Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Taugastríð á markaði Líklega hefur slagur íslenskra verslana um viöskiptavini sína aldrei verið harðari en nú á þess- um dimmu dögum aðventunnar. Hvert tilboðið rekur annað í búð- um og verslunarmiðstöðvum um allt land og verðfall er kynnt á vör- um sem vanalega hafa kostað meira á þessum árstíma en alla jafna. Það er eins og kaup- menn hafi farið dagavillt - og gott betur, því janúarútsöl- urnar eru byrjaðar í mörgum helstu verslunum landsins sem auglýsa „aldrei lægra verð“ á vamingi sínum. Þetta er skrýtið. Og neytendur vita ekki hvaðan á sig stendur verðið. „Verð getur lækkað án fyrirvara," stóð á áberandi skilti í raftækjaverslun í vikubyrjun. „Kynntu þér verð annarra, við bjóðum alltaf betur,“ stóð á skilti keppinautarins í annarri búð. Darraðardansinn er stiginn um allan bæ og neytendur geta ekki annað en brosað að öllu saman. Þessu gamni hlýtur hins vegar að fylgja sú al- vara að allnokkur hlutu verslana fari undir hamarinn á nýju ári. Samkeppnin er komin út í öfgar. Þessa sér ekki síst stað á matvörumarkaði. Þar keppast menn um að bjóða jólamatinn á hlálega lágu verði. Líklegt er að þetta at verði stöku verslun ofviða en einkum þó framleiðendum sem fyrir margt löngu eru komnir að endi- mörkum í eigin rekstri og bjóða nú afurðir sínar langt undir kostnaðarverði. Þannig hefur til dæmis verð á svína- kjöti fallið um tugi prósenta á tiltölulega skömmum tíma í haust og yetrarbyrjun og voru bændur þó komnir undir gróðamörk á búum sínum á liðnu sumri. Annað dæmi um öfgar í samkeppni er bókastríðið sem nú geisar í verslunum landsins. Eins og DV hefur bent á eru þess dæmi að bóksalar af hvaða tagi sem er greiði allt upp undir eitt þúsund krónur með hverri bók til að laða viðskiptavini inn í verslun sína. Fremstar fara stórversl- anir landsins sem bregða sér í gervi bóksala einu sinni á ári og veðja á nokkrar söluvænlegustu bækur landsins til að bæta hag sinn um hátíðarnar. Hefðbundnar bókabúðir landsins eiga fá ef nokkur svör. Heiðarleg samkeppni er hverju samfélagi mikilvæg. Hún verður hins vegar að vera rekin innan skynsamlegra marka. Það græðir enginn til lengdar á lönguvitleysunni sem nú fer fram úti á harkalegum og miskunnarlausum markaðnum, allra síst neytendur sem sitja uppi með her- kostnaðinn í hærra vöruverði þegar til lengri tíma er litið. Jólaútsalan sem fram fer með örvæntingarfullum hætti í verslunum landsins þessa dagana er dæmi um enn einar öfgar í íslensku viðskiptalífi. íslenskur sigur Hvorki meira né minna en fjórt- án söluhæstu hljómplötur á met- sölulista DV eru íslenskar. Þetta segir talsverða sögu um íslenska tónlistarunnendur og ef til vill enn meiri sögu um stöðu íslenskrar tónlistar. Aðeins ein erlend hljóm- plata er í tuttugu efstu sætum list- ans og það er reyndar safndiskur með lögum amerísku sveitarinnar Nirvana sem löngu er hætt starfsemi. Þetta er einstakur sölulisti og eftir því sem best er vitað hefur ís- lensk tónlist ekki selst betur í nokkurn annan tíma. Og listinn yfir íslensku sveitirnar og listamennina sem raða sér í efstu sætin er reyndar sérlega íslenskur ef að er gáð. Greinilegt er að íslenskir tónlistarmenn þurfa ekki á erlendum heitum að halda til að ná árangri á sínum vett- vangi. Vinsælustu nýstirnin í íslenskri dægurlagatónlist um þessar mundir eru írafár, í svörtum fötum og Land og synir, að ógleymdri Sigur rós. Og sönnun þess að íslensk heiti skapa meira umtal en vandræði er að sjálfsögðu Björk. Er til íslenskara heiti? Sigmundur Ernir DV Skoðun Fullur aðgangur fæst með aðild Svanfríöur Jónasdóttir þingmaöur Samfylkingar j^, . íslendingar