Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2002, Blaðsíða 32
'J* 4tr * / * Demantar; °9 skínandi gull m fgt a Laugavegi 55 • Reykjavík á Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (fíj) Loforð er loforð MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Réðust að konu á áttræðisaldri Tveir piltar réðust að konu á átt- ræðisaldri á Laufásvegi um miðjan dag í gær. Piltarnir hrintu konunni og hrifsuðu af henni veskið. Lögregl- an i Reykjavík handtók piltana í gær. Þeir eru 15 og 17 ára. Sá yngri var handtekinn á Laugavegi skömmu eft- ir atvikið en sá eldri var handtekinn síðar um kvöldið. Peningar sem gamla konan var með, ásamt skiiríkj- um, voru endurheimtir. Lögreglan gerði húsleit heima hjá drengjunum og fannst þýfi úr inn- brotum í bíla, sem piltamir gengust við. Þá viðurkenndu þeir að hafa fyrr í gær gripið tösku af sjötugri konu þar sem hún var á gangi við Austurbrún og hlaupið á brott. Taskan fannst við leit síðar um kvöldið. Yngri piltinum hefur verið komið í umsjá bamavemdaryfir- valda. -ss Akureyri: Unglingar draga úr reykingum Daglegar reykingar unglinga á Akureyri hafa dregist talsvert sam- an frá árinu 1997 en hlutfall 10. bekkinga sem reykja daglega hefur farið úr 24% árið 1997 og niður í 12% árið 2002. Talsvert hefur dregið úr tiðni ölvunar unglinga frá árinu 1998 á íslandi. Þetta á ekki siður við á Akureyri þar sem tíðnin hefur dregist verulega saman frá árinu 2000 og er árið 2002 töluvert undir landsmeðaltali. Þannig segjast um 17% 10. bekkinga á Akureyri vorið 2002 hafa orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga, samanborið við um 26% á landinu öllu. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Rannsóknir og greining hefur unnið fyrir Áfeng- is- og vímuvamanefnd Akureyrar- bæjar og var framkvæmd meðal nemenda í 8. til 10. bekk grunnskóla á Akureyri árin 1997 til 2002. -GG DV-MYND E.ÓL Nýkomin úr kæsingu Hún er engin smásmíöi, skatan, sem bíöur þess nú aö komast á matarborö sælkera á Þorláksmessu. Ásgeir Bald- vinsson, annar eigenda aö fiskbúöinni Vör, segir aö hún hafi vegiö 41 kg þegar hún var seld á markaöi sl. vetur og veriö önnur stærsta skatan sem veiöst heföi viö landiö til þessa. Síöan hefur hún veriö í kæsingu í fiskbúðinni og veröur væntanlega bútuö niöur og seld á næstu dögum. Ásgeir sagöi aö fólk væri þegar þyrjaö aö kaupa skötu og smakka. Menn væru greinilega farnir aö hita upp fyrir Þorláksmessu. Fullyrðingar um ágreining vegna sölu á Landsbankanum: Engin gagnrýni á reikningsskil bankans segir Halldór Kristjánsson bankastjóri KPMG endur- skoðun hefur lok- ið áreiðanleika- könnun vegna sölu Landsbanka íslands og Búnað- arbanka. Fullyrt hefur verið að Halldór J. Kristjánsson. til jóla Y,ir 150 fyrirtæki EH KH/llLI IIIII Jllll agremmgur se um mat sem Landsbankinn gerði á eignum sínum og gæðum lána og að Sam- son- hópurinn vilji allt að tveggja milljarða afslátt á söluverðinu. Þá er fullyrt í Fréttablaðinu í morgun að stjórn Landsbankans sé ekki sátt við niðurstöður áreiðanleikakönn- unar KPMG. Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir þessar fullyrð- ingar ekki réttar. Engin gagnrýni hafi komið fram í áreiðanleikakönn- uninni á reikningsskil bankans. „Bankastjórn Landsbanka íslands hf. á ekki beina aðild að þeim við- ræðum sem nú fara fram um kaup Eignarhaldsfélagsins Samson ehf. á stórum hlut í bankanum og ég get því ekkert tjáð mig um stöðu þeirra viðræðna. Hitt er rétt að komi fram að í því ferli hefur ekki komið fram gagnrýni á reikningsskil Lands- banka íslands hf. Landsbankinn hefur verið skráð félag á Aðallista Kauphallar íslands frá því haustið 1998 og allar nauðsynlegar upplýs- ingar um málefni félagsins liggja fyrir opinberlega, nú síðast af- komutilkynning vegna 9 mánaða uppgjörs bankans frá 24. október 2002.