Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 V Rafpostur: dvsport@dv.is Garcia til Þýskalands Kúbverska stórskyttan Jaliesky Garcia, sem leikur meö HK i Esso-deild- inni í handknattleik, er á leiðinni til reynslu hjá hinu gríðarsterka þýska liði Kiel. Garcia mun fara út á milli jóla og nýárs samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gær. Það væri mikið áfail fyrir HK-menn aö missa Garcia en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 133 mörk í 15 leikjum. -ósk Islenska karlalandsliðið í kö !4 ■■ . tleik tekur þátt í fjögurra landa móti í Lúxemborg: nýliðar a Rúnarssonar, þjálfara íslenska liösins íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tekur þátt í fjögurra landa móti í Lúxemborg á milli jóla og nýárs ásamt heimamönnum í Lúxemborg, Kýpverjum og Englendingum. Þetta er annað verkefni.landsliðsins á árinu en liðið tók þátt í Norðurlandamótinu í Noregi í ágúst þar sem það hafhaði í þriðja sæti. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari liðsins, til- kynnti ellefu manna hóp í gær en í honum eru fjórir nýliðar, þeir Sverrir Þór Sverrisson úr Keflavik, Pálmi Freyr Sigurgeirsson úr Breiðabliki, Skarphéðinn Ingason úr KRog Kevin Grandberg úr Keflavík en hann fékk ís- lenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Hópinn skipa að auki Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson úr Njarðvík, Jón Amór Stef- ánsson úr Trier, Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík, Magni Hafsteinsson úr KR, Jón N. Hafsteinsson úr Keflavík og Sigurður Þor- valdsson úr ÍR. Kelfvíkingurinn Gunnar Ein- arsson var valinn en gaf ekki kost á sér af per- sónulegum ástæðum og sagði Friðrik Ingi á blaðamannafundi í gær að það væri mikil synd því að Gunnar hefði spilað sérlega vel í vetur. „Þetta er ekki reynslumikið lið en þama fá leikmenn sem hafa verið við landsliðið tæki- færi til að sanna sig fyrir okkur sem veljum liðið. Þetta em allt strákar sem hafa verið að spila mjög vel í deildinni og á góðum degi gæti þetta liö spilað frábærlega,“ sagði Friðrik Ingi. „Við forum í þetta mót til þess að vinna það. Það erfítt að meta styrkleika hinna liðanna því ég veit ekki hvaða leikmenn koma til með að spila fyrir t.d. Englendinga. Ég á ekki von á því að þeir komi með sitt sterkasta lið og þá era þeir ekki ósigrandi. Við höfum verið svip- aðir og hin liðin í gegnum tíðina en ég mæti alltaf til leiks fullur sjálfstrausts og ætla ekki að fara breyta því núna,“ sagði Friðrik Ingi. Margir lykilmenn ekki með Það vekur athygli að margir lykilmenn landsliðsins eru ekki með að þessu sinni. Logi Gunnarsson, sem leikur með Ulm í Þýska- landi, kemst ekki vegna leikja hjá sínu liði og sömu sögu er að segja af Brenton Birmingham sem spilar í Frakklandi. Að auki eiga þeir leikmenn sem spila í bandaríska háskólabolt- anum ekki heimangengt vegna anna. Þar fyrir utan vantar í liðið tvo leikmenn sem hafa venjulega verið í hópnum þegar hann hefur veriö valinn. Það eru þeir Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík og miðherjinn hávaxni, Baldur Ólafsson úr KR. Þegar blaðamaður DV-Sport innti Friðrik eftir því hvort sú ákvörðun Helga Jónasar að taka knattspyrnu fram yfir Norður- landamótið í ágúst hefði lengt leið hans í landsliðiö sagði hann svo vera að vissu leyti. „Ástæðan fyrir því að ég vel Helga Jónas ekki er að vissu leyti vegna þeirrar ákvörðun- ar hans að taka knattspymuna fram yfir þeg- ar við fórum á Norðurlandamótið. Hann hefur heldur ekki verið að spila af fullri getu það sem af er vetri og því ákvað ég að velja hann ekki að þessu sinni. Varðandi Baldur þá er það ljóst að ég hef mikla trú á þessum strák og augljóst að landsliðið hefur mikla þörf fyrir svona hávaxinn mann sem hefur