vilja fullan að- gang að innri markaði ESB með sjávarafurðir. Ef við viljum opna sjávarútvegs- pakkann þá hljóta líka aðrir þættir sjávarútvegs- ins að koma tii umræðu. Enda er það komið á dag- inn. Evrópusambandið er ekki bara konfektkassi fyrir okkur að velja úr molana. Sjálfstæð og fullvalda þjóð hlýtur líka að gera ráð fyrir því að taka af alvöru þátt í samfélagi þjóðanna en vera ekki bara þyggjandi eða tinandi upp molana sem falla af borðum hinna. Við höfum ekki síður en aðr- ar Evrópuþjóðir skyldur við fátækari þjóðir Evrópu. Það er hins vegar frá- leitt að íslendingar ræði í alvöru um miklar greiðslur í þróunarsjóði ESB og fjárfestingar í íslenskum útgerð- arfyrirtækjum nema viðræðurnar beri þá yfirskrift að verið sé að ræða um fulla aðild íslands. íþyngjandi kröfum hlýtur að verða að fylgja eitthvað sem í leiðinni bæt- ir hag annarra íslenskra fyrirtækja en fiskiðnaðarins og eitthvað sem bætir hag fjölskyldnanna í landinu. Ef ísland greiðir meira í þróunar- sjóðina hljóta íslenskir aðilar að gera kröfur um að fá líka að njóta greiðslna úr þeim sömu sjóðum í samræmi við aðstæður hér á landi. Leiðin er á enda gengin Nú þegar höfum við tekið yfir um 80% af lagagerðum ESB og erum aö „Það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvort breytingamar sem augljóslega eru að verða á viðhorfum i Noregi gefi tilefni til að œtla að viðrœðurnar við Evr- ópusambandið um stœkkun EES, sem hefjast nú í janúar, þróist hvað Noreg varðar í það að verða aðildarviðrœður. Annað eins hefur sem sé gerst. “ mörgu leyti jafnsett hverju öðru að- ildarríki. Hvar eru mörkin? Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort við séum ekki efnislega meira í ESB en t.d. Bretar eða Danir, miðað við allar þær „undanþágur" sem þeir hafa fengið eða tekið sér. Að mínu mati verður ekki gengið lengra á þeirri braut án þess að við tökum þátt í ákvarðanaferlinu líka. Það er ekki sæmandi að við látum öðrum evrópskum stjórnmálamönn- um eftir að ráða svo mjög fyrir okk- ur án þess aö hafa þar áhrif á. Hvað eru Norðmenn að pæla? Það virðast fleiri gera sér grein fyrir því að skrefið í fulla aðild er orðið stutt. Við sjáum hvað er að ger- ast í Noregi. Sístækkandi hópur Norðmanna styður aðild að ESB og nú síðast berast fréttir af því að Bondevik, sem er gamall ESB-and- stæðingur, sé tilbúinn að endur- skoða afstöðu sina til sambandsins. I viðræðum EFTA-ríkjanna um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á sínum tíma gerðist það að flest EFTA-ríkin ákváðu að fara í fullar aðildarviðræður, það var i raun svo lítið eftir. Svíþjóð, Finnland og Aust- urríki gerðust síðan aðilar að ESB. Það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvort breytingarnar sem augljóslega eru að verða á viðhorfum í Noregi gefi tilefni til að ætla að við- ræðurnar við Evrópusambandið um stækkun EES sem hefjast nú í janú- ar þróist hvað Noreg varðar í það að verða aðildarviðræður. Annað eins hefur sem sé gerst. Og þá er sannar- lega komin upp flókin staða fyrir ís- land. Sandkom Gœsalöppum ofaukið Ellert Eiriksson, formaður kjömefndar Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi, skrifar í nýjasta tölublað Víkurfrétta langa útskýringu á því hvemig nefndin bar sig að við að stilla upp á framboðslista flokksins. Ástæð- una segir hann meðal annars þá, að hann hafi að imd- anförnu fengið spumingar og fullyrðingar sem ekki séu í takt við raunveruleikann. „Sumar hverjar byggðar á vanþekkingu," segir Ellert og bætir við, „svo sem: Afar slakt gengi Suðumesjamanna á listanum miðað við hvað við erum fjölmenn." í beinu framhaldi kemur svo önnur fullyrðing, afmörkuð í