“ Fulltrúar Samson-hópsins vildu ekki tjá sig um málið í morgun. -HKr. VBRÐA RJUPURNAR í SKÖTULÍKI? Utgáfufélag DV og Framtíðarsýn sameinast Stjórnir Útgáfufélagsins DV ehf. og Framtíðarsýnar hf„ sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir, hafa undirritað samkomulag um samein- ingu félaganna undir heitinu Útgáfu- félagið Framtíðarsýn. Samhliða sam- einingu félaganna verður hlutafé aukið um 210 milljónir króna í fyrstu. Samhliða þessum breytingmn hefur Hjaíti Jónsson, framkvæmdastjóri Út- gáfufélagsins DV, sagt starfí sinu lausu en hann hefur stýrt félaginu frá vori 2001 í gegnum miklar breytingar og uppstokkun. „Þetta hefur verið annasamur og á stundum erfiður timi en um leið krefjandi og skemmtilegt að takast á við þetta verkefni. Nú er skipið hins vegar i höfn og því réttur timi til aö snúa sér að öðrum verk- um,“ segir Hjalti Jónsson. Sameiginlegur hluthafafundur fé- laganna verður haldinn undir lok janúar þar sem formlega verður gengið frá sameiningu og hlutafjár- aukningu. Að loknum hluthafafundi verður endanlegur hluthafalisti út- gáfufélagsins birtur. Einar Sigurðsson, formaður stjórnar Útgáfufélagsins DV, segir að endurskipulagning félaganna hafi staðið yfir síðustu mánuði. „Nú sér fyrir endann á fjárhagslegri endur- skipulagningu sem alla tíð hefur leg- ið fyrir frá því að DV var keypt að fullu af núverandi eigendum. Til liðs við okkur koma öflugir aðilar auk þess sem sameiningin skapar ný og betri sóknarfæri. Við litum bartsýn- ir fram á veginn. Síðustu mánuðir hafa verið hagstæðir í rekstri og vil ég þakka Hjalta Jónssyni sérstaklega fyrir hans þátt í að skapa fyrirtæk- inu svigrúm og tækifæri." Stjórnir útgáfufélaganna hafa ákveðið að ráða Örn Valdimarsson framkvæmdastjóra hins sameinaða félags. Örn er hagfræðingur að mennt og hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Framtíðarsýnar og ritsfjóri Viðskiptablaðsins. Lovestar eftir- læti bóksala Bóksalar hvarvetna á landinu hafa nú í þriðja sinn lesið allt sem í boði er og valið ljúffengustu bitana. LoveStar eftir Andra Snæ Magna- son var valin besta íslenska skáldsag- an, en besta þýdda skáldsagan þótti Áform Michels Houellebecq í þýð- ingu Friðriks Rafnssonar. Titilinn besta íslenska bamabókin fá tvær bækur sem urðu hnífjafnar í þessum flokki: Blíðfinnur og svörtu tening- arnir - Ferðin til Targíu eftir Þor- vald Þorsteinsson og Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur. Besta þýdda barnabókin er Skugga- sjónaukinn eftir Philip Pullmann, þýðandi Anna Heiða Pálsdóttir; besta ljóðabókin er Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur; besta ævi- sagan er KK - Þangað sem vindurinn blæs eftir Einar Kárason og besta bókin í flokki fræðirita og rita al- menns efnis er ísland í hers höndum eftir Þór Whitehead. Vilja flytja inn skoskar rjúpur Sáralitlar líkur eru á að grænlensk- ar rjúpur verði á borðum landsmanna þessi jól en hins vegar gætu skoskar rjúpur verið það því verslunin Nóatún hefur sótt um innflutningsleyfi á allt að 5.000 rjúpum. Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúnsverslananna, sagðist í morgun búast við svari land- búnaðarráðimeytisins fyrir hádegi og þá ættu rjúpumar að vera komnar í kjötborðið um helgina. „Þetta eru villtar rjúpur úr skosku hálöndunum og þær eru alveg fríar af öllum sjúkdómum og hafa fint villi- bragð. Við fáum mun minna af íslensk- um rjúpum en við vonuðumst eftir, ætli það geti ekki verið um 10.000 rjúp- ur. Það var því nauðsynlegt að bregð- ast hratt við til það þjóna þeim sem vilja rjúpur á jólaborðið." Verðið verð- ur frá 1.200 til 1.500 krónur. -GG merliivéiii] fyrir fagmenn og fyrirtaeki, skóla, fyrir riið og reglu, mig ogN- ii nýbýidueql 14 • sinl 554 4443 • If.ls/rafport Sjálfvírk slökkvítækí fyrlr sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 - Kópovogi Innfiutningur og sala - www.hblondal.com VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ . I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.