Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 14
14 Menning Alsjáandi auga Guðs Pétur Gunnarsson Sagan spriklar afkæti og frásagnargleöi og meira aö segja verstu hörmungar fá á sig gamansaman blæ. Leiðin til Rómar er ann- ar hluti i sagnaflokki Pét- urs Gunnarssonar, Skáld- saga íslands, en fyrsta bók- in, Myndin af heiminum, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000. Leiðin til Rómar hlaut sömu upphefð og eru það hvorki undur né stór- merki því bókin er fantavel skrifuð, stórskemmtileg og fræðandi. Höfund- ur ferðast með lesandann aftur i miðaldir og blandar saman íslenskri sögu og vestrænni menningu sem sögumaður kryddar með ísmeygilegum athugasemdum og skírskotun- um í nútímann. Fortíð og nútíð kallast á og sýna samfellu og samhengi í hegðun fólks og atferli. Hið tvöfalda siðgæði sem mönnum er tíðrætt um á okkar dögum var enn mergjaðra á sögutíma enda fleira bannað en nú og kynlíf litiö alvarlegum augum. Ekki síst kynlíf kirkj- unnar manna og ógiftra einstaklinga. En nátt- úran kallar og grátbrosleg er sagan af ekkj- unni Yngvildi og unglingnum Þorvarði sem elskast í meinum, eignast barn og kenna það öðrum. Úr þessu verður heilmikil skrípasaga sem lýkur í anda frétta af afbrotamönnum okkar tíma. Skötuhjúin stökkva af landi brott og Ingvildur meira að segja dulbúin sem karl- maður en slíkt athæfi varðaði við lög á mið- öldum. „Ef þetta er ekki að sýna fingurinn!" segir sögumaður. Litlar sögur af þessu tagi eru nokkrar og tengjast oft drepfyndnum hug- leiðingum Péturs um kynlíf þessa tíma og yf- irlýsingar kirkjunnar i þeim efnum eru enn fyndnari! í Ferðinni til Rómar er ekki afmörkuð at- burðarás heldur er stokkið fram og til baka í tíma og engin ein aðalpersóna í forgrunni. Kynntar eru til sögunnar bæði innlendir og er- lendir menn, höfðingjar og almúgamenn, en sag- an hverfist í kringum Róm þangað sem menn streyma í stríðum straumum tU að greiða götu sina tU himna. í upphafi bókar er árið 1148. í Róm eru staddir þeir feðgar Gissur HaUsson og HaUur Gissurarson tU að leita eftir blessun páfa HaUi tU handa. Hann er væntanlegt biskupsefni íslendinga sem eftir blessunina tekur upp á því að deyja. Þá er röðin komin að Klængi Þorsteins- syni sem hefur háleitar hugmyndir, hyggst byggja dýrlega kirkju í Skálholti og er það gert með miklum glæsibrag. í Hungurvöku er Klængi lýst sem vinsælum, örum og ölmusugóðum svo og gamansömum (11, 93) og hann reynir að greiða götu fátækra og veikra. Sjálfur fer hann ílatt á mennsku sinni eins og fjölmargir fyrr og síðar. í leiðinni til Rómar fer mörgum sögum sam- an. FjaUað er um átök höfðingja á íslandi, oft 1 gamansömum tón, valdabaráttu kónga og drottninga í Evrópu sem einskis svífast og krossferðimar ógurlegu sem menn æddu út i, oft fremur af vUja en mætti og uppskáru öm- urlegan dauödaga með óstaðfest loforð um ei- lífa vist í himnaríki. I leiðinni tU Rómar er sögð saga fólks sem alsjáandi auga Guðs vakt- ar bæði daga og nætur. Við þekkjum af sög- unni að ekki vom allir glaðir eftir þá vakt! En höfundi er síst í huga að gera lesendur sína