Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 1
LISTIN OG LIFIÐ. BLS. 14 DAGBLAÐIÐ VISIR 292. TBL. - 92. ARG. - FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Inótt * i 4 v Þingframboð borgarstjóra: 45% á mótí Reykvískir kjós- endur skiptast í álíka stórar fylk- ingar í afstöðunni til þingframboðs Ingibjargar Sól- rúnar Gisladóttur borgarstjóra. 55 prósent þeirra sem afstöðu taka eru fylgjandi fram- boði Ingibjargar Sðlrúnar á lista Samfylkingarinnar í komandi'alþing- iskosningum en 45 prósent andvíg. Hins vegar eru 3 af hverjum 10 sem sögðust hafa kosið R-listann í síðustu borgarstjórnarkosningum andvígir framboði Ingibjargar í vor. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta eru helstu niðurstöður skoð- anakönnunar DV sem gerð var meðal reykvískra kjósenda i gærkvöld. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) framboði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis fyrir Samfylk- inguna? Hringt var í 600 manns, 300 karla og 300 konur. í byrjun september spurði DV reyk- víska kjósendur hvort þeir væru fylgj- andi eða andvígir því að Ingibjörg Sól- rún leiddi lista Samfylkingarmnar í næstu alþingiskosningum. Mikil meirihluti þeirra sem afstöðu tóku þá, eða rúm 66 prósent, reyndist því and- vígur. -hlh ¦ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2, 16, 20 OG BAKSÍÐU Uppnám í R-listanum Forystumenn samstarfs- flokka Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum taka þunglega tíðindum af fram- boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Halldór Ásgríms- son segir að flestir framsókn- armenn líti svo á, að Ingi- björg Sólrún sé með þessu að ganga á bak orða sinna. Heimildarmaður DV í for- ystusveit Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs segir að efnislega séu vinstri-græn- ir sammála þessu mati Hall- dórs. Halldór segir framsóknar- menn líka hafa áhyggjur af því, hvernig fulltrúar Sam- fylkingarinnar í borgarstjórn fjand- skapist út í orku- og stóriðjuáform, sem séu hagsmunamál höfuðborgar- innar engu síður en landsbyggðar- innar. í morgun Forystumenn Framsóknar ræddu viðbrögð við framboði borgarstjóra á fundi í utanríkisráðuneytinu í morgun. Yfirlýsingar er að vænta í dag. Yfirlýsinga er að vænta frá bæði Framsókn og vinstri-grænum snemma í dag, en báðir flokkar efndu til funda um framboð borgar- stjóra í morgun. -ÓTG Eldur í Breiðholti: Bjargað af svölum Mikill eldur kom upp í kjallara fjöl- býlishússins að Hjaltabakka 10 um hálfeittleytið í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og þegar að var komið var mikill eldur í kjallara húss- ins og reykur sem lagði upp hæðirnar. íbúar flúðu út á svalir undan reykjar- kófinu og var hátt í 20 manns bjargað af svölum hússins í stigum. Ibúar gátu leitað skjóls í rauðum strætisvagni sem ekið hafði verið að húsinu en þar héldu um 30 manns til þegar mest var! Starfsfólk Rauða krossins var kallað út vegna áfallahjálpar en sá einnig um að skjóta skjólshúsi yfir fólk sem ekki fékk inni hjá ættingjum eða vinum. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá frystikistu í kjallaranum og ljóst að skemmdir eru miklar þar. -hlh NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 2 HEIMABIOKERFI MEÐ DVD - allt í einum pakka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.