Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 Hermann Albertsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Síma- deildarlið FH. Hermann lék með Leiftri/Dalvík í 1. deildinni í sumar. Franski varnarmaöurinn Mikael Silvestre hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem mun gilda til ársins 2007. Silvestre hefur átt frábært tímabil með Manchester United hvort heldur hann hefur spilaö sem vinstri bak- vörður eða sem miðvörður. Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað enska og slóvakíska knatt- spyrnusambandiö fyrir ólæti stuðn- ingsmanna þjóðanna þegar þær mættust í Bratislava I október. Eng- land vann leikinn, 2-1, en dólgsháttur áhorfenda setti ljótan svip á leikinn. Enska knattspyrnusambandið var. sektað um níu þúsund pund en það slóvakíska fékk 27 þúsund punda sekt. Brasiliumenn eru enn i fyrsta sæti heimslista Alþjóða knattspymusam- bandsins en nýr listi var gefinn út í gær. íslendingar eru í 58. sæti list- ans og falla um eitt sæti frá því í síð- asta mánuði. Breski ökuþórinn Justin Wilson mun aka fyrir Minardi-liðið í For- múlu 1 kappakstrinum á næsta keppnistímabili. Forráðamenn liðs- ins tilkynntu þetta í gær. Wilson, sem er 24 ára gamall, átti að aka tvær síð- ustu keppnimar á nýafstöðnu tíma- bili fyrir Minardi i stað Alex Yoong en komst ekki fyrir í 2002 árgeröinni af Minardi-bílnum vegna hæðar sinn- ar. Wilson er 1,90 m á hæð, óvenju há- vaxinn af ökumanni að vera. Ekki hefur enri verið ákveðið hver mun aka með Wilson á komandi timabili. Finnski ökuþórinn Mika Hákkinen ætlar að aka í finnska vetrarrallinu í næsta mánuði en neitar þó staðfast- lega að hann ætli sér að byrja að keppa á fullu á nýjan leik. Hákkinen mun aka Mitsubishi Lancer i rallinu. AS Roma lenti í miklum vandræöum í gær með 2. deildar liðið Triestina i seinni leik liðanna í 3. umferð ítölsku bikarkeppninnar. Fyrri leikurinn endaði með jafritefli, 1-1, og einnig sá seinni á heimavelli Rómverja. Því þurfti að framlengja og eftir marka- lausa framlengingu réðust úrslitn í vítaspymukeppni þar sem Roma fór loks meö sigur af hólmi, 4-1. Einn leikur fór fram í hollensku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöld. NEC Nijmagen bar sigurorð af Roos- endaal, 3-0. Bruce Arena, sem stýrði bandaríska landsliðinu í knattspyrnu i 8-liða úr- slit i heimsmeistarakeppninni í Japan og Suður Kóreu í sumar, hefúr skrifað undir nýjan samning um að stjóma liðinu.fram yfir heimsmeistarakeppn- ina i Þýskalandi árið 2006. Arena gerði frábæra hluti með liðið og trúa forystumenn knattspymunnar í Bandaríkjunum að hann muni vinna annað þrekvirki eftir fjögur ár. -ósk Sport Diego Forlan skorar hér sigurmark Manchester United í leiknum gegn Chelsea í gærkvöld. Hann renndi boltanum af öryggi fram hjá ítalska markveröinum Carlo Cudicini. Reuters Manchester United vann Chelsea í enska deildabikarnum í gærkvöld: Nú er öldin önnur - Diego Forlan skorar og skorar eftir mjög erfiða byrjun hjá Manchester United Úrúgvæinn Diego Forlan er í mikl- um ham þessa dagana og sýndi mik- ilvægi sitt fyrir Manchester United í gærkvöld þegar hann skoraði sigur- mark liðsins gegn Chelsea í 8-liða úr- slitum enska deildabikarsins á Old Trafford. Með markinu, sem kom á 80. mínútu, tryggði hann Manchester United sæti í undanúrslitum deilda- bikarsins í fyrsta sinn síðan 1994 og sá jafnframt til þess að Chelsea tap- aði sínum fyrsta leik í ellefu leikjum. Eiöur óheppinn Eiður Smári Guöjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink á 77. mínútu og var óheppinn skömmu fyrir leikslok þeg- ar hann skoraði mark sem var rang- lega dæmt af vegna meintrar rang- stöðu. Nýjar áherslur hjá Ferguson Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur löngum gefið lítið fyrir þessa keppni en ann- að er uppi á teningnum þetta árið. Hann hefur stillt upp sínu sterkasta liði að undanförnu og leikurinn í gær var engin undantekning. Hann hvíldi aðeins Hollendinginn Ruud Van Ni- stelrooy en stillti upp David Beck- ham I byrjunarliðinu á nýjan leik. Maður leiksins var þó