þunglynda. Sagan sprUdar af þvUíkri kæti og frásagnargleði að meira að segja verstu hörm- ungar fá á sig gamansaman blæ. Þó er léttúð- in aldrei í fyrirrúmi, höfundi er annt um per- sónur sínar og skrifar um þær af virðingu og þekkingu. Fyrir þessa finu sögu á Pétur Gunn- arsson heiður skUinn. Sigríður Albertsdóttir Pétur Gunnarsson: Leiðin til Rómar. Skáldsaga ís- lands II. Mál og menning 2002. Hversdagsleg fortíð Horfinn heimur eftir Þór- unni Valdimarsdóttur er eitt frumlegasta sagnfræðiritið fyrir almenna lesendur í ár: Nýstárleg greining á tíðar- andanum árið 1900 eins og hann verður lesinn úr sjö landsmálablöðum: Isafold, Þjóðólfi, Fjallkonunni, Þjóð- vUjanum, Bjarka, Austra og Stefni. Segja má að athugun- in sé i anda ýmissa nýrra sagnfræðistrauma, svo sem hversdagssögu og einsögu (míkró-historíu). Blöðin sjálf eru í senn heimUdir og rannsókn- arefni og beint er sjónum að öðrum þáttum en alla jafna eru í öndvegi í sagnfræðiritum. Þar á meðal eru sjálfar samgöngurnar og fjarskiptin. Þau voru ekki síður deUuefni árið 1900 en einni öld síöar þó að deUuefnin væru önnur: Ritsími, lofskeyti eða sæstrengur? Meðal annars efnis eru frásagnir af mann- skaða og slysforum, viðhorf manna tU dauðans, smitsjúkdómar og óttinn við þá - og síðast en ekki síst er afar forvitnUeg greining á afstöðu seinustu aldamótamanna tU erlendra frétta sem koUvarpar alveg þeirri goðsögn að íslendingar hafi verið einangraðir og fáfróðir, þó að vita- skuld sé fréttaumhverfið gjörbreytt síðan. Ekki er síst umhugsunarvert hvernig unnið var þá á skapandi hátt úr erlendu fréttaefni og hugsunin ekki síður gagnrýnin og jafnvel heldur gagn- rýnni en nú gerist. Bókmenntir Bók eins og þessari er erfitt að lýsa í fáum orðum þar sem gildi hennar liggur ekki síst í fjölmörgum smáatriðum sem eru í senn skemmtUeg og fróðleg og ýta talsvert við lesand- anum eins og „broddflugur“. Þannig verkar t.d. áminning um að Bjöm Jónsson sé óbeinn forfað- ir Morgunblaðsins og lykUstaða þess í blaða- heimi þannig jafnvel eldra en það sjálft (bls. 47) og eins þegar sagt er frá umsögnum um konur og karla í minningargreinum fyrir 100 árum (bls. 140-44), svo ekki sé minnst á þá staðreynd að fremur var rætt fuUum fetum um sjálfsmorð en í hinu „opna nútímasamfélagi". Kaflinn um sjúkdómafréttir blaðanna er lika ágengur og áhrifamikUl. Þórunn segir frá þessu öllu í persónulegum stU sem sumum kann að þykja of nærgönguU en gerir efnið nálægara og rimar þar af leiðandi ágætlega við hugarfarið á bak við rannsóknir af þessu tagi. Hún gætir þess vel að teygja ekki lopann og útkoman er frásagnarsagnfræði af bestu tegund sem í senn skemmtir og vekur tU umhugsunar. Horfinn heimur er þannig tvímælalaust bók sem mikUl fengur er í og ætti að vera aflgjafi þeim sem fást við sagnfræði, um leið og hún er hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa áhuga á fortíðinni. Ármann Jakobsson Þórunn Valdimarsdóttir: Horfinn heimur: Áriö 1900 í nærmynd. Mál og mynd/Sögufélag 2002. í leit aö ljósi Ljósin í Dimmuborg er sjálfstætt framhald bókar- innar Brúin yfir Dimmu sem út kom árið 