gæsalöppum eins og sú fyrri, eins og um sé að ræða annað dæmi um fullyrð- ingu sem ekki sé í takt við raunveruleikann. Hún er svona: „Nefndin og störf hennar eru ekki hafin yfir gagnrýni, við búum í opnu samfélagi og það er eðlilegt að sitt sýnist hverjum." Lesandinn hlýtur að hrökkva í kút - finnst formanni kjömefndarinnar þessi fullyrðing út úr öllum kortum? Nei, gera verður ráð fyrir að þessi setning sé hluti af svari Ellerts en ekki dæmi um það sem hann telur fráleitar fullyrðingar. Nú velta menn fyrir sér hvort einhver þeirra sem gagnrýnt hefur störf nefndarinnar hafi haft aðgang að uppsetningu blaðsins Ummæli Vaxtaokur „Ríkisstjómin getur ekki setið auð- um höndum og horft á þennan leik bankanna, þvi fátt er eins mikilvægt fyrir heimilin og fyrirtækin í land- inu og að lækka vexti. íslenskar fjöl- skyldur eru gríðarlega skuldsettar og við eigum líklega heimsmet í þeim efnum en heimilin skulda um 175% af ráðstöfunartekjum sínum. í slíku ástandi geta bankarnir ekki leyft sér að sitja eftir með ávinninginn af vaxtalækkunum verð- tryggða hlutans og eigi þeir ekki frumkvæði að aðgerð- um sjálfir þarf að grípa í taumana.“ Bryndís Hlööversdóttir á vef sínum. ísland í ESB? „Að minu mati hafa þeir, sem eru andvígir aðild ís- sandkorn@dv.is og séð sér leik á borði, að láta líta svo út sem Ellert teldi nefndina hafna yfir alla gagnrýni, með því einu að bæta við gæsalöppum á einum stað í grein hans ... Sverrir óborganlegur Sverrir Stormsker hefur gefið út safn blaðagreina sinna og fjöl- miðlapistla árin 1990 til 2002. Sverrir er fundvís á skemmtilegan útúrsnún- ing eins og þeir mima sem lásu máls- háttasafh hans um árið - þar voru til dæmis gullmolar á borð við „allur er barinn góður“ og „sjaldan verður nunnu ábótavant." í þessum anda er heitið á útgáfufélaginu sem gefur greinasafnið út. Þaö er útgáfufélagið Menn og málning! Á bakhlið kápunnar eru umsagnir, eignaðar fólki sem er nánast alnafnar þjóðþekktra einstaklinga. Einn þeirra er fyrrverandi stórvinur hans og fóstbróðir, sem sleit hins vegar vinskapnum eftir að Sverrir plataði hann tO að rífast í löngu útvarpsviðtali við Jóhannes eftirhermu, sem viðkomandi trúði að væri Ólafur Ragn- ar og Guðni Ágústsson. Sverrir nefnir hann á bókarkáp- unni Ásthór [svo] i Friði 2% ... lands að Evrópusambandinu, stuttan tíma til að móta annan trúverðugan valkost. Ef svo fer fram sem horfir veröur ísland sennilega komið í Evrópusambandið eft- ir fjögur til sex ár.“ Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræöi á fullveldis- hátfö stúdenta í Háskóla íslands. Birt í Stúdentablaöinu. Þriðja framboðið? „Hins vegar hefur mjög lítill hluti Röskvumanna gengið í raðir VG og mun hinu nýja framboði vera ætlað að lagfæra þá stöðu. Ef orðrómur um að stuðn- ingsmenn VG hafi klofið sig út úr samstarfi við Röskvu reynist réttur þá hljóta þaö að teljast nokkuð merkileg pólitísk tíðindi. [...] Sé samstarfi vinstriafl- anna í H.í. lokið má gera ráð fyrir að draumurinn um sameiningu þeirra á öðrum vettvangi verði enn fjar- lægari." Eggert Þór Aöalsteinsson skrifar um stúdentapólitíkina í H.i. í Stúdentablaöiö. Enn og Upplýsingar og forsendur þeirra, sem eru menntun og aðstaða til síöflunar enn frekari upplýsinga, munu ráða því í framtíð- inni hvaða þjóðum og ein- staklingum mun vegna best. Fólk kemst ekki langt með menntuninni einni og heidur ekki með upplýsingunum einum, sem menn geta ekki unn- ið úr eða meðtekið ef þeir eru ekki með nægi- lega menntun. Þetta lítur út í Qjótu bragði sem þráttarhyggja eða tilraun til útúr- snúnings. Mandela forseti sat lengi í fangelsi og hafði ekki aðgang að þeim upplýsingum sem hann