Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 21
MIÐVKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 21 15V Tilvera Steven Spielberg 56 ára Frægasti kvikmynda- leikstjóri samtimans og sá sem hefur haft hvað mest áhrif, Steven Spiel- berg, á afmæh í dag. Spielberg á að baki glæsilegan feril, hvemig sem á það er lit- ið, og kvikmyndagerð væri fátækari ef hans nyti ekki við. Ekki varð mikið úr skólagöngu hjá honum, hann hætti í skóla á menntaskólaaldri og tók strax að gera stuttmyndir og hann var ekki orð- inn tvítugur þegar hann var farinn að leikstýra í sjónvarpi. Spielberg er giftur leikkonunni Kate Capshaw og eiga þau funm böm saman og hvort í sínu lagi. Glldír fyrir fimmtudaginn 19. desember Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.l: I Fólk virðir og hlustar ' á skoðanir þínar og þér gengur vel í rökræðum. Einhver sýnir þér mikla góðvild í dag. Happatölur þínar eru 9, 21 og 33. Flskarnlr (19. febr.-20, mars); Skortxu' á sjálfstrausti ler þér fjötur inn fót í sambandi við gott tæki- færi sem þér býðst. Ihugaðu málið vel áður en þú tek- ur ákvörðun um hvað gera skal. Hrúturlnn (21. mars-19. aadlii . Tækifærin koma ekki ^af sjálfu sér og þú þarft að hafa talsvert fyrir hlutunum. Fjölskylduliflð er einstaklega ánægjulegt í dag. Nautlð (20. apríl-20. mað: l Þú átt auðvelt með að stjóma fólki og atburð- um í dag en láttu það ekki stiga þér til höf- uðs. Ekki taka mikilvægar ákvarð- anir án þess að fá álit annarra. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Ef þú ert tilbúinn að " hlusta gætir þú lært margt gagnlegt í dag. Hugmyndir þínar falla í'góðan jarðveg hjá fólki sem þú metur mikils. Krabblnn (22. iúní-22. iúlí): Ekki láta fólk sjá að i þú sért viðkvæmur á ' ákveðnu sviði vegna _ þess að það gæti verið I gégn þér. Reyndu að vera ein- göngu með fólki sem þú treystir vel. Liónlð (23. iúií- 22. áeúst): ■ Eyddu deginum með fólki sem hefur svipaðar skoðanir og þú. Annars er hætta á miklum deilum og leiðindum. Happatölur þínar eru 7,18 og 32. Mevian t?.a. apúst-??. sRnt.i: Þér verður best ágengt á þeim vettvangi sem *»«þú ert kunnugastur. ^ r Ástin og rómantíkin svífur yfir vötnum. Happatölur þínar era 3, 4 og 36. Vogln (23. sept.-23. okt.): Ekki taka þátt í sam- ræðum um einkamál annarra þar sem era felldir dómar yfir fólki sem ekki er viðstatt. Happatölur þinar era 2, 14 og 33. Sporðdreklnn (24. okt.-2l. nóv.l: Þú færð fréttir sem þú ert ekki nógu (ánægður með en þú ættir að geta fengið hjálp til að leysa vandamálið. Kvöldið verður annríkt hjá þér. Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des ); LÞú verður fyrir von- rbrigðum í dag þar sem hjálp sem þú áttir von á bregst. Ástarlífið blómstrar um þessar mundir. Happatölur þínar era 12, 24 og 38. Stelngeltln (22. des.-l9. ian.): Þetta er góður tími fyrir viðskipti og öflugt félagslíf. Það er mikill kraftur í þér þessa dagana og reyndu að virkja hann til góðs. Tviburarnir (2 ~H í Hljómplötur Jens Hansson - Six Rooms ★ ★* Saxófónstemning Jens Hansson hefur haldið uppi heiðri saxófónleikara í poppmúsík þar sem þeir eru sannarlega allt of fáir. Með veru sinni í Sálinni hans Jóns mins hefur hann sýnt að hljóðfærið nýtur sín vel í rokk- og popptón- list en er ekki einskorðað við djass eins og margir gætu verið famir að halda. Margar góðar hljómsveitir í rokk- og popptón- list hafa einmitt státað af ágæt- um saxistum. Á þessari plötu sinni kemur Jens einnig fram sem lagasmiður, upptökustjóri og hljómborðsleikari. Hann hef- ur svo sem áður komið nálægt öllu þessu, m.a. verið upptökustjóri á plötum annarra og er kunnugur þeim kúnstum sem tíðkast í hljóð- verum, en hér er hann trúlega að gera það sem hjartanu er kærast um þessar mundir. Jens er ekki að skipta um tónlistartegund. Hann er ekki kominn yfir í djassinn. Ég held að tónlist hans sé best lýst sem instrúmental-poppi. Verkin á plöt- unni eru hljómsett á poppvisu og djassharmóníur fjarri. Þetta er nokkuð stemningarríkur diskur. Hann hefst á titillaginu sem er jafnframt besta og hressasta lag disksins. Honum lýkur á Nothing Ever Changes sem margir munu ef- laust kannast við undir öðru nafni, sem einnig er prýðisgott lag. Little India er athyglisvert, með austur- lenskum tónum. On My Own er heldur síðra og með fráleitum endi. Floating Sun