2000. Hér hefur Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son skapað nýjan heim sem liggur við hlið þess mann- heims sem við þekkjum og er heimur vöðlunga. Sá kallast Mángalía en vöðlungarnir kaUa mannheim Myrkland. Samskipti þessara tveggja tegunda hafa verið lítil sem er kannski eins gott þar sem mennimir hafa ekki sýnt vöðl- ungunum mikinn vinskap þegar óvænt sam- skipti hafa orðið. Hér segir frá sömu vöðlungum og í síðustu sögu, börnunum Míríu og Kraka, litla bróður Kraka, honum Póa, og mæðrum þeirra, Vaðlínu og AUínu, sem eru systur. Míría og AUína búa í Dimmuborg sem er helsta stórborg Mángalíu. Vaðlína kemur með syni sína tvo tU borgarinn- ar og ætlar að ala barn þar. En myrkur grúfir yfir Dimmuborg sem stafar af því að ljóskristall i Stjörnuturninum virðist vera hættur að virka. Og myrkrið veldur svokölluðum sálmyrkva hjá vöðlungum en hann getur dregið þá tU dauða. Kraki og Míría ákveða að leysa málið með hjálp dularfulls korts. Vsirt verður þverfótað fyrir bókum sem gerast í öðrum heimum um þessar mundir og er mis- jafnt hvemig höfundum tekst upp. Heimur Aðal- steins er spennandi. Hann beitir tungumálinu ágætlega þegar hann nýtir ýmis orðtök en setur inn „vöðlungur" í staðinn fyrir „mann“. Vöðl- ungar minna um margt á menn og sálmyrkvinn gæti verið annað orð yfir þunglyndið sem oft herjar á mennina í erfiðum heimi. Málin eru þó auðleystari í heimi vöðlunga en i mannheimi - sem er kannski eins gott. Persónur eru margar og fæstar mjög eftir- minnilegar. Pói er mótaðasta persónan af böm- unum þremur enda úrræðagóður þótt hann sé yngstur. Þá virðist hann búa yfir yfirnáttúrleg- um hæfileikum, ólíkt hinum. Vaðlina er með stöðugar áhyggjur eins og algengt er með mæð- ur í barnabókum en Míría og Kraki eru venju- legar litlausar bamabókahetjur. Óvar, vitavörð- ur á Útnesi, er vel gerð persóna þó að hann gegni aðeins aukahlutverki. Sjálf sagan er mjög spennandi. Indiana Jones- stemning skapast þegar bömin eru að grúska á bókasafninu og finna hin dularfullu göng. Lýs- ingar á borginni eru skemmtilegar og sama má segja um lýsingar á mannheimum sem eru gerð- ir mjög framandi. Höfundur býr til skemmtileg- ar andstæður og var einkar hnyttið að láta vöðl- ungana fúlsa við hamborgurum og frönskum en smjatta á appelsínu! Ljósin í Dimmuborg minnir okkur á mikil- vægi þess að varðveita ljósið í veröld okkar og verða ekki myrkrinu að bráð. Hún er lika spenn- andi ævintýrabók sem ætti að skemmta flestum í skammdeginu. Katrín Jakobsdóttir Aöalsteinn Ásberg Sigurösson: Ljósin í Dimmuborg. Mál og menning 2002. MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 _____________________________1>v Umsjón: Sitja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is Ljóðahlaðborð í aðalsafni Borgarbóka- safns í Grófarhúsi verða ljóð framreidd á ýmsa vegu nú í desember. Gestir geta sest til borðs og gætt sér á Ijóð- um og eru hvattir til að taka þau og fleiri Ijóð af ljóða- hlaðborðinu með sér heim. Einnig geta gestir og gang- andi slakað á í sófum safns- ins og hlustað á ljóðalestur af diskum eða bandi. Sigurbjörg