vildi; þegar honum var sleppt varð hann samt strax yfirburðamaður í landi sínu og það er vont afturhvarf að fá Mbeke sem núverandi forseta; mann sem hefur ekki tæmar þar sem Útrœtt eða órœtt? Mulier taceat in ecclesia hafa löngum verið ein- kunnarorð katólikka, komin frá Páli postula: Konur þegi í kirkjum. Þetta er sú hugmynd að um mik- ilvægustu mál skuli einungis úrvals- sveit fjalla, aðrir þegi enda séu sum sjónarmið hættuleg og óþörf. Þessi hugmynd um að fáir útvaldir valda- menn geri út um mál hefur að sönnu átt vinsældum að fagna í gegnum aldimar en hefur þó átt æ erfíðara uppdráttar síðustu öld eða svo í Vestur-Evrópu því að þar hef- ur komið fram samfélagsskipan sem stundum er kennd við lýðræði - og stundum við hið opna samfélag - og sér ekki enn fyrir endann á þeirri þróun. Nema á íslandi virðist þessi hug- mynd um æskilega skipan þjóðfé- lagsumræðunnar lifa góðu lífi í Framsóknarflokknum. Þeir skuli þegja... Stundum er nefnilega engu líkara en aö framsóknarmenn skilji ekki alveg - eða þeim jafnvel líki ekki al- veg - hvernig opið vestrænt samfé- lag starfar. Að minnsta kosti hefur það verið rauður þráður í málflutn- ingi ráðamanna þessa flokks að und- anfómu að þeir skuli þegja um virkjanamál á Austurlandi sem ekki hafi bréf upp á að mega tala. Þannig benti stjórnarformaöur Landsvirkjunar á það þráfaldlega í fjölmiðlum i liðinni viku að nú hefði Alþingi veitt leyfi sitt fyrir Kára- hnjúkavirkjun og þar með væri mál- ið útrætt á opinbemm vettvangi. Formaður flokksins og þingmaður virkjanaplássanna fyrir austan, Halldór Ásgrímsson, tók í sama streng í ræðustól: Alþingi væri hinn rétti vettvangur umræðna um þessi mál - og hefði tjáö sig - og nú ættu andstæðingar virkjana að sætta sig við orðinn hlut. - Samt er eins og allt sé ennþá órætt: Og þar með útrætt? að mikið skorti á að sýnt hafi verið fram á arðsemi þessara framkvæmda - þeim er svarað með þeim orðum að víst sé arðsemin til staðar, eOa hefði ekki verið farið út í þetta. Og þar með á það að vera útrætt. Þetta eigum við að kaupa sem höfum lifað hið þráláta tap á jámblendinu og horfðum á Kröfluvirkjun rísa án þess að það hvarflaði að nokkrum manni öðrum en Vilmundi Gylfasyni að hirða um hvort þetta borgaði sig eða væri yfirhöfuð gerlegt. Náttúrufræðingar benda á ýmsa „Stundum er nefnilega engu líkara en að Fram- sóknarmenn skilji ekki al- veg - eða þeim jafnvel líki ekki alveg - hvernig opið vestrænt samfélag starfar. Að minnsta kosti hefur það verið rauður þráður í málflutningi ráðamanna þessa flokks að undan- förnu...“ meinbugi, hvort heldur í fyrirhuguðum framkvæmdum við Þjórsárver eða Kárahnjúka - þeir sem eru svo ólánssamir að vera prófessorar upplifa ófrægingarherferð og skýr skilaboð um að hafa sig hæga. Gengur á meö skætingi Spurt er um áhrif þess á vistkerf- ið að steypa saman ótal ám og búa tO risastórt miðlunarlón sem á nokkur hundruð árum mun fyOast af druOu - svarað er með þvi að rifja upp í þrítugasta sinn þau mistök sem urðu í útlensku tímariti þegar birt var með umfjöOun um Kára- hnjúkavirkjun mynd af Dettifossi sem slæðst hafði með myndum af fossum á Austurlandi í sendingu frá Áma Finnssyni. Þannig gengur á með eOífum skætingi og útúrsnúningi. Skæting- ur og útúrsnúningur kann að ganga i ræðustól Alþingis - en verður ekki að umræðum að heldur. Málið er fjarri því að vera útrætt. Það er órætt. aftur upplýsingar „Með samkeyrslu tiltekinna leitarorða þinna finna tölvumar út hvers konar persóna þú ert og hvemig auglýsingar árangursríkast er að bjóða þér; leitarorðin hafa komið upp um þig. “ Mandela hafði hælana, og flýtur ofan á pólitíkinni með þvi að láta hyOa