er fremur flatt og end- urtekningasamt og maður bíður bara (lengi) eftir að það klárist. Af þessu má sjá að þeim sem þetta rit- ar finnst lagasmíðamar æði mis- jafnar. Þar bregður til dæmis fyrir köflum þar sem ekki eru sparaðar mottumar og minnir á ihugunar- tónlist þótt meira skapandi sé hér en yfirleitt tíðkast á þeim slóðum. Má í þvi sambandi nefna Lullaby og Autumn in Reykjavik. Það kemur eiginlega á óvart hve mikið er um slíkt og einnig að nær ekkert er brugðið frá einfóldustu og venjuleg- ustu hljómaröðum. Örlítið meiri ævintýramennska hefði ef til vill ekki sakað. Oft næst þó að skapa ágæta stemningu á diskinum, eins og áður sagði, og! vissulega er um vandaða fram- setningu efnisins að ræða. Með Jens leika Friðrik Sturluson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur (enn einu sinni), gamla gítarhetjan Björgvin Gíslason og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Ingvi Þór Kormáksson Að feta fótspor feðranna Það verður sjaldgæfara með hverju árinu að synir feti í fótspor feðra sinna í atvinnu, sonur skóarans verð- ur viðskiptafræðingur, sonur bakar- ans verður rithöfundur og sonur sjó- mannsins verður veikur bara af því að fara niður á höfn. Knockaround Guys fjallar um þá stétt manna sem enn þá vill að bisnissinn gangi frá föður til sonar þótt synimir séu alls ekki í stakk bún- ir til að taka við honum. Barry Pepper leikur Matty, son hins mikla mafiósa Benny Chains (Hopper). Barry hefur aldrei staðið undir væntingum föður síns frá því að hann gat ekki drepið mann sem 12 ára gutti og þótt pabbi hans segi að hann hafi aldrei viljað að sonurinn fetaði í sín blóðugu fótspor þá vita þeir báðir að það er langt frá því að vera satt og að fóðurnum fmnst alla karlmennsku vanta í einkason- inn. Barry hefur reynt að lifa venju- legu lifi, mennta sig og sækja um vinnu, en enginn vill ráða hann í vinnu, allir gruna hann um græsku vegna ofbeldisfulls lífs föðurins. Barry gefst því upp á að reyna að vera venjulegur maður og fer að vinna fyr- ir pabba sinn. Fyrsta stóra verkefninu sem honum er trúað fyrir klúðrar hann alveg alla leið með hjálp þriggja vina sinna og þarf hjálp til að komast burt heill á húfi. Það er ekkert nýtt að taka fyrir feðgatengsl í mafiunni. Til dæmis lék A1 Pacino soninn sem átti að eignast líf undan oki mafiunnar í Guðföðurn- um en verður höfuð hennar í staðinn. Hann eignast svo aftur son sem sýnir enga tilburði til mannsmorða - vill frekar syngja óperur. Knockaround Guys ætlar greinilega að taka öðru- vísi á þessu þema, sýna vanda þessara stráka sem engan samastað eiga í líf- inu nema í blóði drifnum fjölskyldu- bisnissnum. Ekki laust við að vera áhugavert enda byrjar myndin alveg prýðilega, en fljótlega fer allur kraftur Oáhugaverölr strákar Andrew Davoii, Seth Green, Barry Pepper og Vin Diesel í hlutverkum sínu. úr henni og í lokin hrannast bæði lík og klisjur upp í afskaplega máttlaus- um endi. Knockaround Guys vill skoða mafi- una á álíka hátt og sjónvarpsþáttur- inn Sopranos, heimurinn hefur breyst síðan 1930, gildismat er annað og einn glæponinn kvartar yfir því að i gamla daga hafi maður bara unnið verk sín þegjandi og hljóðalaust, nú séu tilfinn- ingar að þvælast fyrir öllum. En handritið nær hvorki að vera frum- legt né spennandi svo úr verður held- ur kraftlaus mynd um óáhugaverða stráka sem manni er nokk sama hvort geta drepið mann eður ei. Slf Gunnarsdóttir Leikstjórn og handrit: Brian Koppelaman og David Levien. Aðalhlutverk: Barry Pepp- er, Vin Diesel, Seth Green, Andrew Davoli, Dennis Hopper og John Malkovich. Verð frá 95.300 m. grind 1S3 x 203 Kinq f Koil Skipholti 35 * Sími 588 1955 1 Ódýr gisting fýrír bílinn þinn Þegar þú bregður þér í bæinn á bílnum er gott að huga að góðri gistingu fyrir hann á meðan þú sinnir þínum málum. Kolaportið bíður „gistingu“ fyrir bíla á 1,33 kr. mínútuna. Hér er góð gisting undir þaki á notalegum stað. Lægsta gjald er 80 kr. fyrir eina klukkustund og eftir það borgar þú aðeins fyrir þann tíma sem þú notar, eða 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur. Mánaðarkort í Kolaport bjóðast á aðeins KolapOft 5.600 kr.*) vlð Arnarhól n ffi Bflastæðasjóður I r ...svo í borg sé (eggjandi *) Ef þú kaupir 6 mánuði borgarðu aðeins fyrir 5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.