sennilega Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron sem fór á kostum á miðju Manchester United. Cole skoraöi tvö Blackburn er einnig komið í und- anúrslitin eftir sigur á 2. deildar lið- inu Wigan á útivelli, 2-0. Andy Cole skoraði bæði mörk Blackburn í leiknum, það fyrra á 16. mínútu en það seinna kom tíu mínút- um fyrir leikslok. Wigan pressaði stift að marki Blackburn á milli markanna en þrátt fyrir góð færi tókst þeim ekki að skora. Tvö mörk undir lokin Paul Peschisolido var hetja Shef- field United gegn Crystal Palace í baráttu 1. deildarliðanna á Bramall Lane í Sheffield. Peschisolido skoraði tvö mörk undir lok leiksins og tryggði sínum mönnum sigur, 3-1. Carl Asaba kom Sheffield United yfir á 35. mínútu en átta mínútum fyrir leikslok varð Robert Page, varnar- maður Sheffield, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það breytti þó engu því Peschisolido kom til bjargar og skoraði tvö mörk, á 86. og 88. mínútu. Liverpool spilar í kvöld Manchester United, Blackburn og Sheffield United eru því komin i und- anúrslit en í kvöld mætast Aston Villa og Liverpool á Villa Park í Birmingham í síðasta leik 8-liða úr- slitanna. -ósk Grótta/KR mætir sænska liðinu Sávehof í Áskorendakeppni Evrópu: Erfitt verkefni - segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, um mótherjana í 8-liða úrslitum I gær var dregið í 8-liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í hand- knattleik. Grótta/KRer eina is- lenska liðið sem eftir er í Evrópu- keppninni og mætir það sænska liðinu Sávehof. í hinum leikjum 8- liða úrslitanna mætast franska lið- ið Creteil og Krasnodar frá Rúss- landi, Verias frá Grikklandi og Besiktas frá Tyrklandi og Group Merano frá Ítalíu og Skjern frá Danmörku. Sávehof er í fjórða sæti sænsku 1. deildarinnar og hefur sterku liði á að skipa. Þeirra bestu menn eru skytturnar tvítugu, Jonas Lerholm og Kim Andersson. Þeir voru í landsliðshópi Svía á World Cup í október og stóðu sig svo vel að Al- freð Gíslason, þjálfari Magdeburg, vildi kaupa þá. Heföi viljaö aöra andstæöinga Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, sagði í samtali við DV- Sport í gær að hann hefði kosið aðra andstæðinga í 8-liða úrslitum heldur en Sávehof. „Ég get ekki sagt að við höfum verið heppnir með andstæðinga. Þetta sænska lið er mjög sterkt og eitt af þeim betri sem eftir voru í pottinum. Ég hefði persónulega kosið að mæta gríska eða ítalska liðinu en að vísu getum við hugg- að okkur við það að feröalagið til Svíþjóðar er stutt og tiltölulega ódýrt,“ sagði Ágúst. Ætlum áfram „Það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því að við kæm- umst áfram þegar við lentum á móti Álaborg. Við kláruðum það samt þrátt fyrir að lenda í dóm- araskandal í leiknum úti á Nesi. Nú erum við komnir svona langt og það er ljóst að við mætum Sví- unum af fullri hörku. Við ætlum okkur áfram þótt verkefnið sé erfitt," sagði Ágúst. Vantar stuöning Aðspurður sagði Ágúst að Sví- arnir hefðu þegar hringt og lýst yf- ir vilja sínum til að kaupa heima- leikinn af Gróttu/KR og það tilboð yrði skoðað af forráðamönnum handknattleiksdeildarinnar. „Auðvitað viljum við spila heimaleikinn á Seltjarnamesi en vandamál okkar í þessum þremur Evrópuleikjum sem við höfum spilað þar í vetur, tvo gegn Brovary og einn gegn Álaborg, er að áhorfendur hafa látið sig vanta. Stuðningurinn hefur ekki verið mikill og meðaláhorfendafjöldi á þessum leikjum var í kringum 200 manns. Það segir sig sjálft að það verður ekki mikill gróði þegar slík mæting er og því hugsa menn sig vandlega um þegar lið bjóðast til að kaupa heimaleikinn af okkur. Það er auðvitað ekki vænlegt til árangurs að selja heimaleikinn en á meðan mætingin á völlinn er eins og hún er þá neyðast menn til að skoða slfkt," sagði Ágúst Jó- hannsson, þjálfari Gróttu/KR, í samtali við DV-Sport í gær. -ósk Alfreð Finnsson, leikstjórnandi Gróttu/KR, reynir hér aö komast fram hjá Borge Lund hjá Álaborg í síðustu umferö Áskorendakeppninnar. Alfreð og félagar hans mæta sænska liðinu Sávehof í næstu umferð. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.