Þrastardóttir er skáld safnsins um þessar mundir og prýðir ljóð hennar Klapp- arstígur vegg í anddyri Grófarhúss. Einnig geta þeir sem ferðast með lyftum hússins lesið ljóð eftir hana á milli hæða. Á næstu mánuðum verða fleiri íslensk skáld kynnt á þennan hátt í safninu. Jólatónleikar Kór Flensborgarskólans, nýstofnaður fram- haldskór hans og Kvennakór Hafnarfjarðar halda tónleika í Víðistaðakirkju annað kvöld kl. 20. Píanóleikari verður Ingunn Hildur Hauksdóttir en einnig koma fram Jón Haf- steinn Guðmundsson og Atli Týr Ægisson á trompet og Kristján Martinsson á flautu. Kór- amir munu hver í sínu lagi flytja allt frá kmrn- um skemmtisöngvum tengdum jólunum að há- tíðlegum lögum sem ómissandi eru í jólastemn- ingunni. Þá munu aflir söngvaramir 120 syngja saman nokkra hátíðarsöngva. Stjómandi kór- anna er Hrafnhildur Blomsterberg. Undrun og skjálfti Skáldsagan Undrun og skjálfti eftir Amélie Not- homb er sú átjánda í hinum merkilega neon-bókaflokki Bjarts. Hún segir sögu ungr- ar belgískrar konu sem ræð- ur sig til starfa hjá japanska stórfyrirtækinu Yumimoto og telur sig eiga góðar framavonir þar sem vestrænn bakgrunnur hennar geti reynst fyrirtækinu gagnlegur. En samskipti austurs og vesturs eru vandasamari en nokkum gat órað fyrir, og er frásögnin af þeim bæði meinleg og gráthlægileg. Amélie Nothomb er fædd í Japan árið 1967 en foreldrar hennar eru belgískir. Undmn og skjálfti hlaut bókmenntaverðlaun Frönsku aka- demíunnar. Guðrún Vilmundardóttir þýddi. Bróðurþel Konráð K. Björgólfs- son hefúr frumútgefið bamasögu sína Bróður- þel Lalla og Birgis á geisladiski og les höf- undur sjálfur. Sagan hlaut verðlaun frá Reykjanesbæ. Bróðurþel segir ævintýri tveggja bræðra sem em grallarar en góðir drengir og dálítið myrk- fælnir. Konráð segist hafa samið söguna fyrst fyrir son sinn en nú fá fleiri krakkar að njóta hennar. Sagan er í fimm köflum og tekur lest- urinn alls tæplega eina og hálfa klukkustund. Hrollvekjur og hugvekjur Greinasafn Sverris Storm- skers heitir Hrollvekjur og hugvekjur og er gefið út af forlagi hans, Mönnum og málningu. Þar birtir hann úr- val efnis frá síðustu tólf árum, til dæmis eru hér allar morg- unhrollvekjur hans af Stöð 2 saman komnar inn- an spjalda. Meðal þess sem Sverrir ræðir á sinn sérstæða hátt á þessum blöðum em konur og þeirra marg- háttaða bardús, fegurðar- og megurðarárátta, áhyggjur, nöldur og forsjárhyggja, einnig bindind- ismennska, íþróttir og kynhneigð, forsetaembætt- ið, trúgimi, Bítlarnir, Edduverðlaunin, við- kvæmni fólks fýrir sjálfu sér og að hann sé sjálfur óalandi og óferjandi fjandi - sem hann styður mörgum lýsandi dæmum. Stíll Sverris er auðvitað hans eigin og alveg sér á parti em Stormskersvísumar sem hitta oftar en ekki naglann beint á höfuðið. Við skulum að lok- um taka undir með Stormsker þegar hann yrkir: Ég er rola, rugludallur, rœfllstuska, fáráölingur. Ég er dóni, drullusokkur, dœmigeröur íslendingur. Bókahappdrættið Dregið hefúr verið í Happdrætti Bókatíðinda fyrir 18. des. nr.: 47.037.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.