sig sem forseta lands síns á ráðstefnum, litlu betri en Mugabe í Simbabwe. Frelsi kostar ófrelsi G. OrweO skrifaði bókina 1984 um harðstjórnarkerfi í ónefndu landi þar sem aOir voru undir járnhæl harðstjóra sem lét njósna um aOa t0 að hafa þá í spennutreyju ótta og undirgefni. AOir vissu hvað OrweO átti viö en svo rann árið upp og skömmu síðan hrundi heimskomm- únisminn. En nú er lítiO bróðir í uppvexti og fátt bendir tO þess að hann verði ekki stór. íslendingar eru nú á Schengen-svæðinu um frjálsar og skilríkjalausar ferðir fólks miOi landa. Samt verðum við að framvisa vegabréfi þegar farið er úr landi; væntanlega tO að sýna aö við þurfum ekki á þeim að halda, eða tU að framvísa í gestamóttökum hótela svo skrá megi nöfn. Upplýsingamar fara inn í risa- tölvukerfi, sem unnt er að gramsa í út um aUt, líka fyrir utan svæðið Þá geta menn svo sem giskað á hvar. Stikkorðið nýja heitir gistinótt, en sett hafa verið í lög í Þýskalandi að skrá beri aUar gistinætur fólks og ekki bara útlendinga. Innanríkis- ráðherrann O. SchUy er fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar og kann tO verka; þetta minnir á boðin sem látin voru út ganga vegna fæð- ingar Krists, en þá skyldi skrá aUa heimsbyggðina að tUskipan Ágústusar keisara. Hér heyrum við ekkert um gistinætur, nema þegar ferðamálafólk er að reikna út aUan gjaldeyrinn, sem eftir verður í land- inu og hversu mikið menn hagnist á hvem ferðamann; enda eru þeir bara fólk með peninga. Eftir því sem frelsið er óheftara þeim mun meira verður að tak- marka það, helst leynilega og í annarri vídd. Það er ljóst að dýr- mætustu upplýsingamar eru einmitt þær sem safnað er án þess að hver og einn viti um það; ef menn vissu um þær myndu þeir haga sér ööruvísi ef ástæða væri tU að ætla að þær kæmu einhverjum að gagni. Afburðatæknin er ótrúleg Greiningaráráttan er yfigengUeg. AUt skal rannsakað og skráð í gagnagrunna. Menn fá í framtíðnmi væntaniega ekki, bæði í gríni og al- vöra, að kasta af sér vatni á mígUdi á hóteli án þess að persónubundin þáttagreining fari fram og aUt skráð í gagnabanka; slóð þína má þá rekja um aUt eins og þefnæmu dýrin gera með því að snudda utan í trjám. Nú eru tU leitarvélar eins og Google.com sem er yfirmáta hröð og hefur aðgang að hundruðum miUj- óna heimasíðna út um áUan heim og þarmeð öUum upplýsingum á þeim og aUs konar opinberum upplýsing- um; hún skUar þér niöurstöðum eft- ir tæpa sekúndu eftir aö ýtt er á ræsitakkann; ef með þarf fer vafrar- inn inn í aðrar öflugustu leitarvél- amar eins og Yahoo og AOL og not- ar þær líka. Með samkeyrslu tUtek- irma leitarorða þinna finna tölvum- ar út hvers konar persóna þú ert og hvemig auglýsingar árangursríkast er að bjóða þér; leitarorðin hafa komið upp um þig. Við bætast skoðanakannanir, verslunarmáti, notkun kreditkorta, bensínviðskipti, símhringingar og matsölustaðir tU úrvinnslu fyrir tölvumar; þrátt fyrir að sumar upp- lýsingar eigi að fara leynt er hægt að afla þeirra, en þá er bara brotist inn í gagnabanka með aðstoð ein- hverra kunnugra. Einu mörkin sem eru á getu þinni tU upplýsingaöflun- ar er þitt eigið ímyndunarafl og menntun en hún veitir þér innsýn í merkingu orða og grundvöU fræði- greina eða fagorða sem venjulegur safnari hefur ekki á takteinum. AUt stefnir í áttina að „afburða- mannastjórnun eða kostgæfnis- veldi“ (meritocrazy) sem hefur ekk- ert með hefðbundna pólitik eða hug- myndafræði aö gera, aðeins hverju hægt er að ná með tUstyrk valinna einstaklinga. Meira að segja Kína heyktist á því að takmarka aðgang almennings að tölvum og vestræn- um leitarvélum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.