunum sem þykja til marks um að hann sakni gömu góðu aðskilnaðardaganna í suðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.