þessar fínu hreyfmgar. Baldur hefur hins vegar ekki náð sér á strik það sem af er tímabili og ég vona að þetta verði til að hann reki af sér slyðraorð- ið. Ég sá hann gegn Njarðvík á dögunum og þá var allt annað að sjá til hans heldur en fyrr í vetur og ég vona að framhald verði á því. Hann er svo sannarlega enn inni í myndinni hjá mér,“ sagöi Friðrik. Enginn íslenskur Damon Það vekur einnig athygli að nýjasti íslend- ingurinn í körfunni, Keflvíkingurinn Damon Johnson, er ekki í hópnum. Friðrik sagði að hópurinn hefði verið valinn áður en Damon Johnson fékk islenskan ríkisborgararétt og þar sem aðeins má spila með einn erlendan leikmann með íslenskt ríkisfang og Kevin Grandberg var kominn í hópinn var ákveðið að halda sig við upphaflegan hóp. Friðrik við- urkenndi þó að hann hefði ekkert á móti því að nýta sér hæfileika Damons í framtíðinni og sagði að hann hefði gefið það í skyn að hann myndi alltaf gefa kost á sér hér eftir. Damon eöa Brenton? Þetta vakti upp spumingu sem ekki var hægt að sleppa. Hvort velur þú Damon Johnson eöa Brenton Birmingham í landsliöið þegar báóir gefa kost á sér í einu? „Þetta er skemmtilegt vandamál sem ég stend frammi fýrir. Báðir eru þeir frábærir leikmenn og það væri gaman að geta valið þá báða. Ég þarf hins vegar bara að meta það í hvert sinn hvemig hópurinn er samsettur og hvor þeirra hentar betur í sérhvert verkefni. Damon er betri í fráköstum og líkamlega sterkari en Brenton er frábær skytta. Það verður erfitt að velja á milli þeirra," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við DV-Sport í gær. -ósk Friörik Ingi arsson, liösþjálfari í Rún- lands- körfu. Jón Arnór Stefánsson verður f aöalhlutverki meö íslenska landsliöinu á komandi móti f Lúxemborg. Hér sést hann á fleygiferö f landsleik gegn Sviss á síðasta ári. DV-mynd ÞÖK Mikið kemur til með að mæða á Jóni Arnóri - segir Friðrik Ingi Rúnarsson „Það er alveg ljóst að það mun mikið koma til með að mæða á Jóni Amóri Stefánssyni í sóknarleiknum hjá okkur í mótinu í Lúxemborg, sérstaklega í ljósi þess að hvorki Brenton Birmingham né Logi Gunnars- son eru með að þessu sinni. Jón Amór er sá leikmaður í íslenska liðinu sem getur skapað hluti og það verður virkilega gaman að sjá hann með okkur eftir eldskím hans í atvinnumennskunni þetta haustið. Það stóð reyndar tæpt að hann yrði ekki með en sem betur fer þá leystist það far- sællega. Jón Amór býr í Trier sem er ekki í nema tuttugu mínútna fjar- lægð frá Lúxemborg. Jón Amór verður okkar lykilmaður og það verður gaman að sjá hversu mikið hann hefur vaxið eftir dvölina í Þýskalandi," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, í samtali við DV-Sport í gær. -ósk NBA í nótt New York-New Jersey . . . 101-99 Houston 29, Thomas 17, Sprewell 12, Eisley 12 (6 stoðs.) - Kidd 39 (11 stoðs.), Martin 18 (11 frák.), Harris 10 Atlanta-Washington.......99-109 Robinson 33, Abdur-Rahim 20 (10 frák.), Ratliff 12 (11 frák.)- Jordan 30, Stackhouse 23, Hughes 20 (8 frák.) Milwaukee-Toronto .... 117-122 Allen 37, Cassell 21 (8 stoðs.), Redd 19 - Lenard 23 (6 stoðs.), Peterson 21, WiUiams 19 (8 frák., 7 stoðs.) Minnesota-LA Lakers.......96-80 Gamett 23 (11 frák.), Jackson 13, GiU 11 - O'Neal 17 (9 frák.), Bryant 15 (7 frák., 6 stoðs.), Fox 10 Dallas-Indiana...........118-97 Finley 33 (13 frák.), Van Exel 20 (10 stoðs.), Nowitzki 20 - O'Neal 20, Harr- ington 15, R. Miller 11, B. Miller 11 Sacramento-Phoenix .......95-86 Webber 27 (12 frák.), B. Jackson 19, J. Jackson 11 - Jacobsen 15, Marion 14 (9 frák.), Johnson 9, Marbury 9 Portland-New Orleans . .. 102-93 Wells 30, Wallace 22 (13 frák.), Anderson 15 - Mashbum 22 (8 frák.), Davis 21 (6 stoðs.), Magloire 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.